Morgunblaðið - 05.01.1966, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.01.1966, Blaðsíða 27
Miðvikuðagur 9. Januar 1966 MORGUNBLAÐID 27 Tveir verktakar leggfa hitaveitu I Smá- ■búðahverfi TVEIR aðilar hafa tekið að sér hitaveitulögn í Smáíbúðar- hverfi og hefur Innkaupastofn- unin samið við þá. Verk h.f., sem bauð lægst í verkið, óskaði eftir að losna við hluta af því, og tók næsti aðili Ok h.f. að sér Bústaðahverfið. Verk h.f. tekur að sér lagn- ingu hitaveitu í Smáíbúðarhverf ið milli Réttarholtsvegar, Grens- ásvegar, Sogavegs og að hita- Sementsverk- smiðjan Akranesi, 4. janúar. SEMENTSVERKSMIÐJAN skeyt ir ekki um óveðrið. Þar hefur verið unnið með fullum afköst- um um jólin og nýjárið og milli hátíða. Einhver hefði svar- ið fyrir það á dögum innréttinga Skúla fógeta, að anno Domini 1965 starfaði sementsverksmiðja á Akranesi, sem hefði stærstu vertíð á landinu, en aðalsements- salan, þ. e. vertíðin, stendur frá því snemma vorsins fram á harðahaust. — Oddur. — Hlakka til Framhald af bls. 32. Leikritið hefði ekki hlotið nafn ennþá, persónur ekiki fengið nafn, og erfitt væri að staðsetja leikinn í tíma. Hann tilheyrði svipuðutm tíma og Prjónastofan Sólin og gæiti gerzt á sl. 20 árum. Heigl setur upp nýja leikritið Þá hafði Mbl. tal af Sveini Einarssyni, leiklhússtjóra Leik félagsins, sem sagði að ætlun- in væri að hefja ætfingar á nýja leikritirau eftir Laxness seinni hlu'ta janúar og hlökk- uðu menn til að vinna þetita verk í leiklhúsinu. Helgi Skúla son mundi setja það á svið, en hann -gæti ekki enn sagt ihverjir færu með aðalhlut- venkin, sem ekki eru mörg. •— Við höfum fylgzt svolítið með tilurð þessa leikrits, sagði Sveinn. Okkur hefur lengi langað til að sýna leik- rit eftir Halldór Laxness. Við leituðum hófanna um að fá að sýna Prjónastofuna Sólin fyr- ir nokkru og það stóð lengi til að við færðum hana upp. En af ýmsum orsökum var ekki hægt að koma því við. Síðan varð að samkomulagi að við tækjum þetta nýja leikrit. Baldvin leikstjóri Prjónastofunnar Mbl. hringdi einnig til Guð- laugs Rósinkranz, Þjóðleik- hússstjóra, sem sagði að lengi hefði staðið til að sýna Prjóna stofuna Sólin og nýlega væri búið að ganga frá samning- um um það. Mundu æfingar hefjast um miðjan mánuð. Nú væru þrjú leikrit í æfingu í Þj óðleikhúsinu, Gullna hliðið og tveir einþáttungar fyrir litla sviðið. Það eru Hrólfur eftir Sigurð Pétursson, sýslu- mann, elzta íslenzka leikritið, sett á svið 1796, og Á rúmsjó eftir pólskan nútímahöfund. Þegar þær sýningar væru hafnar mundu teknar upp æf- ingar á Prjónastofunni Sólin. Leikstjóri verður Baldvin Halldórsson, en Þjóðleikhúss- stjóri sagðist ekki enn geta nefn nöfn leikara. Persónur eru kunnar, því leikritið hefur ■komið út. Aðalhlutverkin eru Ibsen Ljósdal, eigandi Prjóna- stofunnar, Sólborg prjóna- kona og Þrídís. veitustokknum á hæðinni, og fyrir kr. 8 millj. 970 þús. Er verkið þegar hafið og gengur vel. Ok h.f. tekur að sér svæðið frá hitaveitustokknum að Bú- staðahverfi fyrir kr. 3 millj. 450 þús. Og mun hefja framkvæmd- ir mjög fljótlega. Veður ú Hveru- völluni í des. ‘65 SVO sem kunnugt er hefur Veð- urstofan fólk við veðurathuganir á Hveravöllum í vetur, og er það mikilvægur li'ður í könnun á veðurfari hálendisins. Meðalhitinn í desember reynd- ist -—8.3° C, úrkoma í mánuðin- um mældist 14 mm og bjart sól- skin var í 6 klukkustundir og 12 mínútur. Lægstur lofthiti í mannhæð mældist á 2. dag jóla, —22.0°, en hæstur hiti 4.7° þ. 15. Meðalvindhraði í 10 mínútur komst hæst í 52 hnúta, en það samsvarar 10 vindstigum. Til samanburðar má geta þess, að í Reykjavík hældist méðalhiti desember —1.3°, en á Akureyri —4.9°. Úrkoma í Reykjavik var 41 mm, en á Akureyri 33 mm. Sólskin mældist í Reykjavík 1414 klukkustund. Yfirleitt má segja, að desem- ber hafi verið mjög kaldur og úrkomulítill um allt land. Hefur ekki mælzt jafnkaldur desem- bermánuður á Akureyri frá 1917, en þá var meðalhitinn þar —5.4°. (Frá Veðurstofunni). — Friðarsókn Framh. af bls. 1 ársóskir Johnsons, forseta, um, að unnt yrði að binda enda á styrjöldina í Víetnam. Þeirra á meðal Páll páfi VI., Harold Wilson, forsætisráð- herra Breta, Eisako Sato, for- sætisráðherra Japana, og Al- eksius patríarki, yfirmaður grísk-kaþólsku kirkjunnar rússnesku. Páll páfi sendi þannig á gaml- árskvöld sérstakan boðskap til stjórna Sovétríkjanna og Kína, og skoraði á ráðamenn að beita sér fyrir friði, en Aleksius patrí- arki skoraði á ríkisstjórnir þær, sem hlut eiga að bardögum, að hætta þeim tafarlaust. Ekki var skýrt frá boðskap páfa í Sovét- ríkjunum ,aðeins boðskap patri- arksins, en hann notaði jafn- framt tækifærið til að lýsa því yfir, að Bandaríkin væru að fót- umtroða réttlætið, og gera árásir á óviðkomandi, óháð ríki (N- Víetnam). Wilson styður Johnson Harold Wilson, forsætisráð- herra, boðaði í gær Vladillen Vas ev, sendifulltrúa Sovétríkjanna í London, á sinn fund. Afhenti hann fulltrúanum sérstaka orð- sendingu til Aleksei Kosygin, forsætisráðherra. Segir Wilson þar að Bretar styðji í einu og öllu friðarsókn Johnsons, og skorar á Kosygin að íhuga mögu- leika á að boða til nýrrar Genfar- ráðstefnu til að reyna að finna lausn á Víetnam-vandamálinu. En Sovétríkin og Bretland skip- uðu forsæti ráðstefnunnar í Genf þegar Indókína var skipt árið 1954. Þeir Wilson og Kosygin hittast til viðræðna í Moskvu 21.—24. febrúar, og er þá talið víst að Víetnam-málið verði rætt. Hinsvegar bíður brezka stjórnin enn eftir svari Sovétstjórnarinn- ar við áskorun, sem send var til Moskvu fyrir fjórum vikum um að Sovétstjórnin beiti sér fyrir Tokio, 29. des. — Hubert Humphrey, varaforseti Bandarík janna, heimsótti Japan um ára- mótin, og ræddi þar m.a. við Eisako Sato forsætisráðherra Japan. Ræddu þeir m.a. ástandið í SA-Asíu. Frá Japan hélt Humphrey til Filippseyja. — AP. Allmiklar skemmdir af eldi í Neskaupstað Neskaupstað 3. jan. 1 DAG um kl. 17.15 var slökkviliðið hér kallað út. Hafði kviknað í húsinu nr. 36 við Nes- götu. Er slökkviliðið kom á vett- vang reyndist vera talsverður eldur í öðrum helmkigi húss- ins, en hann tókst að slökkva í á skömmum tíma. í þessum hluta hússins bjó Karl Svendsen með konu sinni og urðu þarna mikl- ar skemmdir á eldhúsi og svefn- því að fá stjórn Norður-Víetnam til að setjast að samningaborði og ræða ástandið í Suðaustur- Asíu. Lítið hefur heyrzt frá Norður- Víetnam oj Kína um að engar loftárásir hafa verið gerð- ar á Norður-Víetnam frá því fyr- ir jól. Þó sagði dagblaðið Nhan Dan í Hanoi í gær að friðarbar- átta Johnsons sé byggð á falsi og svikum. I hvert skipti sem Banda ríkin ræði friðsamlegar viðræður, auki þau herr.aðaraðgerðir í Víet nam. Þá benti blaðið á þau um- mæli Ho Chi Minhs, forseta, að ekki verði sezt að samningum við Bandaríkjamenn fyrr en þeir hafi flutt allt herlið sitt á brott frá Víetnam. Sagði blaðið að strax og Bandaríkin hafi hætt árásum, kvatt her sinn heim og leyft íbú- um í Víetnam að ráða eigin mál- um til lykta í samráði við samn- ingana í Genf 1954, muni friður komast á í landinu. herbergi og einnig hafði eldur- inn lætt sig í stofugólf áður en tókst að slökkva. — Verkfallsleiðt. Framhald af bls. 1 framlengdur, þar til skömmu fyrir hádegi í dag, að staðar- tíma. Rúmum stundarfjórðungi áður en fresturinn rann út, efndi Quill til fundar með frétta mönnum, og sagði, að hann myndi hvorki fara að tilskipan réttarins né áfrýja úrskurði hans. Myndi hann því glaður setjast í fangelsi. þar til verk- fallið yrði leyst á viðunandi hátt. Flutningaverkamenn hafa gert kröfur til 32 stunda vinnu- viku, sem skiptist á 4 daga. og 30% launahækkunar. Fyrirtæki það, sem rekur strætisvagna og neðanjarðar- brautir New York borgar, og er í opinberri eigu, hefur verið rekið með tapi að undanförnu, og er talið, að við lok yfirstand- andi fjárhagsárs, 30. júní nk., muni skuldir þess nema um 43 milljónum dala (um 1900 millj. ísl. króna). Talsmenn þess telja kröfu flutningaverkamanna ekki eiga við nein rök að styðj- ast, og algerlega fjarstæðu- kennda. Verkfallið, sem staðið hefur frá því á nýársdag, hefur vald- ið gífurlegum vandræðum í New York. 1 hinum enda hússins bjuggu hjón með 4 börn en íbúð þeirra tókst að verja, nema hvað nokkr ar skemmdir urðu af reyk. Hús þetta er járnvarið timburhús og skall hurð nærri hælum að stór- bruni yrði. Álitið er að kviknað hafi út frá olíukynditæki. Engin slys urðu á mönnum. Veður var kyrrt og bjart Mikill elgur ó götum í gær MIKIÐ slagveður var í Reykja- vík í gær, rok og rigning. Víða urðu vatnsflóð vegna asahlák- unnar og rigningarinnar; t. d. var Grensásvegur eins og straum- vatn tilsýndar milli Miklubraut- ar og Suðurlandsvegar. Vinnu- flokkar borgarinnar voru víðs vegar á ferð til þess að halda niðurföllum opnum. Khöfn, 4. janúar. — NTB LEITIN að litlu stúlkunni, Tinu, sem rænt var í Khöfn á dögunum, hefur engan ár- angur borið. Forstjóri einn, Willy Holm, hefur heitið 100.000 d. kr. (rúmar 600.000 kr. ísl.) þeim sem barninu rændu, ef því verði skilað. Hefur lögreglan í Khöfn lofað gjafmildi mannsins, en telur hann geta skapað slæmt for- dæmi. Fjórir fulltrúar Fjórir sérstakir sendifulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa farið víða um lönd undanfarna daga og kynnt þjóðhöfðingjum friðar- baráttu Johnsons. Hubert Hump- hrey, varaforseti, heimsótti Jap- an, Filipseyjar, Formósu og Suð- ur-Kóreu, og sagði fréttamönn- um við heimkomuna til Washing- ton í gær að sér hefði allsstaðar verið vel tekið. Afhenti hann stjórnum þessara fjögurra landa skýrslu Bandaríkjastjórnar um ástand og horfur í Víetnam. — Averell Harriman hefur ferðast um Evrópu og Asiu, og ræddi síð- ast við þá Ayub Khan, forseta Pakistans, og Shastri, forsætis- ráðherra Indlands, og Nasser, Egyptalandsforseta. G. Mennen Williams, aðstoðarutanríkisráð- herra, hefur heimsótt ýmis lönd í Afríku, og Arthur Goldberg, aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur ferð azt um Vestur-Evrópu. Heim- sótti hann m.a. Pál páfa VI., sem bað hann fyrir orðsendingu til Johnsons forseta. Eiginmaður minn GÍSLI SIGURÐSSON bifreiðastjóri, Sigtúni Skagafirði, lézt 2. janúar s.l. — F. h. aðstandenda. Helga Magnúsdóttir. Móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir og amma JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR Þórsgötu 21 A, frá Krossi á Berufjarðarströnd, lézt í Borgarspítalanum 31. des. Minningarathöfn fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. janúar kl. 3 e.h. Sigríður Helgadóttir, Heimir Gíslason, Aðalheiður Helgadóttir, Hilmar Ólafsson, Kristján Bergsson, Albert Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.