Morgunblaðið - 06.01.1966, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.01.1966, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 6. Janúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 13 ÚHEPPILEG AFSKIPTASEMI OG ÚPRIÍTTIN BLAÐAMENNSKA spilla sáttatilraunum í Vietnam - málinu MJÖG hefur verið raett um sáttatilraunir í Vietnammiálinu undanfarið, nú síðast einkuim uim friðarviðleitni Johnsons Bandaríkjaforseta, sem gert (hefur út af örkinni ýmsa helztu ráðgjafa sína og sent til er- lendra ráðamanna að skýra við- (horf og afstöðu Bandaríkja- manna gagnvart styrjöldinni og hugsamlegum friðarsamningum. Mörgum þykir sem með þessu sé Bandaríkjaforseti að bæta að nokkru fyrir þau misföik sem á urðu í nsestisíðasta þætti Vietnam-málsins, er fréttagleð- in hljóp í gönur með blaða- menn við bandarís'kt stórblað, St. Louis Post-Dispatdh, og varð tLl þess að ónýta friðarum- leitun N-Vietnamstjórnar, sem Ikomið hafði verið ó framfæri við Bandaríkin fyrir tilsitiili tveggja ífcala er hitt höfðu að máli Hö Ohi Minh í Hanoi og með milligöngu Amintore Fan- fanis, utanríkisnáðlherra ítala og aðalritara Sameinuðu þjóð- anna. Frétt þessi — að Banda- ríkin hefðu vísað á bug friðar- itillboði frá stjórninni í Hanoi — gerði mikinn óskunda bæði austanihafs og vestan. Banda- ríkjastjórn gerði þegar í stað opinbert að hún hefði hreint eklki vísað tilboðinu á bug, (heldur væri verið að kanna það í kyrrþey, en N-Vietnam- stjórn sá sér þann kost vænstan er málið komst í bámæli, að lýsa því yfir að ekkert slílkt tfriðartillboð hefði verið fram lagt af hennar hálfu. Á ftalíu suður galt Fanfani ógæfuJegrar ihluitunar eigin- Iboniu sinnar um. málið að hon- uni fiorspurðum og sikrifa ann- arrar konu, Giönnu Preda, hins Ihvassyrta ritstjóra íha.ldislblaðs- ins „II Borghese“ (sem er viku- rit) er byggðusrt á ýmsurn mið- ur heppileguim ummælum heimilisvinar Fanfanis, Giorgio La Pira, hins sérvitra kristi- iega demókrata, fyrrum bong- arstjóra í Flórens er fór til Hanoi og átti tal við Ho Chi Min'h. Þóttist Fanfani af þess- uim söikum tilneyddur tii að aegja af sér embætti utanríkis- ráðherra, svo stjórnin hefði ekki hneisu af eða henni yrði Ikennt um hvensu fór um miLli- igöngu La Pira í Vietnam mál- inu. Frú Bianca Rosa Fanfani er kona vel í holdum og sö.gð hjantagóð eftir því. Henni þótti miður hvert orð fór af La Pira og tók sig því til í fjarveru manns síns og bauð Gíönnu Prada til síðdegisdrykkju með honum til þess að leiða henni fyrir sjónir hvern ágætismann La Pira hefði að geyma. Gianna Preda þá boðið með þöiklkum og hafði með sér seg- ulband, ef ske kynni að ein- hverjar af perlum þeim er hrjóita kynnu af munni La Pira færu fram hjá henni. Og La Pira lét eklki á sér standa. Hann var hinn kátasti og lék við hvern sinn fingur, ræðinn og skemmtilegur og lót margit fjúika um vini sína og andstæð- inga og heimsmálin yfirleitf. Giönnu Preda og segulbandiniu hennar er það að þakka að al- þjóð veit nú álit La Pira á hinu og öðru sem betur hefði máitt kyrrt liggja. Seguflibandið geymdi m.a. þau ummæli hans um Fanfani að hann væri De Gautle ítalíu, að Aldo Moro forsætisráðherra væri litiilsigld- ur maður, að utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Dean Riusik, væri maðUr ákaflega skyni skroppinn um alla skapaða hiluti, að ítaiskir sósíalistar væru gamllaðir og aWs émegn- ugir og Pietro Nenni, leiðtogi þeirra, mesta skar. La Pira er því fýlgjandi aó komið verði á fót sfcjórn kristilegra demókrata á Ítalíu, með stuðningi konm- Giorgio La Pira únisfa ef ekki viW betur til. Sömuleiðis er það hald La Pira, að því er seguibandið og frúin Preda herma, að ekki sé lengur hægt að taka kommún- ismann alvarlega, að minnsta kosti stafi ekki af honum nein hætta lengur. Bandalag Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna er staðreynd, sagði La Pira. Einn- ig er það haft eftir honum, að Kínverjar eigi flátt eitt her- gagna ut an kannski einar 6 milljónir reiðhjóla og muni Skammt hiökkva .... Sitthvað fleira bar á góma í síðdegisveizilunni góðu, sem margar hefðu haft gaman af, ef ekki hefðu verið annars vegar styrjöildin í Vietnam og þórttur La Pira og Fanfanis að sótta- umleitunum í því mófli. Lodd- Amintc.re Fanfani aramennska La Pira og hinn skæði penni frú Preda urðu til þess að Fanfani sagði af sér em- 'bætti, til að firra ítölsku stjérn- ina allri ábyrgð „af óyfirveg- uðum tiltektum mér nákominn- ar persónu" eins og hann komst að orði í lausnarbeiðninni. Frumhlaup blaðamanns vestra. Blað það -í Bandaríkjunum sem úlfaiþytinn vakti, er það birti 17. desember sl. fréttina um að Bandaríkin hefðu vísað á bug friðarumLeitan N-Viet- namstjórnar, St. Louis Post Dispatdh, er meðall virtusrtu blaða í Bandaríkjunum. Það hefur lengi gagnrýnt stefnu Gianna Preda BandarSkjamanna í Vietnam- málinu, þátt þeirra að styrjöld- inni þar og verið hlynnt friðar- samningum. Fréttamaður sá se.m hér um ræðir, Richard Dudman, er maður fullorðinn og dvaldist fyrir nokkru í Viet- nam að kynna sér staðhætti og skrifaði þá nokkrar greinar, sem voru mjöig tiil stuðnings af- stöðu blaðs hans. Er frétt Dudmans birtist í blaðinu 17. desember brá banda rísika utanríkisráðuneytið við skjórtt en þó með tregðu og kvaðst víst hafa fengið orð- sendinguna frá Ho Ohi Minh og hefði hún verið hjá því til yfir- vegunar en engan veginn verið hafnað. N-Vietnamsrtjórn sá sér þann kost vænstan er upp.vi.st varð um málið að segja það uppspuna frá rótum og Kín- verjar lótu ekki á sér standa og fiordæmdu þea„ar aðfarir heirns valdasinna. Málsatvik bentu til þess að allt væri með felldu um tilboð srtjórnarinnar í Hanoi en að hún hefði ekki haft Kín- verja þar með í ráðum og því verið tilneydd að kannast ekki við það er uppvíst varð, til þess að styggja ekki þessa bandamenn síná. Vegna skrifa Post-Dispatoh fór þessi sáttatilraun úit um þúfur og hefur utanríikisráðu- neytið sætt gagnrýni fyrir og sö.muleiðs blaðið og fréttaritar- inn sjálfur. Dudman kvaðst Bianca Rosa Fanfani hafa upplýsingar sínar eftir greinargóðum manni í Was- hington, sem sagt hafi honum frá skýrslu um friðarumfleitan- ir N-Vietnamstjórnar fyrir milfligöngu ítalanna. Skýrslu iþessa samdi lögfræðingur í New York, Peter Weiss. Dud- man fékk skýrsluna léða og spurði hvort hann mærtti nota hana og vinna úr henni. Segir hann að heimildarmaður sinn hafi tekið vel í það og sagt: „Það má og á að nota hana, því stjórnin hefur visað þessu á bug“. En þar skjátlaðist heim- ildarmanninum hrapaliega. Dudman kvaðst hafa rætrt mál- ið við annan mann, opinberan emhættismann, sem hafi sagt hionum að stjómin tæki málið ebki alvarlega, því hún bæri takmarkað traust til ítalanna og til Weiss. Dudman sendi fréfctina inn til blaðs síns klukkan háliflþrjú að nótfcu. Sex klukkustundum síðar hringdi hann til Weiss í New York — og játaði síðar að því hefði hann dregið símtalið svo á langinn að hann hefði verið hræddur um að Weiss myndi telja sig af því að birta frértit- ina. Weisis lagði líka hart að honum að gera það og sagði að birting hennar myndi spila mjög fyrir málinu. Weiss vissi að Fanfani haifði rætt við Jo/hn- son forseta, en sagði ekki Dud- man frá því, kvaðst síðar hafa verið bundinn þa-gnarheiti. Eftir símtal við Weiss hringdi Dudman í fyrsta sinni í urtan- ríkisráðuneytið og var þar tjáð að sáttaumileitanin væri enn „opin leið“ en ef sagrt væri frá henni myndi hún að líikindum iokast. En þá var það um sein- an, suður i St. Louis var blaðið farið í pressuna. Dudman kveðst að vísu hafa hringt til ritstjóra síns, Bertelsons og rætt málið við hann, en ekkert hefur verið uppskátrt látið um það sem þeim fór á milli. Sagði ritstjórinn það einkamál þeirra tveggja og kvaðst ekki sjá eftir því að hafa birt fréttina. Þremur klukkusitundum eftir að fréttin kom í Post Dispatch birti bandaríska utanríkisráðu- neytið bréf Fanfanis til forset- anis og svarbréf Dean Rusk. IMíræður i dag: Guðmundur Guðmunds- son kaupmaður, Selfossi 1 DAG, 6. janúar, er Guðmundur Guðmundsson, kaupmaður á Sel- fossi og fyrrverandi kaupfélags- stjóri á Eyrarbakka, 90 ára. Hann byrjaði ungur að fást við verzlunarstörf, fyrst á Eyrar- bakka sem innanbúðarmaður hjá Lefoli og seinna sem kaupfélags- stjóri hjá kaupfélaginu Heklu, og loks sem kaupmaður á Selfossi, en þar rak hann verzlunina S. Ó. Ólafsson & Co. ásamt tengdasyni sínum, Sigurði Óla Ólafssyni, alþingismanni, þar til fyrir 2 ár- um að þeir seldu hana, en við tók kaupfélagið Höfn. Hafði Guð- mundur þá unnið samfelt við verzlunarstörf í 72 ár. Þetta er aðeins ramminn utan um verzlunarmanninn Guðmund Guðmundsson, en til þess að fylla út í þann ramma, verður að koma víða við í verzlunarsögu Suður- lands á undanförnum áratugum, en það verður ekki gert að þessu sinni. En auk þess sem hann var verzlunarmaður af lífi og sál, átti Guðmundur sér mörg áhuga- mál, því að hann var félagslynd- ur og óvenju fjörmikill og léttur til allra starfa. Fékkst hann all- mikið við leiklist úm og eftir aldamótin og tók þátt í íþróttum hvenær sem því varð við komið. Var hann í hópi beztu glímu- manna landsins meðan hann var á léttasta skeiði og einn af þeim, sem endurvöktu glímufélagið Ár- mann árið 1906 og var þá kjör- inn formaður þess. Þegar maður sér Guðmund níræðan, teinrétt- an og kvikan á fæti, á maður ekki bágt með að trúa því, að þar hafi einhverntíma farið snögg ur og tápmikill glímumaður. Guðmundur missti konu sína, Ragnheiði Lárusdóttur Blöndal, fyrir rúmum 8 árum. Þeim varð 9 barna auðið og eru 6 þeirra á lífi. Hann býr nú hjá dóttur sinni, Kristjönu, og tengdasyni, Arnoldi Péturssyni, á Selfossi. — Svo óheppilega vill tii, að af- mælisbarnið er rúmliggjandi á þessum tímamótum. Vinir hans og kunningjar óska honum árs og friðar og góðrar heilsu, svo að hann geti enn um sinn þreytt glímuna við Elli kerlingu. Kgs. Námskeið í verkstjórn NÝTT námskeið hefst mánu- daginn 7. febrúar n.k. Námskeið ið er að venju í tvennu lagi, fyrri hluti 7.—19. febrúar og síð ari hluti 21. marz — 2. april n.k. Aðalkennslugrein á fyrri hlutanum er verkstjórn, en á þeim síðari vinnuhagræðing. Nánari upplýsingar gefur Iðnað- armálastofnun íslands, Skipholti 87. Frá stjórn Verlcstjóranáin- skeiðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.