Morgunblaðið - 06.01.1966, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 6. janúar 1966
íbúð óskast Hjón utan af landi óska eftir 3ja—4ra herbergja íbúð. Uppl. í síma 36417.
Veitingahús Vantar 1—2 stúlkur. Upp- lagt fyrir mæðgur. Hús- næði á staðnum. Uppl. í síma 12165. •;
Til sölu 2ja herb. íbúð í Hlíðunum. Félagsmenn hafa forkaups- rétt lögum samkvæmt. Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur.
Vist Unglingsstúlka óskar eftir vLst hjá góðu fólki úti á landi. Má vera í sveit. Upplýsingar í síma 10842.
Fatahengi — Fatastatíf Vil kaupa fatahengi. Æski- leg lengd um 2 m. Uppl. í sírna 31380.
Til sölu herðasjal (cape) og jakka- kjóll úr cripline efni. Sér- stakt tækifærisverð. Sdmi 32745.
Skíði notuð Kastle 190 om og ný Kneissel 200 cm með bind- ingum til sölu. Uppl. í síma 51639.
Tvær reglusamar stúlkur óska eftir herbergi á leigu með aðgangi að eldhúsi og baði, helzt í Hafnarfirði eða nágrenni. UppL í síma 51889.
Kona óskast til að sjá um heimili á meðan húsmóðirin vinnur úti. Uppl. í síma 19467.
Stúlka óskast strax í tvo mánuði vegna veik- indaforfalla. Uppl. í sima 19457 og á Kaffistofunni Hafnarstræti 16.
Stúlka með stúdentspróf óskar eftir vinnu hálfan daginn. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Fyrir hádegi 8176“.
England Stúlka óskast á gott heimili í London, ekki yngri en 17 ára. Uppl. í síma 20793.
íbúð óskast Ung kennarahjón vantar tveggja til þriggja herb. fbúð. Algjör reglusemi. — Upplýsingar í síma 30070.
Vanur garðyrkjumaður óskast í gróðurhúsavinnu, helzt strax. Tilboð merkt: „Gróðurhús — 8172“ legg- ist inn á afgr. Mbl.
Fiskbúð óskast til leigu. Tilboð sendist Mbl. fyrir mánud., merkt: „Fiskbúð — 8169“.
IJr íslendingasögunum
ÞOBMÓÐUK KOLBBÚNARSKÁLD (deyr).
„Þormóður kvað:
Emkak rauðr, en rjóðum
ræðr grönn Skögul manni
haukasetrs en hvita
Hyggr fár of mik sáran.
Hitt veldr mér, at meldrar
morðvenjanda Fenju
djúp ok danskra vápna.
Dagshríðar spor sviða.
Ok er hann hafði þetta kveðit, þá andaðist hann
standandi við vandibálkinn ok féll eigi fyrr til jarðar
en hann var dauðr.“
(Fóstbræðra saga).
FRETTIR
Hjálpræðisherinn
Fimmtudag kl. 20:30. Jólahá-
tíð fyrir almenning. Foringjarnir
á Bjargi stjóma.
Fíladelfía, Beykjavík
Almenn samkoma í kvöld kl.
8:30. Signe Eiríksson og Hall-
grímur Guðmundsson tala.
Nsesta sunnudag verður fórn-
arsamkoma vegna kirkjubygg
ingarinnar.
Frá Guðspekifélaginu. Jóla-
trésfagnaður barnanna er að
venju á þrettándanum. 6. jan. og
hefst kl. 3 í Guðspekifélagshús-
inu Ingólfsstræti 22. Þátttaka til-
kynnist í síma 17520. Þjónustu-
reglan.
Kvenfélag Ásprestakalls held-
ur jólaskemmtun fyrir böm í
Laugarásbíó, fimmtudaginn 6.
janúar (þrettándanum) kl. 2. Að-
göngumiðar seldir frá kl. 1 sama
dag i Laugarásbíói. Stjómin.
Frá Leikfélagi Kópavogs. Jóla
trésskemmtun félagsins verður
fimmtudaginn 6. janúar í Sjálf-
stæðishúsi Kópavogs, kl. 3. Að-
göngumiðar í síma 40704 og
40309.
Fataúthlutun Mæðrastyrks-
nefndar.
Síðustu dagar fataúthlutunar-
innar er á miðvikudag og finuntu
dag Njálsgötu 3. — Mæðrastyrks
nefnd.
Óháði söfnuðurinn: Jólatrés-
fagnaður fyrir böm sunnudaginn
9. jan. kl. 3 í Kirkjubæ. Að-
göngumiðar í verzl. Andrésar
Andréssonar, Laugaveg 3, fimmtu
dag, föstudag og laugardag.
Kvenfélag Garðahrepps. Eng-
inn fundur fyrr en þriðjudaginn
11. janúar. Stiórnin.
Stork-
urinn
sagði
að ekki hefði hann fyrr verið
búinn að spá fyrir árgæzku hins
nýbyrjaða árs, en verðáttan brá
undir sig verri löppinni og hellti
úr sér stórkostlegri rigningu, svo
að við ló, að öll ræsi stífluðust,
og einstaka regnhlífar sáust á
götunum af allavega gerðum. Og
það var mikið skammdegi, og þó
er okkur sagt, að það sé að birta,
sólin hækkandi og allt það, en
samt er eins og sé svarta myrkur
um miðjan dag. En við ráðum
víst ekki ennþá við náttúruöflin,
nema þau allra meinlausustu.
Sem ég var að fljúga þar suð-
ur í Vatnsmýri, þar sem gullið
fannst forðum, hitti ég mann á
skurðbarmi, en þeim hefur fækk
að frá því að strákamir hér áður
fyrri fóru í Indiánaleiki þar um
kring, og oftast á svellL
Storkurinn: Eitthvað ert þú
þungbúinn í dag, maður minn?
Maðurinn á skurðbarminum:
Já, og hér í nágrenninu sérðu
hvað veldur. Líttu til þessarar
glæsilegu og fallegu Umferðar-
miðstöðvar, þar sem saman fer
fallegt hús og fallegt og alúð-
EG er dyrnar, ef einhver gengur
inn um mig, mun hann hólpinn
verða (Jóh. 10, 9).
í dag er fimmtudagur 6. janúar og
er það 6. dagur ársins 1965. Eftir
lifa 359 dagar. Þrettándinn.
Árdegisháflæði kl. 4:34.
Síðdegisháflæði kl. 16:56.
Cpplýsingar um læknaþjon-
ustu í borginni gefnar í sím-
svara Læknafélags Beykjavíkur,
Símin er 18888.
Slysavarðstofan i Heilsuvrrnd-
arstöðinni. — Opin allan sotir-
kringinn — sími 2-13-30.
'Helgidagsvörður. Nýársdagur.
Lyfjabúðin Iðunn. Næturvörð-
ur vikuna 1/1—8/1 Beykjavíkur-
apótek.
Næturvörður vikuna 24. des.
til 31. des. er í Vesturbæjar-
apóteki.
Næturlæknir í Keílavík 6/1—
7/1 Guðjón Klemensson sími 1567
8/1—9/1 Jón K. Jóhannsson
sími 1800. 10/1 Kjartan Ólafsson
sími 1700, 11/1 Arnbjörn Ólafs-
son, sími 1840, 12/1. Guðjón
Klemensson sími 1567.
Næturlæknir í Hafnarfirði að-
faranótt 7. des. er Jósef Ólafsson
sími 51820.
Kópavogsapótek er opið alla
virka daga frá kl. 9:15—20. laug-
ardaga frá kl. 9:15—16, helgidaga
frá kl. 13—16.
Framvegis veróur tekið á mótl þelm,
er gefa vilja blóð I Blóðbankann, sem
hér segir: Mánudaga, þrlðjudaga,
fimmtudaga og föstudaga frá kl. 9—11
f.h. og 2—4 e.h. MIÐVIKUDAGA frá
kl. 2—8 e.h. Laugardaga fra kl. 9—11
fJi. Sérstök athygil skal vakin á mið-
vikudögum. vegna kvöldtimans.
Holtsopótek, Garðsapótek, Soga.
veg 108, Laugarnesapótek og
Apótek Keflavíkur eru opln alla
virka daga kl. 9. — 7., nema
laugardaga frá kl. 9 — 4 og helgl
daga frá kl. 1 — 4.
Upplýsingaþjónusta AA samtak
anna, Hverfisg. 116, síml 16373.
Opin alla virka daga frá kl. 6-7
Orff lífsins svarar 1 síma 10000.
I.O.O.F. 11 = 147168H =
l.O.O.F. 5 = 147618% =
legt afgreiðslufólk, sem vill hvers
manns vanda leysa.
En sjáðu þetta myrkur allt í
kringum stöðina. Veit ég til þess,
að slys haifa orðið vegna þess,
hve umhverfið er illa upplýst,
sérstaklega í sambandi við gang-
brautir.
Skyldi það annars setja
Reykjavíkurborg á hausinn að
ganga frá 'almennilegri lýsingu
þarna um slóðir? Tæpast held
ég, og svona nú, góðu drengir,
kippið þessu í lag hið allra bráð-
asta!
Þú ferð með rétt mál, hinn
frómi, sagði storkurinn, og með
það flaug hann upp á þakið á
Umiferðarmiðstöðinni, og svona
í leiðinni minnir hann á nauð-
synina á greiðum strætisvagna-
ferðum að og frá hinni miklu
stöð til þæginda fyrir fólkið, og
mér er spurn sagði storkurinn,
um leið og hann lagði haus imdir
væng og fékk sér hænublund:
„Er nokkurn tímann ofgert fyrir
fólkið í þessu velferðarríki?"
Akranessferðir með sérleyfisbifreið-
um ÞÞÞ. Frá Akranesi mánudaga,
þriðjudaga, fimmtudaga og laugar-
daga kl. 8, miðvikudaga og föstudaga
kl. 12, sunnudaga kl. 4. Frá Rvík alla
daga kl. 5:36, nema laugardaga kl.
2 og sunnudaga kl. 21:00. Afgreiðsla
1 Umferðarmiðstöðinni.
Pan American þota kom frá NY
kl. 06:20 í morgun. Fór til Glasgow
og Kaupmannahafnar kl. 07:00. Vænt-
anlega frá Kaupmannahöfn og Glas-
gow kl. 16:20 í kvöld. Fer til NY kl.
lö :00.
Hafskip h.f.: Langá er á leið til
Akureyrar. Laxá er í Rvík. Rangá er
í Hull. Seliá lestar á Austf j arðarhötfn-
um.
H.f. Jöklar: Drangjökull er í Vigo,
fer baðan í dag til De Havre, Rotter-
dam og London. Hofsjökull er í
NY. Langjökull fór í gær frá Dan-
mörku til Færeyja. Vatnajökull fór í
gærkveldi frá Seyvlsfirði til KLaup-
mannahafnar, Gdynia og Hamborg-
ar.
Skipaútgerð ríkisins: Hekla kom til
Rvikur í morgun að vestan. Bsja er á
Austfjörðum á suðurleið. Herjólfur
fer frá Rvík kl. 21:00 í kvöld til Vest-
mannaeyja. Skjaldbreið er á Húnatflóa
höfnum á austurleið. Herðubreið er
á Austfjörðum á norðurleið. Otur fer
frá Rvík í kvöld til Snætfellsness- og*
Breiðafjarðarhafna.
Flugfélag íslands h.f. Millilandaflug:
Sóltfaxi er væntanlegur kl. 16:00 í dag
frá Kaupmannahöfn og Glasgow.
Innanlandsflug: í dag er áætlað að
fljúga til Akureyrar (2 ferðir), ísa-
fjarðar .Egilsstaða, Vestmannaeyja,
Húsavikur, Sauðárkróks, Kópaskera
og Þórshatfnar.
Loftleiðir h.f. Vilhjálmur Stetfánsson
er væntanlegur frá NY kl. 10:00. Held
ur áfram til Luxemborgar kl. 11:00,
Er væntanlegur til baka frá Luxem-
borg kl. 01:45. Heldur átfram til NY
kl. 02:45. Bjarni Herjólfsson er vænt-
anlegur frá Amsterdam og Glasgow
kl. 01:00. Snorri Þorfinnsson fer til
Oslóar, Gautaborgar og Kaupmanna-
hafnar kl. 10:45.
H.f. Eimskipafélag íslands: Bakka-
foss fer frá Reyðarfirði 5. þm. tii
Antwerpen, London og Hull. Zrúar-
foss fer frá Bremerhaven 6. þm. til
Hamborgar. Dettifoss fer frá Ham-
borg 6. þm. U1 Rvíkur. Fjalltfoss fer
frá NY 5. þm. til Rvíkur. Goðafosa
fer frá Vestmannaeyj um 6. þiö. til
Keflavíkur. Gullfoss fór frá Cuxhav-
en 5. þm. til Hamiborgar og Kaup-
mannahafnar. Lagaríoss kom til
Rvíkur 30. fm. frá NY. Mánatfoss fór
frá Þórshöfn 5. þm. til Bakkafjarðar,
Seyðistfjarðar, Norðfjarðar, Eskitfjarð-
ar, Djúpavogs og Fáskrúðstfjarðar,
Reykjatfoss fór frá Hafnarfirði 5. þm.
til Keflavíkur. Selfoss fer frá Jsa-
firði 5. þm. til Grundarfjarðar, Stykk-
ishólms og Vestmannaeyja. Sikóga-
foss er á Akranesi. Tungutfoss fór
frá Hull 4. þm. til Rvíkur. Askja kom
til Rvíkur 4. þm. frá Hamborg.
Utan skrifstofutíma eru skipa-
fréttir lesnar í sjálfvirkum sím-
svara 2-1466.
Spakmœli dagsins
Það eru affeins tvö vopn í heim
inum — sverffiff og penninn. Og
aff lokum ber hiff siffarnefnda
alltaf sigur ai hólmi.
Napoleon.
GAMALT og con
Álfavísa
Sól og tungl í suðri er
með sinni mekt.
Margur lofar milding þann,
sem er minnilegt.
sá HÆST bezti
Maður nokkur hér sunnanlands ræktaði sér nýrækt spölkom
upp frá búi sínu. Meðal annars ræktaði hann þar kartöiflur. Reit
þennan kallaði hann „Paradís“ til aðgreiningar frá öðrum stöðum
í landareigninni, og var þá oft svo til orða tekið, að fara upp 1
Paradís.
Nú var það um haust eitt um uppskeru tímann, að bóksala bar
að dyrum hjá bónda og knúði dyra.
„Er hann pabbi þinn heima?“ spurði bóksalinn.
„Nei“, svaraði drengurinn, hann fór til Rvíkur í morgun.
„En hún mamma þín“? spyr þá bóksalinn.
„Nei, hún er upp í Paradís“, svarar sá litli.
„Jæja vinurinn minn“, sagði þá bóksalinn og var fullur sam-
úðar með drengnum, „er hún dáin?“
„Nei nei“, sagði sá litli „hún er bara að taka upp kartöflur“.