Morgunblaðið - 06.01.1966, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.01.1966, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ' Fimmtudagur 6. janúar 1966 Langt yfir skammt eftír Laurence Payne —Jæja, komið þið þá, sagði ég ólundarlega, — við skulum þó fara niður og skella í okk- ur þessu, sem eftir er af honum Johnny Walker, og ræða vanda- mál okkar. Þegar ég sem hina langþráðu bók mína: „Þúsund og ein and- styggilegasta nótt mín“ skal það koma í Ijós, að endurminn- ingin um þessa nótt hefur haft djúp áhrif á sálarlíf mitt. En í bili vil ég heldur fara fljótt yf- ir sögu, með eins litlum athuga- semdum og hægt er. Þegar við vorum búnir úr viskíflöskunni um miðnætti, komum við okk- ur saman um, að hver okkar skyldi taka tveggja tíma vakt — Jim, ég og Saunders — í þessari röð. Barney var þegar sofnaður í einu kojunni og lá þama hreif- ingarlaus með galopinn munn og hraut allt hvað af tók, svo að það hefði getað vakið upp dauða menn. Fölsku tennurnar hans glottu á móti okkur úr öskubakkanum. Við gátum því ekki annað gert en setið á gólf- inu og horft hver á annan, eins og við Saunders líka gerðum, fyrsta hálftímann, en síðan slökktum við á lampanum og sát um bara á gólfinu. Þótt undar- legt megi virðast, sofnaði ég ekki, því að ég man eftir, að ég fann strax þegar Jim steig ofan á þumalfingurinn á mér. — Klukkan er tvö frændi, sagði hann. □-------------------------□ 67 □-------------------------□ — Þú stendur á þumalfingr- inum á mér, sagði ég — Klukkan er tvö! endurtók hann. — Já, ég heyrði til þín í fyrra skiptið, en þú stendur bara á þumalfingrinum á mér! Ég labbaði svo fram og aftur í afturrúminu í tuttugu mín- Atvinna Okkur vantar nú þegar tvær duglegar stúlkur til iðnaðarstarfa í verksmiðju vorri í Súðavogi 44—48. Upplýsingar í síma 37-000 e.h. í dag. Verksmiðjan Max hf iarry Staines Parket góif- LINOLEUM flísar í viðarlitum. Fjölbreytt úrval. Söluumboð í Kefla- vík: Björn og Einar. LITAVEJRSf byggingavörur GRENSÁSVEG 22-24IHORNI MIKLUBRAUTAR) SÍMAR 30280 8. 32262 Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Vesturgata, 44-68 Lambastaðahverfi Laufásvegur 58-79 Bræðraborgarstígur Hraunteigiu: Ingólfsstræti Kerrur undir blöðin fylgja hverfunum SÍMI 22-4-80 Tjarnargata Aðalstræti Túngata Þingholtsstr. Laugarásvegur Laugaveg frá 1-32 — Ætlarðu virkilega að yfirgefa mig, sem er búin að eyða 100 beztu árunum mínum með þér. útur, en þá kom Jim til mín, því að hann þoldi ekki lengur við niðri og að þvíer hann sjáif- ur sagði, hafði hann haft það helzt sér til afþreyingar að loka munninum á Barney, í þeirri trú að þannig gæti hann stöðvað hrotur hans. En Barney virtist duga nefið eitt. Skömmu síðar kom Saunders upp til að fá sér frískt loft og ofurlítið næði, og svo stóðum við þarna allir þrír, kaldir og niðurdregnir og biðum sólaruppkomunnar. Alltaf öðru hverju virtist einhver okkar minnast þess, hversvegna við værum þarna komnir, og svo var horft á Giuseppe gegn um kíkinn, en engum vonaraugum. Einu sinni var eins og dálítil til- breyting í þessu, þegar Barnay kom upp á þilfar og heimtaði að færa skipið lengra út í strauminn, því að nú væri far- ið að fjara og við gætum átt á hættu að standa botn. En þegar því var lokið gekk hann aftur til náða og hóf hvalablástur sinn á ný. En annað skeði ekki. Við sá- um enga lifandi sálu á ferli alla nóttina. 15. kafli. Þegar himinninn tók að fölna, kom heljarmikið tankskip upp eftir ánni og þegar Jolly Roger hristist allur og skalf fyrir skrúf unni á því, gripum við hver ut- an um annan eins og þrír loft- fimleikamenn á stökkbretti. Við horfðum á sóttvarnarbatinn leggja af stað frá skipinu sínu og hlustuðum á rám köllin, sem fóru milli skipsins og hans, er hann lagðist að tankskipinu, og ruddalegar kveðjur, þegar hann lagði af stað aftur, sneri sér við og fór burt. — Þessi hefði átt hægt með það, sagði ég letilega. — Hægt með hvað? sagði Jim. — Að taka smyglvarning með sér. Jim starði á mig. — Ég heyrði ekki til þín og jafnvel þó ég hefði heyrt, hefði ég ekki skilið það. — Það er nú sama, sagði ég, — þetta væri hægt að gera — neðar á ánni. Veiztu hvað Peru- slavia er borðhá? Ef hún er hærri en tankskipið væri ekk- ert hægara en að renna litlum bát að henni og taka við varn- ingnum. Við litum við, eins og einn maður, og fórum að athuga skipalægið þarna í kring. Svo sem kapallengd frá okkur lá lítill og rennilegur vélbátur. Augu okkar mættust. — Þarna er hann, sagði ég, — og ég skal bölva mér uppá, að hann er félagi í Cresta-klúbbn- um. Það var enn of dimmt til að sjá nafnið á bátnum, en þegar sólin kom upp, snögglega og fyrr en við höfðum búizt við og varpaði fölum geislum yfir sviðið, lásum við nafnið Merc- ury við stefnið á bátnum. Ég beindi kíkinum að Crestaklúbbn um. Bundin við bryggjuna, þar sem við höfðum húkt um nótt- ina, var léttibáur, með sama nafni á skutnum. Þeir virðast ekki þola að vera á floti yfir nóttina, sagði Jim. — Það geturðu varla láð þeim tautaði ég, geðvondur. Klukkan hálfsex staulaðist píreygður, svefndrukkinn Skoti upp úr neðri byggðunum, klór- .aði órakaða hökuna, hugsaði sig um andartak, ropaði, sagði ,,Ó- kei“ og hvarf aftur undir þilj- ur. Við litum hvor á annan. Tuttugu mínútum seinna kom hann upp aftur, hress og kát- ur, berandi stóran bakka með tekönnu ‘og fjórum bollum. Klukkan hálfsjö sá sólin sitt óvænna og hvarf bak við grátt ský. Þjóinninn okkar frá í gær kvöldi gekk út á bryggjuna, geispaði, teygði úr sér, skalf af kulda og fór aftur inn. Klukkan sjö kom sterklegur maður í gúmmístígvélum og sjó- mannspeysu fram, starði alvar- legur á veðrið, fleygði olíuföt- um í léttibátinn sem merktur var Mercury, og gekk til báta- hússins, en kom að vörmu spori aftur og bar þá tvær árar. Hann steig út í léttibátinn og reri síðan áleiðis til Mercury. Innan fimm mínútna var hann að stíga þar um borð, og bát- urinn tók þegar að hreyfi sig niður eftir ánni. Jim tautaði eitthvað í hálf- um hljóðum. Hvað? sagði ég. — Ekkert. Þetta er sennilega vitleysa hjá mér. Rétt fyrir hálfátta kom Jord, an Barker gegn um glerdyrnar, fór í olíufötin sín og lallaði leti- lega að bátahúsinu. Hann var með ekkert í hönd- unum. Ég var gripinn vonbrigðatil, finningu. Öll þessi andstyggð- ar líðan mín yfir nóttina smaug um mig allan og út í hvern lim. Ég var allt í einu orðinn hund- gamall og dauðlúinn. Mér hafði skjátlazt. Ég strauk hendinni yf ir augun, sem mig verkjaði L — Ekkert! stundi ég í öngum mínum — alls ekkert! Ég neita alveg að trúa því, að þeir geri sér alla þessa fyrirhöfn fyrir eitthvað, sem hægt er að stinga í vasa. — Hann er áreiðanlega ekki með neitt meðferðis, er það? sagði Saunders og það var eins °g hann sneri hnífnum í sármu. — Jú, nú er hann það, sagði Jim lágt, en ég gat merkt spenn inginn í röddinni. Ég horfði á Barker, er hann kom aftur í Ijós á bryggjunni. Ég sá ekki neitt. — Hvað áttu við? sagði ég við Jim. Deildarhjúkrunarkona oskast Staða deildarhjúkrunarkonu við Barnaspítala Hrings ins í Landsspítalanum er laus til umsóknar. — Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri' störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapp- arstíg 29, fyrir 15. janúar nk. Reykjavík, 4. janúar 1966. Skrifstofa ríkisspítalanna. Ráðskona oskast að mötuneyti. Umsækjendur hafi samband við skrifstofuna fyrir laugardag. — Sími 38-000. Steypustöðin hf Laugavegi 178. Hafnarljörður Blaðburðarfólk vantar í vesturbæinn . Afgreiðslan, Arnarhrauni 14, sími 50374. Félagi oskast til þess að reka stórt bú í sveit á Suðurlandi. — Jarðnæði með vissum hlunnindum er fyrir hendi, einnig hús og tún og nokkur áhöfn. — Möguleikar fyrir margs konar búskap. — Félaginn þarf að geta lagt fram nokkurt fé og vinnu. — Tilboð, merkt: „Góð sambúð — 8171“ leggist inn á afgr. Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.