Morgunblaðið - 14.01.1966, Blaðsíða 10
10
MORGU NBLAÐIÐ
Föstudagur 14. janúar 1966
„Dómarinn má detta
dauður niður í skikkju
sinni — mín vegna",
— sagbi leiðtogi verkfallsmanna — New York-búar
draga nú andann léttar að verkfalli leystu
Hér sézt Brooklynbrúin í N ew York. Fótgangandi fólk á Ieið
til vinnu sinnar annars vegar, hin gífurlega bifreiðaumferð
hinsvegar.
í GÆR gerðist það, að
samningar tókust við Sam-
band flutningaverkamanna
í New York (Transport
Union) og lauk þá alvar-
legasta verkfalli, sem
nokkru sinni hefur hrjáð
heimsborgina. Drógu allir
New Yorkbúar andann
léttar, og margir geta nú
loks hvílt fætur sína eftir
þrálátar göngur til vinnu
frá áxamótum. Aætlað er
að verkfallið hafi kostað
New York um 100 milljónir
dollara á dag, í söluskatti,
verzlun o. s. frv. Fjöldi lág-
launamanna hefur misst
vinnu sína sökum þess að
þeir komust ekki til hennar
svo lengi, og flestir hafa á
einn eða annan hátt haft
óþægindi og tjón af hinu
langa og harða verkfalli.
Svo virtist lengi vel, að eng
in lausn v-æri í sjónmáli fyrir
þær 10 milljónir Bandaríkja-
manna, sem byggja New York,
útborgir hennar og nágrenni.
Fólki'ð býr við stöðugan skort
fersku vatni, loftið, sem það
andar að sér er fúlt af reyk og
ryki, dagblöðin koma ekki út
með reglubundnu millibili
vegna verkfalla, og meira að
segja rafmagnskerfið getur
farið út um þúfur er verst
gegnir, eins og berlegast kom
fram í myrkvuninni miklu
fyrir nokkur. Og nú um ára-
mótin lamáðist heimsborgin
gjörsamlega vegna verkfalls
flutningaverkamanna, ofan á
allt annað.
Það var tilviljun, sem því
réði, að verkfallið hófst aðeins
nokkrum klukkustundum eftir
vígslu repúblikanans John
Vliet Lindsay í embætti borg
arstjóra í New York. Svo vildi
til, að þá runnu samningar
Sambands flutningaverka-
manna (TWU) út.
Loddaraháttur
Það lá þegar í loftinu, að
hörð átök myndu eiga sér stað
milli hins unga borgarstjóra,
og Michel Quill, forseta TWU,
sem er sextugur að aldri. Ekki
var það aðeins, að þeir eru
fulltrúar tveggja kynslóða
(Lindsay er 44 ára), heldur
áttu þeir hvorki skap saman
né stjórnmálasko'ðanir (Quill
er demókrati), og skoðanir
þeirra á hversu haga beri
samningaviðræðum við verka-
lýðsfélög stangast á.
Quill er gamall í hettunni,
og gengst mjög upp í því, að
hann er af írskum ættum.
Flestir New Yorkbúar telja
hann dæmalausan loddara og
blaðurskjóðu. í nær tvo ára-
tugi hefur Quill haldi'ð borg-
inni í járngreipum í hvert sinn
sem samningar TWU runnu
út. Hann hefur þá gefið út
feiknlega „dramatískar“ yfir-
lýsingar til útvarps, sjónvarps
og bláða, en síðan fallizt á
samninga á síðasta andartaki.
Gagnrýnendur Quills hafa lýst
honum svo, að hann vilji gera
baktjaldasamninga, og semja
að lokum um þá peningaupp-
hæð, sem borgarstjórinn í New
York gat með nokkru móti
skrapáð saman til samgöngu-
kerfis borgarinnar. Síðan hef-
ur Quill blásið út sigur sinn
fyrir hönd 36.000 meðlima
TWU, og venjulega ýkt all-
vel það, sem áunnizt hafði.
Strunzaði frá samninga-
borðinu
En í John Lindsay hitti
hann fyrir mann, sem ekki
geðjáðist að þessum vinnu-
brögðum. Lindsay vildi fá
fram, og vonaðist eftir samn-
ingaumleitunum á venjulegan
hátt, og taldi að samninga-
mönnum mundi takast að
finna sanngjarna lausn. Mörg-
um vikum áður en fresturinn
rann út, hvatti Quill til þess,
að hinn nýkjörni borgarstjóri,
sem þá hafði ekki teki'ð við
embætti, settist einnig að
samningaborðinu. Linlsay tók
hinsvegar ekki þátt í viðræð-
unum fyrr en 27. desember sl.,
og lét til þess tíma samning-
ana eftir TWU, samgöngu-
málastjórn borgarinnar og frá
Michel Quill
— dómarinn má detta niður
dauður ....
farandi' borgarstjóra, Robert
Wagner.
í þetta sinn reyndust lodd-
arabrögð þau, sem Mike Quill
hefur haft í frammi árlega,
raunveruleg. Wagner borgar-
stjóri, sem marga samninga
hefur gert við Quill, yfirgaf
viðræ'ðurnar daginn fyrir verk
fallið. Og fimm klst. áður en
verkfallið skyldi hefjast,
strunzaði Quill frá samninga-
MORGUNBLAÐIÐ hringdi til
Hannesar K jartanssonar, sendi
herra Islands hjá Sameinuðu
þjóðunnim í New York sl.
miðvikudag, eða áður en
verkfallið leystist og bað
hann að lýsa óstandinu í
horginni. Hannes sagði:
— Það er óhætt að segja,
að verkfallið hefur mjög lam-
andi áhrif á bæinn, því mikill
fjöldi fólks, sem býr í út-
hverfunum kemst ekki til
vinnu sinnar.
— Verkfallið hefur meðal
annars náð til okkar litlu
ræðismannsskrifstofu, því ein
starfsstúlkan, sem býr úti á
Long Island, á í miklum erfið
leikum með að komast til
vinnu sinnar.
— Álitið er að verkfallið
kosti New York City í beinu
eða óbeinu tapi um 100 millj.
dollara á dag. Nú er búizt
við, að verkfallið sé að leys-
ast og í síðasta lagi nú um
helgina.
— Atvinnulifið hefur orðið
fyrir miklum skakkaföllum
borðinu, en hafði áður en þa’ð
gerðist hafnað sérhverri til-
lögu Lindsay um lausn á verk-
fallinu.
Fyrstu helgina, sem verk-
fallið stóð, vonuðu New York
búar, áð það myndi leysast
fljótlega, en er fyrsta vinnu-
degi . hinnar lömuðu borgar
var lokið, var ljóst orðið að
verkfall Quill og félaga hans
myndi hafa slíkt efnahagslegt
tjón í för með sér, svo ekki
sé minnst á aðra erfiðleika, að
erfitt yrði að gera sér grein
fyrir því.
Á þjólaskautum
Umferðarflækjurnar á Man-
hattan urðu slíkar, að menn
minntust ekki annars eins, og
sömu sögu var að.segja um
allar brýr, jaáðgöng og þjóð-
vegi til og frá borginni. Fólk
fór á reiðhjólum, „á puttan-
um“, á tveimur jafnfljótum og
jafnvel á hjólaskautum til
vinnu sinnar. Sum fyrÍFtæki
leigðu langferðavagna handa
og einkum hafa margar smá-
verzlanir farið illa út úr
þessu. Hefur þegar orðið að
gera ráðstafanir til að útvega
þeim sérstök lán.
— Fyrir þá sem komust í
vinnuna á 10 til 20 mínútum
tekur það nú tvo til þrjá
tíma eða lengur.
— Höfuðstöðvar Sameinuðu
þjóðanna eru skammt frá
ræðismannsskrifstofunni og
við höfum alltaf gengið þar á
milli og gerum það að sjálf-
sögðu nú.
— Érg hef ekki frétt um
neina íslendinga, sem hafa
lent í verulegum vandræðum
vegna verkfallsins, en þeir
eru þó margir sem eiga í erfið
leikum með að komast til
vinnu sinnar.
— Bílaumferð gengur mjög
stirðlega og má segja að fólk
fari ekki inn í borgina, nema
nauðsyn krefji. Þannig verzla
nú margar húsmæður í út-
hverfunum, sem áður voru
vanar að gera það í stórverzl-
unum miðborgarinnar.
starfsfólkinu, önnur greiddu
leigubílakostnað starfsfólks,
ellegar komu starfsfólkinu fyr
ir í gistihúsum í nágrenninu.
Og í flestum tilvikum fengu
þeir engin laun greidd, sem
ekki komust til vinnu.
í öllum vandræðunum hélt
Lindsay borgarstjóri ró sinni.
Hann setti sjálfur fordæmi
með því að ganga daglega til
skrifstofu sinnar, í margra
kílómetra fjarlægð frá bústað
hans. Hann var allstaðar í
senn, gefandi góð ráð, og telj-
andi kjark í fólkiö. Hann tal-
aði í útvarp og sjónvarp, og
var á ferðinni frá morgni til
kvölds.
Dómarinn má detta dauður
Þar kom áð hæstiréttur New
Yorkfylkis úrskurðaði verk-
fallið ólöglegt. Málinu var
skotið til réttarins af sam-
göngumálastjórn New York á
þeim forsendum að það hlyti
að teljast ólöglegt, því það
Framhald á bls. 26
— Þeir, sem ekki komast
til vinnu sinnar, missa kaup-
ið sitt, bæði hjá bæjarfélag-
inu og stærstu fyrirtækjun-
um, en þó er nokkuð um það,
að menn séu reiknaðir i
sjúkraleyfi.
— Verkfallið mælist mjög
illa fyrir meðal fólksins og
maður hittir ekki nokkurn
mann, sem mælir því bót.
Hinn nýi borgarstjóri,
Lindsey, skýrði frá því ný-
lega opinberlega, að hann
hefði fengið eitt þúsund mót-
mælabréf gegn verkfallinu,
en aðeins fjögur sem lýstu
stuðningi við það.
— Meany, formaður verka-
mannasamibandsins, hefur nú
hafið afskipti af verkfallinu
og eru horfur taldar góðar á
að lausn fáist fljótlega. For-
ingi verkfallsmanna, Quill,
situr enn í fangelsi.
— Þannig er ástandið hér í
New York um þessar mundir.
Vonandi er samkomulag í
nánd.
Fólk beitti allra bragða í verkfallinu, og notaði öll hugsan-
leg samgöngutæki. Hér sézt hópur fólks aftan á vöruflutn-
ingabíl.
Islendingar hafa ekki lent
í verulegum vandræðum
I