Morgunblaðið - 14.01.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.01.1966, Blaðsíða 17
' Föstudagur 14. Janáar MORGU N BLAÐIÐ 17 Ljóðmæli Jóns á Akri EINU sinni þótti það mikill við- burður, þegar út komu Ijóða- bækur. Nú kafnar slíkt í flóði bóka. Þegar ég var ungur í sveit norðanlands, þá voru það einnig stórtíðindi á mínu æskuiheimili Iþegar bóksalar voru á yfirreið, og ennþá ber ég sérstaka virð- ingu fyrir óuppúrskorinni bók. Nú fást góðar baekur á hverju götuhorni og ég gæti keypt þær ef ég vildi, en kaupi fáar. Allt, sem hugur þinn girnist, mun líf- ið veita þér, en ekki fyrr en þér stendur á sama; segir þar. Ég hefi líklega aldrei verið bók- hneigður. Þó er ennþá eftir í mér taug til ljóðabóka, og ég kaupi þær stundum. Skáld er æði stórt orð, og von- andi verður okkur það ekki á að breyta merkingu þess, það verður að hafa það, þó við get- um ekki notað orðið oft um stundarsakir. Velmegun fóðrar ekki andann, og sigrar vinnast aldrei með undanhaldi. En það væri fjarstæða að örvænta eða ætla eitbhvað tapað. Aldan rís og hnigur. Á öldutoppnum verð- ur enginn endalaust, og við mun um eignast skáld, menn, sem elska hrynjandi .íslenzkrar tungu og segja okkur dýpt huga síns, tært og skýrt á alþýðumáli. Sann ið til, þeim mönnum verður vel tekið. Ákveðinn vilji og ásetningur er mikils virði og það er svei mér hægt að klifra nokkuð hátt upp brattann með því að blekkja önnum kafinn fjöldann og jafn- vel sjálfan sig um leið, en tak- markinu nær enginn á þann Ihátt. En frelsi er fyrir öllu, og (hver og einn mætir sjálfum sér í sínum verkum. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er það fjöld inn, sem ræður því hvað kallast fagurt, markað fyrir löngu, við getum aðeins hreyft okkur dá- lítið fná þessari línu í báðar átt- ir. Másike frekar skrítnar hugleið ingar, þegar tilgangurinn var að minnast á Ijóðabók Jóns Pálma- sonar, alþingismanns á Akri. Fyrir áeggjan ýmsra manna tók hann saman í bók nokkuð af kveðskap sínum, sem áreið- anlega er orðinn geysi mikill. Bóik þessi kom út nú fyrir skömmu. Jóni er létt um að yrkja og hann hefur ekki verið spar á kvæði sín og stökur við ýms tækifæri. Hann hefur borið höf- uð og herðar yfir menn í Húna- þingi um langt skeið, er lands- kunnur stjórnmálamaður og kvæði hans eru full af vináttu og góðvild til samiferðamann- anna og héraðsins heima. Hann yrkir effiljóð, afmælisljóð og tækifæriskvæði, en stökurnar eru hans akur, þær hefur hann jcfnan á hraðbergi. ilargar þeirra eru landfleygar, skemmti legar og vel gerðar og undan- tekningarlítið kastað fram að foragði. Ýmsir menn yrkja nú svo hátíðlega að varla nokkur 'lifandi maður veit hvað þeir eru að fara. Sennilega ætla þeir það skemmstu leiðina í sbáldanafnið. Margir ágætir hagyrðingar, sem dá töfra íslenzkrar tungu, hrynj andi hennar og fegurð, stara agn diofa á þennan samsetning, sem ekki hefur ennþá fundist nafn á. Hinir orðhögu nienn draga sig jafnvel í folé. — Nýir menn hafa líklega fundið nýja hrynjandi í málinu, nýtt og dulúðugt dýpi í hugsunina. Eða eru ekki föt keisarans falleg? En Jón Pálmason á Akri er ekki með neina svona bollalegg ingar .Hann hefur alla ævi ver- ið sjáifum sér trúr, og gengið krókalaust að hverju máli eftir því sem hans góða skynsemi og samvizka sagði til um. Hann gerði aldrei kröfu til þess að Jón Pálmason verða kallaður skáld. En hann yrkir kvæði og stökur, eins og margir skáldmæltir íslendingar hafa gert um aldaraðir, stend- ur óbifanlegur á sinni rámmís- lenzku rót og hefur hiklaust bor ið uppi merki hins dásamlega stuðlamáls. Við, sem þekkjum Jón Pálmason vel, sjáum í kvæð um hans og stökum sama hrein- skiptna manninn, sem við höfum alltaf þekkt. Kveðskapur hans foefur aldrei misst marks að gleðja og votta hug hans til manna og málefna, og rís foæst í flutningi hans sjálfs þeg- ar menn þekkja tilefni kvæð- anna. Hinir, sem þekkja Jón Pálmason minna, sjá að vísu réttá mynd af honum í ljóðum hans, en þd varla nógu skýra, og vissulega væri mörgum hollt, bæði nú og síðar, að kynnast foetur æviháttum manns eins og Jóns Pálmasonar, aiþingisforseta á Akri. Vonandi gefst kostur á því síðar. Ég þakka Jóni Pálmasyni fyr- i- bókina, og mér finnst ein- fovern veginn að þeir ,sem hafa gaman af íslenzku tungutaiki, stuðlun og höfuðstaf, standi ekki eins einmana í hópnum, sem Ihorfir á keisarann, eftir að hafa lesið hana. • Hjörtur Jónsson. Fiskiskip til sölu 20 tonna tréskip til sclu sérlega hagstæðir greiðslu- skilmálar, ef samið er strax. 40 tonna tréskip með trollútbúnaði. 66 tonna tréskip nýendurbyggt tilbúið á vertíð. Upplýsingar í símum 18105—16223 og 36714 utan skrifstofutíma. FYRIRGREIDSLU SKRIFSTOFAN Fasteigna- verðbréfa og skipasala Hafnarstræti 22. Gevafotohúsinu við Lækjartorg. Hjartagarn Litaúrval, prjónamunstur, heklumunstur. R.O. Búðin Skaftahlíð 28 — Sími 34925. Gömlu dansarnir byrja aftur í Skátaheimilinu (nýja sal) laugardaginn 15. janúar kl. 9. Hið fjöruga Astra-tríó leikur. Astra gömludansaklúbburinn. Skemmfikvöld Niðjasamtök Gunnlaugsstaðaættarinnar halda skemmtun í Lindarbæ föstudaginn 14. janúar kl. 20. — Ættingjar og vinir velkomnir. Óskum eftir að áfengi sé ekki haft um hönd. Miðapantanir í síma 37168. Skemmtinefndin. fV I HRINGVER VEFNAÐARVORUVERZLUN i n BRODERAÐA ATLASSILKIÐ í NÝJUM LITUM. SVARTA ULLAR OG SILKIEFNIÐ. AUSTURSTRÆTI 4 SÍMI179 Nýkomið Gamansöngleikurinn Járnhausinn hefur nú verið sýndur 46 sinn um við mjög góða aðsókn og verður næsta sýning leiksins i kvöld. Það eru aðeins eftir fáar sýningar á leiknum. Myndin er úr leiknum. VERZLUNARSTARF Viljum ráða sfúlku og pilt til* verzlunar- og afgreiðslustarfa. Upplýsingar í Starfsmannahaldi S.Í.S., Sambandshúsinu. STARFSMAN NAH ALD Nr. 1 í USA þvi það er raunhœf hjólp — Ciearatil „sveltir” fílípensana Þetfa víslndalega samsetta efni getur hjólpað yður ó sama hótt og þqð hefur hjólpað miljónum unglinga i Banda- rikjunum og viðar - Því það er raunverulega óhrifamikið... Hörundslitad: Clearasil hylur bólurnar ó meðan það vinnur ó þeim. Þar sem Clearasil er hörundslitað leynast fílípensarnir — samtímis því. sem Clearasil þurrkar þó upp með þvi að fjarlœgja húðfituna, sem nœrir þó — sem sagt .sveltir' þó. 1. Fer innl húðina 2. Deyðir gerlana 3. „SveltiV* filipencana • •••••

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.