Morgunblaðið - 14.01.1966, Blaðsíða 27
Föstudagur 14. janúar 1966
MORGUNBLAÐIÐ
27
Xanth Puh Long, S-Kórea: Þorpsbúi gengur um rústir húss síns
eftir að skæruliðar Vietcong, kommúnista, gerðu sprengjuárás
á þorpið, er varð 16 manns að bana, og særði um 20. Árásin sem
gerð var með handsprengjum, v ar ein af mörgum, sem skæru-
liðar gerðu á þorp í S-Vietnam á jóladag. — AP.
Gkákmótíð
2. umferð
1 GÆRKVÖLDI var tefld önnur
um.ferð á Reykaviikurmóti Skáik-
saimibands íslands. í annarri um-
ferð fóru leikar þannig: Wade
og Björn I>orsteinsson gerðu
jafnteéli, Böök vann Guðmund
Sigurjónsson, Friðrik vann Jón
Kálfdánarson, Guðmundur
Pálmason og Jón Kristinsson
gerðu jafntetfili, Kieninger og
O’Kelly gerðu jatfnteíli og Frey-
steinn og Vasjukov gerði jafn-
tefli.
í fyrstu umtferð vann Friðrik
Freystein, en skákir Vasjuikovs
og Jóns Kristinssonar og
O’Kellys og Wades fóru í bið.
Vasjukiov og O’Kelly standa bet-
ur.
Ekki verður tetflt í dag, en á
tnorgun (Jaugardag) verða bið-
skáikir tefldar og 'hefst leikurinn
kl. 13.00.
— Hausfverfíð
Framhald af bls. 2»
Patreksfjörður: Dofri 76,5 lest-
lr í 11 róðrum, Sæborg 61.8 lestir
í 9 róðrum, Tálknafjörður, Sæ-
fari 62,3 í 10, Guðmundur á
Sveinseyri 27,9 í 9 róðrum.
Bíldudalur: Andri 56,5 í 10
róðrum.
Þingeyri: Fjölnir 86,6 í 12 róðr-
um, Þorgrímur 59,4 í 9.
Flateyri: Ásgeir Torfason 40 í
9 róðrum, Hilmir II 26,6 í 6, Hin-
rik Guðmundsson 23,6 í 4, Þor-
steinn 12,3 1 4, Bragi 10,8 .í 2
róðrum.
Suðureyri: Sif 77,8 í 10 róðr-
um, Friðbert Guðmundsson 72,9
í 10, Stefnir 27,2 í 9 ,Gyllir 16,5
í 4, Vilborg 10,6 í 2 róðrum.
Bolungarvík: Einar Hálfdáns
144,7 í 20 róðrum, Guðrún 53,9
í 18, Húni 51,7 í 17, Dagrún 42,4
í 11, Bergrún (net) 39,1 í 14,
Heiðrún 18,5 í Sigurfari 15,4
í 12 róðrum.
Súðavík: Svanur 92,8 í 17,
Trausti 54,5 í 14, Freyja 55,3 í
11 róðrum.
Frá Hólmavík og Drangsnesi
var lítil sem engin útgerð í des-
ember og enginn bátur náði 10
lesta afla. — H. T.
— Humphrey
Framhald af bls. 1
Humphrey hefði rætt við John-
son forseta og gefið honum
skýrsla sína. Þeir Kosygin og
Humphrey voru staddir í New
Delhi vegna útfarar Shastris. í
ferð þessari héfur Humphrey
rætt við fjölmarga ráðamenn í
Indlandi, þar á meðal við Gulz-
ari Lal Nanda, sem settur var
forsætisráðherra þegar Shastri
lézt.
Síld i togara
— Góð tíð
NESKAUPSTAÐ, 13. jan. —
Tveir togarar þeir Surprise Og
Geir eru hér að lesta síld til út-
flutnings og í dag hafa þeir feng-
ið síld úr bátunum Jóni Garðari,
Hamravík og Arnfirðingi. Mikil
veðurblíða hefir verið hér í dag
og eins og um sumartíma væ*i.
Vegurinn yfir Oddskarð er fær
öllum bílum og kemur það sér
vel ekki sízt fyrir bæjarbúa hér
þar sem sveitin hérna framleiðir
nú orðið ekki nóg af mjólk handa
bæjarbúum. Verðúm við því að
fá viðbót frá Egilstöðum.
Einnig er mikið um sjúkra-
flutninga yfir Oddskarð til Nes-
kaupstaðar þar sem Fjórðungs-
sjúkrahúsið er hér. — Ásgeir.
Hlaut brunasár
við púðurbrennu
Akranesi, 13. jan.
Á FÖSTUDAGINN í síðustu
viku voru þrír menn að brenna
gömlum púðurbirgðum í Hval-
stöðinni í Hvalfirði, sem ekki
þurfti að nota á hvalbátunum í
sumar. Vísast hefir eldurinn læst
sig fljótar um púðurhauginn en
þeir bjuggust við.
Eitt er víst að einn þeirra stóð
í björtu báli áður en hinir gátu
áttað sig. Það var Magnús Ólafs-
son bóndasonur frá Hurðarbaki á
Hvalfjarðarströnd, maður um
fertugt. Öll fötin hans loguðu og
hlaut hann brunasár á höndum
og andliti og svolítið á fæti.
Mangús var fluttur hingað á
sj úkrahúsið þar sem gert var að
brunasárum hans og er liann þar
enn. — Odd"-
— Johnson
Framh. af bls. 1
við að fara fram á það við þing-
ið. Samkvæmt skýrslu forsetans
er áætlað að kostnaðurinn við
Vietnam stríðið muni hækka um
5,8 milljarða dollara á því ári
sem nú er að hefjast.
Að því er snertir efnahags- og
tækniaðstoð vi’ð vanþróuð ríki,
sem vilja standa á eigin fótum,
sagði Johnson þetta m.a.:
„Við munum berjast eftir
fremsta megni, hvar sem er í
heiminum, við hungur, fátækt,
sjúkdóma og skilningsleysi. Við
munum nota alla okkar þekkingu
og tækni í landbúnaði, til að
a’ðstoða önnur ríki við að byggja
upp landbúnað þeirra. Aðstoða
þá, sem mennta börnin í vanþró-
uðum löndum, og vinna að því að
þessi börn verði aðnjótandi jafn
góðrar menntunar og okkar eig-
in. í þessu sambandi mun ég síð-
ar leggja fram frumvarp sem
mun bera nafnið „Alþjóðleg
menntun 1966“'.
í sambandi við heilbrigðisað-
stoð við önnur ríki, tók Johnson
það fram, að hann mundi leggja
til, að tækni Bandaríkjanna á
sviði læknisvísinda, yrði notuð
eftir fremsta megni við að vinna
gegn og útrýma malaríu, bólu-
sótt.um, taugaveiki o. m. fl. á
næsta áratug. Johnson sagði einn
ig, að Bandaríkin myndu leggja
sitt af mörkum við að uppfræða
almenning í vanþróuðum lönd-
um um getnaðarvarnir og á þann
hátt vinna gegn fólksfjölgun í
þeim löndum, sem í dag búa við
alvarlegan matarskort.
„Friður kemst ekiki á í heim-
inuim fyrr en sérhvt. þjóð býr
við þá stjórn, sem hún hetfur
sjálf valið sér“, sagði Jahnson,
„og þessvegna munum við hvetja
aðrar þjóðir til að afnema ný-
lendustefnur“. Joihnson sagði að
Bandaríkin mundu etftir sem áð-
ur aðsboða þær þjóðir, sem sýndu
álhuga á því að verða sjáltfstæð-
ar.
„Við höfum barizt gegn komm-
únismanum í Kóreu, við For-
mósu-tflóann, á Kúbu og nú síð-
ast í Vietnam, og við munum
halda þivi áíram. Enn sem kom-
ið er, hafa friðarumleiitanir okk-
ar ekki fengið neinn hljómigrunn
í Hanoi. Fyrir nokkrum árum
ríkti friður í Vietnam. N-Viet-
nam var sjáltfstætt kommúnist-
iskt ríki. S-Vietnam vann að
uppbyggingu landsins með að-
sboð Bandaríkjanna. Það voru
nokkrir í S-Vietnam, sem vildu
koma þar á kommúniskri stjórn.
Þeir höfðu ekki mikið fylgi, en
fyrir u.þ.b. sex árum gerði N-
Vietnam innrás í S-Vietnam.
Þegar átökin hörnuðu, höfðum
við um tvennt að velja: fara frá
S-Vietnam og leggja landið í
hendur kommúnistanna, eða
vera kyrrir og berjast við hlið
íbúanna í S-Vietnam. Við vorum
um kyrrt. Og við munum vera
kyrrir þangað til árásum á Suður
Vietnam er hætt.“
Síldarleitar-
skipstjóri sjúkur
HINN kunni síldarieitarskipstjóri
Jón Einarsson á síldarleitarskip-
inu Hafþóri var lagður á land
í yestmannaeyjum í fyrrakvöld.
í gærkvöldi var líðan hans
sæmileg.
Hafþór hélt út á ný þegar í
gær.
Bíllinn kom
á 28760
DREGIÐ hefir verið í happ-
drætti Sjálfsbjargar 1965. Vinn-
ingurinn, sem er bifreið af gerð-
inni Buich Special að verðmæti
kr. 330 þús. kom á miða 28760.
Eigandi miðans vitji vinnings-
ins á skrifstofu Sjálfsbjargar
Bræðraborgarstíg 9.
R'hodesía:
Bottomley fer
til Rhodesíu
Brezkum þingmönnum visað úr landi
Lusaka, 13. jan. — AP. | Bottomleys, en hann gat þess"
Tilkynnt var í gær í Lusaka, ' ekki, hvenær ráðherrann mundi
höfuðborg Zambiu, að samveldis fara þangað. Óstaðfestar fregnir
málaráðherra Breta, Arthur , herma, að Bottomley muni fara
Bottomley, mundi fara til til Salisbury á fimmtudagsmorg-
Rhodesíu síðar í vikunni. Mun un. Bottomley mun ræða við
hann ræða við hrezka landstjór- landstjórann um ástandið í
ann, Sir Humphrey Gibbs, en Rhodesíu og sérstaklega um
sem kunnugt er, veik Ian Smith matvælasendingarnar, sem
honum frá völdum í nóvember Bretar hyggjast senda þangað
og neitaði að viðurkenna hann | vegna hinna langvarandi þurrka,
sem fulltnia Elisabetar drottn- ! er þar hafá verið. Ekki er talið
ingar í landinu. | að Bottomley muni ræða við
í gær vísaði stjórn Ians Smith Ian Smith, nema þá sem óbreytt
þremur brezkum verkamanna-
flokksþingmönnum úr landi og
sakaði þá um að hafa gerzt brot-
legir við stjórn landsins.
Það var talsmaður brezku
stjórnarinnar í Lusaka, sem til-
kynnti um væntanlega ferð
— New York
Framhald af bls. 1
stjóra hækkar úr 3.46 dollurum
í 4 dollara.
Miklar umferðartruflanir voru
í New York í gærmorgun, því
mikill fjöldi fólks hafði farið í
vinnu á eigin bílum áður en
tilkynnt hafði verið að verkfall-
inu væri lokið.
Fulltrúi starfsmanna í samn-
ingaviðræðum var Douglas L.
Macmahon, en hann hefur sinnt
starfi forseta flutningaverka-
manna síðan 4. janúar að Quill
var tekinn fastur fyrir verkfalls-
brot. „Eg vil hér með lýsa því
yfir, að verkfallinu er lokið“
sagði Macmahon brosandi þegar
hann kom út af seinasta samn-
ingafundinum. „Við erum mjög
ánægðir með samningana og
álítum þá bæði hagstæða og rétt-
láta. Við erum einnig ánægðir
með að geta nú aftur veitt borg-
arbúum þá þjónustu sem við höf-
um gert til þessa“. Macmahon
sagði einnig að samningarnir
hefðu verið lagðir fyrir Quill og
aðra leiðtoga flutningaverka-
manna, sem enn eru í haldi og
hafi þeir allir lýst sig samþykka
þeim.
Verkfall þetta skall á daginn
seni John V. Lindsay tók við
embætti borgarstjóra og hefur
hann ekki enn gefið út neina til-
kynningu varðandi lausnina.
Ekki hefur ennþá verið tilkynrit
hvort fargjaldi með strætis-
vögnum og lestum verði hækkað,
en nú er það 15 senþ Að því er
Macmahon sagði við fréttamenn,
þá varð samkomulag um að eng-
in málshöfðun yrði gerð á hendur
verkfallsmönnum, og að mál
þeirra leiðtoga, sem enn eru í
haldi, yrðu tekin fyrir síðar um
daginn.
Þetta nýafstaðna verkfall var
það fyrsta í þrjá áratugi hjá
þessum starfsmönnum New York
borgar og leiddi það af sér slíkt
öngþveiti, að menn muna ekki
annað slíkt síðan á kreppuárun-
um.
an borgara, og myndu þær við-
ræður þá fara fram á heimili
landstjórans.
Þremur þingmönnum úr
brezka verkamannaflokknum var
í gær vísað úr landi og þeim
gefið að sök, að virða ekki lög
landsins. Þingmenn þessir höfðu
orðið fyrir aðkasti á fundi á
miðvikudagskvöld og urðu að
flýja úr fundarsalnum. Þegar
brottreksturinn var opinberlega
tilkynntur, var einn af þing-
mönnunum farinn til Lusaka, en
hinir tveir voru á ferðalagi til
Bulawayo og voru ókomnir aft-
ur til Salsbury. f tilkynningunni
var þess getið, að ef þingmenn-
irnir færu ekki úr landi tafar-
laust, yrðu þeir dregnir fyrir
dómstóla. Samtímis þessum brott
rekstri, tilkynnti stjórn Ians
Smith, að Bottomley væri heim-
ilt að koma til landsins, en hann
hafði áður sent beiðni þess eðlis
til stjórnarinnar.
— Lagos
Framhald af bls. 1
leiðtoganna, — þeir sem vildu
skilyrðislausa valdbeitingu, —
yrðu það atkvæðamiklir, að hin-
ir hógværari snerust á sveif með
þeim. En svo fór alls ekki enda
þótt tekið væri fram í hinni
sameiginlegu yfirlýsingu, að ekki
hafi verið útilokuð sú leið að
beita valdi. Enda tók Wilson það
tfram, að brezka stjórnin væri
reiðubúin að beita valdi, ef
nauðsyn krefði til þess að halda
lögum og reglu.
★
Forsætisráðherra Malawi, dr.
Hastings Banda, lét svo ummælt
við heimkomuna í dag, að hann
styddi algerlega stefnu brezku
stjórnarinnar í Rhodesíu málinu.
„Ég myndi standa með Bretum
í þessu máli, þótt enginn annar
Afríkuleiðtogi gerði það“ sagði
hann.
Banda kvaðst hafa orðið að
benda sumum Afríkuleiðtogun-
um á Lagos-ráðstefnunni sér-
stakiega á það, að Rhodesía væri
ekki nýlenda í strangasta skiln-
ingi þess orðs, því að landið
hefði haft sjálfstjórn frá því árið
1923. Einnig kvaðst hann hafa
varað þá við því að ana út í
valdbeitingu, því að ekkert
Af ríkurík j anna hefði minnstu
möguieika til þess að sigra hinn
öfluga her Rhodesíu í stríði.
Jafnframt taldi dr. Banda það
mjög ósanngjarnt að krefjast
þess, að Bretar beittu afkom-
endur sinnar eiein þjóðar her-
valdi.
VARÐAR
DREGIÐ 11. FEBRÚAR 1966
VERÐMÆTI VINNINGA KR.315.000.00