Morgunblaðið - 23.01.1966, Page 1
32 síður cmj Lesbék
53. árgangur.
18. tbl. — Sunnudagur 23. janúar 1966
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Ekki lengur í lifenda tölu
Fundið lik Abubakar Tafewa Balewa
li
Lagos, 22. janúar — NTB
JARÐNESKAR leifar Sir
Abubakars Tafewa Balewa,
forsætisráðherra Nígeríu,
fundust í gær, að því er hin
nýja herstjórn Nígeríu til-
kynnti í morgun.
Forsætisráðherrans hafði
verið saknað, eins og frá hef-
ur verið skýrt í fréttum, allt
síðan uppreisnartilraunin var
gerð í Nígeríu sl. laugardag.
í tilkynningu sem flutt var
í Nígeríuútvarpið árdegis var
Leitin aö týndu
kjarnorkusprengjunni
vekur óhug og ótta meðal
manna á Spáni
Systir Nehrus, Yiayaja Laksm i Fandit, óskar bróðurdóttur
sinni, Indiru, til hamingja með forsætiráðherraembættið.
Malrid, 22. janúar — NTB.
ÓHUGUR greip um sig meðal
manna á Spáni suðaustanverðum
umhverfis Almeria og þar nærri
er 400 bandarískir hermenn fóru
þar um grænmetisekrur í gær að
leita að radíóaktívu efni úr
sagt að stjórnin „gerði það
hér með kunnugt, harmi sleg-
in, að Sir Abuhakar Taíewa
Balewa væri ekki lengur í lif-
enda tölu“. Þá fyrirskipaði
stjórnin að loka skyldi öllum
skrifstofum í landinu og fánar
skyldu blakta í hálfa stöng í
virðingarskyni við „þennan
mæta son Nígeríu".
Ekkert var um það sagt f
tilkynningu stjórnarinnar
hvar lík Balewa hefði fundizt
eða á hvern hátt dauða hans
hefði horið að höndum.
Framdi sjálfsmorð á leið
til fangabúða í Síberíu
Moskvu, 22. janúar, NTB.
BANDARÍKJAMAÐURINN New
combe Mott, sem dæmdur hafði
verið í Moskvu fyrir að hafa
komizt ólög'lega til Sovétríkj-
anna um landamæri þeirra að
Finnmörku, framdi sjálfsmorð
aðfaranótt föstudags í lestinni
er flutti hann áleiðis til Síberíu,
að því er sendiráð Bandarikjanna
i Moskvu skýrði frá seint í gær-
kvöldi.
Samkvæmt upplýsingum þeim
er sovézka utanríkisráðuneytið
hefur látið bandariska sendiráð-
inu í té mun Mott hafa skorið sig
á háls í snyrtiklefa lestar þeirrar
er flutti hann frá fangelsi í
Murmansk áleiðis til annars
hegningarstaðar. Talið er, að
Mott muni hafa svipt sig lífi á
leið austur til þrælkunarvínnu í
Síberíu er hann hafi gert sér ljóst
að tilraunir landa hans til að fá
hann látinn lausan hafi engan
árangur borið.
Bandaríska utanríki.sráðuneyti'ð
hefur fyrirskipað sendiráðinu í
Moskvu að krefjast gagngerrar
rannsóknar í máli þessu og gefa
um það skýrslu eins fljótt og þess
sé kostur.
Newcombe Mott, sem var 27 ára
gamall, var starfsmaður útgáfu-
fyrirtækis eins í Bandaríkjunum.
Hann var í heimsókn í Norður-
Noregi er hann að eigin sögn
villtist inn yfir landamærin að
Sovétríkjunum. Sovézkir landa-
mæraverðir tóku hann höndum
fyrir að hafa ekki meðferðis nein
Bann lagt vlð flugi
NATO-véla yfir
Madrid, 22. janúar, AP.
í GÆR tilkynnti spánska
etjórnin ríkisstjórnum aóildar-
rikja Atlantshafsbandalagsins
(NATO) að héðan í frá væri
Jagt blátt bann við því að her-
vélar á vegum bandalagsins
flygju yfir Spán á leið sinni til
Gibraltar og frá. Var borið við
hættu þeirri er Spáni stafaði af
því að Gibraltar væri notað sem
herstöð NATO og hugsanlegum
aflciðingum þess.
S«pónn hefur áður miótmælt
iflugi NATO-véla yfir landið og
meinað þeim að hafa þar nokkra
viðstöðu. I»etita á þó ekki við
brezkar vélar, því eins og kunn-
ugt er, hafa uim árabil verið í
gildi sérsamningar Breta og
Spánverja um Gíibraltar og önn-
ur sameiginleg varnarmál.
Spænskur eimibættismaður lét
svo um mælt varðandi tilkynn-
inguna að hún bœri þvá einu vott.,
að Spánverjar vildu eikki þurfa
að búa við þá áihættu sem því
fylgdi að hafa í landi sínu her-
stöð tilheyrandi hernaðarsamtök-
uim ýmissa ríkja, samtökum, sem
Sipónn eigi ekki aðild að. ■
skilríki er heimiluðu honum
landvist. Hann hlaut svo dóm
24. nóvember sl. fyrir að hafa
komizt inn í Sovétríkin á ólög-
legan hátt, áfrýjaði dómnum en
tapaði málinu aftur er það kom
fyrir hæstarétt í fyrra mánuði.
týndri kjarnorkusprengju.
Á torginu í Cuevas de Alman-
zora kom til nokkurra óeirða í
gærkvöldi er um hálft hundrað
manna kom þar saman og gerði
hróp að Bandaríkjamönnum.
Á mánudag sl. rákust á í lofti
yfir héraðinu sprengjuflugvél af
gerðinni B-52 og benzínflutninga
vél af gerðinni Kc-135 frá banda
ríska flughernum ag hefur verið
tfná því skýrt að sprengjuflugvél-
in hafi haft nokkrar kjarnorku-
sprengjur meðferðis.
Pátt eitt hefur verið uppskátt
látið um mál þetta en þó sagt
að fyndizt hafi tvær sprengjur
en leitað sé hinnar þriðju. Kjarn
orkusérfræðingar úr bandaríska
flughernuim hafa lýst í bann mikl
ar ekrur á þessuim slóðum þar
sem tómatar, laukur og baunir
eru nú í þann veginn að ná full-
um þroiska.
Ekkent fólk hefur þó verið
Framhald á bls. 2.
Sergei P. Korolev
Heiðraður eftir andlátið
— hulunni svift af manninum, sem stóð að baki
sigrum Sovétríkjanna á sviði geimvísinda
SVIFT hefur verið hulunni
af manninum, sem staðið-
hefur að baki smíði sov-
ézku geimfaranna, og tungl
flauganna. Frá nafni hans
var skýrt um síðustu helgi
— er miðstjórn sovézka
Kommúnistaflokksins til-
kynnti, að hann væri lát-
inn.
Hann fékk aldrei þá við-
urkenningu í lifanda lífi,
sem hann átti skilið. Mað-
urinn var Sergei P. Koro-
lev, sem sæti átti í fram-
kvæmdanefnd sovézku vís-
indaakademíunnar, og hlot
ið hafði nokkur æðstu heið
ursmerki Sovétríkjanna.
Korolev lézt í fyrri viku,
eftir stóra skurðaðgerð, sem
á honum var gerð. Banamein
hans var meinsemd við hjarta,
en auk þess mun Korolev hafa
þjáðzt af æðakölkun á háu
stigi.
Sovézka fréttastofan Tass
hefur látið frá sér .fara minn-
ingargrein, þar sem lýst er að
nokkru þætti þeim, sem Koro-
lev hefur átt í geimvísinda-
rannsóknum Sovétríkjanna.
Undir tilkynninguna um lát
hans rituðu nafn sitt aðal-
ritari sovézka kommúnista-
flokksins, Leonid Breshnev,
Kosygin, forsætisráðherra og
Podgorny, forseti.
Síðasti heiður, sem Sovét-
ríkin sýndu Korolev, var við-
hafnarútför, sem fram fór sl.
þriðjudag, en áður hafði lík
hans legið á viðhafnarbörum
í Moskvu. Hann var grafinn
í grafhýsi Lenins, þar sem
margir af framámönnum
Sovétríkjanna hafa hlotið
hinztu hvílu.
í þeim bókum, þar sem
Korolevs er getið, er hvergi
farið um hann þeim orðum,
sem gefið gætu til kynna, hver
afrek hann vann á sviði
geimvísiridarannsókna. Eng-
inn vissi, að hanrl var maður-
inn sem stóð að baki smíði
fyrSta sovézka geimfarsins,
sem skotið "ar á loft 4. okt.
1957, og sá maður, sem heið-
urinn mun eiga af flestum
sigrum Sovétrikjanna á sviði
geimvísinda.
í fréttatilkynningu um
geimskot Sovétríkjanna, var
margsinnis talað um „for-
stöðumanninn", en nafn hans
aldrei birt. Hann starfaði í
aðalstöðvum geimrannsókna,
Bajkonur í A-Kazakstan —
en nafn hans þekkti aðeins
þröngur hópur manna.
Sennilega fer eins um eftir-
mann hans, hann verður ó-
þekktur, nema af sama þrönga
hópnum.