Morgunblaðið - 23.01.1966, Síða 10

Morgunblaðið - 23.01.1966, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ Sunrmdagur 23. j'anúar 1966 Hún fer sínnr eigin götur Julie Christie. Hún er engum öðrum lík. ÞÆR eru ófáar ungu stúlk- urnar, sem leitað hafa árang- urslaust á vit kvikmyndaver- anna í von um frægð og frama. Þær hafa bundið allar sínar vonir við kvikmynda- tökuvélarnar og eytt sínuim fjármunum til þess að nálg- ast þær. En í lífi þeirra verð- ur kvikmyndaiðnaðurinn aldrei annað en bölvaldur. Talið er, að aðeins ein stúlka af hverjum fimmtíu þúsund- um, sem koma til Hollywood og annarra kvikmyndaborga nái einhverjum árangri og oft er það einungis því að þakka að þær hafa „sambönd“ — því að eitt mikilvægasta at- riðið í slíkri framaleit er „samibönd, sambönd og aftur sambönd." En þegar á hólminn er kom Julie og Schlesinger. ið, duga ekki samböndin ein — eftir það skiptir öllu máli, hvort viðkomandi er gædd þeim hæfileikum sem þarf til þess að ná upp á hæstu tind- ana í stjörnuiheiminum. Stúlkan sem sagt verður frá hér er ein af þeim sem þegar hafa náð þangað, þótt hún sé aðeins 24 ára að aldri og hafi ekki átt ýkja góðum ,sam- böndum“ að fagna. Hún getur miklu fremur þakkað árang- ur sinn þeim „samböndum" sem öllum öðrum eru nauð- synlegri — samböndum sínum við „rnóður náttúru", ef svo mætti segja. Ekki svo að skilja að hún sé svo miklu fallegri en margar aðrar stúlkur, en þegar hún gengur um göturnar geislandi af lífs- gleði, sveiflar til handtösk- unni sinni, Ijóst hárið henn- ar þyrlast fyrir vindinum og sólin glamipar í hraustlegu hörundinu er því líkast sem hún sé gædd frumstæðum lífs krafti, sem svo nátengdur er náttúruöflunum. Það getur vart hjá því farið að slík stúlka dragi að sér athygli vegfarenda — og þeir vikja úr vegi fyrir henni. Það er eins og ósýnilegir straumar beri hana uppi líkt og svif- flugu. Þessi unga stúlka heitir Julie Ohristie og er í dag álit in ein af beztu leikkonum í heimi. Þegar kvikmyndagagn rýnendur í New York komu saman í haust til að velja beztu leikkonu ársins hlaut hún einróma kosningu fyrir leik í myndinni „Darling“, Hinn frægi brezki kvikmynda leikari, Dirk Bogarde, sem lék þar á móti henni hefur sagt að hún hefði meiri hæfi leika til að bera en allar þær leikkonur, sem hann hefði leikið með í þeim 45 kvik- myndum er hann hefði leikið í. Og Ingrid Bregman sagði um Julie Christie eftir að hún sá hana að hún hefði sterkastan persónuleika allra ungra kvikmyndaleikkvenna er nú væru starfandi. Hún vakti fyrst athygli sem kvik- myndalleikkona er hún lék smáhlutverk í „Billy Liar“, síðan kom „Darling" og nú hin umtalaða kvikmynd eftir sögu Boris Pasternaks „Dr. Shivago“, þar sem hún leikur Löru, hina ástríðufullu ást- mey Dr. Shivago. Andlit Julie Ohristie er ekkert sérstaklega fallegt en það er ómótstæðilega lifandi. Ýmist er það ljómandi af gleði, hörkulegt, glaðlegt, sársaukafullt, viðutan og jafn- vel aðlaðandi ljótt. Sjál-f seg- ir hún: — Ég held ekki, að Dan og Julie, „sérstakt sam- band.“ karlmenn sjái í mér neinn lostafullan kynþokka — held ur miklu fremur einhvers konar yfirbragð kæruleysis og hömluleysis. Karlmenn vilja vera ábyrgðarlausir og það vil ég líka. Sú hugmynd — eða andi, sem borið hefur þessa stúlku af alfaraleið er hreint ekki nýr af nálinni — en jafngóð- ur fyrir því. Sérstaklega þeg- ar um er að ræða velvaxna og hæfileikamikla leikkonu. Það er andi frelsis — hún hef ur losað sig undan höftum þeim sem áhyggjur, reglur, heilabrot og siðmenning eru venjulegu fólki, hún er ðháð öðrum og jafnvel óháð sjálfri sér — og hún veitir sjálfri sér frelsi til þess að vera hin ástúðlega, granna og óvenju- lega stúlka sem Julie Ohristie virðist vera. Omar Sharif, sem leikur tit- ilhlutverkið í „Dr. Zivago“ kallar hana persónugerfing nýrrar kynslóðar, sem kærir sig kollóttan um nútíma sið- venjur. „Hún er duttlungafull gædd miklu líkamlegu að- dráttarafli, afar lyktnæm og næm fyrir öllu sem tengt er mannlegu tilfinningalífi. Flestir vinir Julie Christie í London eru ungir listamenn og teiknarar, fremur fátækir og fylgjast ekki með tízku- breytingum. Hún telst hvorki í hópi „moddaranna“ — „The Mods“ svonefndu né „rokkar- anna“ — „The Rockers" held ur hefur forystu fyrir hreyf- ingu sem kalla mætti „The Mockers“ — (mæ-tti e.t.v. þýða „háðfuglarnir"). Engu að síður er hún haldin sama uppreisnarandanum og aðrir ungir Englendingar sem hafa hafið verkamannastéttina til vegs og virðingar, lítillækkað yfirstéttirnar, sveipað æsku- fólk einskonar helgiljóma, — það æskufólk, sem fordæmir leiðindi og lágkúruskap og kærir sig kollóttan um hina glötuðu paradís heimsveldis- ins. Brezka fánann sem stóð í forstofunni í íbúð hennar í London hefur hún ákveðið að nota sem gluggatjöld fyrir gestaherbergið sitt. Julie Christie hefur ekki alltaf verið svo vel sett að hún hefði gestaherbergi — og sú var tíðin að hún hafði ekki einu sinni svefnherbergi, held ur þvældist um London með vindsæng á herðunum og bjó um sig á kvöldin þar sem vin- ir hennar léðu henni gólf- pláss. Nú deilir hún íbúð í West Kensington með tveim vinum sínum, listamönnum, ketti sem kallaður er „Hvutti“ átta tístandi spörfuglum og tveimur pálmatrjám. Annar vinanna er lagleg dökkhærð stúlka, Nicky Croke, sem vinn ur í auglýsingadeild útgáfu- fyrirtækis. Hinn er Don Bess- Leikstjórinn og aðalleikkon- urnar í Dr. Zhivogo, Gerald- ine Chaplin, David Lean og Julie. ant, 24 ára litógraf, sem nú kennir við listaháskóla. Þau kynntust, er hann vann fyrir sér með póstburði og færði henni bréf dag einn og hafa um hríð búið saman í því, sem Julie kallar „sérstakt samband“. Hún er þeirrar skoðunar að til þess að vera í hjónabandi þurfi sérstaka hæfileika,’ alveg eins og til þess að semja tónlis-t eða skrifa skáldsögu og segir: i.Ég er sannfærð um að ég er ekki gæd-d þeim hæfileikum." Julie biður engrar afsökun- ar á frjálsræði sínu. Hún er eins og spörfuglarnir, flökt- andi í lífsgleði sinni. Don seg ir að varla sé hægt að ná af henni óhreyfðri mynd vegna þess að munnur hennar og hendur eru á stöðugri hreyf- ingu. Ýmist er hún að toga í sítt hárið á sér, eða fitla við hina og þessa hluti í íbúðinni, þar sem steinprentmyndir Bessants hanga á veggjunum, örsmá blá lyfjaglös og gaml- ar klukkur standa á hillum og borðum. í svefniherberginu eru hinsvegar brún og rauð blómamynstur á öllum veggj- um, og gluggatjöldum, og smelltar smámyndir af fjöl- skyldum þeirra Julie og Don hanga á veggjunum hjá stóru himinsænginni. Julie er stundum ákaflega heimakær. Þá hreiðrar hún um sig í góðum stól og talar og talar, stóreygð og nagandi á sér neglurnar. En þegar hún talar í síma stikar hún fram og aftur eins og ljón í búri og þyrlar hárinu í allar áttir. Framhald á bls. 13. Fjögur andlit Julie. Hörkulegt, geislandi, kátt, viðutan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.