Morgunblaðið - 23.01.1966, Blaðsíða 12
12
MORGU N B LAÐIÐ
Sunnudagur 23. Janúar 1966
Leikfélag Reykjavíkur:
Höfundur: Federico García Lorca
Þýðsndi: Einar Bragi Sigurðsson
Leikstjöri: Helgi Skúlason
LEIKFÉLAG Reykjavíkur fruna-
sýndi á fimmtudagskvöldið hið
kunna leikrit eftir spænska þjóð
skáldið Federico García Lorca
„Hús Bernörðu Alba“ í þýðingu
Einars Braga Sigurðssonar. Var
sýningunni forkunnarvel tekið,
enda í flestu tilliti um merkan
leiklistarviðburð að ræða.
„Hús Bernörðu Alba“ var síð-
asta verk Lorea, áður en skó-
sveinar Francos myrtu hann ár-
ið 1936, aðeins 38 ára gamlan,
og með því náði hann fullum
tökum á því leikformi sem hann
hafði glímt við í fyrri verkum
sínum. Leikritið er í rauninni
samfellt áhrifamikið ljóð, þó höf
undur beiti sjaldan beinni ljóð-
þess að bún kyrkir hann „Hús
Bernörðu Alba“ fjallar um ekkju
eins og „Blóðbrullaup" — en með
öfugum formerkjum. Hér er
ekkjan tákn ófrjóseminnar, for-
mælandi geldrar hlýðni við trú-
arhefðir og kröfunnar um kven-
legar „dyggðir". Hún fórnar ham-
ingju sinni og fimm dætra á alt-
ari hreinleikans. Dauðinn er hin
óhagganlega staðreynd í verkum
Lorca, og hann kemur einnig hér
við sögu.
Öll vitna þessi verk um ó-
venjunæma samkennd skálds-
ins með konunni, furðulegan
hæfileik til að lifa sig inn í og
túlka kjör kvenna, og á hann
ekki marga sína jafningja í leik-
Helga Bachmann (Martirío) og Kristín Anna Þórarinsdóttir
(Adela).
list. Líkingar og tákn leiksins
eru öll nátengd m-gmstefi hans
og stuðla að því að lyfta verk-
inu í heild til ljóðrænnar tján-
ingar. í leikritunum, sem Lorca
samdi næst á undan þessu, „Blóð
brullaupi" og „Yerma“, notar
hann .Ijóðlistina sem ívaf til
skrauts, en þar mynda bundið
mál og óbundið ekki órofa heild,
heldur rjúfa ljóðin í rauninni
rás leiksins, standa með vissum
hætti utan við hann. í „Húsi
Bernörðu Alba“ er mjög lítið
um bundið mál, en nálega hver
setning verksins er hluti af ljóð-
rænni heild þess.
Öll fjalla þessi þrjú leikrit um
svipað efni: örlög konunnar í
hinum harða heimi spænskrar
hefðar. „Blóðbrullaup“ fjallar
um ekkju sem elskar gróskuna,
frjósemdina, börnin, en heimi
hennar er ógnað af stolti og hefnd-
arþorsta karlmannanna, sem
sífellt úthella blóði og hafa hníf-
inn að helgitákni. Bölvun blóð-
hefndarinnar sviptir hana eigin-
manni og öllum sonum. „Yerma“
fjallar um óbyrjuna, konuna
sem þráir að eignast afkvæmi,
en fær ósk sína ekki uppfyllta.
Hatur hennar á makanum, sem
kærir sig ekki um börn en vi'll
bara eiga hana sjálfa, leiðir til
bókmenntunum að þessu leyti
(ég man ekki í svipinn eftir öðr
um en Tennessee Williams á
þessari öld).
Leikrit Lorca eru þrungin
suðrænum hita og ólgandi ástríð
um. Honum er lagið að stilla
saman kaldri skynsemi og
blindum eðlishvötum, kröfum sið-
menningarinnar um reglu og
sjálfsstjórn annars vegar og
frumstæðum óhömdum lífsvilja
hins vegar. í „Húsi Bernörðu
Alba“ kemur þessi spenna fram
í átökum dætranna við móður
sína, sem heldur þeim eins og
föngum í húsi sínu, og hún er
mögnuð af baráttu dætranna inn-
byrðis og snilldarlegri notkun
áhrifasterkra tákna eins og fol-
ans í þriðja þætti, söng karl-
mannanna sem koma heim af
ökrunum í öðrum þætti, og frá-
sögnum Ponciu af athæfi karl-
mannanna.
Yfir þessu hreina og hvítkalk-
aða húsi grúfir þögnin í öllu
sínu ógnvænlega veldi og hrek-
ur burt hvern andblæ lifanda lífs.
Á yfirborðinu er allt slétt og fellt,
en undir niðri geisa stormar inni-
byrgðra ástríðna og langana, sem
fylla sálir kvennanna beiskju og
eitra allt líf þeirra. I þessu and-
rúmslofti verður sturluð amman
í senn kaldhæðnislegur fulltrúi
hins eðlilega lífs og skrumskæld
framtíðarmynd afkvæma sinna.
Griðkonan Poncia tekur á sig
gervi „nornar“ sem í hefndar-
skyni kyndir eldana og á sinn
stóra þátt í að stefna rás leiks-
ins til óhjákvæmilegra loka.
„Hús Bernörðu Alba“ er ákaf-
lega einfalt verk í sniðum, minn-
ir einna helzt á helgileik, en það
býr jafnframt yfir óræði ljóðsins
þar sem tSknin gegna sínu tví-
gilda hlutverki, eru bæði máttug
í sjálfum sér og vísa til annarra
hluta, þannig að heildaráhrifin
verða djúptæk og margslungin.
Leikmyndin gegnir í þessu sam-
bandi veigamiklu hlutverki. Hún
er ómissandi þáttur í atburða-
rásinni: hið hvítkalkaða hús
þrengir að leiknum á allar hliðar
og undirstrikar óskorað vald móð
urinnar, sem verður ekki óáþekk
strangri og ósveigjanlegri abba-
dís.
Helgi Skúlason hefur sett leik-
’ritið á svið og lagt megináherzlu
á háttbundna uppbyggingu hvers
atriðis, sem er í samræmi við hið
einfalda form helgileiksins. Það
var stíll, jafnvægi og hæfilegur
sveigjanleiki yfir staðsetningum
leikenda, þannig að sýningin
Inga Þórðardóttir (Poncia) og
Alba).
varð ákaflega myndræn .þ.e.a.s.
þar sem strangur agi móðurinnar
ríkti alvaldur. Myndirnar röskuð
ust hins vegar þegar ástríðurnar
brutust fram, og með þessu móti
skapaðist formbundin spenna sem
ítrekaði og var í fullu samræmi
við innri átök leiksins.
Sýningin var mjög jafngóð,
hvergi áberandi hnökrar, og má
segja að allir helztu leikendur
stæðu fyrir sínu. Mest mæddi að
sjálfsögðu á Regínu Þórðardótt-
,ur í vandasömu hlutverki hinnar
ströngu og kaldrifjuðu móður, og
túlkaði hún hlutverkið á viðun-
andi hátt, en án þeirrar innri
orku sem gæddi túlkun hennar
ótvíræðri reisn. Hún beitti um of
ytri leikbrögðum, einkanlega í
fyrsta þætti, eins og til að breiða
yfir eitthvert þrekleysi, sem kom
skýrast fram þegar mest á reyndi.
Maður var ekki fyllilega sann-
færður um vald þessarar konu
yfir dætrum sínum, af því það
birtist ekki í innri styrk, heldur
í ytra látæði sem oft jaðraði við
ofleik.
Dæturnar fimm voru hins veg-
ar, hver með sínum hætti, í nán-
ari tengslum við eðli og anda
verksins, einkanlega þær þrjár
sem mest koma við sögu. Sigríð-
ur Hagalín dró upp einstaklega
Atriði úr þriðja þætt’
Regína Þórðardóttir (Bernarða
nærfærna mynd af hinni bældu
og skrælnuðu elztu dóttur, Ang-
ustias, sem er í þann veginn að
losna úr prísundinni í krafti
heimanmundarins, en er samt
þjökuð af kvíða og óvissu. Gervi
leikkonunnar og öll túlkun var
eins og bezt varð á kosið. Helga
Bachmann sýndi sterkar og
brenglaðar tilfinningar krypp-
lingsins Martirio í hljóðlátri en
blæbrigðaríkri túlkun sem magn-
aðist og reis eftir því sem á leið.
Kannski kom innilokunarkennd-
in sterkast fram hjá henni.
Kristín Anna Þórarinsdóttir lék
hina lífsþyrstu og uppreisnar-
gjörnu yngstu systur, Adelu, á
hófstilltan og dálítið rómantískan
hátt, dró fram þrjózkuna og ung-
æðislegt draumlyndið, en náði
ekki fyllilega tökum á hinum suð
ræna skaphita og þótta. Þess
vegna urðu endalok hennar ekki
jafnsannfærandi og skyldi. Guð-
rún Stephensen og Margrét Ólafs
dóttir fóru með hlutverk hinna
systranna, Magdalenu og Amelíu,
og skiluðu þeim einkar þokka-
lega, en án verulegra tilþrifai,
enda eru þau miklu veigaminni.
Poncia griðkona, hin slóttuga
„norn“, var í höndum Ingu Þórð-
ardóttur, sem skapaði hugstæða
persónu og raunar óvænta, því að
ég hafði gert mér hana allt öðru-
vísi í hugarlund þegar ég las leik
ritið, þusandi og önuga. Inga
Þórðardóttir sló hins vegar frá
upphafi á dökku nóturnar, gerði
konuna hatursfulla og viðsjála,
þannig að hlutur hennar í rás við
burðanna varð augljósari, en um
leið fóru ýmis blæbrigði forgörð-
um. Túlkunin var eigi að síður
heilsteypt og fullgild.
Af öðrum leikendum, sem alls
voru 17 í sérstökum hlutverkum
auk 7 syrgjandi kvenna, er á-
stæða til að nefna Þóru Borg í
hlutverki ömmunnar, sem var
verulega vel af hendi leyst,
og Auróru Halldórsdóttur í hlut-
verki griðkonu, sem sömuleiðis
var túlkuð með ágætum .Eins og
fyrr segir var frammistaða leik-
enda í heild mjög jafngóð.
Leikmynd Steinþórs Sigurðs-
sonar var sérlega stílhrein og hug
vitsamlega unnin, svo langt sem
hún náði, en hann glímdi í raun-
inni við óleysanlegt vandamál. f
leikritinu er gert ráð fyrir sér-
stakri leikmynd fyrir hvern þátt,
en Steinþór hefur steypt þeim
öllum saman í eina leikmynd með
þeim afleiðingum, að á hinu
þrönga sviði í Iðnó sköpuðust ó-
yfirstíganleg vandamál. Þetta
kemur hvað greinilegast fram í
því, að dyrnar á herbergjum
Framhald á bls. 15.
Hús Bernðrðu Alba