Morgunblaðið - 23.01.1966, Qupperneq 15
Simnuðagur 23. janúar 1966
MORGU NBLAÐIÐ
15
j stuttu
máli
Farís, 20. jánúar — NTB —
Franskur dómari gaf út til-
skipun um, að innanríkisráð-
herra Marokkó, Mohammed
Oufkir, skuli handtekinn,
hvar sem til 'hans næst. Nær
handtökutilskipanin einnig
til yfirmanns öryggislögreglu
Marokkó, Mohammed Dlimi.
Tilskipanin gildir í öllum
þeim löndum, sem samið hafa
við frönsku stjórnina um af-
hendingu glæpamanna.
Mönnunum tveimur er gef-
ið að sök að hafa rænt mar-
okkanska andspyrnuforingj-
anum Mehdi Ben Barka, sem
hvarf í París 29. október í
fyrra.
Bæði Oufkir og Dlimi voru
í París um þær mundir, er
mannránið átti sér stað, og
er talið víst, að þeir hafi að
því staðið.
Tokyo, 20. janúar — NTB —
Er loftferðasamningur sá,
sem Japan og Sovétríkin
hafa gert með sér, gengur í
gildi, mun flugtíminn frá Ev-
rópu til Tokyo verða um tólf
stundum styttri, en verið hef
ur.
Jafnframt mun verð á far-
miðum á þessari leið lækka
allverulega, eða um 10.000 ísl.
kr.
7 dra fangelsi
fyrir morð
Sovézkur herréttur hefur
dæmt Gennadi Veronin í 7 ára
fangelsi fyrir morðið á konu
sinni, skautadrottningunni
heimsfrægu Ingu Veronin.
Gennadi Veronin, sem áður
var kunnur spretthlaupari á
skautum, er liðsforingi í Rauða
hernum en einnig starfandi
sem þjálfari fyrir landsliðskepp
endur.
— Leikdómur
Framhald af bls. 21
systranna (sem eiga aðeins að
sjást í öðrum þætti) standa svo
þétt hlið við hlið, að áhorfandinn
fær á tilfinninguna að herbergi
þeirra séu klefar af allra minnstu
gerð. Enn bagalegri verður þó út-
koman í þriðja þætti, sem á að
gerast úti á veröndinni, því hróp
og bægslagangur þeirra Adelu og
Martirio eiga ekki að heyrast inn
í herbergi hinna systranna, en
það ofbýður satt að segja trú-
girni áhorfenda eins og leikmynd
inni er fyrir komið. Mér er ljóst
að ilit er við þessu að gera á svið
inu í Iðnó, og vissulega er hér
um minniháttar agnúa að ræða,
en þeir trufla samt heildaráhrif-
in jDar sem þeir rjúfa „blekking-
una“. Þessi vandkvæði hafa
eennilega ráðið því, að stofan var
dekkri en ráð er fyrir gert, sem
átti prýðilega við þriðja þátt. En
í fyrri þáttunum á hvíti liturinn
að vera allsráðandi, bæði til að
undirstrika sumarhitann og eyði-
leik lífsins í hinni „kölkuðu
gröf“.
Þýðing Einars Braga Sigurðs-
sonar er á mergjuðu og mynd-
ríku máli, sem virtist vera leik-
endum munntamt, en mér fannst
hún stundum nokkuð „vönduð" í
þeim skilningi að hann leggur
griðkonunum, einkum þó Ponsiu,
á tungu klassískt mál sem kemur
illa heim við þjóðfélagsstöðu
þeirra. Að vísu talar alþýðufólk
Suðurlanda einatt ákaflega mynd
ríkt mál, enda kemur það greini-
lega fram hjá Lorca en það er
tæplega eins bóklegt og tungu-
takið sem þýðandinn hefur valið.
Sigurður A. Magnússon.
SCANIA-VABIS
6-cyI. 25S h.p. DIN L76S io_l2 tonn LS76S 14—15 tonn LB76S 11—12 tonn LBS76S 15 tonn LT76S 15 tonn Jjj JEX —jg ao|HHBocr
6-cyI. 195 h.p. DIN ■ íBh i0 L76 LS7« LB76 LBS76 DL76 10 12 tomn 14—15 tonn ' 11—12 tonn 15 tonn 10 tonn I rnfl & M fn^—1 -o 1 >oo“ cr rV^ocr
6-cyI. 145 h.p. DIN ■Shl rtl§! L56 LS56 LG6 8 tonn H tonn io tonn A.T.H. Allar gerðir af SCANIA- j ^VABIS vörubifreiðum W|mu0- er hæS* að fá 2,35 m
4-cyl. 130 h.p. DIN L3SS 6—7 tonn g|Í|y VÖIíUBIFREIÐASTJÓRAR kynnið yður SCANIA-VABIS gffPPBP bifreiðir. — Hafið samband við okkur, við veitum yður allar upplýsingar um SCANIA-VABIS bifreiðir.
4-cyt. 102. h.p. DIN L33 6—7 tonn
SCANIA sparar allt nema aflið.
ÍSARIM HF.
Klapparstíg 27, Reykjavík — Sími 20720.
CUDO
NY 00 BETRIÞJOIUUSTA
1. Lægri verð vegna gagngerrar endur-
skipulagningar.
2. Áreiðanlegur afgreiðslutími.
3. Vér erum ætíð reiðubúnir til að veita
allar upplýsingar.
CUDO-gler
Skúlagötu 26 — Símar: 12056, 20456.