Morgunblaðið - 23.01.1966, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 23. janúar 1966
Útgefandi:
Framkvæmdastj óri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Askriftargjald kr. 95.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
UMFERÐARÖR YGGI
L'affaire Figon:
Aðalvitnið í Ben Barka
málinu fremur sjálfsmorð
Franska stjómm saerlir miklu
ámæli fyrir alla málsmeðferð
Hneykslimál eitt mikið
vofir nú yfir höfði De Gaulle
Frakklandsforseta og gæti
hæglega, að því er sagt er,
orðið að falli einhverjum ráð
herra hans eða nánum sam-
starfsmanni eða að minnsta
kosti skotið loku fyrir alla
framtíðardrauma þeirra á
sviði stjórmálanna. Sumir
eru meira að segja þeirrar
skoðunar, að fáist ekki bráð-
lega úr því skorið hversu
hafi verið háttað um mái
þetta í öllum aðalatriðum, sé
sjálfri ríkisstjórninni hætt.
Mörg frönsk blöð líkja mál
inu við „Stavisky-málið“ svo
kallaða, sem upp kom á
fjórða áratug aldarinnar. í>ví
máli lyktaði á þann veg að
hinn seki framdi sjálfsmorð
að því er talið var, margir
þingmenn höfðu af skömm og
smán og báru ekki sitt barr
eftir það, en tveir ráðherrar
urðu beinlínis að segja af sér
en stjórnin riðaði til falls og
féll reyndar líka skömmu síð-
ar.
Mál það sem nú er upp
komið er um margt keimlíkt
Stavisky-málinu. Þar er einn
ig um að ræða sjálfsmorð að
því er talið er og margt meiri
háttar manna eru flæktir í
málið. Upphaf þess má rekja
til 29. október sl. er Mehdi
Ben Barka, leiðtogi stjórnar-
andstöðunnar í Marokkó, var
gripinn á götu í París um há-
degisbilið leiddur að bifreið
sinni og fluttur brott. Hann
hefur ekki komið fyrir
manna sjónir síðan svo vitað
sé og er talinn af.
Eitt helzta vitnið í máli
Ben Barka, eini maðurinn
sem bæði gat og vildi eitt-
hvað um það segja var Georg
es Figon, einn af minni spá-
mönnunum í undirheimum
Parísarborgar, sem hafði m.a.
lýst því fyrir fjölda manna,
hvernig 3en Barka var myrt-
ur. Figon hafði farið frjáls
ferða sinna í París um
tveggja mánaða skeið þó gef-
in hefði verið út skipun um
að taka hann höndum og vit-
að væri að hann væri eitt
aðalvitnið í málinu og einn
þeirra er stóðu að ráni Ben
Barka.
Lögreglan bar það fyrir sig
að hún hefði ekki haft upp
á honum, en hefur verið tek-
in illilega til bæna af almenn
ingi eftir að vikublaðið „Paris
-Match“ birti mynd eina,
Lögreglan fann hann ekki — og Figon, til vinstri með dökku
gleraugun, gamnaði sér við að ganga óséður fram hjá aðalstöðv
um hennar í París.
Georges Figon
(sem tók yfir heila opnu) af
Georges Figon úti fyrir dyr-
um sjálfra aðalstöðva lög-
reglunnar við Quai des Or-
fevres í næsta námunda við
einn virðulegan laganna vörð.
Þegar svo var látið til skar
ar skríða og lögreglumenn
héldu til aðseturs Figons var
það of seint.
Að sögn lögreglunnar
kvöddu útsendarar hennar
dyra og sögðu til sín og þótt-
ust greina að einhver væri
inni fyrir en ekki var opnað
fyrir þeim. Meðan þeir biðu
eftir því að dyravörðurinn
kæmi með lykilinn að íbúð-
inni kvað við skot innandyra
og er hurðinni var hrundið
lá Figon á gólfinu liðið lík,
skotinn í höfuðið.
Það er mál margra, að ef
hneyksli þetta hefði komizt
í slíkt hámæli fyrir forseta-
kosningarnar í desember,
hefði De Gaulle staðið tölu-
vert ver að vígi og jafnvel
ekki náð kosningu, en eins og
kunnugt er hélt forsetinn þá
mjög fram ágæti stjórnar
sinnar og bar saman við
fyrri ríkisstjórnir í Frakk-
lanri sem hann sagði hafa
verið „rotnar“ og „hneyksl-
um riðnar".
Þá hefur mál þetta einnig
orðið til mikils álits'hnekkis
De Gaulle í Afríku og Asíu,
þar sem Ben Barka átti víða
hauk í horni enda persónu-
legur vinur fjölda þjóðarleið
toga í heimsálfunum báðum.
Talið er fullvíst að Marokkó-
stjórn hafi átt drjúga aðild að
ráni Ben Barka og að frönsku
lögreglumennirnir sem hand-
tóku marokkanska andstöðu-
Framhald á bls. 22
ITandamál umferðarinnar
* hafa vaxið mikið á síðustu
árum, fyrst og fremst vegna
mikillar fjölgunar ökutækja í
landinu. Umferðarslys hafa
orðið tíðari og mannalát af
þeirra völdum orðið óhugnan-
lega mörg á stuttum tíma.
Það er þess vegna fagnaðar-
efni, að það er ekki aðeins
hinir opinberu aðilar, lög-
regla og umferðaryfirvöld,
sem hafa látið þessi mál til
sín taka, heldur hafa aðrir að-
ilar, svo sem samtök bifreiða-
eigenda og tryggingarfélög
beint athygli sinni í vaxandi
mæli að vandamálum umferð
arinnar og auknu öryggi í
henni. En það er einmitt sam-
starf yfirvalda og frjálsra sam
taka borgaranna, sem getur
áorkað miklu í málum sem
þessum.
í Morgunblaðinu í gær var
birt stefnuyfirlýsing Félags
ísl. bifreiðaeigenda í öryggis-
málum umferðarinnar. Þar er
bryddað upp á ýmsum nýj-
ungum í sambandi við aukna
löggæzlu, breytingar á veit-
ingu og sviptingu ökuleyfa
og aukna umferðarfræðslu og
ökukennslu. En ráðstafanir á
*þessum þremur sviðum telur
FÍB veigamestar til fækkunar
umferðarslysum.
Þá er einnig efnt til ráð-
stefnu um umferðaröryggi nú
um þessa helgi á vegum sam-
starfsnefndar tryggingafélag-
anna, og verða þar flutt nokk-
ur erindi og fjallað um helztu
vandamál í þessum efnum í
nefndum. Er vonandi að ráð-
stefna þessi beri árangur.
Félag ísl. bifreiðaeigenda
mun nú hafa innan sinna vé-
banda um 9 þúsund meðlimi
og starfsemi þess og þjónusta
hefur aukizt mikið á undan-
förnum árum. Tryggingafélög
in hafa einnig lagt vaxandi
áherzlu á samstarf hlutaðeig-
andi aðila um umferðaröryggi.
Þess ber að vænta, að náið
samstarf bifreiðaeigenda,
tryggingafélaga og lögregl-
unnar verði til þess, að ör-
yggi í umferðinni verði meira
en nú er, og umferðarslysum
fækki. En til þess að svo verði,
þarf hver einasti ökumaður
og aðrir þeir, sem hlut eiga að
máli, að gera sér grein fyrir
þeirri ábyrgð, sem á þeim
hvílir og leggja sitt af mörk-
um til aukins öryggis og færri
slysa í umferðinni.
TÆKNIVÆÐING
i llir þekkja hina miklu bylt-
■^ingu sem orðið hefur á sjáv
arútveginum á undanförnum
árum með fullkomnari fiski-
skipum og aukinni veiði-
tækni. En tæknibyltingin hef-
ur einnig náð til fiskverkunar
stöðvanna, og ánægjulegt er
til þess að vita, að ýmsar þær
vélar, sem nú eru notaðar í
fiskverkunarstöðvum víða
um landið, eru íslenzk upp-
finning og smíðaðar hér á
landi. Og í Morgunblaðinu í
gær var skýrt frá nýrri ís-
lenzkri uppfinningu, humar-
flokkunarvél, sem talið er að
muni gerbreyta humarfram-
leiðslunni í heild.
Haraldur Böðvarsson, hinn
mikli athafnamaður á Akra-
nesi, bendir réttilega á það í
grein hér í blaðinu í gær, að
bæði sé hægt að hækka fisk-
verð og vinnulaun, ef fisk-
verkunarstöðvar væru rétt
byggðar upp með nauðsyn-
legum tækjum og vinnuvél-
um. Hann bendir síðan á, að
mikið skorti á, að viðhlítandi
ástand sé í þessum efnum hér
á landi.
Nú á tímum, þegar mikill
vinnuaflsskortur er í land-
inu, er auðvitað mun nauðsyn
legra en ella að láta vélarnar
vinna verkin. Þess vegna
hljótum við að leggja ríka á-
herzlu á það, ekki aðeins í
sjávarútvegi og fiskiðnaði,
heldur í öllum atvinnugrein-
um og draga þannig úr þörf
á vinnuafli og stórauka jafn-
framt framleiðsluna á hvern
vinnandi mann. Til þess, að
þessi tæknivæðing geti kom-
izt á, þarf auðvitað að skapa
til þess ákveðnar aðstæður,
og það er verkefni stjórnar-
valda að gera það. En það
verða menn að gera sér Ijóst,
að við byggjum ekki til lengd
ar upp vaxandi velmegunar-
þjóðfélag á íslandi með það
fámenni sem hér er, nema við
nýtum tæknina til fullnustu,
eins og gert hefur verið af
dirfsku og stórhug í sjávarút-
vegi og fiskiðnaði okkar.
BECKET
/^umdeilt er, að kvikmynda-
húsin eru einn helzti list-
vettvangur nútímans. í kvik-
myndahúsunum kenist mikill
fjölid fólks í nána snertingu
við list. Þó er það svo, að
kvikmyndir eru mjög misjafn
ar að gæðum og margar
þeirra teljast fremur til sorps
en listar.
Sem betur fer hafa íslenzk
kvikmyndahús aflað margra
góðra mynda, þótt ekki sé því
að neita, að þar kennir
margra grasa og oft sýndar
myndir, sem ekkert erindi
eiga hingað. Kvikmyndahús-
unum ber að afla jafnan
hinna beztu kvikmynda enda
er kvikmyndalistin vinsæl-
asta listgrein, sem menn
þekkja.
Að undanförnu hefur Há-
skólabíó sýnt kvikmyndina
Becket, sem gerð er eftir stór-
brotnu, sögulegu og sálfræði-
legu leikriti Jeans Anouilhs.
Andi leikritsins kemst mjög
vel til skila í myndinni og
verður að telja hana með hin-
um beztu kvikmyndum, sem
hingað hafa komið, í listrænni
meðferð og leik.
Það er fagnaðarefni, að slík
mynd fer ekki framhjá y*ís-
lendingum. í þeim efnum hafa
kvikmyndahúsin skyldur að
rækja ekki síður en aðrir þeir
sem miðla list.