Morgunblaðið - 23.01.1966, Side 17
í Sunnudagur 23. janflar 1966
MORGUNBLAÐID
17
Jón Ásbjörnsson
Um fáa verður það með sanni
sagt, að þeir séu með öllu vamm
lausir. Auðvitað var Jón Ás-
björnsson ekki fullkominn frem-
ur en aðrir menn, en allir þeir,
er þekktu hann, eru sammála
um, að hann hafi verið vamm-
laus, ef slíkt má segja um nokk-
urn. Jón ’ ar lengi einn anna-
mesti málflutningsmaður hér á
landi, en það lýsir grandvarleika
hans vel, að þegar hann varð
hæstaréttardómari, óttuðust sum
ir, að hann væri of fjarlægur
ys lífsins til þess að verða góður
dómari. Sá ótti reyndist með öllu
ástæðulaus. Hann reyndist með
ágætum í Hæstarétti. Hvorki
málflutningur né dómarastörf
munu þó halda nafni hans lengst
á lofti. Það mun forysta hans um
stofnun og störf Hins íslenzka
fornritafélags gera. Erfitt er að
hugsa sér Fornritafélagið án
Jóns, svo mikil sem umhyggja
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugard 22. jan. _
hans var fyrir því. Þó að þar
hafi stundum þótt seint ganga,
þá verður áreiðanlega vandfund-
inn maður til þess að koma þar
í stað Jóns og vinna verk hans
af sömu alúð og óbilandi þolin-
mæði.
Affarasælt
í ágætri grein, sem Pétur Otte-
*en skrifaði vegna aldarafmælis
Jóhannesar Jóhannessonar, bæj-
arfógeta segir:
„Það hefur um langan aldur
legið í landi með þjóð vorri, að
þeir menn ýmsir, sem haft hafa
á hendi embættissýslan, hafi
jafnframt þeirri starfsgæzlu sýnt
mikinn áhuga á almennum þjóð-
málum og unnið að þeim af
miklum dugnaði og kostgæfni.
Eru dæmin deginum ljósari um
það, að liðsinni þessara manna
hefur reynzt þar affarasælt til
framgangs margháttaðra fram-
fara- og velferðarmála, sem lyft
hafa þjóð vorri á hærra stig
manndóms og menningar og rutt
brautina til velmegunar og far-
sældar í þjóðlífi voru.
Hefir það jafnan reynzt oss
meginstyrkur hve gott samstarf,
eining og samhugur hefur ríkt
milli leikmanna og lærðra í
landi voru um þessi störf. Er sú
þjóðhollusta sem þarna birtist
sannarlega þess verð, að henni
sé á lofti haldið.“
Þessi ummæli hins aldna þing
skörungs eru vissulega lærdóms-
rík. Pétur Ottesen hefur lengur
setið á Alþingi sem kjörinn full-
trúi þjóðarinnar en nokkur ann-
ar maður á íslandi fyrr og síð-
ar. Hann gjörþekkir því þing-
störf, auk þess sem hann er
kunnugri atvinnuháttum en flest-
ir aðrir, eins og bezt lýsir sér
í því, að hann hefur lengi sam-
tímis setið í stjórn Búnaðarfélags
íslands og Fiskifélags íslands.
Nú, þegar raddir heyrast um það,
jafnvel úr lögfræðingahópi, að
banna ætti sýslumönnum að sitja
á þingi, ættu menn að ihuga dóm
bóndans Péturs Ottesens, manns,
sem af meiri reynslu talar en
nokkur annar.
Alþingi hefði komið minna
góðu áleiðis, ef mönnum eins og
Benedikt Sveinssyni, Skúla
Thoroddsen, Hannesi Hafstein,
Jóni Magnússyni, Klemens Jóns-
syni, Jóhannesi Jóhannessyni,
Sigurði Eggerz, Magnúsi Guð-
mundssyni og Hermanni Jónas-
syni hefði verið bönnuð þing-
seta sökum embættisstöðu sinn-
ar.
Var Jón Eiríksson
illviljaður íslandi?
Fullyrt er, að Framsóknar-
menn á Vestfjörðum hafi afráðið
að hafa Halldór bónda Kristjáns-
son á Kirkjubóli í framboði næst
í stað Hermanns Jónassonar, sem
tilkynnt hefur, að hann gefi ekki
oftar kost á sér til þingsetu. Úr
því að Halldóri er valið svo veg-
legt hlutskipti að koma í stað
sjálfs fyrrverandi formanns
flokksins, hljóta orð hans að
vekja ennþá meiri athygli en
ella. Halldór hefur nú tekið að
sér að bera blak af Eysteini Jóns-
syni og telur það ráð vænzt til
að auka veg Eysteins að vefengja
góðvild annarra. Halldór vill
ekki viðurkenna, að einvalds-
konungurinn danski, sem lög-
festi einokunina, hafi á sínum
tíma viljað verða íslandi að
gagni, eins og Eysteinn Jónsson
hafi viljað í sinni stjórnartíð.
Halldór segir, að þjóðin viti vel,
að einokunin hafi ekki verið
gerð fyrir Íslendinga heldur til
að tryggja gróða kaupmanna, svo
að þeir vildu eitthvað greiða í
ríkissjóðinn fyrir aðstöðu sína.
Auðvitað vildu einvaldskonung-
arnir fá fé í ríkissjóð eins og
aðrir stjórnendur fyrr og síðar,
bæði Eysteinn Jónsson og núver-
andi ríkisstjórn. Slíkt felur ekki
í sér að einvaldskonungarnir
hafi viljað Islandi illa. Þvert á
móti er víst, að flestir þeirra eða
allir vildu íslandi vel.
Afnám einokunarinnar, sem þá
var í höndum konungs, bar að
með þeim hætti, að Jón Eiríks-
son, mesti ágætismaður og þjóð-
vinur, sem að meginstefnu var
einokuninni andvígur, óttaðist
mjög afleiðingar þess fyrir ís-
lendinga, að hún skyldi afnumin
á þeim tíma, sem gert var. Talið
hefur verið að áhyggjur af þeim
sökum hafi átt þátt í því, að Jón
stytti sér aldur. Stjórnmálabar-
átta er ekki nú og hefur aldrei
verið fyrst og fremst á milli góð-
viljaðra manna og illviljaðra.
Flestir vilja vel á sinn hátt. Ólík-
ar skoðanir koma af allt öðrum
ástæðum.
„Á að fórna þjóð-
arsjálfstæðinu?44
Þegar þvílíkum öndvegismanni
eins og Jóni Eiríkssyni getur
skotist jafn illilega, þá er sízt
að furða, þótt ýmislegt skrítið
komi frá þeim, sem minni bógar
eru.
Tökum t.d. ofangreinda spurn-
ingu, sem Hermóður Guðmunds-
son ber fram í Tímanum sl. mið-
vikudag. Við Hermóð mætti
segja: Eigi spyr þu af því að þú
vitir eigi. Engum kemur til hug-
ar að fórna þjóðarsjálfstæði fyr-
ir stóriðju. Spurningin sjálf lýs-
ir einungis þröngsýni þess, sem
svo spyr. Eðlilegt er, að menn
rökræði um stóriðju, en slík
spurning á ekkert skylt við rök-
ræður. Þó að Hermóður Guð-
mundsson sé augljóslega þröng-
sýnn maður, þá þarf hann ekki
þar fyrir að vera illviljaður.
Hann er nú í flokki, þar sem
annars vegar ríkir vantrú á dug
þjóðarinnar, og sú sannfæring,
að hún verði að gjalti, ef hún
hefur samskipti við aðra menn,
en hins vegar oftrú á stöðugleika
þeirra atvinnuvega, sem nú eru
undirstaða þjóðfélags okkar. í
sjálfu sér er það skoplegt, að í
öðru orðinu fjölyrða Framsókn-
armenn mjög um þá árgæzku
sem núverandi hagsæld í land-
inu spretti af. I hinu láta þeir
eins og slík árgæzka hljóti að
vara að eilífu. Þeir fimbulfamba
einnig um, að hér sé allt í kalda
koli, samtímis sem þeir hamra
á því, að við séum nú svo vel
staddir að við getum ráðist í
meiri stórvirki en nokkru sinni
fyrr. Þannig rekst hvert á ann-
að, þegar ekki er hirt um stað-
reyndir, heldur ráfað um í eigin
gerningaþoku, og andstæðingun-
um stöðugt ætlaðar illar hvatir.
Nýr spámaður
Löngum mundi Þjóðviljinn
hafa sagt um Jón Árnason banka
stjóra og skoðanir hans: „Aldrei
var því um Álftanes spáð, að
ættjörðin frelsaðist þar.“ En nú
er Jón orðinn spámaður Þjóð-
viljans. Opinberunin varð, þegar
Jón spurði í Tímanum sl. fimmtu
dag:
„Vantar íslendinga atvinnu?“
Nei, auðvitað vantar okkur
ekki atvinnu nú. En þeir, sem
nokkuð muna aftur í tímann,
vita, að á meðan veldi Framsókn
ar var mest, á árunum frá 1930
til 1940, þá vantaði okkur at-
vinnu. Það var ekki vegna þess,
að Jón Árnason, sem þá var einn
valdamesti maður í efnahags-
málum þjóðarinnar, vildi, að hér
væri atvinnuleysi. Hann og aðrir
réðu ekki við vandann, vegna
þess hversu lítið var um gjald-
eyri í eigu landsmanna á þeim
árum, létu þeir Eysteinn Jónsson
og Hermann Jónasson elta Ingv-
ar Guðjónsson með málaferlum
fyrir að hafa varið sínum eigin
gjaldeyri til kaupa á fiskiskipi
fáum mánuðum fyrr en stjórn-
arvöldunum þóknaðist að veita
honum leyfi til þess. Gjaldeyris-
skorturinn var ekki sízt vegna
þess að okkur skorti fiskiskip.
Ráðið til þess að afla gjaldeyris
var að kaupa fiskiskip, en ekki
að hindra kaup á þeim eins og
gert var. Þetta skilja allir nú.
Þess vegna er það eins og að
koma við kviku á Framsóknar-
mönnum, að þeir skuli minntir
á þessa stjórnvizku, þó að
skýrt sé fram tekið, að ekki
er verið að saka þá um illvilja
heldur þröngsýni og skilnings-
leysi. Samskonar þröngsýni og
skilningsleysi og þeir gera sig
seka um enn í dag. Skynibornir
menn skilja, að góðæri á að nota
til að forðast atvinnuleysi og
eymd síðar. Þess vegna á nú að
hefja undirbúning stóriðju. Það
er of seint, eftir að óáran er
skollin á.
„Skotheld ríkis-
stjorn
Fyrir skemmstu var einhver að
skamma ríkisstjórnina fyrir, að
hún væri „skotheld". Vonbrigð-
in, sem lýsa sér í þessari nafn-
gift, lýsa sér sjálf. Tilræðin, sem
búið er að veita núverandi rík-
isstjórn eru fleiri en í fljótu
bragði verði komið tölu á. Öll
þau skot hefur hún staðið af sér.
M.a. það, þegar Eysteinn Jóns-
son lét af sjúkrabeði þau boð út
ganga, að menn um land allt
ættu að mótmæla landhelgis-
samningnum, sem gerður var
snemma árs 1961. Sú samnings-
gerð var þá sögð vera ámóta
landráð og ráðagerðirnar um
stórvirkjun nú. Jafnvel sjómenn
og útgerðarmenn, sem áttu allra
mest undir því að takast mætti
að leysa landhelgisdeiluna frið-
samlega, létu sumir ginna sig til
þess að mótmæla þeirri samn-
ingsgerð. Nú játa allir nema harð
svíruðustu þrákálfar í liði Fram-
sóknar og kommúnista, að land-
helgissamningurinn hafi orðið
íslendingum til ótvíræðra heilla.
En alltaf eru einhverjir sem láta
blekkja sig. Nú er róið í nokkra
stóratvinnurekendur og reynt að
telja þeim trú um, að það brjóti
á móti þeirra hagsmunum að
koma hér upp stóriðju, af því að
hún muni keppa við þá um
vinnuafl. Áróðursmennirnir telja
víst, að alltaf séu einhverjir, sem
allt miða við þrönga eigin hags-
muni. Hjá enn öðrum ræður ótti
og kvíði við hið óþekkta. Ef við
Islendingar hefðum látið þessi
öfl ráða, þá værum við sannar-
lega skammt á veg komnir á
framfarabrautinni.
Umboðsmaður
Svisslendinga?
Þó að sjálfsagt sé að viður-
kenna, að flest það, sem sagt er
á móti stóriðjuráðagerðum, sé
sett fram í góðri trú, þó að af
takmarkaðri víðsýni sé mælt,
verður að játa, að annað virðist
vera vísvitandi ósannindi. Svo er
t.d. um þá fullyrðingu, sem Þjóð-
viljinn hefur þrástagazt á, að
Hjörtur Torfason, lögfræðingur,
sem hefur unnið að málinu í þjón
ustu ríkisstjórnarinnar, sé starfs-
maður umboðsmanns hins sviss-
neska fyrirtækis, sem við er sam-
ið, hér á landi. Umboðsmaður
þess er þá sagður vera Eyjólfur
Konráð Jónsson, lögfræðingur og
ritstjóri Morgunblaðsins. Hjörtur
Torfason er meðeigandi Eyjólfs
að lögfræðiskrifstofu. En Eyjólf-
ur hefur aldrei gegnt neinu
úmboðsstarfi fyrir hið svissneska
fyrirtæki. Auðvitað hefur hið
svissneska fyrirtæki leitað ráða
hjá íslenzkum lögfræðingi, enda
væri annað með öllu óhugsandi,
því fyrirtækið þarf að átta sig
á undir hvaða lög það gengur,
ef það fær leyfi til starfrækslu
hérlendis. Lögfræðingurinn, sem
er ráðgjafi þess, er ekki Eyjólfur
K. Jónsson, sem ekkert sam-
band hefur haft við það, heldur
Einar B. Guðmundsson, hæsta-
réttarlögmaður. Ef Þjóðviljanum
er þetta ekki kunnugt, væri hon-
um a.m.k. ekkert auðveldara en
að afla sér upplýsinga um það.
En um það hirðir hann ekki, því
að tilgangur hans er ekki sá að
ræða málið af rökum, heldur
hafa uppi róg, er geri tortryggi-
lega þá, sem með málið fara af
Islendinga hálfu. Þvílíkur vopna
burður getur dugað skamma
hríð, en snýst yfirleitt áður en
lýkur gegn þeim, sem að honum
verða berir. Ef næg málefnaleg
rök væru fyrir hendi, þyrfti
ekki á slíkum falsrökum að
halda. Það er sönnun um mál-
efnalega uppgjöf, að vilja frem-
ur hafa það, sem rangt er en
rétt.
Furðulegur em-
bættismaður
Af mörgum starfsmönnum ís-
lenzka ríkisins er sennilega for-
stjóri Skipaútgerðar ríkisins,
furðulegastur. Hann hefur rekið
fyrirtæki sitt með þeim endem-
um, að lengi verður til vitnað.
Eitt af áhugaefnum hans árum
saman, var að selja tankskipið
Þyril. Þegar loksins var orðið við
hinum margítrekuðu tillögum
hans um það, þá brást hann svo
við, að hann efndi til rógsher-
ferðar gegn fyrrverandi yfirboð-
ara sínum, Emil Jónssyni. Fjár-
veitinganefnd var skrifað rógs-
bréf. Þingmaður Framsóknar
var sendur út af örkinni til að
ráðast á Emil og Tíminn birti
rógskrif, sem ekki leyndi sér
hvaðan voru upp runnin. Emil
svaraði með rækilegri frásögn
af því sem gerzt hafði. Þá voru
viðbrögðin þau, að forstjórinn
skrifaði botnlausa langloku, fulla
af einskisverðu skvaldri. Her-
ferðin gegn Emil sýnir við hví-
líka hollustu ráðherra hefurþurft
að búa af hálfu þessa undirmanns
síns. Þarna kemur ljóslega fram
valdahrokinn, sem ennþá býr
með þeim, sem ómögulegt eiga
með að skilja, að einræðisdagar
Framsóknar eru úr sögunni. —
Lubbalegust er þó viðleitnin til
að gera Einar Guðfinnsson og þá
Bolungarvíkurfeðga tortryggi-
lega í sambandi við þetta mál.
Tilraun þeirra með síldarflutn-
inga sumarið 1964 er eitt af stór-
virkjum í íslenzkri atvinnusögu.
Sú tilraun er líkleg til þess að
marka þáttaskil og eiga drjúgan
þátt í að létta af þeim vand-
ræðum, sem síldarleysið hefur
valdið _ ýmsum byggðarlögum,
ekki sízt á Norðurlandi.
Síldarverksmiðjur
Mikill hugur er nú í mönnum
um að fjölga síldarverksmiðjum
á Austfjörðum. Um slíkt er ekki
nema gott eitt að segja. En eðli-
legt er, að þessar framkvæmdir
séu felldar í heildarkerfi, a.m.k.
að svo miklu leyti sem aðilar
þurfa á aðstoð ríkis og ríkisbanka
að halda, enda þurfa allir að
gæta þess, að þeir lendi ekki í
ani með framkvæmdir sínar
vegna ónógs undirbúnings.
Verkið vinnst því aðeins
sæmilega, að menn ætli sér næg-
an tíma og verði ekki uppi-
skroppa með fjármagn í miðjum
klíðum. Á meðan ónotaður er
verksmiðjukostur víðsvegar um
landið sýnist og eðlilegt að greitt
sé fyrir síldarflutningum. Þess
varð raunar vart í fyrra, að Aust
firðingar sumir a.m.k., voru síld-
arflutningum andvígir og töldu
þeim beint gegn sér. Slíkt er auð
vitað hinn mesti misskilningur,
enda ætti reynslan að vera búin
að sannfæra menn um að engin
trygging er fyrir áframhaldandi
vist sildarinnar úti fyrir Aust-
fjörðum. Hún getur áður en
varir lagt leið sína að Norður-
og Vesturlandi, eins og hún gerði
áratugum saman. Þá mundu síld-
arflutningar ekki síður Austfirð-
ingum til hags, en öðrum nú.
Næg er hættan af því, sem ætíð
vofir yfir, að síldin leggi leið
sína frá landinu eða að síldar-
stofninn þoli ekki þá miklu veiði,
sem nú er stunduð bæði hér við
land og annars staðar, þar sem
til hennar næst.