Morgunblaðið - 23.01.1966, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.01.1966, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐID Sunnudagur 23. ianúar 1966 ÞORSTEINN EINARSSOM ERÁ HOFOARREKKU F. 12 nóv. 1890. D. 17. des. 1965 KVEÐJA Örfá kveðjuorð á skilnaðar- stund. Fátækleg þakkarorð. Minningar hópast að, bjartar hlýjar, eitthvað, sem endist leng- ur en nokkuð annað, sem faðir eða fósturfaðir getur gefið barni í arf. — Vissulega minnist ég bóndans, sem ræktaði jörðina sína af dugn- aði og meiri framsýni en þá var títt. Og ég minnist bóndans, sem þreyttur að loknu dagsverki tók fram léreft, liti og pensla, og undi við að mála lengi kvölds. Minnist hans kasta fram hnyttn- um vísum, að því er virtist fyr- irhafnarlaust í sömu andrá og ti-lefnið gerðist. Einnig dýpri kvæða, unnum á löngum tíma, og báru vott um hljóðláta leit- andi íhugun, og þá fullkomnustu sátt við guð og menn, sem ég hef kynnzt. í>essi fullkomna sátt, og sá frið- ur, sem henni fylgdi hvað sem henti, virðist mér fyrst og fremst hafa mótað persónuleika og alla framkomu fósturföður míns. Sérkennilegri kýmnigáfu hans tná heldur ekki gleyma: „Örvarnar, sem hann sendi særðu ekki en hæfðu þó.“— En hugstæðust verður mér þó framkoma hans við okkur, börn- in á heimilinu. Það er kvöld, síðast í ágústmán- uði. Það hefur verið góður hey- þurrkur í dag, og nú erum við að keyra síðasta heyvagninn heim að hlöðudyrum. Það er orð- ið dimmt, himinninn stjörnu- bjartur. Börn glata ekki forvitni sinni þó komið sé kvöld og þau orðin þreytt. Einn sona Þorsteins spyr: Pabbi, úr hverju eru stjörn- unrar og tunglið, af hverju er það á himnum, og aldrei fyrr en komið er kvöld? Þá brosir fóst- tirfaðir minn, spennir hestinn frá heyvagninum, og segir okk- ur að setjast hjá sér á jörðina litla stund, hann ætlar að skýra þetta fyrir okkur. Svo leggst hann endilangur í grasið, þreytt- ur maður eftir strangan vinnu- dag, talar við okkur lágri; hægri rödd sinni, útskýrir og fræðir um þessar fallegu, merkilegu stjörnur. Frásagnarmáti hans er á þann veg að kvöldið er á svip- stund orðið að æfintýri, við lif- um og hrærumst meðal stjarna og norðurljósa. Við höfum næg- an tíma því allt hversdagsamst- ur þurrkast gerasamlega út á þessari stundu. Svo lýkur frá-" sögninni, það er jafn sjálfsagt að ljúka henni eins og byrja hana, og við förum með síðasta heyvagninn heim. Ég man kaldan, heiðan vetrar- dag. Fósturfaðir minn kemur inn, eftir að hafa sinnt kúm og kindum. — Lítið út um gluggann, börn, segir hann, — setijst þið niður og skrifið um það, sem þið sjáið, ég lít svo á það þegar ég kem inn í kvöld. — Og það er satt, fegurðin í þessu stórbrotna, kalda landslagi, öllu snævi þöktu upp á efstu tinda, og sjórinn grænn við sandströnd- ina, það er sannarlega þess virði að horfa á það, taka á móti því, og skrifa um það. Og við, sem erum bara smáang- ar tökum til óspilltra málanna og reynum að lýsa þessu með orðum. Þannig gaf þessi maður okkur æfintýrin, mitt í hversdagsleik- anum. Við erum auðvitað alltaf að stækka, og okkur vantar bækur, meiri bækur. Það er bókasafn í sveitinni, þangað fer fóstur- faðir minn einu sinni í viku og sækir bækur. Og þá er ekki valið af handahófi, aðeins það bezta er nógu gott. Við byrjum í barnaskóla, og Þor- steinn er kennari þarna í hverf- inu. Þar er réttur maður á réttum stað. Fræðari, sem á nægan tíma handa hverjum einstökum. Tíma til að leita að því sem kann að vera aðeins örlítið fræ í sál hvers barns, þá er að hlúa að því og gefa því vaxtarmöguleika. Milt en ákveðið leiðir hann hvert barn, þetta tímabil, sem honum er trú- að fyrir því. Mig grunar að fleiri en við, hans nánustu, hafi notið góðs af ó- venjulegri skapgerð og sálar- þroska Þorsteins Einarssonar, sótt til hans góð ráð og stuðn- ing, orðið ríkari af kynnum sín- um við hann. Hann var óvenju gáfaður og fjölhæfur maður, skapgerðin heil og sterk. Þorsteinn var hógvær að eðlis- fari, stóryrði og lof um sjálfan hann hefðu ekki verið honum að skapi. Því lýk ég þessari litlu kveðju með einu orði, sem ég veit að margir vildu taka undir með mér: ÞakklætL Unnur Eiríksdóttir. t MllllARORB flutt við útför Þorsteins Einarssonar að Þykkvabæ í Landbroti ÞEGAR ég stend hér við kistu Þorsteins Einarssonar, koma mér í hug margar minningar frá liðnum árum. Efst í huga mér er þó þakklætg og því færi ég hon- um nú við þessi leiðarskil, hug- heilar þakkir okkar allra í fjöl- skyldunni fyrir hjálpsemi og um- hyggju frá fyrstu kynnum. Þorsteinn Einarsson var um eitt skeið vel kunnugur í þessu héraði. Mátti segja, að hann þekkti alla og allir þekktu hann. Ungur réðst hann til afgreiðslu- starfa í verzlun Halldórs Jónas- sonar í Vík og síðar á végum iþeirrar verzlunar rak hann ýmis erindf um alia sýsluna mörg ár. Eftir að hann kvæntist eftir- lifandi eiginkonu sinni, Elínu Helgadóttur, sem er fædd og uppalin hér í Þykkvabæ, áttu þau heimili hér eitt skeið og hélt Þorsteinn unglingaskóla í þess- ari stofu einn vetur og öðrum þræði á Kirkjubæjarklaustri. Þegar vöruflutningar hófust sjóleiðina að Skaftárósi og Hval- síki, var Þorsteinn fyrsti for- maður við uppskipun á þeim stöðum. Þá var það ekki þýð- ingarlaust, þegar Katla gaus 1918, að hann átti heima hér eystra. Leiðsögumaður var hann á vöruskipum Eimskipafélags ís- lands meðan það annaðist flutn- inga hér við suðurströndina. Bóndi var Þorsteinn á Höfða- brekku nær tveim tugum ára. Af þessu stutta yfirliti er ljóst, að þetta hérað naut þess tíma- bils í æví Þorsteins Einarsonar, sem við venjulega nefnum beztu árin. Þorsteinn var maður, sem lét ekki mikið yfir sér, en var þó svo vel að manni, að hann gat auðveldlega gengið í þjónustu samfélagsins á mörgum sviðum án undirbúnings. Hæfileikar hans voru miklir og gátu beinzt til margra átta. Kom það einnig í ljós í andlegri og líkamlegri iðju. Vegna þess, hve fjölhæfur hann var og vel fær á mörgum sviðum, sótti fjöldi manna að honum greiða um ýmis og ólík efni. Þó að hann væri dulur og fáskiptinn um annarra hagi, var hann mikill greiðamaður, þegar til hans var leitað. Því sakna Þorsteins margir og minnast hans með þakklæti. Þorsteinn Einarsson var jafn- lyndur maður með afbrigðum, svo lítt eða ekki varð á- honum fundið, hvort með blés eða móti. Hann var lítið áhrifagjarn og mótaði skoðanir sínar af sjálfs- íhugun. Engan gerði hann sér mannamun, hvorki um greiða né andmæli og mjög var hann laus við þras og fjölmælgi. Hann var ekki fljóttekinn í viðkynningu, en þeim mun traustari og áreið- anlegri. Tilsvör hans gátu þó oft verið fyndin og snjöll og við- brögð ekki síður. Minnti það mig oft á frásagnir sr. Jóns Steingrímssonar af Þorsteini bróður sínum, sem hann getur í ævisögu sinni. Þorsteinn Einars- son var fjórði maður frá Þor- steini Steingrímssyni og ber hans nafn. Umtöluð hefur verið orð- heppni margra í Steingrímsætt, svo sem Steingríms rektors og skálds Thorsteinssonar, en Þor- steinn Steingrímsson var afi hans. Eins og áður var sagt, átti Þorsteinn Einarsson heimili hér eitt skeið, en auk þess var hann oft gestkomandi. Mér er óhætt að fullyrða, að hér undi hann vel að vera. Því skiljanlegri er mér koma hans nú og kærkomnari, þó að með þessum hætti sé. Hann hefur farið yfir bilið, sem skilur að heimana, að því hlaut að koma og að því hlýtur að koma hjá okkur öllum. Ég veit, að hann hefur hugsað til þeirrar farar með rósemi hins skynsama manns, slík var skapgerð hans. Mér er ljúft að rifja það upp nú, sem áður var, þegar Þor- steinn var hér gestur — oft á hraðri ferð — að jafnan gaf hann sér tíma til að ganga upp í grafreit — að leiðunum. Undir einu þeirra hvílir sonur þeirra hjóna. sem dó í sama mánuði og hann fæddist. Þetta litla barns leiði hefur verið í grafreitnum dálitið út af fyrir sig í rúmlega 47 ár. Það hefur verið litið með elsku og samúð allra — eins og einstæðingur, en þó er ekki langt síðan maður gat óskað þess, að það fengi skjól af öðru leiði. En nú má fagna því. örlögin höfðu ekki skorað mark án þrauta sið- ustu æviár Þorsteins Einarsson- ar. Ég bið guð að blessa þeim feðgum hvíldina saman og lífið í öðrum heimi. Þórarinn Helgason. - Hún fer Framhald af bls. 13. drengi, sem urðu að þola harð rétti á Viktoríu'tímabilinu. í skóla var Julie mjög bald- in. Hún var send af einum heimavistarskólanum á annan og úr einum þeirra var hún rekin fyrir að segja ófyrir- leitnar sögur. Á þessum ár- um gekk hún -undir uppnefn- inu „Veggjalúsin“, og enn þann dag í dag fær hún bréf sem byrja „Kæra Veggjalús.“ Er hún varð 16 ára, var gripið til gamals og góðs ráðs, stúlkan var send til Frakk- lands. Þar dvaldi hún í eitt ár hjá hámenntaðri yfirstétt- arfjölskyldu í Gascogne við rætur Pýreneafjallanna. En sú Julie sem sneri aftur til Englands, hafði kynnst ýms- um hættulegum og framandi kenningum um karlmenn og ásit, fegúrð og ást og um listir og ást. í stað þess að leggja stund á nám við tækniháskólann í Brighton, kaus hún að eyða einu ári á kaffihúsum. Næsta skrefið hlaut óhjá- kvæmilega að liggja út á leik listarbrautina. Til að byrja með fór hiún á leiklistarskóla í London. Síðan fékk hún nokkur smáhlutverk í sjón- varpi og kvikmyndum, og það var þá, sem hin:i ungi og æv- intýragjarni leikstjóri, John Schlesinger, tók eftir henni. Ári síðar er hann var að leita að stúlku í hlutverk 1 kvik- myndinni Billy t(he Liar kom honum Julie í hug. Hann hóf leit að henni, og fann hana loks, þar sem hún var í sumar leytfisferð á Spáni og filaug með hana til London, þar sem (hann myndaði hana til reynslu. En það var önnur leikkona sem 'fékk hlutverkið. Julie segir sjálf: „Ég var of grönn og of áköf.“ Þegar kvik myndatakan var hálfnuð veikt isf leikkonan, og framleiðand inn Jósep Janni hvatti Sohles- inger til að fá Julie í staðinn. Hann gerði það, og Julie sló í gegn. Blaðið „Sunday Ex- press“ í London sagði um Ihana: „Julie Ohristie gerir sig heimakomna á hvíta tjald inu á svo óþvingaðan og eðli- legan hátt, að það kærni okk- ur á óvart ef þarna er ekki stjörnuefni á ferðinni.“ En þetta var ekki auðvelt fyrir hina tiltölulega óreyndu leikkonu. Schlesinger segir um hana: „Það þurfti að sýna Julie hverja einustu smá- hreyfingu.“ En hún var í góð um höndum, þar sem hinn óvenju gáfaði leikstjóri John Sohlesingar var. Hann skildi hve hjálparþurfi hún var, og vissi hvernig átti að hjáilpa henni. Næsta árið var Julie eingöngu við leikhús. M.a. fór hún til Bandaríkjanna með kgl. brezka Shakespeare leik- félaginu, þar sem hún lék hlut verk Luciönnu í leikritinu „A Comedy of Errors“, Síðan kem ur svo myndin sem gerði hana fræga, þ.e.a.s. „Darling1*. Þar vann hún með sama starfa liðinu og í „Billy the Liar“. Þetta var mjög erfitt hlutverk þar sem hún er á tjaldinu næst um því þær 110 mínútur sem tekur að sýna myndina. En aft ur var það Schlesinger sem hjálpaði henni, og frá árangr inum hefur verið sagt. Meðan á tökunni á „Dar- ling“ stóð fékk Julie að vita, að hinn frægi leikstjóri David Lean (hann stjórnaði m.a. „Arabíu Lárusi“ og „Brúnni yfir Kwaifljótið“, og fékk Oscar verðlaunin fyrir báð- ar) hefði valið hana ti'l að fara með hlutverk Löru í kvikmyndinni Dr. Shivago. Þetta hlutverk á eflaust eftir að tryggja framabraut henn ar, en hún þarf þó ek'ki að hafa neinar áhyggjur af fram tíðinni, því að iilboðin streyma til hennar og launin sem eru í boði hækka stöðugt. Hún fékk t.d. aðeins 120.000 íslenzkar krónur fyrir Billy the Liar, 300.000 íslenzkar krónur fyrir Darling ,en rúm- lega fimm miUj. ísl. kr. fyrir Dr. Shivago. Af þessu má sjá, að allt bendir til þess að við eigum eftir að sjá Julie Ohristie í mörgum kvikmynd um. (Þýtt og endursagt.) Hún veldur umferðartruflun. Bezt ú auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.