Morgunblaðið - 23.01.1966, Side 31

Morgunblaðið - 23.01.1966, Side 31
Sunnudagur 23. JanÆar 1966 MORCU NBLAÐIÐ 31 Kápan á Víkingaferð til Surtseyjar. Bækur Armanns Kr. Einarssonar á norsku SKÖMMU fyrir jól komu lít 1 Noregi tvser íslenzkar barna- bækur, eftir hinn kunna barna- bókarhöfund Ármann Kr. Ein- arsson. Bækúrnar eru Víkinga- ferð til Surtseyjar þýdd af Siv- ert Meldal og Flogið yfir f!æð- armáli þýdd af Asbjörn Hilde- myr. Á nýnorsku hafa þessar bækur hlotið heitin „Landgang paa Vulkanöya" og „Mysteriet j Röyseaaa.“ Er sú seinni ein úr flokki hinna vinsælu Árnabóka og sú sjöunda í röðinni. Fonna bóka- útgáfan gefur þessar bækur út. Leiðrétting 1 MBSTNINGARLJÓÐI um Viggó Andersen, sem birtist í lauigar- dagsblaðinu varð slæm villa í 3 erindi. Síðari hluti þess erindis er réttur svona: Hér hófst þú starf að stunda \ stilltur með ljúfu geði. Varst maður msetra funda. Við minnumst þess af gleði. Norskir barnabókagagnrýn- endur hafa tekið þessum bókum mjög vel, m.a. segir gagnrýn- andi Fædrelandsvennen eftirfar andi: „ . . . Það stafar af því, að hann (Ármann Kr. Einarsson) er skáld, mikilhæfur listamaður, sem kann að skapa spennu, ó- vissu og eftirvæntingu, sem er slík, að piltarnir lesa bækurnar með öndina í hálsinum, allt frarn á síðustu blaðsíðu . . . “ Fleiri bækur Ármanns Kr. Einarsson hafa verið þýddar á norsku, má þar nefna „Den skjulte Skatten“ og „Flyvraket". Þess má geta að fyrir nokkr- um árum var efnt til verðlauna- samkeppni í norskum barnaskól um um bækur Ármanns Kr. Ein arssonar og voru verðlaunin flugferð með F.í. til islands og viku dvöl hér og síðan ferð til baka. Tvenn önnur verðlaun voru einnig veitt í þessari verð- launasamkeppni. Verðlækkun Seljum næstu daga margar gerðir af Kvenskóm Norskt fyrírtæki vill selja okkur einbýlishús Umboðsmaður Jbess aihugar markaðsmöguleikana SÍÐAN hugsanlegur innflutn- ingur eriendra húsa komst á dagskrá hér hafa ýmsir erlendir framleiðendur hugsað sér til hreyfings. Hingað er nú kominn umboðsmaður eins helzta framleiðandans í Noregi, Mats Wibe Lund jr., sem mörgum er að góðu kunnur á Íslandi. Hús þau, sem hann býður, eru af svonefndri Fjogstad-gerð — og skýrði Mats Wibe Lund frá því, er Mbl. ótti tal við hann, að framleiðendur hefðu yfir 50 ára reynslu að baki og hús þessi hefðu reynzt mjög vel í Noregi, bæði við sjávarsíðuna og upp til dala. Eftir að hafa ráðfært sig við ýmsa aðila hérlendis og fengið umsagnir þeirra, sem þekkingu hafa á byggingamálum okkar, telur hann, að- „Typa-27“ af kostnaði við bygginguna með því að losna við kjallarann. Upphaflega er „Typa-27“ 121 fermetri, en Mats telur að eftir breytinguna yrði húsið rúmir 130 fermetrar og mundi það kosta liðlega 900 ’l is. ísl. krón- ur uppkomið, miðað við núver- andi tolla. Meðfylgjandi uppdráttur sýn- ir innréttingu hússins: Stofa, Fjogstad-húsum mundi hæfa ís- lénzkum staðháttum einna bezt, þó með örlitlum breytingum. Reiknað er með að kjallari sé undir öðrum helmingi þessa húss — og þar sé m.a. þvotta- hús og kyndiklefi. Verksmiðjan er reiðubúin til þess að stækka húsið örlítið, koma öllu fyrir á einni hæð og draga þannig úr Hef opnað málflutningsskrifstofu að Laugavegi 22 (inng. frá Klapparstíg). Viðtalstími frá kl. 2 — 5 alla virka daga nema laugardaga. — Sími: 1 40 45. ÞORSTEINN JÚLÍUSSON, HDL., héraðsdómslögmaður. borðstofa, eldhús, þrjú svefn- herbergi, breiður og rúmgóður gangur, fataherbergi _ auk inn- byggðra skápa, baðherbergi og salerni. — Sérfræðingar frá verksmiðj unni munu koma hingað til þess að veita leiðbeiningar við uppsetningu fyrsta hússins, ef þess yrði óskað, sagði hann — og við höfum mikinn áhuga á . að koma fyrsta húsinu upp fyr- ir haustið. Ef grunnurinn yrði til í júlí yrði hægt að flytja mn í húsið fyrir haustið. Venjulega tekur um tvo mánuði að byggja slíkt hús. Þetta er ekki flekahús, eins og ýmis svonefnd verk- smiðjuhús. Efnið er allt sagað niður í verksmiðjunni og flutt laust á byggingarstað. Við það vinnst einkum tvennt: Það tek- ur ekki jafnmikið rúm í flutn- ingi og flekahús — ódýrari flutningur — og engin hætta er á að einstakir ijishlutar skemm- ist. en slíkt kemur fyrir, þegar um flekahús er að ræða. Allt efni í ytri klæðningu svo og uppistöður er fúavarið undir háum þrýstingi — og smýgur fúavarnarefnið því alvég í gegn um viðinn. Þetta er aðferð, sem stenzt ströngustu kröfur þar að lútandi í Noregi. — Verksmiðjan mun beita sér fyrir allgóðum lánskjörum á fyrsta húsinu, ef hérlend yfir- völd hafa ekkert við það að at- huga — og ef pöntuð eru 5 hás eða fleiri í einu veitir verksmiðj an ákveðinn afslátt. Þess sak- ar heldur ekki að geta, sagði Mats Wibe Lund, að verksmiðj- an er reiðubúin til þess að smíða beint eftir teikningu, sem héðan kæmi, ef keypt eru 25 hús eða fleiri — þ.e.a.s. eftir þeirri teikn einstök pör o. fl. á mjög lækkuðu verði. Austurstræti 10. WIKKI buxur Ný sending stretchbuxur, stærðir: 2—16. B.Ó.-búðia Skaftahlíð 28 — Sími 34925. Amazon statíon 122S Bifreiðin er til sýnis í dag að Grettisgötu 63. árgerð 1964 er til sölu. Bifreiðinni hefur aðallega verið ekið erlendis. « r Grennið yður meb HERME8ETAS HERMESETAS í stað sykurs. Ekkert ógeð- fellt „sakkarínbragð“. Fást í öllum apólekum. Einkaumboð á íslandi: Hermes sf. Öldugötu 4 — Sími 3 34 90. ingu. Þau hús yrðu að sjálfsögðu með öllum innréttingum, eins og önnur Fjogstad-hús. — Verksmiðjan hefur áhuga á að athuga í framtíðinni mögu- leikana á að framleiða húsin á Islandi í von um að á þann hátt yrði hægt að gera þau enn ó- dýrari, en þær athuganir eru enn á algeru frumstigL — „Typa-27“ er dálítið stærri en þau hús, sem algengust eru í Noregi. Þau eru yfirleitt undir hundrað fermetrum að gólffleti — og af þessum húsum er byggt geysimikið á hverju ári. Með þessari fjöldaframleiðslu hefur Norðmönnum tekizt að lækka byggingarkostnaðinn töluvert, e. t.v. ætti ég að segja verulega, því að hús á borð við þau, sem her um ræðir, eru varanleg, þægileg og hlý, þrátt fyrir að þau séu tiltölulega ódýr. — Að lokum sagði Mats Wibe Lund, að hann hefði orðið var við mikinn áhuga á málum þess- um hérlendis. Fréttir um að hann ynni að þessu hefði borizt víða út og fyrirspurnum rigndi yfir hann þótt enn hefði liann ekki auglýst neitt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.