Morgunblaðið - 25.01.1966, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐID
?>riðjuc!agur 25. janúar 1966
Jóhannes Sigfinnsson á
Grímsstöðum sjötugur í dag
JÓHANTSTBS Sigfinnsson á Gríms
stöðum við Mývatn er sjötugur
í dag. Þar sem ég hefi grun .um
að Jóhannes muni ekki vera
heima á afmælisdaginn og þar
með útilokað að ég geti tekið
í höndina á honum, þá langar
mig að biðja Morgunblaðið fyrir
nokkur orð til hans.
Jóhannes er fæddur á Gríms-
stöðum 25. janúar á Pálsmessu
1896. Foreldrar hans voru Sig-
finnur Sigurjónsson og Þórunn
Guðmundsdóttir. Að Jóhannesi
standa traustar ættir, fjalla- og
ferðagarpar hinir mestu og at-
gerfisfólk.
Sigfinnur faðir Jóhannesar var
mikill ferðamaður. Þá var Fjalla-
Bensi bróðir Sigfinns landskunn-
ur fyrir ýmsar svaðilfarir við
fjárleitir á fjöllum uppi. Föður-
bróðir Jóhannesar, Guðmundur
Hofdal, hefir víða farið, var með-
al annars á vígstöðvunum í
Frakklandi í heimsstríðinu fyrri
1914—18. Á þessu sést að Jó-
hannes á ekki langt að sækja
áhuga á ferðalögum. En hann
þurfti fleiru að sinna. Árið 1920
hóf hann búskap á einum fjórða
hluta jarðarinnar á Grímsstöð-
um, ásarnt eiginkonu sinni, Elínu
Kristjánsdóttur. Eignuðust þau
einn son, Steingrím að nafni.
Ennfremur ólu þau upp fóstur-
son, Hauk Aðalgeirsson bróður-
son Elínar. Hafa þeir nú báðir
hafið búskap á jarðarparti Jó-
hannesar, en hann sjálfur jafn-
framt hætt búskap. Síðustu árin
hefir Jóhannes verið hjá Hauki
og konu hans Bjamfríði Vald-
imarsdóitur.
Ég ætla ekki hér að skrifa
mikið um bóndann Jóhannes á
Grímsstöðum eða búskap hans.
Hann segir sjálfur að hann hafi
aldrei verið mikill, á nútíma
mælikvarða, enda oft á hans bú-
skaparárum erfiðir tímar. Ég
held líka að hugur hans hafi
oft verið bundinn öðrum við-
fangsefnum, sem hann var upp-
tekinn við.
Það er ekkert efamál að Jó-
hannesi hefir verið listhneigð í
blóð borin. Ég er líka þess full-
viss, að ef hann á unglingsárum
sínum hefði getað gengið lista-
brautina óskiptur, þá er enginn
vafi, að hann mundi hafa komiat
mjög framarlega. Jóhannes er
vel þekktur fyrir fugla- og skor-
dýrarannsóknir sínar, svo og
ýmiskonar listsköpun. Þó er hann
næstum því alveg sjálfmenntaður
á þessu sviði. Að vísu var hann
einn vetur við teikninám hjá
Ríkarði Jónssyni myndhöggvara.
Áður hafði hann eitthvað feng-
izt við að mála og teikna frá
barnsaldri. Jóhannes er búinn að
mála fjölmargar myndir frá því
* fyrsta, og enn er hann að mála.
Margir hafa sótzt eftir myndum
frá honum. Ekki hefir hann ætíð
fengið mikla peningagreiðslu fyr
ir allar sínar myndir, en gefið
vinum og kunningjum ótalmarg-
ar.
Þegar félagsheimilið „Skjól-
brekka“ var vígt á sínum tíma,
gaf Jóhannes þangað sex mál-
verk, sem síðan prýða veggi þess.
Ein myndin er mjög stór. Er hún
máluð og teiknuð af mikilli ná-
kvæmni. Var Jóhannes þá stadd-
ur skammt norðan við Gríms-
staði á svokallaðri Skjólbrekku.
Dregur félagsheimilið nafn af
því örnefni. Á þessari mynd sér
suður yfir allt Mývatn og sveit-
j ina og til fjallanna lengst í
suðri. Mynd þessi er og verður
að teljast mikið listaverk. Mér
er það hjartans mál, að í hvert
sinn er ég kem í félagsheimilið
okkar Og lít þessa fallegu mynd,
þykir mér meira og meira til
hennar koma. Vil ég því persónu-
lega færa þeim er skóp þetta
verk bezta þakklæti. Það eru
mörg hús, og víða, þar sem mál-
verk eftir Jóhannes á Gríms-
stöðum prýða veggi.
Fleira er Jóhannesi til lista
lagt. Um Margra ára skeið hafði
hann með höndum fuglamerking-
ar ásamt Ragnari bróðir sínum.
Fyrst byrjaði hann að merkja
fyrir danskan mann, Peter Skov-
gaard, og þá með dönskum fugla-
merkjum. Síðar er Náttúrugripa-
safnið tók upp fuglamerkingar
hér, var Jóhannes fenginn til að
annast það starf. Árið 1949 höfðu
þeir bræður, Jóhannes og Ragn-
ar, merkt frá byrjun fast að 20
þúsund fugla. Þessar fuglamerk-
ingar voru mjög fróðlegar frá
vísindalegu sjónarmiði. Þ æ r
kröfðust nákvæmni, og vOru að
sjálfsögðu alltímafrekar, enda
fylgdu þeim margskonar skýrslu-
gerðir. Þá hefir Jóhannes um
margra ára skeið lesið á vatns-
hæðarmæla hér, fyrir Raforku-
málaskrifstofuna, og í því sam-
bandi unnið að ýmsum upplýs-
ingum, skýrslum og annarri
skriffinnsku. Um nokkurra ára
skeið hefir Jóhannes verið frétta-
ritari Morgunblaðsins hér í sveit-
inni. Hefir honum farizt það vel
úr hendi, enda er hann prýðilega
ritfær og auk þess skrifar hann
ágætlega. Komið hefir fyrir þá
er Jóhannes hefir í blaðafréttum
— Listamannalaun
Framhald af bls. 28.
bóndi, ritari, Andrés Kristjáns-
son, ritstjóri, Bjartmar Guð-
mundsson, alþingismaður, Einar
Laxness, cand. mag., Helgi Sæ-
mundsson, ritstjóri, og Þórir Kr.
Þórðarson, prófessor.
í hæsta flokknum, sem veittur
er af nefndinni, eru nú fjórir ný-
ir listamenn, þeir Ríkarður Jóns-
son, Svavar Guðnason, Þorvald-
ur Skúlason og Þorsteinn Jóns-
son (Þórir Bergsson).
í tilefni þessa hefur Morgun-
blaðið haft samband við þrjá
þessara manna, en ekki náðist í
Svavar Guðnason, sem staddur
er í Kaupmannahöfn.
Ríkarður Jónsson, myndhöggv-
ari, sagði:
„Mér þykir ánægjulegt, að ég
skuli vera settur í efsta flokkinn.
Mörgum kunningjum mínum og
þeim, sem þekkja til þess sem ég
hef gert, hefur þótt ég fá lítið.
Þetta er heiður fyrir mig og
skemmtilegt“.
Þorsteinn Jónsson, rithöfund-
ur, sagði:
„Ég held ég rísi ekki undir
þessu, en það er gott að fá pen-
ingana. Mér þykir nátturlega
vænt um þennan heiður. Ég hef
ekki agiterað fyrir þessu og hef
aldrei gert. Ég hef verið í næst
efsta flokki. Þetta er prýðileg
frétt fyrir mig“.
Þorvaldur Skúlason, listmál-
ari, sagði:
„Ég er orðlaus. Ég bjóst ekki
við þessu. Meira get ég í raun-
inni ekki sagt. Auðvitað finnst
mér ánægjulegra að vera í efsta
flokknum, en þeim neðstu“.
Listamannalaunin skiptast
þannig:
Veitt af Alþingi:
75 þúsund krónur:
Gunnar Gunnarsson,
Halldór Laxness,
Jóhannes S. Kjarval,
Páll ísólfsson,
Tómas Guðmundsson.
Veitt af nefndinni:
50 þúsund krónur:
Ásmundur Sveinsson,
Finnur Jónsson,
Guðmundur Böðvarsson,
Guðmundur Danielsson,
Guðmundur G. Hagalín,
Gunnlaugur Scheving,
Jakob Thorarensen,
Jóhannes úr Kötlum,
Jón Leifs,
Júlíana Sveinsdóttir,
Kristmann Guðmundsson,
I Ríkarður Jónsson, ,
verið að lýsa vissum atburðum,
en myndir ekki tiltækar. Þá
greip hann til þess að teikna
slíkar ágætis skýringarmyndir að
öllum mátti ljóst vera, næstum
eins og um venjulegar ljósmynd-
ir hefði verið að ræða.
Jóhannes er í náttúruverndar-
nefnd hér í sýslu, enda hefur
hann glöggt auga fyrir öllu þar
að lútandi. í allmörg ár var Jó-
hannes í sóknarnefnd Reykja-
hlíðarkirkju.
Þá vil ég geta þess að Jóhann-
es teiknaði nýju kirkjuna í
Reykjahlíð og sá um að byggja
hana.
Hann hefir og verið við bygg-
ingar á mörgum húsum, og unnið
að málningu á þeim, svo og alls-
konar endurbótum og lagfæring-
um á húsum. Mjög hefir hann
verið eftirsóttur til þeirra starfa.
Ég gat þess hér að framan að
Jóhannes hefði mikinn áhuga á
á ferðalögum, eins og faðir hans
og frændur. Hann hefir líka
nokkuð einkum hin síðari ár
getað veitt sér þá ánægju sem
ferðalögum er samfara. í des-
ember árið 1922 fór Jóhannes á-
samt fleiri Mývetningum suður í
Öskju, til að kanna eldgos sem
Svavar Guðnason,
Þorvaldur Skúlason,
Þorsteinn Jónsson (Þórir
Bergsson),
Þórbergur Þórðarson.
30 þúsund krónur:
Arndís Björnsdóttir,
Brynjólfur Jóhannesson,
Elínborg Lárusdóttir,
Guðmundur Frímann,
Guðmundur Ingi Kristjánsson,
Hallgrímur Helgason,
Hannes Pétursson,
Haraldur Björnsson,
Indriði G. Þorsteinsson,
Jóhann Briem,
Jón Björnsson,
Jón Engilberts,
Jón Nordal,
Jón Þórarinsson,
Karl O. Runólfsson,
Kristján Davíðsson,
Ólafur Jóhann Sigurðsson,
Sigurður Einarsson,
Sigurður Sigurðsson,
Sigurður Þórðarson,
Sigurjón Ólafsson,
Snorri Hjartarson,
Stefán Jónsson,
Sveinn Þórarinsson,
Thor Vilhjálmsson,
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson,
Þorsteinn Valdimarsson,
Þórarinn Jónsson.
20 þúsund krónur:
Agnar Þórðarson,
Ágúst Kvaran,
Ármann Kr. Einarsson,
Árni Björnsson,
Baldvin Halldórsson,
Björn Blöndal,
Bragi Sigurjónsson,
Eggert Guðmundsson,
Einar Baldvinsson,
Eyborg Guðmundsdóttir,
Geir Kristjánsson,
Gísli Halldórsson,
Guðmundur L. Friðfinnsson,
Guðrún frá Lundi,
Gunnar M. Magnúss,
Hafsteinn Austmann,
Halldór Stefánsson,
Heiðrekur Guðmundsson,
Jakob Jóh. Smári,
Jakobína Sigurðardóttir,
Jóhann Ó. Haraldsson,
Jóhannes Geir
Jóhannes Jóhannesson,
Jón Dan,
Jón Helgason prófessor,
Jón Óskar,
Jón úr Vör.
Jónas Árnason,
Jökull Jakobsson,
Karen Agnete Þórarinsson,
Kristinn Pétursson listmálari,
Kristján frá Djúpalæk,
Magnús Á. Árnason,
Nína Tryggvadóttir,
þá var uppi. Ekki voru flugvél-
arnar þá.
Árið 1964 fór Jóhannes sína
fyrstu ferð út fyrir landsteinana
með skógræktarfólki til Noregs.
Mjög hafði hann gaman af
þessari ferð og lifir enn í saelum
endurminningum. Ég gæti vel
trúað að hann hafi lengi verið
búinn að þrá að sjá sig um utan
okkar kæra lands.
Nokkuð hefir Jóhannes unnið
að skógræktarmálum hér í sýslu.
Hann hefir setið fundi Skógrækt-
arfélags Islands síðari ár. Á þess-
um fundum hefir hann kynnzt
mörgum hinum ágætustu mönn-
um,sem hann segir að hafi verið
bæði fróðlegt og skemmtilegt að
hitta. Auk þess hafa fundir þess-
ir verið haldnir víðsvegar um
landið og því kærkomið tækifæri
fyrir fróðleiksfúsan mann að
kanna áður ókunna staði.
Slútnes ein fegursta og gróður-
sælasta eyjan í Mývatni er eign
Grimsstaða. Þær eru orðnar
margar ferðirnar hans Jóhannes-
ar á Grímsstöðum þangað. Má
því kannski segja að hann hafi
haft þar gullið tækifæri, öðrum
stöðum fremur, til að kynnast
ríki náttúrunnar. Þarna var hans
skóli í kyrrð og næði, ef svo má
að orði komast.
Hér voru og eru líka hin feg-
urstu og oft fjölbreytilegustu
blóm, fuglaparadísin fræga, og
óteljandi flugur og skordýrateg-
undir. í þessum svo raunarfágæta
skóla náttúrunnar hefir Jóhann-
esi á Grímsstöðum tekizt að
auðga anda sinn og þekkingu
á fjölmörgum sviðum. Af þessari
þekkingu hefir hann svo getað
miðlað ótalmörgum. Það er eigin-
lega alveg sama hvar borið er
niður í viðræðum við Jóhannes,
hann er allsstaðar jafnvel heima.
Ég minnist þess ætíð, er ég
sem unglingur kom í heimsókn
til Jóhannesar og Elínar á
Grímsstöðum, hvað mér fannst
þau samhent og skemmtileg
heim að sækja. Ekki bjuggu þau
þá í glæstum höllum, þar sem
vítt var til veggja og hátt til
lofts. Þarna sá ég líka fyrst mál-
verk eftir Jóhannes og dáði það
mjög.
Oft kom ég seinna til þeirra
hjóna, voru þau þá flutt i ný
húsakynni. Alltaf mætti manni
sama vinsemdin og gestrisnin á
því heimili, þar sem húsráðendur
gerðu sér allt far um að skemmta
og fræða gesti sína. Þessar
ánægjulegu stundir liðu svo
fljótt að maður vildi oft gleyma
hvað tímanum leið.
Elín er nú látin fyrir allmörg-
um árum og var öllum harm-
dauði.
Þegar Jóhannes var sextugur,
komu nokkrir vinir hans og ná-
grannar saman í hótel Reykja-
hlíð, og áttu með honum skemmti
lega stund.
Ég vil nú að lokum þakka Jó-
hannesi á Grímsstöðum fyrir
fjölmargar ógleymanlegar sam-
verustundir og margskonar fróð-
leik á undanfömum árum. Ég
óska honum gæfu og gengis á
þessum merku tímamótum í lífi
hans, og velfarnaðar á ókomnum
árum.
Lifðu heill.
Kristján Þórhallsson.
Ólöf Pálsdóttir,
Óskar Aðalsteinn,
Ragnar H. Ragnar,
Ragnheiður Jónsdóttir,
Sigurjón Jónsson,
Skúli Halldórsson,
Stefán Júlíusson,
Valtýr Pétursson,
Veturliði Gunnarsson,
Þorgeir Sveinbjörnsson,
Þorleifur Bjarnason,
Þóroddur Guðmundsson,
Þórunn Elfa Magnúsdóttir,
Örlygur Sigurðsson.
15 þúsund krónur:
Alfreð Flóki,
Ásgerður Búadóttir,
Einar Bragi,
Einar Kristjánsson
frá Hermundarfell:
Eiríkur Smith,
Eyþór Stefánsson,
Fjölnir Stefánsson,
Gísli Ólafsson,
Guðmunda Andrésdóttir,
Gunnfríður Jónsdóttir, ,
Hjálmar Þorsteinsson frá Hofi,
Hjörleifur Sigurðsson,
Hrólfur Sigurðsson,
Ingólfur Kristjánsson,
Jakob Jónasson,
Jóhann Hjálmarsson,
Jón S. Jónsson,
Jórunn Viðar,
Karl Kvaran,
Kári Eiríksson,
Kristbjörg Kjeld,
Margrét Jónsdóttir,
Oddur Björnsson,
Rósberg G. Snædal,
Steingrímur Baldvinsson,
Steinþór Sigurðsson,
Sveinn Björnsson,
Sverrir Haraldsson listmálari,
Vigdís Kristjánsdóttir.
Fræðslufundur
Húsmæðrafélags-
ins
HÚ SMÆÐR AFÉLAG Reykja-
víkur efnir til fræðslufundar í
Tjarnarbúð niðri, miðvikudag-
inn 26. þ.m. kl. 8% e.ih. Margt
verður til umræðu og sýnis, svo
sem ný eldhúsáhöld, frysting mat
væla og verður bæklingur um
það efni seldur á fundinum. Þá
verða sýnd dúkuð borð, og sýnt
hvernig á að gera m/áltíðirnar
aðlaðandi, fyrir fjölskylduna
(hvort heldur er virkur dagur eða
helgur. Sigríður Haraldsdóttir
'hjúsmæðrakennari sér uim fræðsl-
una.
Þá verður til sölu hinn marg-
eftirspurði Grill-bæklingur, sem
skólastjóri Matsveinaskólans,
Tryggvi Þorfinnsson hefur út-
búið, og eru þar nákvæmar skýr-
ingar svo handhægt er fyrir
eldri sem yngri húsmæður að
notíæra sér grillofnir.n. Þar er
einnig að finna leiðbeiningar um
rétt kaup í grillmat, og einnig
eru þar uppskriftir af ýmiskonar
sósum, sem tilheyra grillsteiiktum
mat.
Allar konur eru velkomnar
meðan húsrúm leyfir.
— Ben Barke
Framhald af bls. 1
sendiherra sinn frá Marokko
og andar nú köldu milli land-
anna vegna máls þessa.
f viðtalinu í L’Express sagði
Figon m.a.: Tilnefndur (þing-
maður) bauð mér fé og vega-
bréf til þess að komast úr landi
en trúað gæti ég að hann hefði
helzt af öllu kosið að mér yrði
komið fyrir kattarnef". Hallast
margir að því að Figon hafi ver-
ið myrtur, en almennt er þó tal-
ið að hann hafi framið sjálfs-
morð í íbúð sinni er lögreglu-
menn kvöddu þar dyra þess er-
indis að krefja hann sagna um
afskipti hans af ráni Ben Barka
29. október s.l. og vitneskju um
hver urðu afdrif hans eftir þann
dag.
— íslenzka
Framhald af bls. 6.
ir, sem hafa verið nokkuð tíðar,
hafa átalið kirkjuna fyrir þröng-
sýni og drátt á að viðurkenna
spíritismann og notfæra sér op-
inberanir hans um lífið eftir
dauðann og sannanir hans fyrir
því, sem hann telur sig hafa
fengið gegnum miðla. Þessar ár-
ásir eru oft þrungnar biturri
gagnrýni á kenningar kirkjunn-
ar, sem taldar eru úreltar og í
andstöðu við niúitáma þekkingu.
Ég nefni þessa drætti af and-
liti spíritismans í landi okkar óg
kirkju, af því hann hefur vaikið
athygli erlendis. Undanfarin tvö
ár hafa opinberar umræður um
spíritismann verið óvenju fjör-
ugar. íslenzkur sálfræðingur
sagði nýlega í grein að þessar
síðustu umræður boðuðu senni-
lega dauðastríð spíritismans á
íslandi. Það er erfitt að dæma
hrvort hann hefur rétt fyrir sér.
En hvað sem öðru líður verður
spurnimgunni vart svarað með
já-i eða nei-i í næsitu framtíð“.
i