Morgunblaðið - 25.01.1966, Blaðsíða 19
ÞriSJuSagOr 25. janúar 1966
MORGUNBLADID
19
Til Gylfa
Geirssonar
Akureyri
Helfregn nísti minn huga
horfinn er góður drengur.
Ýtti það undir skarir
örlaga þrungur strengur.
Vinarins björtu brosin
berast mér ekki lengur.
Eitt sinn fannst ekki fyrir
forlaga sviptivindi.
Ævin leið eins og draumur.
Oft var svo glatt í lyndi:
f>á var ei þetta grunað
að þryti vegur í skyndi.
Nú þegar leið er lokið
líða að hinnstu náðir.
Þakka ég ylgeisla alla
er þú á veg minn stráðir.
Þakka allt það er áður
áttum við saman báðir.
Svo kveð ég þig kæri vinur
kalt er um sætið auða.
En minningamyndir skírar
milda í veðrum nauða.
Eitthvað sem alltaf varir
út yfir gröf og dauða.
J.S.
Sveinn Árnason.
Rússar mótmæla
Moskva 21. jan. — NTB.
SOVÉTRÍKIN hafa mótmælt því
við U Thant, aðalritara Samein-
uðu þjóðanna, að svo mikill hluti
starfsmanna samtakanna komi
frá Vestrulöndum og segja að
Vesturlönd geti með aðstoð
þeirra haft áhrif á efnahag þró-
unarlandanna með aðstoðaráæt-
anir S.þ. að bakhjarli, að því er
fráttastofan Tass sagði í dag.
HALLDÓR
Skólavörðustíg 2.
Trúloíunarhringar
fjVilja bætta
sambúð
■
| — og staðfestingu
landamœra
ln
; Berlín, 22. janúar — NTB.
£ A-þýak yfirvöld tilkynntu
• í dag, að þar í landi hefðu
; ráðamenn gert ýmsar sam-
jj þykktir, sem miða að því að
; bæta sambúð Evrópuríkjanna
£ og draga úr tortryggni þeirri,
j; sem ríkir milli þeirra bjóða,
; sem búa austan og vestan
• járntjalds.
; Talsmaður a-þýzku stjórn-
• arinnar, Otto Winzer, skýrði
; frá því á fundi, sem hann
• hélt með fréttamönnum í
; A>Berlín í dag, að tillögurnar
; sem hér um ræðir, hefðu ver-
j; ið sendar ríkisstjórnum allra
J; Evrópulanda.
• Tillögurnar miða því að
; dregið verði úr vopnabúnaði,
: og viðkomandi lönd gefi yfir-
; lýsingar um, að þau muni
’ ekki koma sér upp kjarnorku
j; her.
; Ennfremur er lagt til, a<
I* núgildandi landaimæri í Evr-
£ ópu verði virt, og gerð verði
í: tilraun til að bæta sambúð-
i; ina milli A- og V-Þýzka-
;j lands.
m
FYRRI hluta ársins 1966 hófu
átta verkalýðsfélög í Reykja-
vík samstarf um það, að eign
ast heimili fyrir hina marg-
þættu starfsemi þairra. Hinn
1. júní síðastliðinn náðist svo
samkomulag um það, eftir
nokkrar eftirgrennslanir, að
festa kaup á efstu hæð húss-
ins nr. 7 við Óðinsgötu hér
í borg.
í hinu nýja og smekklega
félagsheimi'li eru 9 skrifstofu-
herbergi, eitt fyrir hvert fé-
lag, auk einnar sameiginlegr-
ar skrifstofu og eldhúss, snyrti
Ilinir átta forystumenn félaganna.
8 verkalýisfélög sam-
einast um félagsheimili
Nefna sig Sameignarfélagið Bjarg
herbergin og samkomusalur,
sem nægir aðildarfélögunum
til allra fundarhalda. Þessi fé-
lög, sem þannig hafa af dugn
aði og framsýni komið sér
upp eigin húsnæði eru: Bók-
bindarafélag fslands, Félag
Garðyrkjumanna, Félag Fram
reiðslumanna, Félag mat-
reiðslumanna, Félag starfs-
fólks í veitingahúsum, Félag
íslenzkra hljómlistarmanna,
Offsetprentarafélag íslands
og Prentmyndasmiðafélag ís-
lands.
Það eru Sjúkra- og styrkt-
arsjóðir félaganna sem eru
eigendur þessa félagsheimilis
og stofnuðu félögin með sér
sameignarfélag um rekstur-
inn. Nefnist það Sameignar-
félagið Bjarg. Stjórn félags-
ins skipa þessir menn: Jón
Maríusson formaður, Grétar
Sigurðsson gjaldkeri, og Geir
Þórðarson ritari.
Fyrrgreind hæð er samtals
205 fermetrar á einni hæð,
og var eignin keypt fullbyggð
að öðru en því að skilrúm
vantaði. Bárður Daníelsson
verkfræðingur gerði tillögu-
uppdrætti að innréttingu, en
Jón Pétursson húsgagnasmíða
meistari teiknaði og smíðaði
innréttingar.
Kostnaðarverð hins nýja
félagsheimilis er um tvær
og hálf milljón króna, At-
vinnuleysistryggingasjóður
lánaði verutega upphæð til
kaupanna og Iðnaðarbanki
íslands veitti félögunum ó-
metanlega fyrirgreiðslu með
lánum.
Með tilkomu þessa félags-
heimilis hafa átta verkalýðs-
félög, sem áður áttu ekkert
heimili fyrir starfsemi sína,
eignasj; aðsetur fyrir svo til
alla starfsemi sina og eru
hvergi á íslandi jafnmörg
verkalýðsfélög undir sama
þaki í eigin húsnæði. Miklar
vonir eru bundnar við þessi
ágætu heimkynni, að því er
varðar alla starfsemi félag-
anna.
Vígsla félagsheimilisins fór
fram miðvikudaginn 19. janú-
ar, að viðstöddum félagsmála
ráðherra, Eggert G. Þorsteins
syni, forystumönnum hinna
átta verkalýðsfélaga og fjölda
gesta, sem félögin eiga sam-
skipti við, svo og fulltrúum
þeirra samtaka og stofnana,
sem lögðu félögunum liðsinni
og fyrirgreiðslu við kaup og
framkvæmdir í sambandi við
félagsheimilið.
Við vígsluna afhenti for-
maður Félags garðyrkju-
manna, Hafliði Jónsson 5000
kr., sem leggja skal í sjóð og
verðlauna úr honum náms-
afrek í garðyrkju.
Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar og Geir Þórðarson með fundarhamar, sem Félag
prentmyndagerðarmeistara gaf féiagssamtökunum á 10 ára afmæli sínu. (Ljósm. Sv. Þorm.).