Morgunblaðið - 25.01.1966, Side 28

Morgunblaðið - 25.01.1966, Side 28
Langstærsta og íjölbreyttasta blað landsins Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Póstur týnist í stór hríð fyrir norðan leit hefin að tioaitim RAUFARHÖFN, 24. janúar JÆikil leit er gerð hér að lands- póstinum, Auðunni Eiríkssyni er týndist er hann var á leiðinni miili Þórshafnar ag Raufarhafnar og gekk frájeppa sínum bensín- lausum á veginum. Var vont veð- ur, norðan hríð og mikið rok með frosti og hefur ekkert spurzt til mannsins. Auðunn fró frá baenum Krossa vík um miðjan dag í gær og fylgdi honum annar maður upp afleggjarann, á aðalveginn. f>eg- ar hann var snúinn við, brast á stórhríð. Hann kom heim til sín um kl. 5, en þegar Auðunn kom ekki fram á Raufarhöfn á jepp- anum. var farið að leita að hon- um. Fóru menn frá Raufarhöfn á tveimur góðum jeppum. Fundu Framh. á bls. 27 Dularfuilt uppljómað skip við Grímsey f FYRRIMÓTT heyrðu Gríms- eyingar mikið skipsflaut og sást skip, uppljómað með ljósum rétt uppi í iandi suðvestan á eynni, en það hvarf út í sortann. Héldu inenn að þar væri skip í sjávar- Iháska og var mikill viðbúnaður í eynni, vakað á verði fram eftir nóttu og samband haft við skip ©g stöðvar, en ekkert virtist hafa orðið að neinu skipi, sem til spurðist. Mbl. leitaði frétta af þessu í Grímsey í gær. Eftir kl. 11.30 á sunnudagskvöld heyrðist skip flauta og fóru menn að veita því atihygli. Hvassviðri var, 9 vind- stig, frost og hríð. Suðvestan á eynni er bær, um 100 faðma frá sjó. Þaðan sást ljós á skipi mjög nálægt. Hljóp bóndi niður í fjöru og sá þá uppljómað skip, sem honum sýndist strandað. Fór ihann heim og gerði aðvart. Þeg- ar hann kom aftur sá hann að- eins smátýru, þar sem skipið var og gegnum sortann greindi ihann eitthvað á hreyfingu. Ann- að sá hann ekki. Flautið hafði heyrz.t á a.m.k. 6 bæjum og ijósin sáust af a.m.k. 4 bæjum. Fóru menn út og Framhald á bls. 27. Svavar Guðnason. Þorsteinn Jónsson. Þorvaldur Skúlason. 3,4 milljónum króna úthlutaö til 126 íslenzkra listamanna Fjórir nýir menn í efsio flokki Í’THUU TV N A R NF.FND lista- mannalauna fyrir árið 1966 hefur lokið störfum. Úthlutað var 3.410. 000 krónum til 126 listamanna og 15 tilboð í túrbínur Búrfellsvirkjunar í GÆR voru opnuð tilboð i túrbínur Búrfellsvirkjunar, en þær verða þrjár í fyrsta áfanga, ef farið verður út í aluminiumverksmiðju, annars tvær, og sex talsins, þegar fullvirkjað er. 15 tilboð bárust, skv. upp- lýsingum frá framkvæmda- stjóra landsvirkjunar, Eiríki Briem. Eru það allt erlend tilboð frá ýmsum löndum, Svíþjóð, Þýzkalandi, Sviss, Frakklandi, Ítalíu, Japan, Kanada og Júgóslavíu. Eiríkur sagði að meðal þess ara tilboða virtust vera nokk ur sem mættu teljast lág frá góðum firmum. Annars væri ekki búið að vinna úr þessu ennþá. -<$>. er fjárhæðin rúmlega 300 þús- und krónum hærri en í fyrra. Margir nýir listamenn eru á út- hlutunarlistanum nú, en aðrir falla burtu af honum eins og jafnan áður. Efri flokkar eru óbreyttir að krónutölu, en þeir neðri hækka úr 18 í 20 þúsund og 12 í 15 þús- und. Heiðurslaunin, sem veitt eru af Alþingi, eru enn sem fyrr 75 þúsund krónur. Útblutunarnefndina skipa Sig- urður Bjarnason, ritstjóri, for- maður, Halldór Kristjánsson, Framhald á bls. 8 Þing kemur saman 7. febr. FORSETI fslands hefur sam- kvæmt tillögu forsætisráðherra kvatt Alþingi til framhaldsfund- ar mánudaginn 7. febrúar 1966 kl. 14.00. (Frétt frá forsætisráðuneytinu) O.E.C.D. mælir mei aðgerðum til að stöðva verðþenslu á Islandi Bendir ó oukið oðhuld við ijdrlagaafgreiðslu, meiri stjórn ú útlúnnm og tollolæhkanir í ÁRSSKÝRSLU O.E.C.D., Efna- hags- og framfarastofnunarinnar í Paris, sem fjallar um ísland og hirt er í dag, segir að verðbólgan sé enn mesta hættan, sem steðji að islenzku efnahagslífi. — i skýrslunni er eindregið mælt með markvissum ráðstöfunum stjórn- arinnar gegn hækkandi verðlagi, einkum þó ráðstöfunum til að draga úr þenslu í atvinnulifinu, auknu aðhaldi við fjárlagaaf- greiðslu og meiri stjórn á útlán- um. Að auki mælir O.E.C.D. með þvi í skýrslu sinni, að lækkaðir verði tollar til að auka sam- keppni, ef hinar þríþættu aðgerð- ir, sem áður eru nefndar, bæru ekki tilætlaðan árangur. Meðal þess, sem hagstætt væri, sagði í skýrslunni, að þjóð- artekjurnar hefði aukizt árið 1965, framleiðslan hélt áfram að aukast, og náð varð mun hag- stæðari viðskiptum við útlönd sökum hækkaðs útflutningsverðs. Greiðslujöfnuðurinn við útlönd var áfram hagstæður. Halli sá, sem fyrir var, minnkaði, og gjald eyrissjóðir erlendis héldu áfram að aukast. En þessari hagstæðu þróun fylgdi verðbólga. í skýrslunni er áætlað að þjóð- artekjurnar árið 1965 mundu hafa aukizt um 5% frá árinu áð- ur, en aftur á móti hefði verðlag á vörum og þjónustu nær því tvö faldazt síðan 1959 og verðlag á matvörum meira en tvöfaldast. Eins og kunnugt er gera sér- fræðingar O.E.C.D. árlega skýrslu um þróun efnahagsmála í aðildar ríkjunum og benda á hættur, sem þeir telja að steðji að og úrræði til úrbótar. Ríkarður Jónsson. Skipsf jóraskípti á Frederik OSCAR Djuurhus, skipstjóri á Kronprins Fredrik, fór að iæknis háði utan með flugvél í gær. Hann er háldinn magasári og læknirinn taldi ekki ráðlegt fyr- ir hann að fara með skipi sínu út. Annar danskur skipstjóri, Tiessen, tekur við skipinu og var hann væntanlegur til landsins unl miðnætti í gærkvöldi með flug- vél. Kronprins Fredrik átti að fara frá Reykjavík kl. 8 í gær- kvöldi og seinkaði af þessum sökum. Var ætlunin að skiþið leggði úr höfn undir eins og hinn nýi skipstjóri væri kominn. Trilla sekkur HÚSAVÍK, 24. jan. — 1 kuld- unum nú undanfarið hefur myndast óvenju mikill lagís hér inni í höfninni. ísinn hefur lagzt þungt á legufærin og í gær færði hann eina trillu í kaf, svo ekkert hefur af sést síðan. Það var trillan Rán, eign Sigurjóns Krist j ánssonar. Fjórða kaldasta nóttin í borginni Álíka kuldi sama dag fyrir 10 árum KULDAKAST er nú um allt land, 10—20 stiga frost á iág- lendi og yfir 20 stiga frost á stöðum eins og Hveravöllum. í Reykjavík var í fyrrinótt 16,6 stiga frost, sem er með því kaldasta er orðið hefur í höfuðborginni siðan frostavet- urinn 1918. Og það skrýtna er, að þennan sama mánaðadag fyrir 10 árum gerði einnig svona mikið frost og þó meira, því 24. janúar 19ö6 mældist 17,1 stigs frost. Þessar tölur fékk Mbl. hjá Veðurstofunni. í skýrslum seg ir að kaldast hafi orðið í Reykjavík 21. janúar 1918, en þá mældust 24,5 stig. Þá koma 17,1 stigið 1956, og 28. des- ember 1961 fór frost niður í 16,8 stig. Þessir þrír frostdag- ar hafa orðið kaldari en í gær í Reykjavík. Á Akureyri var einnig í gær 16 stiga frost, sem ekki er jafn fátítt þar, en því fylgir meiri raki en Akureyringar eiga að venjast eða 96 stig, að því er fréttaritari blaðsins tjáði okkur í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.