Morgunblaðið - 25.01.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.01.1966, Blaðsíða 17
1 Þriðjudagur 25. Janíiar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 17 Frá fundi á ráðstefnu um umf erðaröryggi að Hótel Sögu s.l. s unnudag. — Umferðamál Framh. af bls. 12 ger'ðar nr. 57, 1960, um öku- kennslu, próf ökumanna o. fl. 3. Lagt er til, að þátttaka í nám- skeiði í meðferð og stjórn < leigubifreiða til mannflutninga og 5 smálesta vörubifreiða verði bundin því skilyhði, að umsækjandi hafi ekki á síð- ustu tólf mánuðum fyrir um- sókn verið refsað fyrir víta- verða aksturshætti, auk þeirra skilyrða, sem rakin eru í d-lið 2. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 57, 1960. 4. Lagt er til, að sú regla verði upp tekin í sambandi við end- urnýjanir ökuskírteina samkv. 6. mgr. 27. gr. umferðarlaga, að umsækjandi ver'ði látinn sanna kunnáttu sína í umferð arlöggjöfinni með skriflegri próftöku. Jafnframt geti lög- reglustjóri krafizt þeás, að um sækjandi gangist að nýju und- ir aksturspróf, og verði sú krafa að jafnaði gerð, ef meira en eitt ár er liðið frá því, að ökuréttindi umsækjandan féllu niður. Sama gildir, ef umsækjandi hefir eigi stjórn- að bifreið sfðasta árið, áður en umsókn er fram borin. 5. Lagt er til, að settar verði ákveðnar og ýtarlegar reglur um það, hvernig læknisrann- sókn á þeim, er um ökuskír- teini sækja, skuli hagað, svo og a'ð gefin verði út ný eyðu- blöð fyrir læknisvottorðin. 2. Tillögur um breytingu á regl- um um sviptingu ökuréttinda. 1. Lagt er til, að reglum um v bráðabirgðasviptingu ökurétt- inda skv. 6. mgr. 81. gr. um- ferðarlaga nr. 26, 1958, verði breytt þannig, a'ð fellt verði niður ákvæði um að ákvörðun lögreglustjóra skuli borin und ir úrskurð dómara svo_ fljótt sem verða megi og eigi síðar en viku eftir sviptinguna. f þess stáð komi ákvæði, er veiti sökunaut heimild til að bera ákvörðun lögreglustjóra undir úrskurð dómara innan tiltekin, hæfilegs frests, og að 1 þann úrskurð megi kæra til æðra dóms af hálfu aðila og ákæruvalds. 2. Lagt er til, að gildandi laga- ákvæði um ökuleyfissvipting- ar vegna lögbrota verði nú, þegar tekin til gagngerðrar endurskoðunar með það fyrir augum, að ökuleyfissviptingum verði beitt í langtum ríkara mæli en verið hefur. Við þá endurskoðun telur nefndin mjög koma til greina að gera ökuleyfissviptingu vegna lög brota að stjórnarvaldsráðstöf un í formi afturköllunar öku- skírteinis, er leiði af ákve'ðn- um brotum, sem snerta um- ferðaröryggi. Settar verði þá reglur, er stjórnvaldi ber að fara eftir við mat á því, hvort rétt sé að afturkalla ökuskír- teini vegna lögbrota skírtein- ishafa. Ákvörðun stjórnvalds vehði byggð á grundvelli dóma á hendur ökumanni eða refs- inga, er honum hafa verið gerðar. Dómstólar hafi heim- ild til að syttta afturköllunar- tíma eða fella afturköllun nið- ur, ef sérstakar ástæður mæla me'ð því, eða hún myndi koma óeðlilega hart niður á söku- naut, miðað við málavexti. Jafnframt verði stjórnvaldi veitt heimild til að veita form lega áðvörun í stað afturköll- unar, ef um tiltekin, minnihátt ar brot er að ræða og líklegt má telja, að aðvörun muni koma að fullu gagni. 3. Tillögnr er snerta refsingar. 1. Lagt er til, að sektir fyrir brot á umferðarlöggjöfinni ver’ði stórhækkaðar frá því sem nú er, þannig að þær verði a.m.k. ekki lægri en tíðkast í ná- grannalöndum vorum. 2. Lagt er til, að endurskoðaðar verði reglur um framkvæmd refsidóma í málum út af ölv- un við akstur, svo og reglur um sektarupphæðir, þegar varðhaldsrefsingu er breytt í sektarefsingu með náðun. 4. Tillögur um hraðari afgreiðslu mála út af umferðarlagabrotum. 1. Lagt er til, að endurskoðaðar ver'ði nú þegar reglur um með ferð mála út af brotum á um- ferðarlögum með það fyrir augum, að brot, er eigi varða hærri viðurlögum en 3000 kr. sekt, megi afgreiða með sektar gerð yfirvalds. Ennfremur, að meðferð annarra mála, er varða umferðarlagabrot og af greidd eru fyrir dómi, verði gerð einfaldari í sniðum, þann ig að afgreiðslu þeirra megi hraða. 5. Tillaga um endurkröfurét tvá- tryggingafélaga. 1. Lagt er til, að nefnd sú, sem gert er ráð fyrir í 76. gr. um- ferðarlaga nr. 26, 1958, til þess að kveða á um, hvort endurkröfurétti tryggingafé- laga skuli beitt gegn þeim, sem talinn er eiga sök, verði skipuð og taki hið allra fyrsta til starfa. Greinargerð. Skal nú í stuttu máli gerð nokkur grein fyrir bráðabirgða- tillögum nefndarinnar. Um ] 1: Eigi fer milli mála, að reglu- semi er mikilvægt skilyrði þess, að mönnum sé trúandi fyrir rétt indum til áð stjórna vélknúnum ökutækjum. Ákvæði um reglu- semi þeirra, er sækja um öku- skírteini, er að finna í 27. gr. umferðarlaganna. Eigi hafa ver- ið gefin út fyrirmæli um það, hvaða lágmarkskröfur skuli gerð ar um það efni. Rétt þykir að leggja til, að settar verði ákveðn- ar túlkunarreglur var'ðandi mat á umræddu ákvæði um reglu- semi, þannig að samræmis gæti í framkvæmd hvar sem er á land inu. Þykir tímamark það, sem miðað er við, hæfilegt tólf mánuð ir, ef hliðsjón er höfð af prófi leigubifreiðastjóra. Víða erlendis eru þó strangari reglur í lögum um þessi efni og er t.d. miðað við tvö ár í Svíþjóð og Noregi. Um I, 2: Nokkrar raddir eru uppi um það, áð lágmarksaldur bifreiða- stjóra sé of lágur hér á landi. Ekki iiggja fyrir þær tölfræði- legar upplýsingar, sem unnt er að byggja þá skoðun á. Hins veg ar má telja víst, að æfingaskort- ur á fyrsta akstursári þeirra, sem stjórna vélknúnum ökutækjum, leiði yfirleitt til aukinnar hættu fyrir umferðaröryggið. Nauðsyn- legt er því, að byrjendur gæti ýtrustu varúðar. Ástæða þykir til að vekja athygli á þeirri nauð syn með sérstökum ráðstöfunum. Er því lagt til, að byrjendum verði gefin út bráðabirgðaöku- skírteini, sem gilda aðeins í eitt ár. Má ætla, að sú ráðstöfun geti leitt til aukinnar aðgæzlu af hálfu byrjenda. í tillögunni er gert ráð fyrir, að sérstaklega verði fylgzt með ökumannsferli byrjenda. Komi ágallar í ljós, verði nauðsynlegar ráðstafanir gerðar til þess að rannsaka nán ar, hvort kunnátta og hæfni öku mannsins sé fullnægjandi, m.a. með próftöku og umsögn lækna eða annarra sérfræðinga. Um I, 3: í 12. gr. reglugerðar um öku- kennslu, próf ökumanna o. fl. nr. 57, 1960, eru þau skilyrði sett fyrir þátttöku í námskeiði fyrir þá, er ætla að þreyta próf bif- reiðastjóra á leigubifreiðum og 5 smálesta vörubifreiðum, að um sækjandinn hafi ekki á undan- förnum 12 mánuðum verið svipt- ur ökuskírteini né gerzt brotleg ur við ákvæði um neyzlu eða með ferð áfengra drykkja. Nefndin telur mjög æskilegt, að eigi fái aðrir framangreind réttindi en þeir ökumenn, sem sýnt hafa löghlýðni gagnvart um ferðarreglum. Þykir eigi mega gera minni kröfu í þeim efnum en að umsækjandi hafi ekki á síðustu 12 mánuðum hlotið refs- ingu fyrir vítaverða aksturshætti. Um I, 4: Á síðari árum hefur orðið mjög ör þróun á sviði umferðar- mála hér á landi. Hefur þróunin leitt til umfangsmikilla breyt- inga á umferðarlöggjöfinni síð- asta áratuginn. Óhjákvæmilget mun verða að gera frekari breyt- ingar á lögunum næstu árin. Nokkur ástæða er til að ætla, að allmargir ökumenn fylgist ekki nægilega með þeim breytingum, sem á löggjöfinni verða. Líkur benda og til þess, að ófullnægj- andi þekking á umferðarreglum eigi beinan eða óbeinan þátt í all verulegri tölu umferðarslysa. Traust þekking á gildandi um- ferðarreglum er undirstöðuatriði öruggrar umferðar. Leggja ber því á það mikla áherzlu, að öku menn séu ávallt vel að sér á því sviði. Próftaka í umferðar- reglum, áður en ökuskírteini er endurnýjað, þykir líkleg leið til þess að tryggja það, að ökumenn rifji upp kunnáttu sína í um- ferðarreglum og fylgist með þeim breytingum og nýmælum, sem orðið hafa frá fyrri próftöku. Nefndin gerir sér grein ,'fyrir, að framkvæmd prófa samkvæmt tillögunni er umfangsmikið verk efni. Enn er fjöldi endurnýjana ökuskírteina hér á landi þó ekki svo mikill, að próf séu ófram- kvæmanleg. Á það einkum við, ef haft er í huga einfalt form skriflegra prófa, þar sem próf- taki þarf einungis að merkja við rétt svör. Ef tillagah nær fram að ganga, "þarf að gefa út stuttan leiðbeiningabækling með upplýs- ingum um allar þær reglur, sem ökumanni er nauðsynlegt að kunna fyrir próf. Samkvæmt gildandi reglum er gert ráð fyrir, að lögreglustjóri krefjist þess, að sá, sem sækir um endurnýjun ökuskírteinis, gangi undir próf að nýju, ef meira en tvö ár eru liðin frá því áð öku- réttindi umsækjanda féllu niður. Nefndin leggur til, að þessu á- kvæði verði breytt þannig, að um sækjandi verði látinn ganga und ir próf, ef meira en eitt ár er liðið frá því að ökuréttindi hans féllu niður. Um I, 5: Nefndin telur nauðsynlegt, að settar verði reglur um læknis- skoðun á þeim, er sækja um öku- skírteini, og gefin verði út sér- stök eyðublöð fyrir vottorð. Eng ar reglur hafa verið settar um þetta efni og eyðublöð þau,- sem nú eru notuð, eru ófullnægjandi. Um II, 1: Samkvæmt 6. mgr. 81. gr. um- ferðarlaganna skal lögreglustjóri svipta mann ökuleyfi til bráða- birgða, ef hann telur sökunaut hafa unnið til ökuleyfissvipting- ar. Skal sú ákvörðun lögreglu- stjóra borin undir úrskurð dóm- ara svo fljótt sem verða má og eigi síðar en viku eftir svipt- inguna. Ákvæði þessi hafa reynzt mjög erfið í framkvæmd, áðal- lega vegna þess, að dómendur telja óeðlilegt, að þeir tjái sig um viðurlög við brotum, fyrr en öll gögn máls liggja fyrir, nema mjög sérstaklega- standi á. Með breytingu þeirri, sem til- lagan gerir ráð fyrir, er fram- kvæmd ákvæða um bráðabirgða- sviptingu gerð auðveldari, án þess að gengið sé á sjálfsgg'ðan rétt sökunauts til að bera á- kvörðun stjórnarvalds undir dómara. Um II, 2: Nefndin telur ökuleyfissvipt- ingu eitt hið allra mikilvægasta tæki til réttarvörzlu í umferðar- málum og einna líklegustu ráð- stöfun til þess að varna alvar- legum umferðarlagabrotum. Af þeim ástæðum telur nefndin að beita beri ökuleyfissviptingu í til muna ríkara mæli en gert hef- ur verið til þessa. Vegna ört vaxandi málafjölda mun eigi verða hjá því komizt að breyta ákvæðum laga um öku- leyfissviptingu þannig, a’ð beita megi þeim án langvarandi mála reksturs. í tillögum nefndarinnar er bent á nýjar leiðir í þessum efnum að fordæmi ýmissa ná- grannalanda vorra. Eru reglur þar nokkuð mismunandi, en víð- ast hvar er svipting ökuréttinda og afturköllun ökuskírteinis stj órnarvaldsráðstöfun. Samkvæmt norskri löggjöf er það á starfssviði lögreglustjóra áð kveða upp úrskurð ufn aftur- köllun ökuskírteinis, ef skírtein ishafi hefur verið dæmdur fyrir refsiverðan verknað og nauðsyn- legt þykir, vegna umferðarör- yggis eða annarra hagsmuna al- mennings. í Svíþjóð er svipting ökurétt- inda og afturköllun ökuskírteina stjórnarvaldsráðstöfun með svip uðum hætti eins og í Noregi. Samkvæmt sænskri löggjöf gef- ur héraðsstjórn út ökuskírteini og sami aðili hefur vald til að afturkalla útgefið ökuskírteini um tiltekin tíma eða fyrir fullt og allt. Svipaðar reglur gilda í ýmsum ffðrum löndum Evrópu og í Bandaríkjum Norður-Ameríku. í Bretlandi voru sett ný um- ferðarlög á árinu 1962, en nýjar reglur um sviptingu ökuréttinda tóku gildi þar í landi 26. maí 1963. Eru þar gerðar mjög rót- tækar breytingar frá fyrri regl- um og er lögð. áherzla á mikil- vægi ökuleyfissviptinga til þess að halda uppi góðri reglu í um- ferðarinálum. Meginreglan er sú í Bretlandi, áð dómstólar ákveða ökuleýfissviptingn, en þeim eru settar mjög ákveðnar starfsregl ur í þeim efnum. Hér er um mikilsvert mál að ræða og leggur nefndin til, að lagaákvæði um ökuleyfissvipting ar verði tekin til gagngerðrar endurskoðunar. Um III, 1: Miðað við aðstæður hér á landi og eðli málsins, hljóta sektir að vera aðalrefsing fyrir umferar lagabrot. Á miklu veltur, að upp- hæðir sekta séu í samræmi við verðgildi peninga og hæfilega há ar til þess að hafa tilætluð varn aráhrif. Vitað er, áð núverandi sektaupphæðir eru allmiklu lægri en áður tíðkaðist, miðað við verð gildi peninga, svo og að þær eru margfalt lægri en sektir fyrir samsvarandi brot í nágrannalönd unum. Leggur nefndin til, að þessu verði breytt hið fyrsta. Um III, 2: Ölvun við akstur er eitt allra alvarlegasta brot gegn umferðar- öryggi. Þrátt fyrir mikla varnar vörzlu, hefir geigvænleg aukn- ing orðið á tölu þeirra manna, sem aka með áfengisáhrifum. Orkar eigi tvímælis, að leita beri allra ráða til áð yfrirbyggja það brot. Réttindasvipting er þar vafalaust mikilsvert tæki, sem æskilegt er, að beitt ver’ði án ó- eðlilegrar tafar, en um það er m.a. fjallað í tillögu nefndarinn- ar í tölulið II. Ennfremur er framkvæmd refsidóma mikilvægt atriði. Upplýst er, að eigi hefir verið unnt að fullnægja varðhaldsdóm- um þeim, er upp hafa verið kveðn ir út af ölvunarbrotum við akst- ur. Hefur þeim mörg undanfar- in ár verfð bréytt í sektir. Lagt er til, að mál þessi verði tekin til sérstakrar athugunar og að sektir í sambandi við náðanir verði hækkaðar til mikilla muna, áð framkvæmdareglunni ó- breyttri. Um IV, 1: Hinn mikli fjöldi umferðarlaga brota undanfarin ár, hefur í vax- andi mæli íþyngt dómstólum landsins. Þetta hefur í mörgum tilvikum leitt til þess, að af- greiðsla umferðarmála hefur dregizt úr hömlu. Ljóst er, að hér er um að ræða vaxandi vandamál, sem ekki ver'ður leyst með fjöigun dómara eingöngu. Nokkur tilraun hefir verið gerð hér á landi til lausnar fram angreinds máls með sektargerð- um lögreglumanna. Hefur sú.til- raun gefið góða raun svo langt sem hún nær. Notfæra má þá reynslu til frekari útfærstlu á sektagerðum yfirvalda og gæti það dregið mikið úr þeirri tölu mála, sem dómstólar þurfa nú að fjalla um. Gert er ráð fyrir í tillögunni, að stjórnvald megi afgreiða brot með allt að 3000 króna sekt. Kem ur þá jafnframt til álita, hvort eigi sé rétt að binda heimild til hærri sektagerðar en kr. 500,00 við það, a’ð lögreglustjórar gefi sökunaut bréflega kost á að ljúka máli með hæfilegri sektargreiðslu innan ákveðins tíma. Nefndin vill taka það sérstak- lega fram, a'ð brýn nauðsyn er á því, að dómstólar hækki veru- lega sektir þeirra sakborninga, sem neita að fallast á sektargerð stjórnvalds að ástæðulausu. Varðandi þau umferðarmál, sem ver'ða að koma fyrir dóm- stóla, þykir nauðsynlegt að kanna leiðir til að gera meðferð þeirra einfaldari, enda mun athugun í þeim efnum nú þegar hafin um meðferð dómstóla almennt. Talið er, að beiting endur- kröfuréttar á hendur þeim, sem valda slysum, geti orðið mikíl- vægur þáttur í varnarvörzlu í sambandi við umferðarmál. Vill nefndin því mæla me'ð því, að nýmæli umferðarlaga um þessi efni verði látin koma sem fyrst til framkvæmda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.