Morgunblaðið - 25.01.1966, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.01.1966, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. janúar 1966 RÁÐSTEFNA um umferðar- öryggi var haldin að Hótel Sögu sl. laugardag og sunnudag. Frá upphafi ráðstefnunnar var skýrt í blaðinu á sunnudag. Þá flutti Jóhann Hafstein dóms'málaráðherra ávarp þar sem hann árnaði ráðstefnunni farsældar í störfum og ræddi af- skipti dómsmálaráðuneytisins af umferðamá-lum að undanförnu m.a. með skipun umferðaslysa- nefndar, sem nú hafði skilað bráðabyrgðaáliti. Kemur það fram hér á eftir en það er aðal- uppistaða ræðu þeirrar, er Sig- urjón Sigurðsson flutti á ráð- stefnunni. Ráðherra lét í Ijósi ánægju sina yfir frumkvæði tryggingar- félaganna um ráðstefnu þessa og þar með færi saman hagsmuna- barátta og hugsjónabarátta. Þá gat ráðherra þess og vildi leggja á það áherzlu að sam-" kvæmt lögum ættu tryggingar- félög endurkröfurétt' á hendur j>eim sem valdið hefði tjóni eða slysi af ásetningi eða stórkost- Ráðstefna um umferðaröryggi, haldin að Hótel Sögu, dagana 22. — 23. janúar 1966, samþykk- ir að stofna landssamtök um baráttuna gegn umferðarslys- unurn samkvæiht lögum, sem samþykkt verði á ráðstefnunni, enda verði hldinn framhalds- stofnfundur samtakanna innan eins mánaðar og aðild einstakra aðila háð fyrirvara ef viðkom- andi félag og/eða samtök óska þess. Á sunnudaginn voru fram lögð álit nefnda, en þeim var öllum frestað til afgreiðslu framhalds- aðalfundar. Á þeirn fundi lýsti Gunnar Friðriksson yfir nokkuð breyttri afstöðu stjórnar Slysa-. varnafélagsins og fór þess á leit að framhaldsaðalfundi yrði frest- að þar til ársþing Slysavarna- félagsins hefði verið haldið og gæti tekið afstöðu til málsins. Formaður stjórnarnefndar, sem kosin var á fundinum og á að fara með undirbúningsstörf til framhaldsaðalfundar fór fram á að sá fundur mætti dragast ef LANDSSAMBAND GEGN UMFERD- ARSLYSUM legu gáleysi. Til þessa hefði vant að nefnd, sem fjallaði um þessi mál samkvæmt lögunum. Hefði til þessa vantað hæfan mann til forystu í nefnd þessari. Væri hann nú fenginn og myndi Birg ir ísleifur Gunnarsson borgarráðs maður hafa á hendi forstöðu nefndarinnar. Að lokinni ræðu dómsmálaráð- herra flutti Egill Gestsson fram- söguerindi undirbúningsnefndar fyrir frumvarpi að stofnun lands samtaka gegn umferðaslysum. Rakti Egill sögu bifreiðaumferð ar hér á landi og rakti hvað helzt væri til úrbóta til að forða umferðaslysum. Þessu næst hófust umræður. Stóð þá upp Gunnar Friðriksson forseti Slysavarnafélags íslands og kvað félag sitt ekki reiðubúið að taka þátt í samtökum, þeim, er hér væri fyrirhugað að stofna vegna þess að Slysavarnafélagið hefði haft sömu starfsemi með höndum um langt árabil og væri landssamband. Arinbjörn Kolbeinsson formað- ur Félags íslenzkra bifreiðaeig- enda stóð upp næstur og lýsti þvi yfir að ákvörðun um aðild sam- taka hans myndi ekki ákveðin að svo komnu máli. Á framhaldsfundi á laugardag- inn urðu nokkrar frekari umræð ur um þessi mál auk þess sem Pétur Sveinbjarnarson fram- kvæmdastjóri ráðstefnunnar flutti erindi um umferðafræðslu- kerfi. Að lokum var kosið í nefnd ir. Fundurinft á laugardaginn sam þykkti svofellda ályktun: Jón Rafn Guðmundsson setur ráðstefnuna. takast mætti að koma á víðtæk- ari samvinnu um stofnun samtak anna og var því látið ómótmælt þrátt fyrir framkomna og af- greidda samþykkt. í stjórnarnefnd eiga sæti: Haukur Kristjánsson formaður, Ágúst Hafberg ritari, Egill Gests son, Guttormur Þormar, Jón Rafn Guðmundsson og Ólafur B. Thors. □------------------□ Á RÁÐSTEFNUNNI flutti Sigurjón Sigurðsson, lögreglu stjóri í Reykjavík, erindi um bráðabyrgðaálit og tillögur nefndar, er skipuð var um rannsókn á umferðarslysum og leiðum til úrbóta. Nefnd þessa skipuðu eftirtaldir menn auk lögreglustjóra: Sig- ■urður Jóhannsson vegamála- stjóri, Gestur Ólafsson for- stöðumaður Bifreiðaeftirlits- ins, Jóhannes Briem frá SVFI, Arinbjörn Kolbeinsson for- maður FÍB, Bergsteinn Guð- jónsson frá Bifreiðastjórafé- laginu Frama og Einar Ög- mundsson frá Sambandi vöru bifreiðastjóra. Nefndarálitið, sem var meg inuppistaða í ræðu lögreglu- stjóra, fer hér á eftir í heild: □- -□ RANNSÓKNARNEFND umferð- arslysa var skipúð af dómsmála- ráðherra í lok ársins 1963. Var henni falið það verkefni að rann- saka orsakir hins sívaxandi f jölda umferðarslysa og gera tillögur um ráðstafanir til úrbóta. Nefnd- inni var veitt heimild til að leita aðstoðar þeirra embættis- manna og stofnana, sem að liði mættu verða við úrlausnir ein- stakra atriða 1 sambandi við verk efni þetta. Skömmu eftir að nefndin var skipuð, tók hún að vinna að rannsókninni. Ákveðið var að afla eins víðtækra upplýsinga og Stjórnarnefndin, sem kosin var til að undirbúa framhaldsaðalfund landssamtaka gegn umferðar slysum: Sitjandi frá v.: Ágúst Hafberg ritari, Haukur Kristjánsson formaður, Guttormur Þormar Standandi: Egill Gestsson, Ólafur B. Thors og Jón Rafn Guðmundsson. frekast væri unnt um umferðar- slys, sem átt hafa sér stað hér á landi sl. þrjú ár, til þess að kanna helztu orsakir þeirra. Jafnframt var ákveðið að afla ýtarlegra upplýsinga, er vera mættu til leiðbeininga um ráðstafanir til úrbóta, m.a. um fjölda og gerð ökutækja og fjölgun þeirra á síð ari árum hér á landi, vegamál, löggæzlumál, dómsmeðferð í um- ferðarmálum, - fræðslustarfsemi o. s. frv. Þegar í upphafi þótti sýnt, að rannsókn þessi yrði að vera all umfangsmikil. Nefndarmenn lögðu því á það áherzlu, að nauð syn bæri til að fá starfslið til að vinna að rannsókninni. Erfitt reyndist fyrir nefndina áð fá mann til þess að standa fyrir rannsóknarstörfum, þar til í vor, er einn nefndarmanna, Jó- hannes Briem, fulltrúi Slysa- varnafélags íslands í nefndinni, gaf kost á sér til starsfins. í byrjun árs 1964 tók nefndin að afla upplýsinga frá slysavarð- stofu Reykjavíkur um umferðar- slys, sem þangað komu til með- að vinna úr þeim, nema í skýrslu vélum. í byrjun ársins 1965 ákvað slysarannsóknanefndin að láta fara fram tölfræðilega rannsókn á öllum umferðarslysum í land- inu á árunum 1962 til 1964. Lét nefndin útbúa sérstök skýrslu- eyðublöð til notkunar við söfnun upplýsinga í þessu skyni, svo og leiðbeiningar við færslu skýrsl- anna. Sendi dómsmálaráðuneytið síðan öllum lögreglustjórum landsins umburðarbréf, þar sem þess er óskað, að eyðublöðin verði útfyllt og upplýsingar send ar rannsóknanefndinni svo fljótt sem unnt er. Hafa skýrslur bor- izt frá nokkrum lögsagnarum- dæmum, en frá öðrum munu þær væntanlegar á næstu mánuðum. Gagnasöfnun þessi hefur reynzt umfangsmikið verk og vfða hefur skort starfslið til þess að annast hana. Hefur afgreiðsla af þeim sökum dregizt í allmörgum lög- sagnarumdæmum. Mun nefndin því eigi geta skilað endanlegu áliti, fyrr en á næsta ári. Hins vegar hefur hún tekið til sérstakr Við setningu ráðstefnunnar um umferðaröryggi: Frá vinstri. Jóhann Hafstein dómsmálaráðhe rra, Sigurjón Sigurðsson, lögreglu stjóri og Pétur Sveinbjarnarson f ramkvæmdastjóri ráðstefnunnar. ferðar. Jafnframt var rætt við tryggingafélög og áðra aðila, er upplýsingar geta gefið um um- ferðarslys. Tekið var saman laus legt yfirlit um árekstra og um- ferðarslys eftir skýrslum lögregl- unnar í Reykjavík á árunum 1960 til 1963. Yfirlitsgerð þessi kost- aði mikla vinnu, en þegar yfir- litið var lagt fyrir slysarannsókna nefndina, voru nefndarmenn á eitt sáttir um þáð, að nauðsyn bæri til áð afla til muna víðtæk- ari upplýsinga en fram komu þar. Þótti m.a. nauðsynlegt að hafa upplýsingar frá öllu landinu og nánari vitneskju um ýms atriði. Reyndust sum þessara atriða svo margþætt, að naumast var unnt ar athugunar ýms atriði, er var’ða ökumenn, refsingar við brotum á umferðarlögum og meðferð þeirra mála. Telur nefndin rétt að koma nú þegar á framfæri þeim tillögum, er hún hefur sam- ið á grundvelli þeirrar athugunar. Greinast tillögurnar svo sem hér segir: 1. Tillögur um breytingar á gild andi reglum um veitingu öku- réttinda, sbr. 27. gr. umferðar- laga nr. 26. 1958. 2. Tillögur um breytingu á regl- um um sviptingu ökuréttinda. 3. Tillögur, er snerta refsingar. 4. Tillögur um hraðari afgreiðslu mála út af umferðarlagabrot- 5. Tillaga um endurkröfurétt vá- tryggingafélaga. Þegar upplýsingar liggja fyrir um umferðarslys undanfarandi þriggja ára, mun nefndin gera tillögur um eftirtalin atriði: Endurbætur á vega- og gatna- 'kerfi. Búnað ökutækja og skoðun þeirra. Umfer'ð gangandi fólks. Ökukennslu og prófun öku- manna. Umferðarfræðslu í skólum og fyrir almenning. Heildarskrá fyrir allt landið um ökumenn og akstursferil þeirra. Tímabundið bann við notkun ákveðinna ökutækja. Samræffiingu á rannsókn um- ferðarslysa um allt land. Aukna löggæzlu. I sambandi við ofangreind at- riði vill nefndin leggja áherzlu á gildi umferðarfræðslu almennt og mikilvægi aukins löggæzluliðs í umferðinni. Ráðstafanir í þeim efnum eru af erlendum sérfræð- ingum taldar áhrifamestar áðferð ir til slysavarna, Nefndin hefur orðið sammál? um eftirfarandi tillögur: l.TilIögur um breytingar á gild- andi reglum um veitingu öku- réttinda, sbr. 27. gr. umferðar- laga nr. 26, 1958. 1. Lagt er til, að orðið „reglu- semi“ í 2 mgr. 27. gr. verði skýrt þannig, áð umsækjanda skuli synjað um ökuskírteini, ef hann á sl. tólf mánuðum hefur hlotið refsingu fyrir ölv un, nema um sé að ræða ein- stakt atvik hjá manni, sem að öðru leyti má telja áreiðan- legan og samvizkusaman. 2. Lagt er til, að ökuskírteini til byrjenda verði gefið út sem bráðabirgðaskírteini til eins árs. — Áður en bráðabirgða- skírteini er endurnýjað og fullnaðarskírteini er gefið út, skal fara fram sérstök athug- un á ferli umsækjandans sem ökumanns. — Ef umsækjandi hefur lent í umferðarslysum eða umferðaróhöppum og kenna má um vankunnáttu, vanhæfni, vítaver'ðum aksturs- háttum eða öðrum brotum gegn ákvæðum umferðarlaga, má eigi endurnýja skírteini, nema umsækjandi hafi staðizt próf að nýju í umferðarreglum og akstri bifreiðar. Skal þá og liggja fyrir vottorð tijunaðar- sérfræðings um það, að líkam leg og andleg heilbrigði og andlegur þroski umsækjand- ans fullnægi þeim kröfum, sem gerðar eru í 4. gr. reglu- Framhald á bls. 17. Ráðstefna um umferðaröryggi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.