Morgunblaðið - 17.02.1966, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 17. febrúar 1966
L.R. frumsýnir
3 einþátfunga
5LEIKFÉLAG REYKJAYfKUR
írumsýnir næstkomandi laugar-
dag þrjá einþáttunga eftir þrjá
,,avant-garde“ höfunda. Höfund-
arnir, Samuel Beckett, Jean
Tardieu og Arrabal skrifa allir
á frönsku, og eru Beckett og
Arrabal með þekktustu leik-
skáldum nútímans en Tardieu er
3ítt kunnur utan heimalands
síns.
Einbáttungunum þremur hef-
ur verið gefið samheitið Orð
«g Leikur, en þáttur Beckett’s
ziefnist Leikur án orða. Beckett
er sá þessara þriggja höfunda,
sem kunnastur er íslenzkum
leikhúsgestum. Var leikrit hans
Beðið eftir Godot frumsýnt í
Iðnó fyrir nokkrum árum, en
Þjóðleikhúsið hefur einnig tekið
verk hans til meðferðar. í Leik
án orða er aðeins einn leikandi,
Gísli Halldórsson og er hann
jafnframt leikstjóri.
Þáttur Tardieu nefnist Ég er
kominn til að fá upplýsingar.
Tardieu er þekkt ljóðskáld og
leikritahöfundur í heimalandi
sínu Frakklandi, en fá leikrita
hans hafa verið sýnd utan
Frakklands. í þætti Tardieu
koma fram tveir leikendur, Guð
mundur Pálsson og Bjarni Stein
grímsson. Leikstjóri er Sveinn
Loðna til Bol-
ungavíkur
Bolungavík, 15. feb. —
HÉR eru tveir bátar í dag að
landa loðnu. Sólrún lagði hér
upp 1700 tunnur, en Sigurkarfi
frá Grindavík kom með 1100
tunnur. Þennan afla fengu þeir
út af Ólafsvík.
Dagstjarnan var að lesta lýsi
til útlanda og er farin.
Askja lestaði síldarmjöl á
laugardag og Langá fiskimjöli
á mánudag.
Hefur verið mikið um skipa-
komur að undanförnu.
Hallur.
Forsetasetrinu
gefið málverk
Frú Helga Paul, systir Sigurð-
ar Jónssonar, forstjóra, sem
búsett er í Ameríku, hefir sent
forsetasetrinu að Bessastöðum
sem gjöf málverk af Sigurði
eftir listamanninn Gunnlaug
Blöndal.
Sigurður Jónasson, sem and-
aðist á síðastliðnu ári, gaf sem
kunnugt er íslenzka ríkinu
Bessastaði.
Sigurgeir Sigurjónsson hrl. af-
henti forseta íslands málverkið
1 gær og hefir forseti sent gef-
anda þakkir fyrir þessa ágætu
gjöf.
Fréttatilkýnning frá skrif-
stofu forseta íslands.
Einarsson leikhússtjóri og þýð-
inguna gerði Vigdís Finnboga-
dóttir.
Arrabal er yngstur þessara
höfunda, fæddur á Spáni 1933.
Þáttur hans í Orð og Leikur heit
ir Skemmtiferð á vígvöllinn.
Sex leikendur koma fram í þess
um leikþætti, Haraldur Björns-
son, Áróra Halldórsdóttir, Borg-
ar Garðarsson, Arnar Jónsson,
Guðmundur Erlendsson og Er-
lendur Svavarsson. Þýðingu
einþáttungsins gerði Jökull
Jakobsson og leikstjóri er Bjarni
Steingrímsson. Er þetta í fyrsta
sinn sem Bjarni stjórnar leik-
riti hjá L. R., en hann hefur
áður sett leikrit á svið úti á
landi. Er Bjarni þriðji nýi leik-
stjórinn hjá L. R. í vetur.
Leikmyndir við þættina þrjá
gerði Sævar Helgason leikari, og
er það frumraun hans á því
sviði.
Æfingar eru nú hafnar á leik-
riti Halldórs Laxness, Dúfna-
veizlunni. Leikstjóri er Helgi
Skúlason og með aðalhlutverk
fara Þorsteinn Ö. Stephensen,
sem leikur pressarann, Anna
Guðmundsdóttir í hlutverki
pressarakonunnar, Gísli Hall-
dórsson í hlutverki Gvendó,
Guðrún Ásmundsdóttir leikur
Öndu barónessu og Borgar
Garðarsson Rögnvald Reikil.
Leikmynd við Dúfnaveizluna
gerir Steinþór Sigurðsson.
Eins og fyrr er getið verður
Orð og Leikur frumsýndur á
laugardag kl. 16, og verða sýn-
ingar á einþáttungunum eftir-
leiðis síðdegis á laugardögum.
Var þessi háttur hafður á sýn-
ingum á leikriti Albee’s Sögu
úr dýragarðinum í fyrra og þótti
gefa ágæta raun.
Fimm leikrit verða í gangi
hjá L. R. eftir næstu helgi og
hefur Leikfélagið aldrei áður
haft svo mörg leikrit á sínum
snærum í einu. Er aðsóknin góð
að öllum leikritunum.
Tvær bækur
eftlr Eggert
E. Laxdal
BLAÐINU hafa borizt tvær
bækur eftir Eggert E. Laxdal.
Annað er ljóðabók, Píreygðar
stjörnur, en hitt er barnabók,
sem nefnist Ævintýri Péturs
litla.
Ljóðabókina tileinkar höfund-
ur minningu föður síns, Eggerts
M. Laxdal, listmálara. í bók-
inni eru alls 38 ljóð, og er hún
aðeins gefin út í 460 eintökum.
Ævintýri Péturs litla er fyrsta
barnabók Eggerts E. Laxdals.
Teikningar eftir höfundinn eru
á nærri hverri 'síðu efninu til
skýringar. Bókin er 57 bls. að
stærð.
austan lands. Hæg A- átt og
bjartviðri var á Vesturlandi, en
á Suðurströndinni var A- kaldi
og stormur í Eyjum. Sijirir
var yfir frostmarki um hádag-
inn. Sami kuldinn er í Vestur-
Evrópu og frost var einnig í
New York.
Hinn jiýi blóðbíll R.K.Í.
Rauði Kross íslands gengst
fyrir útbreiðsluviku
Blóðbilfiinn kominn til landsins
þess að R.K.l. sendi um 120 þús,
kr. til A-Pakistan er hvirfilvind*
ur olli þar stórtjóni. Helztu fram
RAIJÐI kross íslands gengst
fyrir útbreiðsluviku 16. til 23.
febrúar, sem endar á fjáröflunar-
degi hans á Öskudag. Af þessu
tilefni boðaði Rauði krossinn
blaðamenn á sinn fund, þar sem
formaður hans, dr. Jón Sigurðs-
son og framkvæmdastjóri Ólafur
Stephensen, skýrðu frá helztu
viðfangsefnum Rauða krossins
í dag.
Svipuð útbreiðsluvika var hald
in í fyrra, og varð árangur all-
góður, T.d. bættust Reykjavíkur-
deildinni um 300 nýir meðlimir.
Merkasta framkvæmd R.K.Í. í
ár er kaup á blóðbíl, sem nú er
hingað kominn, og er verið að
leggja síðustu hönd á innréttingu
hans. Verður bifreiðin notuð við
blóðsöfnun í samvinnu við Blóð-
bankann. Hann hefur oft vantað
blóð, þagar mikil slys hefur borið
að höndum, og er nú unnið að
skipulagningu blóðsöfnunar úti
um landið með stuðningi Rauða
kross deildanna. R.K.Í. sér um
rekstur bifreiðarinnar, en starfs-
fólk Blóðbankans um daglegt
starf. Voru það bankar og spari-
sjóðir er gáfu fé til kaupanna.
í sambandi við áðurnefnda út-
breiðsluviku, verða meðal ann-
ars flutt erindi í útvarp, og haldin
ir verða tónleikar í Austurbæjar-
bíói og Háskólabíói í fjáröflunar-
skyni, og verður efni tónleik-
anna miðað við hæfi unglinga,
en á Öskudag er frí úr öllum
barna- og unglingaskólum. Þá
verður einnig haldið samkvæmi
á Hótel Sögu til styrktar starfi
R.K.Í., en slík samkvæmi tíðkast
mjög erlendis, en hafa ekki áður
verið haldin á íslandi. Hafa marg
ir látið skrá sig til þátttöku, m.a.
fulltrúar erlendra ríkja. Starfs-
semi R.K.Í. hefur verið mjög
fjölþætt, og þar af leiðandi fjár-
frek. T.d. hefur R.K. rekið sumar
búðir fyrir borgarbörn, sem ekki
hafa haft tækifæri til að njóta
sumardvalar í sveit. Voru s.l.
sumar 265 börn á tveim stöðum.
Er ekki útséð um hvort R.K.Í.
telur kleift að halda þessu áfram,
þar sem kostnaður er mikill, og
dvalargjald á viku fyrir barnið
aðeins 600 kr. Hefur R.K.Í. þetta
mál nú til athugunar. En það
væri óneitanlega skaði, ef leggja
Tekur sæti á þingi
fyrsti varamaðúr landskjörinna
þingmanna Sjálfstæðisflokksins.
Kemur hann í stað Matthíasar
Bjarnasonar er boðað he£ur veik
indaforföll.
þyrfti þessa gagnmerku starf-
semi niður sökum fjárskorts.
R.K.Í. annast sem kunnugt er
sjúkraflutninga í Reykjavík og
víðar, og eru nú 3 bifreiðir í not-
kun í Reykjavík. Er ætlunin að
kaupa sem fyrst nýja bifreið til
eflingar og endurnýjunar þessum
þætti R.K.Í. Á síðasta ári voru
útköll alls 7202.
R.K.Í. hefur tekið virkan þátt
í flóttamannahjálp Sameinuðu
þjóðanna bæði með matar og pen
ingjagjöfum. Þá má einnig geta
Á SL. ári komu 28.879 erlend-
ir ferðamenn til Islands skv.
skýrslum útlendingaeftirlitsins.
Eru það nærri sex þúsund fleiri
en árið 1964. Þá komu 22.969 er-
lendir ferðamenn. í þessum töl-
um eru aðeins þeir ferðamenn,
sem stanzað hafa í landinu
minnst sólarhring og ekki eru
farþegar skemmtiferðaskipa
meðtaldir.
Ekki ferðast íslendingar minna
að heiman. Samkvæmt skýslum
útlendingaeftirlitsins fóru 19.214
Íslendingar út úr landinu, eða
sem næst níunda hvert manns-
barn á landinu. Eru það yfir
2500 fleiri en ferðuðust árið á
lendingar utan.
Af ferðamönnum, innlendum
og útlendum, komu 39.179 með
flugvélum, en 8.379 með skip-
um. Mest er umferðin í júní,
tíðarverkefnin eru: endurskipu-
lagning kennslufyrirkomulags í
hjálp i viðlögum, skipulag blóð-
söfnunar og söfnun nýrra félaga.
Eins og að framan má sjá, ynnir
R.K.Í mikið og göfugt starf af
hendi sem krefst mikils fjár-
magns. Þykir ástæða til að hvetja
almenning til að styrkja starf-
semi hans eftir mætti. Er árgjald
félagsmanna aðeins 50 kr. á ári.
Einnig gefur R.K.Í. út tímaritið
„Heilbrigt líf“, svo og minning-
arspjöld, frímerki o.fL
júlí, á | ,st og september og
streymir þá fólkið inn og út r
landinu. Ferðamönnum fer
sjöðugt fjölgandi ár frá ári.
Héraðslæknis-
embættið í Haín
arfirði laust
í Lögbirtingablaðinu er hér-
aðslæknisembættið í Hafnarfirði
auglýst laust til umsóknar frá
1. júní í sumar að telja. Er um-
sóknarfrestur til 15. marz.
í sama blaði er tilkynnt að
Ólafur Einarsson, fyrrv. héraðs-
læknir hafi verið settur til að
gegna héraðslæknisem'bættinu í
Hafnarfirði frá 1. febrúar til 1.
júní.
í gær tók Ragnar Jónsson skrif
stofustjóri sæti á Alþingi sem undan, en 1964 fóru 16.669 Xs-
Ferðamönnum
fjölgar á íslandi
*
9. hver Islendingur fer utan