Morgunblaðið - 17.02.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.02.1966, Blaðsíða 4
4 MORGU NBLAÐIÐ Volkswagen 1965 og ’66. RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 , BÍLALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 300 — pr. km kr. 3. S/Af I 34406 SENDUM LITL A bílaleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. BIFREIÐALEIGAN VAKUR Sundlaugav. 12. Daggjald kr. 300,00 og kr. 3,00 pr. km. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BfLAR Höfum kaupendur að: Simca ’63—’64. Comet eða Falcon ’60 eða yngra. Volkswagen ’62—’63. Chevrolet ’65 í skiptum fyrir Cortina ’65. Jeppa ’46—’47 o. fl. Til sölu m. a.: Frambyggður Willys ’65 með húsi, talstöð o. fl. Volkswagen ’61. Bílasalan Billinn Höfðatúni 4. Sími 21522. Málflutningsskrifstofa Sveinbjörn Dagfinnsson, hrL og Einar Viðar, hrl. Hafnéirstræti 11 — Sími 19406, Höfum flutt verzlun vora og verkstæði að LÁGMÚLA 9 Símar: 38820 (Kl. 9—17) 38821 (Verzlunin) 38822 (Verkstæðið) 38823 (Skrifstofan) Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúia 9. Sími 38820. ■fc Skipasmíði íslenzkum skipasmíðum virðist nú vera að vaxa fiskur um hrygg. Unnið er að smíði fiskiskipa víða um land og von- andi verður þess ekki langt að bíða, að Íslendingar geti sjálfir srniðað öll sin fiskiskip og meira til. i>egar nýja stálskipinu var hleypt af stokkunum norður á Akureyri á þriðjudaginn, var það skírt úr sjó, en ekki kampa- víni, eins og jafnan hefur tíðk- azt. Ekki veit ég hvort það er vegna þess, að eigendur eru bindindissinnaðar og hafa fremur trú á sjónum en vín- inu. Ýmsir munu sennilega mæla með sterkum bjór við sl'ík iaekifæri. Hótel úti á landi Á síðasta ári fjölgaði þeim ferðamönnum, sem hing- að lögðu leið sína, stórlega — og má búast við, að sú þróun haldist einnig á þessu ári þrátt fyrir allt. Ég segi þrátt fyrir allt — af því að verðlagsþró- unin hér á landi hefur verið sl,k undanfarin ár, að vax'tarmögu- leikarnir í þessum atvinnuvegi eru orðnir mjög takmarkaðir. Það, sem m.a. hefur au’kið ferðamannastrauminn 'hingað verulega á síðasta ári, er eins dags dvölin, sem Loftleiðir bjóða farþegum sínum á leið yfir hafið. Hefur þessi fjöldi verið takmarkaður (hverju sinni við getu Hótel Sögu til þess að taka á móti ferðafólk- inu. Nú opna Loftleiðir sjálfir hins vegar nýtt hótel og þurfa að fylla það. Hefur félagið þeg- ar byrjað herferð, sem miðar að því að tryggja rekstur hótels ins — og þegar ég hitti Sigurð Helgason, forstöðumann New York skrifstofu félagsins, um helgina, sagði hann, að horf- urnar væru ágætar. Með opnun þessa nýja hóteLs eykst hóteliými í hötfuðþorg- inni verulega. Næsta átak á þessum sviðum þarf að gera úti á landi. Bifröst í Borganfirði hetfur fyrir löngu sannað ágæti sitt — og við þurfum fleiri slík hótel: Húsnæði, sem nýtist að vetrinum til skólahalds — og leysir gistivandræðin að sumr- inu. Fyrirhugað er að reisa menntaskóla á ísafirði — og heimavist í sambandi við hann. Hér er kærkomið tækiifæri til þess að byggja í leiðinni mynd- arlegt suimarhótel. Af þeim er ekki af margt á Vestfjörðum — og sama ætti að hafa í huga við skólabyggingar annars staðar á landinu. Pósturinn Stöðumælagjöld hækka um þessar mundir — og við því er sjálfsagt ekkert að segja. Hví skyldu þau ekki hækka eins og allt annað? Helmings hækkun er þó öllu stærra skref en við eigum að venjast, en við eigum víst enga slegna mynt mitt á milli einnar króna og tveggja króna — og það hlýtur að ráða. Annars skiptir það yfirleitt ekki öllu máli, hvort maður greiðir eina króna eða tvær krónur — ef hægt er að fá stæði á annað borð. Hvergi er erfiðara að fá bílastæði en við Póstlhúsið í Austurstræti. Þangað á geysi- legur fjöldi fólks erindi — og fyrirtæki, sem senda mikið í pósti, ég tala nú ekki um út- gáfufyrirtækin, eiga í stöðug- um erfiðleikum. Töluvert batn- aði ástandið eftir að blaðamót- takan fluttist inn í Umferðar- miðstöðina, en samt leysti það ekki allan vandann. Því fer fjarri. Á dögunum kom maður nokk- ur að máli við mig — og hann er einn þeirra, sem oift þarf að bera blöð og tímarit í póstinn. Hann sagði, að þjónusta Póst- stotfunnar væri fyrir neðan all- ar hellur. Eftir að innritaði pósturinn fluttist út í Umferð- armiðstöð verður að bera allan annan póst, bverju nafni sem hann nefnist, upp í almennu atfgreiðsluna — og tímunum saman — jafnvel dögum saman — er ekki hægt að £á stæði fyr- ir bíl hjá pósthúsinu á þeim tímum, sem það er opið — nema þá að hringsóla og bíða færis tímunum saman. Auðvitað á Pósthúsið að hafa sérstök stæði fyrir viðskipta- vini sína í miðbænum. Og etf það getur ekki útvegað stæðin — þá ber brýna nauðsyn til þess að það opni aðra atfgreiðslu einhvers staðar í miðbænum, afgreiðslu, sem hægt er að aka að. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að þeir, sem þurtfa að koma heilu bílfönmunum í póst sélflytji þá langar leiðir úr bílum sínum. Viðskiptavinir póstsins greiða það mikið fyrir þjónustuna, að bæigt er með góðri samvizku að kretfjaist meiri tillitssemi og þjónustu atf hálfu þessa opinbera fyrirtæk- is, sagði maðurinn — og leyfi ég mér að taka undir það. Meginregla Hér kemur eitt sjónvarps- bréfið í viðbót — og vonandi eru öll sjónarmið þar með kynnt í þessum dálkum: „Kæri Velvakandi. Það er alger firra, að ís- lendingum stafi meiri hætta af bandarísku sjónvarpi, sem rek- ið er hér á landi — en af bandarisku eða annarar þjóðar sjónvarpi, sem kæmi til okkar um gervitungl. Hver er mun- urinn, ef ég mætti spyrja? Eða, skiptir það máli — hvar ein og sama hljómplata er leikin? Er ekki lagið alltatf það sama, hvort sem platan er leikin í Bandaríkjunum, á íslandi, eða í Englandi? Etf við erum hrædd við erlend áhrif frá stöðinni í Ketflavík, ættum við ekki síður að óttast erlendu áhrifin, þegar tæknin gerir okkur fært að taka við sjónvarpssendingum frá öllum heimsins sjónvarps- stöðvum. Einu rökin, sem hægt er að færa fram gegn bandarísku sjónvarpi hér á landi, eru byggð á „prinsip“, sem við mundum þá e.t.v. setja okkur sjálfir: Að á íslandi skuli að- eins starfrækt íslenzkt sjón- varp Allar fullyrðingar um að tungan sé í hættu og menn- ingin sé að deyja út á landinu vegna bandarísks sjónvarps eru út í hött. Þetta er fjas, markleysa. Hins vegar væri ekki óeðli- legt, að við settum okkur ákveðin „prinsip“ í þessu efni sem öðrum — og ég man ekki betur en að einn af ritstjórum blaðs þíns, Veivakandi góður, hatfi einmitt komið að þessu fyr ir alllöngu í blaðinu. Þetta eru einu synsamlegu rökin gegn bandarísku sjónvarpi hér á landi og þau komu fyrst fram í þínu blaði. Á sarna hátt mætti netfna, að það er meginregla (prinsip) hjá okkur að leyfa ekki erlend- um þjóðum að hatfa neina út- gerðaraðstöðu á Íslandi þótt að það hindri á engan hátt, að aðrar þjóðir stundi veiðar um- hverfis landið — og í engu minna mæli en þær gerðu, etf þær hetfðu einhverja smáað- stöðu hér í landi. Ekki er óal- gengt að slfk aðstaða og margs konar önnur til atvinnurekstr- ar — sé veitt útlendingum í ýmsum iöndum án þess að tunga, menning, efnaihagur eða önnur verðmæti séu talin í bráðri hættu. Lesandi í Austurbænum.“ Slæmir stólar Og hér er bréf um bíó- húsin: Velvakandi! Hve lengi á því kvikmynda- húsi, sem hefur aðsetur sitt í ljótum og leiðinlegum bragga að haldast uppi að leigja hina þröngu og óþægilegu bekki sína á því okurverði, sem raun ber vitni um? Allir Reykvíking ar hljóta að hneykslast á því, að það skuli kosta sa.ma að fara á kvikmynöasýningu í þessum 'kumbalda og t.d. í kvik myndahús Háskólans. Um eld- hættu og ótölulegan fjölda ókosta ,,.hússins“ fjölyrði ég ekki. B.H.“ ^ Sjaldan Næsti bréfritari er með ábendingu, sem Velvakanda hefur ósjaldan borizt: „Kæri Velvakandi Að marggefnu tilefni í dag- blöðum og jafnvel bókum (a.m.k. tvígefnu í Morgunblað- inu í dag) langar mig til að biðja þig að aðstoða mig við að 'koma á framfæri lítilsháttar tölvísi í þágu almennings og sérstaklega í þágu sumra þeirra sem rita í blöð og bæk- ur. Það er leiðinlegt að sjá hvernig jafnvel lærðir menn ruglast í tiltölulega einfaldri tölvísi og það á prenti. Mætti ég því biðja þig að birta eftirfarandi þrjár jöfnur, sem ættu að vera a.m.k. öllu meðalgreindu fólki auðskildar: sjaldan = sjaldan, ósjaldan = ekki sjaldan, ekki ósjaldan = sjalöan. Eins og þessar jöfnur bera með sér, er frá tölvísisjónar- miði, orðatiltækinu „ekki ósjaldan" <xf aukið í íslenzku máli. Vinsamlegast. „Töl vis.“ ★ Þjóðaratkvæði Loks er hér stutt brétf um hægri og vinstri: „Til Velvankanda. Ég vil taka mér penna f hönd og skrifa þér í fyrsta sinn. Það er ekki kvörtun, því ég er ánægð með tilveruna yfir leitt. En breytingu úr vinstri akstri í hægri finnst mér tíma- bært að mótmæla. Þau rök sem áhangendur hægri afcsturs færa fram, eiga sér engar stoðir. Ég andmæli ekki vegna þess, að erfitt sé að vikja til hægri, Þeir sem dvalið hatfa t.d. í Dan- mörku og það eru ekki svo fáir landar, þeim hetfur ekki fund- ist neitt effitt að hjóla til skóla eða í vinnu hægra magin. (Hef verið þar í 4 ár). En við sem munum greiða kostnaðinn eigum krötfu á þjóð- aratkvæðagreiðslu um þetta mál.“ ^ Prentvillupúkinn I bréfi frá Birni Indriða* syni, sem birtist bér í dálkun- um fyrir nokkrum dögum, sagði, að Evrópubilar væru með stillanlegum hjóliun. Hér átti að standa óstillanlegum hjól- um, en það er ósjaldan, að prentvillupúkinn láti taka til sín, þegar um ýmis framfara- má'l er að ræða. Hann er greini- lega á móti hægri handarakstrL Vil ráða járniðnaðarmenn vana rafsuðu, til starfa við tankasmíðar nú þegar Þeir sem hefðu áhuga á þessu starfi hringið í 51870 í kvöld og næstu kvöld eftir kl. 20 þar sem nánari uppl. verða veittar. Gamlar bækur Næstu vikur seljum við mörg hundruð gamlar, ódýrar, íslenzkar bækur — Ýmsar fágætar. Bókaverzlun Stefáns Stefánssonar Laugavegi 8 — Sími 19850.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.