Morgunblaðið - 17.02.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.02.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. fébrúar 1966 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstj órnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 95.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Simi 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. MISSKILNING URINN UM INNISTÆÐU- BINDINGUNA ¥»ess misskilnings gætir öðru * hvoru að innstæðubinding in valdi því að minna fé sé til ráðstöfunar til meginat- vinnuveganna, þótt þessu sé algjörlega öfugt farið. Sann- leikurinn er sá, að annar meg intilgangurinn með bindingu sparifjárins er einmitt sá, að hafa fé til styrktar sjávarút- vegi og landbúnaði og væntan lega bráðlega einnig iðnaði, því að fjármagninu er að verulegu leyti varið til endur kaupa afurðavíxla. Raunar hefur innstæðubindingin einn ig haft þann tilgang að tryggja gjaldeyrisvarasjóði, sem nú eru orðnir svo öflug- ir að naumast er þörf að styrkja þá mikið frá því sem nú er. Morgunblaðið hefur aflað sér upplýsinga um innstæðu- bindinguna fyrstu ellefu mán uði síðasta árs og nam hún 259 milljónum króna, en árið áður var hún á sama tíma 302 milljónir. Aukning endurkaupa af- urðavíxla sjávarútvegsins nam á sama tíma 200 millj. króna, en árið á undan 84 milljónum og endurkaup af- urðavíxla landbúnaðarins námu í fyrra 201 milljón en árið á undan 77 milljónum. Hvort tveggja miðað við tíma bilið janúar til nóvembar. — Sézt á þessu að fjarri lagi er að halda því fram, að inn- stæðubindingin hafi skert lán veitingar til þessara atvinnu vega. Þá er þess einnig að geta, að á fyrstu ellefu mánuðum síð- astliðins árs var aukning heildarútlána banka og spari- sjóða 1461 milljón króna, en árið á undan 892 milljónir. Á sama tíma var aukning heild arinnlána hjá bönkum og sparisjóðum 1265 millj. kr. en árið á undan 913 milljónir. Þannig hefur útlánaaukn- ing orðið verulega meiri en aukning heildarinnlána. Að vísu er hæpið að miklast yfir því, vegna þess að útlána- aukning umfram innlán eyk- ur á verðþenslu, en þá ættu menn líka að skilja, hve frá- leitt er að halda því fram að útlánin séu of lítil. Þau hafa aldrei verið neitt nándar nærri eins mikil og á síðast- liðnu ári og væri það vissu- lega hættuleg stefna að auka þau enn verulega. En þegar hliðsjón er höfð af því að innstæðubindingin er einmitt fyrst og fremst gerð til að bæta hag megin- atvinnuveganna ættu þeir sem telja þá skorta fjármagn frekar að krefjast meiri bind ingar til að takmarka útlán til annarra hluta. En ef til má þó segja að nokkuð hafi skort á að mál þessi væru skýrð og þessvegna hafi menn fest trúnað á þær fullyrðing- ar stjórnarandstæðinga að innstæðubindingin þrengi hag atvinnuveganna. GRÖSKA / SKIPASMÍÐUM CJíðastliðinn þriðjudag var ^ hleypt af stokkunum 335 lesta stálskipi í Slippstöðinni á Akureyri. Skip þetta er stærsta skip, sem smíðað hef- ur verið hjá skipasmíðastöð hér á landi. Þessi viðburður sýnir glögglega, að skipasmíð ar landsins eru nú að ná sér á strik. Stærsti hluti hins mikla bátaflota, sem komið hefur til landsins á síðustu árum, hef- ur verið smíðaður í Noregi. Það er ekki vanzalaust fyrir mikla fiskveiðiþjóð að sækja báta sína til annarra landa í stað þess að smíða þá sjálf. Og jafnvel Færeyingar, sem eru þó miklu fámennari en við, virðast hafa komizt lengra í stálskipasmíði en íslendingar. En nú er ljóst, að mikill vöxtur er í stálskipasmíðum hér á landi. Sjósetning hins nýja báts á Akureyri er að- eins eitt f jölmargra dæma um það. í ræðu, sem Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráðh. flutti fyrir nokkru á fundi iðnrekenda, ræddi hann ítar- lega um stálskipasmíði hér á landi og sagði að það væri skoðun ríkisstjórnarinnar að stálskipasmíði innanlands væri eitt mesta hagsmuna- mál okkar íslendinga. Iðnaðarmálaráðherra skýrði frá því, að Efnahagsstofnunin hefði rannsakað þær umsókn- ir og áætlanir, sem fyrir lægju um eflingu og nýbygg- ingu dráttarbrauta og skipa- smíðastöðva. Samkv. þeirri at hugun virtist sem gera þyrfti stórátak á næstu fjórum til fimm árum og byggja drátt- arbrautir og skipasmíðastöðv ar fyrir um 200 millj. króna. Síðan sagði Jóhann Hafstein: „Þessar framkvæmdir hafa í ríkum mæli hafizt á s.l. ári. Á árinu sem leið hófust þær á Akranesi, Njarðvík og fram hald framkvæmda á ísafirði. Undirbúningsframkvæmdir og athuganir í Hafnarfirði og ráðagerðir um stórfram- kvæmdir á Akureyri, þar sem er dráttarbraut og skipasmíða stöð og áætlun um miklar ný- Roland Huntford (Observer): Svíar eygja viðskipti í austurátt TVEIR þekktir sænskir við- skiptajöfrar hafa sent sænsku ríkisstjórninni opið bréf, þar sem þeir hvetja til aukinna viðskipta við ríkin í Austur- Evrópu, sem þeir segja mun hagstæðari en verzlun við lönd í V-Evrópu, eins og sakir standa. Höfundarnir vekja athygli á því, að Svíþjóð sé þannig landfræðilega í sveit sett, að hún sé í raun og veru „á hlut- lausu svæði“ milli ríkjanna í A-Evrópu og Vesturlanda, sem reyndar reyni nú að auka við- skipti sín á milli, eins og hægt sé. Bréfritarar segja ennfrem- ur, að þrátt fyrir stjórnmála- ástandið nú á dögum, þá sé sá dagur ekki langt undan, er öll Evrópa verði einn markað- ur, frá sjónarhóli Svía séð, og því sé ekki óskynsamlegt, að sænska ríkisstjórnin geri við- eigandi áætlanir. Leggja þeir til, að hafnar verði viðræður við fulltrúa A-Evrópu og Vesturlanda. Bréf þeirra, sem þirtist í einu Stokkhólmsblaðanna, v i r ð i s t gefa til kynna, hver hefur verið tilhneiging sænskra iðnjöfra á undan- förnum árum. Það hefur haft mjög óhagstæðar afleiðingar fyrir Svía, að Bretar skyldu ekki fá aðild að Efnahags- bandalagi Evrópu, og hefur sú ákvörðun verið mikill Þránd- ur í götu aukinna viðskipta milli Efnahagsbandalagsins og Fríverzlunarsvæðisins, er Sví- ar eiga aðild að. Það hefur komið í Ijós, að Svíar hafa þurft að horfast í augu við allt að því óviðráðanlegan ytri toll Efnahagsbandalaigs- ins. Sérstaklega hefur þetta byggingar. Einnig eru áætlan- ir uppi á Seyðisfirði og Siglu- firði og um endurbyggingar dráttarbrautar í Keflavík .. til viðbótar má nefna myndar lega stálskipasmíði, sem haf- izt hefur í Stálvík h.f. og Stál skipasmiðju í Kópavogi. Ég geri ráð fyrir að á þessu ári hefjist stálskipasmíði á ísa- firði hjá Marzelíusi Bern- harðssyni........ Sama er í Neskaupstað, þar sem í bygg- ingu er stór dráttarbraut og gert er ráð fyrir, að hún geti tekið til starfa á næsta sumri.“ •Af þessum ummælum iðn- aðarmálaráðherra er ljóst, að allt í kringum landið hafa ris- ið eða eru að rísa fullkomnar skipasmíðastöðvar og dráttar- brautir. Þessar framkvæmdir munu leiða til þess, að bygg- ing æ stærri stálskipa mun færast meir og meir inn í land ið, og þannig á það líka að vera hjá mikilli fiskveiðiþjóð sem íslendingum. Ríkisstjórnin hefur unnið ötullega að því að gera mönn- komið hart niður á viðskipt- um Svía við V-Þjóðverja, en Þjóðverjar voru áður ein helzta viðskiptaþjóð Svía. Sovétrikjunum, sem tók fyrir viðskipti (innflutning) frá lör.dum í V-Evrópu, en þar var frekar um að ræða hlé en endalok. Þótt sænskir kaup- menn í Petrograd (Leningrad) og Moskvu þyrftu að snúa heim, þá leið ekki á löngu, áður en verzlunarfélög í Sví- þjóð hófu á ný viðskipti við Úr verksmiðju í Svíþjóð Á undanförnum árum hafa ríkin í A-Evrópu haft efni á að auka innkaup sín frá Vest- urlöndum, en jafnframt hafa sænskir útflytjendur reynt að afla sér nýrra viðskiptasam- banda í Sovétríkjunum og A- Evrópu, til að mæta minnk- andi útflutningi til landa Efnahagsbandalagsins. Hér er um að ræða hægfam breytingu, ekki stökkbreyt- ingu. Allt frá þeim tímum, er norrænir víkingar nutu virð- ingar og skutu mönnum skelk 1 bringu, hafa Svíar verzlað við Rússland og löndin í A- Evrópu. Það var byltingin í um fært að leggja út í þessar framkvæmdir. Dráttarbraut- um og skipasmíðastöðvum hef ur verið heitið ríkisábyrgð skv. ákvæðum laga um það efni, sem iðnaðarmálaráð- herra beitti sér fyrir. Einnig hafa tollar verið afnumdir af innfluttum dráttarbrautum og tollar af efnivöru til drátt- arbrauta að öðru leyti endur- greiddir. Gert er ráð fyrir að hið opinbera þurfi að útvega 50—55% lánsfjár til þessara framkvæmda, aðili sjálfur leggi fram um 25% og 20% fáist í erlendum lánum. Fyrir dugnað og djörfung athafnamanna í þessari grein og eindreginn stuðning núver andi ríkisstjórnar er nú mikil og vaxandi gróska í skipa- smíðum hér á landi. Að þeirri þróun ber að stuðla með öll- um tiltækum ráðum. ENGIN ÖNNUR LEIÐ 17" ommúnistamálgagnið ræddi í forystugrein í gær Rússland. Sviþjóð liggur að Eystrasalti, og hlutleysi þess hefur fallið flestum ríkis- stjórnum í geð. Gömul verzl- unarsambönd í löndum Sovét- ríkjanna hafa þó megnað að brjóta niður meginið af þeim grunsemdum, sem nútíma Sovétborgarar ala á í garð vestrænna þjóða, að því er Svía snertir. Svíar hafa farið höndum um margar vörur, sem sendar hafa verið milli Sovétríkjanna og Vesturlanda. Á undanförn- um árum hafa Svíar selt til Sovétríkjanna mikinn hluta af stálrörum þeim, sem notuð eru Framh. á bls. 17. um dómana yfir Syniavsky og Daniel, sem hrundið hafa a£ stað þungri mótmælaöldu um heim allan. Og af því að margir eru furðu lostnir yfir þessum aðförum, reynir kommúnistamálgagnið að vera það líka. En blaðið flask- ar á einum einföldum hlut í þessu sambandi. Það þarf ekki að láta í ljós neina undr- un á þessum atburðum. Það ætti að hafa gert sér grein fyrir því, að kommúnisminn þolir ekki frelsi, allra sízt prentfrelsi. Það er kerfið sjálft, kommúnismin'n sjálfur, sem sumir hafa haldið að væri að breytast en getur ekki breytzt til batnaðar. — Kommúnisminn er þetta ó- frelsi, sem fram kemur í dom unum yfir rithöfundunum tveimur og ef kommúnista- málgagnið vill berjast gegn þeim dómum verður það að skera upp herör gegn komm- únismanum sjálfum. Það er engin önnur leið til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.