Morgunblaðið - 17.02.1966, Blaðsíða 26
26
MORGU N BLAÐIÐ
Fimmtudagur 17. febrúar 196?
x-ÍSSkSSRSW-: K***‘ W-Wfí * ' * .................... «lW ..:>: ■
Sexþrauiarkeppni KR.
KR-ingar í 65 m.
grindahlaupi inni
NÆSTSÍÐASTA greinin, sem
keppt var í á vegum KK-inga í
sexþrautinni nafntoguðu, var
ekki síður nýstárleg en fjórða
greinin, 25 m hlaupið. Miðviku-
daginn 9. febrúar fór fram
keppni í 65 m grindahlaupi. —
Hlaupið var eftir U-laga braut
með tveimur grindum á hvorri
langhliðinni, samtals fjórum.
Beygjan var mjög kröpp, enda
kom á daginn, að hún varð erfið-
ust viðfangs og réði e.t.v. úrslit-
unum að mestu leyti. Sigurvegari
varð Ólafur Guðmundsson með
nokkrum yfirburðum. Þetta er
fyrsta grein þrautarinnár, sem
hann hlýtur sigur í, en síðasta
grein þrautarinnar mun verða
300 m hlaup. Sennilega hefur ,
aldrei verið keppt í svo löngu i
hlaupi innanhúss hér á landi og
verður fróðlegt að sjá hvernig
slíkt tekst í framkvæmd. —
Kannski fá íslenzkir ffjálsíþrótta
menn bráðlega tækifæri til að
reyna sig í hinni nýju og glæsi-
legu íþróttahöll í Laugardal og
e.t.v. reynist kleift að keppa í
stuttum hlaupum þar, jafnvel
millivegalengdum.
Úrslit í 65 m grindahlaupi:
sek.
1. Ólafur Guðmundsson 10.0
2. Björn Sigurðsson 10.4
3. Sigurður Björnsson 10.5
4. Úlfar Teitsson 10.6
5. Valbjörn Þorláksson 10.6
6. Trausti Sveinbjörnsson 10.7
8. Ólafur Sigurðsson 11.0
9. Nils Zimsen 11.8
10. Kóbert Þorláksson 11.9
Stigakeppni fyrir síðustu grein:
1. Valbjörn Þorláksson 10 stig
2. Ólafur Guðmundsson 21 —
3. Björn Sigurðsson 25.5 —
4. Nils Zimsen 35 —
Körfuknattleiksmótið í kvöld:
_ *
KR og Armann mætast
— og einnig IR og ÍKF
ISLANDSIMÓTIÐ í körfuknatt-
Jeik heldur áfram í kvöld,
fimmtudaginn 17. febrúar, að
Hálogalandi kl. 8,15. Þá fara
fram tveir leikir í fyrstu deild,
sem báðir hafa mikla þýðingu.
Fyrri leikurinn verður. milli
ÍR og ÍKF. Þeir ÍKF-menn hafa
sýnt mikinn baráttuvilja og
dugnað í mótinu hingað til, þótt
ekki hafi þeim enn tekizt að
bera sigur úr býtum. ÍR-ingar
leika ekki með fullum styrk-
leikar frekar en fyrri daginn,
því einn sterkasti leikmaður
mótsins, Birgir Jakobsson, slas-
aðist á fæti fyrir skömmu og
getur því ekki leikið með. Síðari
leikurinn verður milli hinna
gömlu keppinauta, Ármanns og
KR. Alltaf hefur verið hörð
keppni milli þessara liða og get-
ur brugðizt til beggja vona nú
sem fyrr um úrslit.
Þrjú lið eru nú taplaus í mót-
inu og lítur röðin þannig út:
Ármann 2 leikir 4 stig
ÍR 1 leikur 2 stig
KR 1 leikur 2 stig
* ÍKF 2 leikir 0 stig
KFR 2 leikir 0 stig
Eftir leikina í kvöld munu
línurnar sennilega skýrast nokk
uð og verður gaman að fylgjast
með hverju fram vindur, því
sjaldan hafa liðin í íslandsmóti
verið eins jöfn að styrkleika og
að þessu sinni.
Keppnin hefst kl. 8,15.
Á Akureyri hefur verið mikill og góður skíðasnjór og bæjarbúar notað sér það í ríkum mæli.
Við Skíðahótelið hefur verið séð um skíðakennslu. Myndirnar eru teknar í skíðalandi Akur-
eyringa, þar sem hvergi sér á dökkan díl — og þar sem f jöldi fólks nemur skíðalistina.
Húsavík
STÓRSVIG-FIRMAKEPPNI
Völsungs fór fram í Húsavíkur-
fjalli síðastliðinn sunnudag. 50
firmu tóku þátt í keppninni.
1. Varði h.f., keppandi Gísli
Vigfússon 46.1 sek.
2. —3. Rafv.st. Arnljóts Sigur-
keppandi Sigurður Hákon-
arson 47.0 sek.
2.—3. Hlynur s.f. keppandi
Þórhallur Bjarnas. 47.0 sek.
Brautin var 700 m. löng, hlið
28. Veður og færi var ágætt og
mikill fjöldi áhorfenda fylgdist
með keppninni sem var mjög
spennandi og aðeins sekúndu-
brot skildu að fjölda keppenda.
Keppt var um fagran silfur-
bikar sem K. Þ. gaf til keppn-
innar.
Skíðaráð Völsunga sá um
mótið.
Kappleikir unga fólksins
Hörkukeppni í yngri fl. kvenna
og hjá „gömlu mönnunum"
UM helgina fóru fram þrír
leikir í II. flokki kvenna.
Ármann — Víkingur 3:3
Þetta var nokkuð jafn leikur
frá byrjun. Fyrsta mark leiksins
skoraði Eygló fyrir Ármann, en
Víkingsstúlkurnar jöfnuðu á
sömu mínútu. Mínútu síðar kom
ast Víkingsstúlkurnar yfir og
var þar að verki Björg. Var nú
barist á báða bóga og Ármanns-
stúlkurnar greinilega ákveðnar
að jafna metin, en það tókst
ekki í fyrri hálfleik því á 10. og
jafnframt síðustu mínútu fyrri
hálfleiks tóks Björgu í Víking
að skora þriðja mark ' Víkings.
Staðan í hálfleik 3:1 fyrir Vík-
ing,
Ármannssstúlkurnar komu nú
einbeittar til leiks og eftir að
tvær mínútur voru liðnar af
seinni hálfleik skorar Eygló
annað mark Ármanns. Færðist
nú harka og fum í leikinn. Vík-
ingsstúlkurnar reyndu sem
ákafast að bæta við mörkum en
tókst ekki. Á 9. mínútu tókst
Ármannsstúlkunum að jafna
með marki af línu. Lauk þannig
leiknum með jafntefli 3:3.
Víkingsliðið er að sækja sig
mjög mikið, þær áttu þarna
prýðisgóðan leik þar til á síð-
ustu fimm mínútunum. Beztar
voru þær Björg, Arnfríður og að
ógleymdri dömunni í marki.
Ármannsliðið er einnig að
sækja sig, en því miður treysta
þær of mikið á skothörku
Eyglóar, sem átti góðan leik.
K.R. — Í.B.K. 4:2
K.R.-stúlkurnar byrjuðu á að
skora fyrsta mark leiksins og
var þar að verki Lóa sem er
örvhent og er lagin við að skora
mörk.
Í.B.K.-stúlkunum tókst að
jafna úr vítakasti, sem Vigga
átti auðvelt með að skora úr.
Á 7. mínútu misnota K.R.-stúlk-
urnar vítakast, en Arndís kom
K.R. yfir með fallegu marki af
línu. Fleiri urðu mörkin ekki í
fyrri hálfleik. Leikurinn var
nokkuð jafn í byrjun seinni hálf
leiks, en á 6. mín. taka K.R.-
stúlkurnar af skarið og skorar
Lóa þriðja mark K.R. af línu.
Tveim mínútum síðar bæta
K.R.-stúlkurnar við sig fjórða
markinu og skoraði það fyrir-
liði liðsins, Anna, af línu.
Á síðustu mínútu leiksins
skoruðu svo f.B.K.-stúlkurnar
síðasta mark leikgins. Leiknum
lauk því með réttlátum sigri
K.R.-stúlknanna 4:2.
K.R.-stúlkurnar áttu góðan
leik, beztar voru þær Lóa, Arn-
dís og Anna fyrirliði, ásamt
markverði liðsins.
Í.B.K.-stúkurnar léku ágæt-
lega og eru nú orðnar rólegri
í leiknum, bezt var Vigga.
F.H. — Víkingur 1:7
Víkings-stúlkurnar unnu leik-
inn með góðri markatölu sem
ekki gefur þó nógu r-étta mynd
af styrkleika liðanna.
Víkingsliðið sækir sig í hverj-
um leik, og er ekki vafi á því
að þær eiga eftir að verða þeim
liðum sem þær eiga eftir að
leika við í mótinu erfiðir keppi-
nautar. Með Björgu, Arnfríði og
Guðrúnu í fararbroddi.
F.H.-liðið var í leik þessum
hikandi, en ég er sannfærður
um að þær eiga margt betra til
í pokahorninu, en kom fram i
leik þessum. Því fyrsti leikur
vetrarins er alltaf erfiður.
Aðrir leikir sem fór fram um
helgina, voru einnig margir
hverjir spennandi.
f I. flokki kvenna fóru fram
þrír leikir og lyktaði þeim
þannig.
Valur — Ármann 8:2
Þetta var skemmtilegur leikur
og komú þarna fram kunnugleg
andlit í Ármannsliðinu, lands-
liðskonurnar Rut Guðmunds-
dóttir og Svana Jörgensdóttir
ósamt Sigríði Lúthersdóttur.
Valur — Fram 2:4
Framliðið var betra í leik:
þessum og voru þetta réttlát úr-
slit. Hinsvegar voru Valsstúlk-
urnar óheppnar og létu verja
frá sér tvö vítaköst.
Víkingur — Ármann 4:7
Ármannsliðið lék betur og
átti sigur skilið gegn ungu Vík-
ingsliði.
Þá fóru einnig fram þrír leikir
í I. flokki karla.
Þróttur — f.R. 17:9
Þróttararnir áttu ekki í nein-
um vandræðum með Í.R.-ingana,
sem léku slappan sóknarleik.
F.II. — Haukar 18:8
F.H.-liðið sigraði nágranna sína
Hauka með yfirburðum. Með
F.H.-liðinu léku kunnir kappar
svo sem Geir Hallsteinsson,
Ólafur Thorlacius körfuknatt-
leiksmaður, og Þórarinn frjáls-
iþróttamaður.
Frh. á bls. 27