Morgunblaðið - 19.02.1966, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.02.1966, Qupperneq 2
2 MORGU N DLAÐIÐ Laugardagur 19. ftebrúar 1960 Stjómarkjör í Mörara- félagi Reykjavíkur Listi Lýðræðissinna er A-listi STJÓBNARKOSNING fer fram í Múrarafélagi Reykjavíkur nú um helgina. Kosið er í skrifstofu félagsins, Freyjugötu 27 og hefst kosningin í dag kl. 1 og stendur til kl. 9 í kvöld. Á morgun (sunnudag) verður kosið frá kl. 1 e.h. til 10 s.d. og er þá kosn- ingunni iokið. Tveir listar eru í kjöri: A-listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs, sem studdur er af lýðræðissinn- um og B-listi kommúnista. A-listi stjórnar og trúnaðar- ráðs er þannig skipaður: Aðalstjórn: Formáður: Hilmar Guðlaugs" son, Háaleitisbraut 16, varafor- maður: Einar Jónsson, Freyju- götu 27, ritari Brynjólfur Ás- mundsson, Sólheimum 24, gjald- IVIagni braut ísinn DRÁTTARBÁTNUM Magna, sem fenginn var til að brjóta ísinn á Arnarvoginum, gekk á- gætlega með það blutverk og braut 40 cm. þykkan ís. Mun hafa gætt nokkurs miss'kilnings er sagt var í blaðinu að hann hafi þurft frá að bverfa. Hann hætti ekki fyrr en hann komst ekki nær landi og braut ísinn meðan 'hann flaut. I>á var eftir ísrönd, sem þurfti að sprengja. keri: Kristján Haraldsson, Lóka sttg 20, gjaldkeri styrktarsjóðs, Helgi S. Karlsson, Háaleitisbraut 20. Varastjórn: Ragnar H. Þorsteinsson, Kárs- nes'braut 81, Páll Jónasson, Elfsta sundi 76, Ágúst Guðjónsson, Löngubrekku 30. Trúnaðarmannaráð: Jón G. S. Jónsson, Kvistlhaga 29, Jóihannes Ögmundsson, Hraunbraut 5ð, Sigurður Jónas son, Lindarbraut 6, Sigurjón Sveinsson, Miðtúni 3, Tryggvi HalldórS9on, Akurgerði 46, Þórir Guðnason, Hverfisgötu 11. Varamenn: Jón K. Þórðarson, Grensásveg 60, Jón V. Tryggvason, Kleppe vg 20, Jörundur Guðlaugsson, Hjallabr. 7. Múrarar, vinnið ötullega að sigri A-listans og tryggið glæsi- legan sigur hans. STÁL HÆKKAR í USA New York, 18. febr. NTB. • Bandaríska stálfyrirtækið „The United States Steel Cor poration“ hækkaði í dag stál- verðið um fjóra dollara pr. tona Sænskur sjónleikur frumsýndur á Akureyri AKUREYRI, 18. feb. — Leik- félag Akureyrar frumsýndi í gærkvöldi sjónleikinn Sweben- hielms-fjölskyldan, eftix sænska höfundinn Hjalmar Bergman í þýðingu sr. Gunnars Árnasonar. Leikurinn hefur ekki verið sýnd- ur áður hér á landi. Leikstjóri var ungfrú Ragn- hildur Steingrímsdóttir. Leik- tjöld gerði Aðalsteinn Vest- mann. Leikendur voru 9 og með stærstu Ihlutverk fóru Guðmund ur Gunnarsson, Þórhalla >or- steinsdóttir, Jón Kristinsson, Þórey Aðalsteinsdóttir, Hjálmar Jóhannesson og Sunna Borg. Húsfyllir var og frumsýningar gestir tóku leiknum ágætlega. Leikendur og leikstjóri voru hylltir í leikslók með blómum og lángvinnu lófataki. Næsta sýning á sjónleiknum verður á sunnudagskvöld. — Sv.P. HÆÐIN yfir Grænlandi var heldur í vexti í gær og herti á NA-áttinni út af Vestfjörð- um, en annars var hægviðri og léttskýjað um allt land. Frost var allmikið á Norður- landi, 15 stig á Akureyri um hádegið, eh frostlítið á annesj um, og víða austan lands var eins stigs hiti um nónbilið. Veðurhorfur kl. 22 í gær- kvöldi: Suðvesturmið: All- hvöss SA-átt, skýjað. Suðvest urland til Breiðafjarðar og miðin: NA-kaldi, léttskýjað. Vestfirðir: NA-kaldi og síðan stinningskaldi, él norðantil. — Vestfjarðamið: Allhvöss ogsíð ar hvöss NA-átt, él norðantil. Norðurland og miðin: NA- kaldi, stinningskaldi á miðun um, dálítil él, einkum á mið- um og annesjum. Norðaustur- land og miðin, Austfjarðamið: NA- og N-gola og síðan kaldi, smáél. — Austfirðir: N-gola og síðan kaldi, smáél norðan- til, annars léttskýjað. Suðvest urland: NA-gola og síðan kaldi, léttskýjað. Suðaustur- mið: NA-kaldi og skýjað. — Austurdjúp: N-kaldi og dálítil óh í GÆR kom til Reykjavíkur flugvéi hertogans af Edinborg, af Avro Andover gerð. Er hún á leið vestur um haf í veg fyrir hertogann, sem ætlar að nota hana á leið sinni frá Ameríku í næsta mánuði og kemur hann þá við hér. Átti flugvéiin að halda áfram í dag kl. 10,30 til Syðri- Straumfjarðar. Affgreiðslubann í USA ú skip frá löndunt er leyffa siglingar ffil N-Vieffnam? Miami, 18. febrúar. NTB-AP STJÓRNIR sambanda banda- rískra sjómanna og hafnar- verkamanna hafa tilkynnt Lyndon B. Johnson, Banda- ríkjaforseta, að þau muni inn Að undanförnu hafa birzt í blöðúnum áuglýsingar frá Veiði- félagi Kjósarhrepps, þar sem óskað hefur verið eftir leigu- tilboðum í Kjósarsvæðið. Svo sem kunnugt er, hefur Stanga- viðifélag Reykjavíkur haft Kjós arsvæðið á leigu mörg undan- farin ár. í fjarveru Agnars Kof- oed-Hansens, formanns SVFR, sneri Mbl. sér til óla J. Óláson- ar, formanns félagsins sem mál- um þessum er kunnugur, og spurðist fyrir um Kjósarsvæðið með tilliti til SVFR, og önnur almenn veiðimál. Hann sagði: „Um Kjósarsvæðið er það að segja, að Stangaveiðifélagið hef- ir um langt árabil haft þetta veiðisvæði á leigu. Síðasti samn- ingur var gerður 1963 til 5 ára. í þessum samningi er gert ráð fyrir endurskoðun leigunnar 3 síðari árin og ákvæði um að ef ekki semst um leigu-upphæð skuli leitað tilboða, og hefir SVFR rétt til að ganga inn í hæsta boð, eða réttara sagt hef- ir forleigurétt í næstu 3 ár. Þrátt fyrir það að félagið greiddi það háa leigu sl. ár að ekki tókst að selja alla veiðidaga í Laxá, vildu veiðiréttareigendur samt hækka leiguna nú verulega, og var þá tekinn sá kostur að leita tilboða í veiðisvæðið. í þessu sambandi má geta þess að samkvæmt skýrslum sem SVFR hefir látið gera, er laxafjöldi per stangar- dag einna lægstur og kílóið í veiddum laxi dýrast á Kjósar- svæðinu, af þeim veiðisvæðum sem félagið hefir. Það virðist nú gæta nokkurr- ar stöðvunar í því gífurlega kapphlaupi, sem verið hefir að undanförnu um laxveiðiár. Gætnir veiðieigendur vilja nú margir semja við ábyrg félög án útboðs, vegna ótta um að leigutilboð fari lækkandi. Má an skamms setja algert hann á afgreiðslu skipa frá lönd- um, sem viðskipti eiga við Norður-Vietnam eða leyfa siglingar þangað. Ef úr slíku banni yrði, tæki það til vera að tilraunir sem gerðar hafa verið um að leigja góðar veiðiár á erlendum markaði, virðast ekki hafa borið mikinn árangur upp á síðkastið. Nefna má að Víðidalsá í Húnavatnss. hefir nú verið leigt án útboðs fyrir svipað eða ekki hærra verð en sl. ár. Sagt er og að Laxá í Ásum muni lækka mikið frá síðasta ári og svo mun um fleiri veiðisvæði. SVFR mun nú fá meginhlutann af Víðidalsá næsta sumar. Eigendur hennar munu einnig bæta aðsfiðu veiðimanna þar, með endurbót- um á veiðihúsinu, og húsgögn- um í það, lagfæringu á vegum o.fl. Er það mjög virðingarvert þegar veiðiréttareigendur hafa góðan skilning á að gera eitthvað gagnlegt fyrir veiðisvæðin og aðstöðu við þau, en horfa ekki eingöngu í stundarhagnað. Annars hefir hið síhækkandi verð á stangaveiði undanfarin ár gert það að verkum að fjöldi gamalla og reyndra veiðimanna eru að hverfa frá þessu holla og skemmtilega sporti. Það gefur og auga leið, að þegar hægt er að fara góða skemmtiferð til útlanda fyrir sarna verð og 3ja daga veiðileyfi kostar í góðri á hér þá fara menn að hugsa sig um. Einnig má geta þess að iji hafa opnast meiri möguleikar á að fara í veiðiferðir í góð fiski- vötn á hálendinu, með mjög við- ráðanlegum kostnaði. Þar sem ég er nú aðeins vara- maður í stjórn SVFR, er mér ekki nægilega kunnugt um slirf in. En vitað er að stjórnin er nú í óða önn að undirbúa sum- arið, ganga frá leigusamningum o.s.frv. Þess má geta að félagið hefir nú fengið inni í íþrótta- höllinni í Laugardal fyrir kast- æfingar og kastmönnum ráð- lagt að notfæra sér þetta“ sagði Ó1 J. Ólason. hundruða skipa frá fjölmorg- um ríkjum, þar á meðal frá Frakklandi, Bretlandi, Dan- mörku, Svíþjóð, Noregi og Ítalíu. Samböndin. sem banninu hóta, eiga aðild að verkalýðssamtök- um Bandaríkjanna AFL-CLO. í síðustu viku var haldinn fundur stjórna þeirra á Miami og þar rætt um fyrrgreint bann. Að fundinum loknum var Johnson, forseta, sent skeyti, þar sem skýrt var frá fyrrgreindri ákvörðun. Þar sagði meðal annars, að sigl- ingar til Norður-Vietnam öfluðu blóðpeninga, er rynnu í vasa út- gerðarmanna og gróðaafla í hin- um svokölluðu bandalagsríkjum Bandaríkjanna — og veittu stjórn Norður-Vietnam stuðning. Þetta gætu Bandaríkjamenn ekki sætt sig við — og væri nú kominn tírni til að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Haft var í dag eftir formanni siglingadeildar AFF-CIO, 'Paul Hall, að leiðtogar samtíandanna myndu koma aftur saman til fundar í Washington eftír nokkr- ar vikur. Væri Bandaríkjastjórn þá ekki búin að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir frek- ari siglingar skipa frá vinveittum þjóðum, m.a. frá NATO ríkjum, til N-Vietnam, yrði banninu hrint í framkvæmd. Fyrir u.þ.b. tveimur árum boð- uðu sambönd þessi slíkt bann á skip, sem fluttu hveiti til Sovét- ríkjanna — en þá skarst Johnson, forseti, í leikinn og fékk forvíg- ismenn þeirra til að aflýsa bann- inu. Vor boðaf undik :* * á mánudag Hafnarfirði — Næstkomandi mánudagskvöld heldur Sjálfstæð iskvennafélagið Vorboðinn aðal- fund sinn í Sjálfstæðishúsinu og hefst hann kl. 8.30 síðd. Auk venjulegra aðalfundarstari'a, mun frú Etin Jósefsdóttir bæjar- fulltrúi flytja erindi um bæjar- málefni, spiiað verður bingó og kaffi framreitt. Eru Vorboðakonur hvattar tii að fjölmenna á aðalfundinn. Stöönunar gætir í leigukapphlaupinu segir Óli J. Ólason fyrrv. form. SVFR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.