Morgunblaðið - 19.02.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.02.1966, Blaðsíða 3
í-augardagur 19. febrúar 1966 MORGUNBLADIÐ 3 Kólgubakkarnir í norðri eru vísir til að hella úr skálum reiði sinnar, þegar minnst von- um varr; hann er ótryggur þorradagurinn og varlega skyldi treysta honum eftir þessa líka þokkalegu drauma, þar sem fram runnu breiðar hjarðir lagðprúðra sauða og fóru mikinn. Líkast til fer hann með norðanbyl og því ekki eftir neinu að bíða, bezt að fara í húsin og gefa fénu áður en bregður birtu. I Eins og að líkum lætur fer féð ekki langt frá húsunum, meðan gefið er á garðann, og Stóra hnýfla ,sem í er dálítil forysta, úrkynjuð vegna blönd- unar um marga ættliði, stend- ur næst dyrum og hnubbar dyrastafinn óþolinmóð. Sumar ærnar stangast önugar, marg- ar gnísta tönnum. Þegar opnað er, ryðst hópurinn inn, hver sem getur, og óðara hefir hjörð in öil raðað sér á garðann. Ærn ar rífa heyið í sig áfergjulega, og bærilega kemur sér að þurfa ekki að tyggja ýkja-vel í svip, en mega láta það bíða betri tíma. Og grænt blik af augum - kindanna skjóta leiftrum hér og þar í hálfifökkri fjárhússins, en samræmur hugur hjarðar- innar berst irm í ringulreið | mannshjartans og sefar kvikar öldur. Seinna meir, þegar satt hefir verið sárasta hungrið og tuggan er upp étin, verða áhrif in værðarleg og dreymin, og úr menúettinium verður vöggu- vísa. Ein og ein kind á stangli tekur sig út úr röðinni við garðann og skokkar nokkrar lengdir sínar til að troða sér ennars staðar í von um að hitta á betri tuggu. Það er susum sama hver skepnan er í lífsbaráttunni, þegar hún hef- ir losnað við hugsjónina. | Þessi fjárhús eru ramger og nýtízkaileg og standast væntan- lega verstu veður. Þau íjoma fleira fé en kofarnir þrír, sem áður var dritað niður víðs vegar um túnið að viðbættum sauðahúsum, meðan þau voru og hétu, þar sem þau stóðu næstum því stundargang frá bænum. Og allt í einu rifjast upp vetrardagur fyrir mörgum árum. Lömbin hafa raðað sér á jötuna, sem er með fram veggjum lambhiissins. Þetta var snjóaveturinn mikla og vik um saman hefir ekki séð á dökkan díl. Og sem við sf/'ind- um þarna og virðum fyrir okk- ur lambahópinn, eru allt í eintu komnar mýs fram í veggj- arholurnar og hvima til okkar litlum, kringlóttum augunum i úr hverjum kima. Og fjármanns höndin fær snögga skipun um að þreifa niður í bak lamb- anna, þarna sem þau raða sér á jötuna. Og grunaði ekki Gvend , músin hefir lagzt á þrjú þeirra, búin að éta sg niður í mjúkt holdið við hrygg inn og hreiðra um sig í hlýrri ullinni. Á baki einnar gymbrar innar voru meira að segja tvö djúp sár. Aftur fékk fjármanns höndin afdráttarlausa skipun: Grípa eina mýsluna, hluta hana sundur og skella niður í sár- in. Eina óbrigðula ráðið til að sárið greri og ekki hlypi í það spilling. Enda fór svo í þetta sinn, að engu lambanna varð meint af, og þau voru öll vel fram gengin um vorið. Og við hitökkvum upp úr þessum hug- renningum frá löngu liðnum vetri við að stormurinn hremm ir þekjur húsanna, svo að hriktir í ræfrum. Það dregur súg með felluim. Hrossin hama sig úti og kroppa sér ekki lengur til gagns. í morgun kröfsuðu þau í óða önn. Verst, hvað þau fara illa með jinið, því að þau naga sinustrá og gróður alveg niður í rót. Ekki kemur annað til mála en losa sig við þau af túninu með vorinu, annars verð ur ekki hægt að hefja slátt- inn, svo að skammlaust sé í sumar. Hryssan er kulvísust, enda fylfull. Hún hímir ein sér undir kofaveggnum. Það er svo sem auðséð, að hún veit á sig vont veður grey-skarnið að tarna. Þegar kemur fram á vöku, er hann skollinn á með miklum fannburði og strekkingsvindi á norðan. Frostið hefir líka stig- ið með kvöldinu, svo að komið er versta veður. Gott er að vita allar skepnur tryggilega geymdar í húsi og ekki sakar að vita sig heybirgan, hvað sem í skerst. Við förum raunar ekki í graf götur um, að illviðrisstrokan lemst um þil og þekjur, en steinhúsið haggast ekki á traustum grunni. Aftur á móti leynir sér ekki, hverng hríðar- kófið berst um gluggana, þó að enginn minnsti gustur næði um tvfófalt glerið. 1 þvílíku veðri er engin dægradvöl á- nægjulegri en lestur þjóðsögu, þar sem rifjaðar eru upp sagn- ir um forinjur horfinnar tíðar. Rekumst við þá ekki fyrirvara- laust á frásöguna um þorra- þrælsbylinn í Odda. Þar segir frá því, hvernig Katrín ráðs- kona varð úti milli fjóss og bæjar á þorra þrælinn fyrir knöppum tveim- ur öldum, en önnur vinnuhjú björguðust við illan leik. Sum- ir náðu þó ekki heim fyrr en daginn eftir, heldur villtust á kotin í kring og hrakti þang- að illa til reika einhvern tíma nætur. Kvikindi hafa sum fálmara til að þreifa fyrir umhvérfi sínu. Enginn er þó svo anga- langur sem maðurinn. Stund- um flóir sálin um viða vegu eins og elfur, sem flæðir yfir alla bakka í leysingum og vatna hringinn og búast um í þrengra umhverfi en með þurfti í ljósi heiðra daga. Þá var um að gjöra að draga að sér angalí- urnar. Geðhrif þessa kdölds eru lík- ast til óverulegt áskyn geigs vöxtum. Þá þykir henni allir vegir færir og sér ekkert óvið- komandi. Þá er gaman að eiga viðfangsefni og áhugamál heima og heiman, blanda geði við hvern,' sem er, og hrífa viðurmælendur með sér út í iðuna og láta straumkastið skella á sér og finna sér vaxa ásmegin í hlífðarlausum átök- um við hverja þoranraun. Þessu er öfugt farið í kvöld. Allt með öðrum hætti, biddu fyrir þér. Nú hefir þú dregið að þér þrefangana, og þú vilt hafa kyrrt í kringum þig. Þú vilt að vísu fylla út í umhverfi þitt eins og endranær, en }\'i vilt minnka það, draga það saman, svo að þú getir seilzt til endi- marka þess með tómum hönd- unum. Þessi kennd sezt að í hryggnum að því leyti sem hún á nokkrun skilgreinanleg- an samastað. Fyrir þúsundum ára bjó raunveruleg og bráð hætta í myrkrinu og kuldan- um og veðurgnýnum. Skásta vörnin var að minnka umsvifa- eða hrolls aftan úr grárri forn- eskju. Og þau hafa fengið á- þreifanlega staðfestingu í lí-fi þínu, í bernsku þess einhverja myrka nótt, þegar eina örugga athvarf tilverunnar var í hálsakoti mömmu. Þú vilt hafa hávaðalaust í kringum þig og kúra |þig upp í rúmi með ævin- intýri í hönd, ellegar þú situr andspænis trúum vini þínum og skrafar við hann með rólegu bragði. Kannski eignast þú á þvílíku kvöldi stund trúnaðar og notalegrar værðar, eins og skenkt sé á eina skál af léttu víni. Og fjarlægur veðurþung- inn verður varnargarður um tryggilegan kima áþreifan- legrar nándar. Og þegar þú hefir hreiðrað um þig undir sænginni í hlýju svefnherberginu, seytlar ör- iggiskenndin niður í höfga svefnsins. Og ávæningur, alda- gamallar hrollvekju við bakið verður ókennilegur dropi í veig heillar skálar. Bjarni Sigurðsson Hey á Eskifirði ÞESSAR myndir voru teknar á Eskifirði fyrir skömmu, þeg ar Rangá kom þangað með hey. Fóru 61 tonn af heyi þar í land. Voru 45 tonrn send í Helgustaðahrepp og hitt í Kálkinn. — Tók fréttaritari blaðsins, Gunnar W., þessar myndir þegar unnið var að uppskipun heysins. Á stærri myndinmi er Rangá við hafnar bakkann og á bryggjunni standa verkstjórinn við höfn ina, hafnarvörðurinn og einn af bilstjórunum á heyflutn- ingabílunum. — Á hinni mynd inni er bíll komiran af stað út í sveit, í harðindalegt um- ' hverfi, hlaðinn heyi. ST/VkSTFlilAR Eríitt hlutskipti Síðan flett var ofan af glæpa- verkum Stalíns hefur ekkert það gerst í Sovétríkjunum, sem vald- ið hefur kommúnistum'bæði hér á landi og annars staðar jafn miklum sálarkvölum og réttar- höldin og dómarnir yfir rithöf- undunum tveimur. Þær þjániing- ar hafa birst á opinberum vett- vangi í Þjóðviljanum undan- farna daga. Einn daginn manna ritstjórarnir sig upp í það að gagnrýna dómana en fá svo eftir þanka og kvalir daginn eftir fyrir að ráðast á Sovétríkin og segja að þeim sem gagnrýna dómaroa, væri nær að ráðast á aðgerðir Bandaríkjamanna i Viet nam. Það er vissulega erfitt hlut- skipti að vera kommúnisti á stundum. Þjáningar Einn þeirra kommúnista, sem þjást hafa opinberlega af þess- um sökum, er Árná Bergmann, blaðamaður við Þjóðviljann, sem dvalizt hefur langdvölum í Sovét ríkjunum. Hann skrifar langa grein í Þjóðviljann í gær um réttarhöldin og eina bók Syni- avskys. í greiro þessari kemur ljóslega fram löngunin til þess annars vegar að verja Sovétríkin, hvað sem á gengur, og svo hins vegar viðleitni til þess að leggja sjálfstætt og raunsætt mat á við- burðina. Greinarhöfundur reynir að kasta rýrð á ritverk þessara höf- unda og litillækka þá með ýmsu móti. Og svo segir hann: Bækur Sinyavskys voru kallaðar and- sovézkar i réttarhöldunum, og undir það hefur verið tekið í vestrænum blöðum. Við getum fallizt á, að sú skilgreining sé rétt. Það sem beinlínás er ráðizt á í sovézkum veruleika í verk- um þessum, á reyndar fremur við um fortíð en nútið; flest stefnir það að Stalintímunum .... En það seni meiru skiptir er það, að verkunum er beint gegn þeim grundvallarhugmyndum, sem sovétskipulag býður upp á já og reyrodar sósíalískt þjóðfélag yfir- leitt“. Þeir, sem kynnt hafa sér verk Sinyavskys og vita að þar er áherzla lögð á listræna sköpun, þótt þar komi eironig fram þjóð- félagsleg gagnrýni. En benda má á þá staðreynd, að núverandi valdhafar í Sovétríkjunum hafa sýnt það og sannað með dómun- um yfir rithöfurodunum tveim, að sú þjóðfélagslega gagnrýni á ekki síður við um Sovétríkin undir stjórn núverandi valdhafa en áður. Það er kerfið sjálft sem er helsjúkt. Játningin En svo kemur játningin eftu^_ að greinarhöfundur er búinn að kveljast og þjást á fimm dálk- um. Játningiro hljóðar svo: „Því hefur verið haldið fram, að þau timabil séu í ævi þjóða, þegar styrjöld eða stríðshættur, fátækt og neyð og aðrar hörm- ungar gera allt tal um frelsi að fánýtu hjali. Að þvi er til Sovét- ríkjanma tekur er það tímabil liðið — sem hefur sannazt í æ öflugri og fjölbreyttari gagn- rýni innan þeirra á hinum síffiari misserum. Mál þeirra Sinyavskys og Daniels var próf- stein.n á það, hvernig tekið yrði við þeim verkum sem fara langt út fyrir gagnrýni, sem byggir að einliverju leyti á sovézku mati. Á því prófi féllu Sovétmenn, þeir misstu af tækifæri til að sanna fullkomlega og svo ekki væri um villzt, þær breytingar sem gerzt hafa í landi þeirra. Þvi þegar allt kemur til alls, er ekki hægt að leysa vandamál frelsis og þvirogunar í þjóðfélagi, sem hefur náð þroskia, nema með ein- um hætti: að dómstólar láti það afskiptalaust að skrifaðar séu bækur, sem ekki eru aöeins tald- ar gagnrýnar á hver um tíma, heldur og, ef svo ber dir, full- ar með níð og svívii„..igar“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.