Morgunblaðið - 19.02.1966, Síða 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 19. febrúar 1961
Féff á Leysingjastöðum rennur heim aff húsi.
Á Helgavatni í Vatnsdal þarf daglega aff sækja þúsund lítra af vatni í lind, því aff vatns-
bóliff er þrotiff.
Þorradagur í Þingi. Xúniff á Hnausum er autt og lítill snjór í Vatnsdalsfjalli.
X Útigönguhross.
Myndirnar tók Björn Bergmann
Á Leysingjastöðum
hross.
er moffi frá kúm kastaff fyrir útigangs-
„Nú er frost á fróni
— Ort fyrir 100 drum
Blönduósi, 17. febrúar.
Á ÞORRAÞRffiLNUM 1866
orti Kristján Jónsson kvæðið
„Nú er frO'St á fróni“, er síðan
Iþefur verið sungið um ger-
vallt landið. Þá var Iharðinda-
vetur einn hinn mesti á þeirri
öld. Veðrátta var þó mild
fram að áramótum en í janú-
ar rak hafís að landi, stór-
hríðar dundu yfir og brátt
tók að þrengjast í búi hjá
mönnum og málleysingjum.
Vorið var mjög kalt og víðast
grasbrestur um sumarið. Haf-
ísinn lá víðast fram undir
maílök og sumsstaðar fram í
ágúst.
Að 100 árum liðnum gekk
þorri í garð með frosti og
hreirrviðri. í»á mátti heita
snjólaust um alla Húnavatns-
sýslu. Veturinn hafði verið
óvenjukyrrviðrasamur en
mikil og langvarandi frost.
VatnSból voru sums staðar
þrotin um áramót og hafa þó
orðið meiri brögð að því síð-
an. í þorralok voru flest
vatnsból þrotin á vestursíðu
Vatnsdals. Hafa sum þeirra
aldrei þrotið áður síðan vatns
leiðslur voru lagðar frá þeim
Á Marðarmýri og Gilá stöðv
aðist rafstöð, sem er 18. árá
gömul. Ekki hefur áður skort
þar vatn. Bændurnir gripu til
þess ráðs að láta dráttarvél
snúa stöðinni, og síðan hafa
þeir nóg rafmagn.
Viku af þorra skall á norð-
angarður með fádaema stór-
viðri. Stóð sá veðralhamur í
þrjá sólarhringa en gekk ekki
jafnt yfir héraðið. T.d. .í Svína
dal varð aldrei slæmt veður
og kváðu bændur þar hafa
verið hsegt að beita fé alla
dagana. Ekki urðu teljandi
skaðar af veðrinu nema í
Höfðakaupstað, en þar varð
stórtjón, þök fuku af húsum,
bátur sökk í höfninni, raf-
leiðslur slitnuðu og fleira
gekk úr skorðum. Margir
bjuggust við, að allir vegir
yrðu ófærir, en þegar veðrinu
slotaði, voru flestir þeirra
færir og snjólaust að kalla
um mikinn hluta héraðsins.
Þrettánda dag þorra gerði
mikla logndrifu a Blönduósi
og morguninn eftir var þar
um 13 cm. lognsnjór. En á
sama tíma var austan stór-
hríð víða í héraðinu. Síðan
hefur verið kyrrt og bjart
veður. I
ísalög eru mikil á ám og
vötnum en önnur svellalög
ekki að sama skapi mikil, því
að áfreðar hafa aldrei komið
og margar dýjavætlur, sem
svellbunkar koma frá, ýmist
þorrnaðar upp eða óvenju- |
lega vatnslitlar. Haglendi er
hvarvetna í bezta lagi og úti-
göngulhross í ágætum iholdum.
Þorrinn, sem nú er að
kveðja, hefur verið kaldur og
hann sýndi á dögunum, að
kuldaklær hans geta enn klór
að óvægilega, iþó að harka 1
þeirra þá væri smámunir hjá
ósköpunum sem dundu yfir
fyrir 100 árum, og Kristján
Jónsson kvað um.
— Bj.B.
4
Blaðburðarfólk
vantar í eftirtalin hverfi:
Vesturgata, 44-68 Lauaaveg, 114-171
Aðalstræti
Skólavöxðustígur TÚngatQ
Kerrur undir blöðin fylgja hverfunum
SIMI 22-4-80