Morgunblaðið - 19.02.1966, Page 13

Morgunblaðið - 19.02.1966, Page 13
Laugarflagnr 19. feTrrúar 1969 MORC U N B LADIÐ 13 Dmierð og slysuhætto 70"» af bílum með hættuleg ökuljós Litið inn í Ijósastillingastöð F.Í.B. „LrJÓSEÐ, sem blindar getur orðið beggja bani“, stendur á auglýsingaspjöldum Umferða- nefndar Reykjavíkur, sem fest hafa verið upp víðvegar um borgina. Á næstunni mun Bif- reiðaeftirlit ríkisins auglýst nýjar reglur um ljósastillingu á ökuljósum bifreiða, sam- kvæmt reglugerðinni um gerð og búnað ökutækja, sem gefin var út 15. maí 1964. 20. júní s.l. opnaði Félag íslenzkra bif- reiðaeigenda . ljósastillingar- stöð að Langholtsvegi 171, þar sem pípugerð Reykjavíkur- borgar var áður starfrækt. f>ar geta allir ökumenn fengið stillt ökuljós bifreiða sinna samkvæmt hinum nýju starfs reglum, sem Bifreiðaeftirlitið ásamt Ljóstæknifélagi ís- lands hefur tekið saman. Þegar við litum inn í Ljósa- stillingastöðina í gærdag hitt- um við fyrir Björn Ómar Jóns son, forstöðumann stöðvarinn- ar, þar sem hann var að ljúka við að stilla Ijós á bíl og festa lítinn rauðan miða neðst í hægra horn framrúðu bílsins, til merkis um það, að bíllinn hefði farið í gegnum ljósastill ingu. Það má segja að þetta sé í fyrsta skiptið sem ákveðnar starfsreglur eru settar um þetta atriði, segir Björn Ómar Nokkur góð ráð í umferðinni SVO sem áður hefur verið að vikið á þessum umferðarsíð- um á laugardögum hér í Mbl., gera slys sjaldnast eða aldrei boð á undan sér. Það er þess vegna, sem það er svo nauðsynlegt að hafa augun alltaf opin og viðhafa fyllstu aðgát. Treysta aldrei á „að sleppa“, en vera alltaf viðbúin hinu óvænta. Augun á sífelldri hreyfingu Hiér fara á eftir stuttar leið- beiningar varðandi þeitta atriði, sem er svo mikilvægt í öllum akstri. 1 akstri er áríðandi að hafa augun á sifelldri hreyfingu, syo að þú, ökumaður góður, missir ekki af neihu, sem er að gerast í kringum þig. Þú verður að geta séð bif- reiðarnar og fólkið, sem er á undan þér og til Wiðar við þig. Þetta þýðir það, að þú rnábt ekki horfa. of lengi á sarna hlutinn, en það getur orðið til þess, að þú missir af einhverju, sem hætta felst í. Hreyfðu augun reglulega til hliðar og líttu oát í bakspeg- ilinn. Með þessu móti nærðu góðri heildarmynd af um- hverfinu og getur verið við- búinn öllu. Sjáirðu 4 hættur, og lendir svo í árekstri, er örsökin þá ekki sú, að þér sést yfir þá fimmtu, af því að augun voru of lengi bundin við einhvern ákveðinn hlut? Öruggur bifreiðarstjóri heif- ur vakandi auga með ÖLLII sem( fram fer í kringum hann. Þessi mynd sýnir starfsmenn Ljósastillinigastöðvar F.Í.B. við Langholtsveg 171 skýra út fyrir blaðamanni Mbl., þegar hann heimsótti þá í gær, hvernig ljósin eru stillt. Síðan samtalið hér á síðunni var skrifað, er tala þeirra bifreiða, sem látið hafa stilla Ijós, komin yfir 1000. Til leiðbeininigiar fyrir þá, sem vilja stilla Ijós bíla sinna, skal frá því skýrt, að stillingin fer fram í syðsta skál.anum, og er ekið inn i portið hjá pípugerðinrni og ekið inn sunnan megin í skálann. okkur og bætir síðan við: Aðalbreytingin er einkum í því fólgin að lágu ljósin hækka almennt úr 18 metr- um upp í 30 metra og hái Ijósageislinn hækkar yfirleitt úr 70 metrum upp í 100 metra. — Hvað hafið þið stillt marga bíla síðan stöðin tók til starfa? — Bílarnir, sem við höfum stillt hér í Ljósastillingastöð- inni eru komnir hátt á fimmta hundrað. — Og hvað um reynsluna — Ástandið er vægast sagt miklu verra heldur en við lét um okkur nokkurn tíma detta í hug. Af þeim bílum sem hingað hafa komið, voru t.d. tæplega 30% með ljós stillt fyrir hægri handar akstur og samkvæmt okkar reynslu voru tæplega 70% af þeim bílum sem hingað hafa komið með hættuleg og skaðleg ökuljós, og ennfremur má bæta því við að stór hluti þeirra öku- manna sem hafa komið með bíla sína höfðu ekki hugmynd um það, að ökuljósin á bif- reiðum þeirra voru ekki stillt rétt. — Hvenær er Ljósastillinga stöðin opin? —■ Ljósastillingastöðin er opin frá kl. 8 til 12 fyrir há- degi og síðan frá 13,30 til 19 á kvöldin, og ef eftirspurnin verður mikil munum við reyna að hafa opið á kvöldin. (í bryjun febr. 1966).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.