Morgunblaðið - 19.02.1966, Qupperneq 23
Laugardagur 19. fetírflar 1968
MORGUNBLAÐIÐ
23
Uúsið á kafi í reyk, þegar slökkviliðið kom á vettvang
Mikil sókn á
Vestfiarðamið
Afli glæðist hjá bátunum
— Bruni
Framhald af bls. 24.
ann hjá Rafnkeli til að vekja
hann. Brá Stígur fljótt við, og
ók jeppa sem hann var á undir
gluggann og stökk Rafnkell nið-
ur á þakið og minnkaði þetta
fallið til muna. Var Rafnkell
síðan fluttur á slysavarðstofuna,
þar sem gert var að sárum hans.
t»að háði slökkvistarfinu tals-
vert, hve langt var að saekja
vatn, en slökkviliðsmenn Urðu
að leggja leiðslur ca. 600 metra
til að fá nægilegt vatn. Gengu
þeir mjög rösklega fram við
slökkvistarfið, og var búið að
sjökkva eftir röska klukkustund.
Notaðir vorn fjórir bílar við
slökkvistarfið. Áætlað var að
brunavörður yrði við húsið til
kl. 20,00 í gærkvöldi. Eldsupp-
tök eru enn ókunn. >ess má
geta að meðan á slökkvistarf-
inu stóð, kom annað útkall en
þar reyndist vera um gabb að
ræða. Er þetta glæpsamlegt at-
hæfi, og hefði getað haft hinar
alvarlegustu afleiðingar, en ekki
tókst að hafa upp á sökudólgn-
um.
Sæmileg rækju-
veiði fyrir vestan
ísafirði, 18 feb. — Sæmileg
rækjuveiði hefur verð í ísa-
fjarðardjúpi að undanförnu. En
þó misjöfn. Einn eða tveir bátar
ihafa komizt upp í 900-1000 kg
á dag.
En flestir eru með 600 kg og
þar undir. 17 bátar stunda veið
arnar. 5 bátar eru enn á rækju
á Bíldudal. Þeir mega veiða 650
kg á dag hver og ná þeim
skammti yfirleitt.
Tveir bátar stunda rækjuveið-
ar frá Hólmavík og hafa fengið
ágætan afla eða um 1000 kg á
dag hvor, bæði á Hrútafirði og
Steingrímsfirði. Rækjan er lögð
upp á Hólmavík og Drangsnesi
og hefur veitt talsvert mikla
atvinnu. —. H.T,
ísafirði, 18. febrúar.
1 síðustu viku var yfirleitt
ágætur afli hjá Vestfjarðabátum
á línu og í net, allt fram undir
helgi og fengust mest 17 lestir
í róðri á línu og 40 lestir í róðri
í net. Fyrstu dagana í þessari
vikunni var afli mjög rýr, en
hefur verið nokkuð að glæðast
síðustu dagana. Gæftir hafa
verið sérstaklega góðar að und-
anförnu og mikil veðurblíða ver
ið hér undanfarna daga, en tals-
vert frost.
Langflestir Vestfjarðabátanna
eru nú búnir að skipta yfir á
net og verða mjög fáir bátar
eftir á línu. Er mjög mikil sókn
WILSON TIL MOSKVU
í NÆSTU VIKU
London, 18. febr. NTB.
• Brezka stjórnin skýrði svo
frá í dag, að Harold Wilson
færi til Sovétríkjanna i næstu
viku. Þar mun hann ræða við
Aiexei Kosygin forsætisráð-
herra, snæða með honum há-
degisverð í Kreml og horfa á
listdanssýningu.
Þetta er í fyrsta sinn í sjö
ár sem brezkur forsætisráð-
herra heimsækir Möskvu, en
Wilson hefur áður farið þang
að — áður en hann tók við
stjórnartaumunum í Bret-
landi — en þá ræddi hann
við Nikita Krusjeff. í för með
Wilson verða Chalfont lávarð
ur, afvopnunarmálaráðherra,
Frank Cousins, tæknimálaráð
herra og eiginkona forsætis-
ráðherrans.
á Vestfjarðamið, fleiri Vest-
fjarðabátar en nokkru tíma áð-
ur munu stunda netaveiðar það
sem eftir er vertíðar. Þar við
bætist að mikill fjöldi báta úr
verstöðvum frá Sandgerði og við
Faxaflóa og frá Norðurlandi
sækja nú á mið Vestfirðinga á
Breiðafirði og þar út af. Neta-
bátarnir hafa að undianförnu
lagt innarlega í Víkurál. Hefur
verið þar mikill fjöldi báta, en
au'k þess hafa íslenzkir togarar
sótt mjög á þessi mið og þykja
þeir skeyta lítið um netin og
er talsvert ósamkomulag milli
skipstjóranna á netabátunum og
togurunum út af þessu. — H.T.
Skorað á
7æning]ann
— oð skila
Basse litla
Kaupm.höfn 18. febr. NTB.
• Lögreglustjórinn í Odense
hefur í dönskum - dagblöffum
skoraff á þann, er rændi litla
drengnum, Basse, aff skila hon
um aftur nú þegar.
í áskorun lögreglustjórans
segir, að ræninginn geti ekki
gert sér neinar vonir um að
halda barninu til frambúðar
— það sé aðeins spurning um
tíma, hvenær það finnst —
„og því hvet ég yður eindreg-
ið til þess að skila Basse litla
þegar í stað“, segir lögreglu-
stjórinn.
Hann bætir við, að í Dan-
mörku hafi til þessa enginn
komizt upp með að ræna
barni annarra og halda þvi
sem sinu eigin — danskir borg
arar þurfi í svo mörgum til-
fellum að íramvísa vissum
skírteinum, að fyrr eða síðar
muni skortur á réttum skjöl-
um verða til þess að upp um
barnsræningjann komizt.
— Bankarán
Framhald af bls. 1
reiff nieffan hinir náðu pening-
unum. Síðan óku allir á brott.
Heitiff hefur veriff tíu þúsund
sænskum krónum þeim, er gefiff
getur upplýsingar, er leiffa til
handtöku ræningjanna.
Ekki eru nema þrír mánuðir
liðnir frá því tilraun var gerð
til þess að ræna þetta sama
bankaútibú. Var þar að verki
Austurríkismaður. Mennirnir,
sem nú höfðu árangur sem erfiði
voru einnig sagðir útlendingar.
Töldu starfsmenn bankans þá á
aldrinum 25—30 ára og sögðu
þá hafa talað framandi tungu,
er enginn nærstaddur hefði skil-
ið og væri hvorki lík ensku,
þýzku, frönsku, spænsku né
ítölsku.
Rúffa springur í logandt húsinu og slökkviliffsmaffur hörfar
undan.
i
LOÐNUVEIÐI var eitthvað
minni í gær en undanfarið og
hafði Grandaradíó aðeins fengið
tilkynningu um afla eins Akra-
nesbáts um 10 leytið í gær-
kvöldi.
í .umræðum um þennan mi'kla
loðnuafla undanfarna daga, hef-
ur komið fram að loðnan er
ekki feitur fiskur. Mfcl. leitaði
sér upplýsinga um fitumagn
hennar hjá Helga Angantýssyni,
sem hefur mælt fitumagn
hennar. Hann sagði
að fitumagnið hefði verið um
10% fyrst þegar loðnan kom, en
farið niður í 7% á nokkrum dög-
um. Það sé eðlilegt, því gangur-
inn sé yfirleitt sá, að loðnan
komi feit að landinu og síðan
fari fitan minn'kandi. Þá komi
aftur ný og feit oðnuganga.
Geti þessi ganga haldið áfram
niður í 5%. Annars hafi loðna
— Flugslysið
Framh. af bls. 1
skiptum við erlend ríki. Enn-
fremur hefur verið staðfest, að
yfirmaður viðskiptadeildar flug-
félagsins Aeroflot, Vladimir
Smirnov, hafi slasazt í flugslys-
inu og andazt í sjúkrahúsi
skömmu síðar. Þá hafði Vhache-
slav Bashokirov, hershöfðingi,
æðsti yfirmaður alþjóðadeildar
Aeroflots hlotið slæm brunasár
og verið fluttur í sjúkrahús —
en ekkert hefur verið sagt í dag
um líðan hans.
í flugvélinni voru að sögn Tass,
aðeins t veir útlendingar, tveir
stúdentar frá Guineu, og sluppu
þeir með smávægilegar skrámur.
í NTB frétt í kvöld frá Moskvu
segir, að Sovétstjórnin hafi skip-
að nefnd undir forsæti Leonids
Smirnovs, varaforsætisráðherra,
til þess að rannsaka flugslysið.
Fyrr í dag hafði Tass fréttastof-
an sagt, að orsök slyssins hefði
verið sú, að veður hefði versnað
mjög skyndilega, og snörp vind-
hviða skollið á vélina í þann
mund, er hún hóf sig til flugs.
Við það hafi hún kastazt út fyrir
braut flugvallarins.
Haft er eftir einum farþeg-
anna, Nikolai Jerjomin, að veð-
ur hafi verið mjög slæmt, þegar
er ekið var í strætisvagni frá
flugstöðinni út að flugvélinni.
Slysið segir hann hafa orðið rétt
um það bil, er vélin var að losa
jörð, „þá hristist hún skyndilega
eins og eitthvað hefði rekizt á
hana. Síðan hentumst við öll til
hægri, sennilega þegar hægri
vængur vélarinnar rakst í jörð-
ina. Ein flugfreyján, sem ekki
hafði fest öryggisbeltið, sentist
yfir farþegaklefann .... ég veit
ekki hvernig henni reiddi af síð-
an...... Svo brotnaði vélin og
ég kastaðist út. Næst þegar ég
vissi af mér lá ég í djúpum_snjó-
skafli ásamt nokkrum Afríku-
mönnum."
Það er haft eftir afgreiðslu-
stúlku í flugstöðinni að margir
þeirra, sem fluttir voru þangað
inn úr flugvélarflakinu hafi ver-
ið mikið brenndir í andliti. „Það
var skelfileg sjón, sagði hún ....
ég gleymi þessu aldrei.“
— Italia
Framhald af bls. 1.
Væntanlega verður Pietro
Nenni aftur vara-forsætisráð-
herra, Emilio Colombo, fjármála-
ráðherra og Paolo Taviani inn-
anríkisráðherra. Hins vegar er
talið, að sósialdemókratinn
Roberto Tremelloni, muni taka
við embætti landvarnaráðherra
af Kristilega demókratanum
Giulio Andreotti. Þá segir I frétt-
um frá Róm að fulltrúar allra
arma Kristilega demókrataflokks
ins muni fá aðild að stjórninni
— en svo var ekki áður, hægri
armur flokksins átti þar engan
fulltrúa.
verið svo lítið fitumæld að ekki
sé gott að segja hvort þet.ta sé
reglan allt árið. Og þetta sé
fyrsta loðnan L vetur.
Þá er loðnan misfeit eftir því
hvort um karlfiska eða kven
fiska er að ræða. Kvenfiskur-
inn er 1%—2% feitari, og komi
hrognin þar til. En kvenfisk-
urinn sé lí'ka misfeitur, enda
ýmist búinn að hrygna eða fullur
af hrognum.
*
Arekstrar
AKRANESI, 18. feb. — Harður
árekstur varð kl. 11 í gærkvöldi
fyrir framan stóhhýsi Þorsteins
Jónssonar ofan við Akratorg,
milli bílanna E 81 og E 274. Sá sið
arnefndi renndi á hliðina á E 81
og djúpdældaði hana og breng.l-
aði. Engin slys urðu á mönnum.
Lögreglan kom á vettvang.
Um miðjan dag í dag varð
það var Skagabraut að jeppi af
Landrovergerð ók aftan á Har-
aldarrútu, sem var kyrrstæð.
Jeppinn skemmdist lítilsháttar.
— Dean Rusk
Framhald af bls. 1.
á metunum, að stjórnin í Hanoi
fengist til að setjast að samn-
ingaborði.
Dean Rusk minnti nefndar-
menn á, að ákvörðun Banda-
ríkjastjórnar um að halda fast
við afstöðu sína í Vietnam,
væri byggð á þeim grundvallar-
skuldbindingum, er Bandaríkja-
menn hefðu tekizt á hendur við
stofnun Suð-Austur Asíu banda-
lagsins. Benti hann á, að utan-
ríkismálanefndin hefði á sínum
tíma samþykkt með miklum
meirihluta atkvæða — 82 at-
kvæðum gegn einu — að stað-
festa SEATO-sáttmálann og
nefndarmenn hefðu þá gert sér
fyllilega ljóst hvað í honum fólst.
Meðal þeirra, sem sáttmálanum
greiddu atkvæði, voru öldunga-
deildarþingmennirnir Mike Mans
field, William Fulbright, Wayne
Morse og Albert Gore, sem allir
hafa að undanförnu gagnrýnt
stefnu stjórnarinnar í Vietnam
og dregið í efa lagalegt gildi
hennar.
‘ „Það, sem við eigum við að
etja í Vietnam er nákvæmlega
það sama, sem við höfum oft
áður orðið að standa augliti til
auglitis við — nauðsyn þess að
sporna við útbreiðslu kommún-
ismanns og reyna að tryggja
sæmilegt jafnvægi í okkar ó-
trygga heimi. Sjái Bandarí'kja-
stjórn fram á, að ríki, sem fell-
ur undir SEATO sáttmálann
verði fyrir hernaðarlegri komm-
úniskri árás, ber henni skylda
til þess að hlutast til um málið,
hvað svo sem öðrum aðildarríkj-
um SEATO kann að finnast um
það.
Á fundinum voru einnig gerð
að umtalsefni bréfaskipti þeixra
Jöhnsons, Bandaríkjaforseta og
de Gaulle, Frakklandsforseta,
um Vietnam málið að undan-
förnu. Óskaði Fulbright eftir
því, að Rusk gæfi ýtarlegar upp
lýsingar um efni þessara bréfa-
Skipta. Rusk kvaðst ekki ætla að
birta innihald bréfanna á þess-
um vettvangi að svo kommu
máli — en hann gæti fullvissað
nefndarmenn um, að fréttafrá-
sagnir frá París um efni þeirra
væru ónákvæmar og í mörgu
rangar.
Anm.rs eru sjónarmið Frakka
í þessu máli öllum ljós. Þeir
telja, að mál þetta verði að leysa
á grundvelli Genfar sáttmálans
— við erum því sammála. Enn-
fremur telur franski forsetinn,
að málið verði að leysa eftir
stjórnmálalegum leiðum, ekki
hernaðarlegum, — og við erum
því alveg sammála“, sagði Rusk
að lokum.