Morgunblaðið - 01.03.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.03.1966, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 1. marz 1966 « t v1 ro t Framsóknarflokkurinn þríklofinn um útflutningsgjöld sjávarafurða Útflutningsgjaldi sjávarafurða breytt FRíUMVARPLÐ um útflutnings- gjaild af sjávarafurðum kom til fjrratu umræðu í Neðri deild sl. flöstudag og til annarrar ag umræðu i gær og var þar með aflgreidd sem lög frá Allþingi. Fyrsta umræða Þá tók fyrstur til rr^ls Eggert CL Þorsteinsson, sjávarútvegs- málaráðherra, og gerði hann gnein fyrir efni frumvarpsins og einstökum atriðum þess. Riakti hann síðan nokkuð það seun komið hefði fram við um- ræður um málið í Efri deild. Sagði hann að aðalrökin sem komið hefðu fram af hendi and- stæðinga frumvarpsins væri sú, ekki laegi ljóst fyrir að frysti- húsin þyrftu þá upphæð sem frumvarpið gerði ráð fyrir. Það lægi hins- vegar fyrir, að afkoma frysti- húsanna mundi verða lákari þetta ár þrátt íyrir það hagræðingarfé er til þeirra rynni. Vék síðan ráðherra að óskum er komið hefðu fram frá sjómönnum um að fá hlið- stæðan hluta af útflutningsgjald inu og útvegsmenn. Lúðvík Jósefsson (K) sagði m.a. í sinni ræðu að markmið frumjvarps þessa væri að hækka útflutningsgjald af sildarafurð- um um 40 millj. kr., en lækka þau að sama skapi af öðrum framleiðslu- greinum. Styrk- ur til frystihúsa væri nú óþarfur þar sem afkoma þeirra væri miög góð þegar á heildina væri litið. Vék L/úð- vík síðan að því að Pert væri ráð flyrir, að 0,8% af útflutningsgjald inu færu til Landssamtoands ís- lenzkra útvegsmanna. Vera mætti að Sjómannasamtoandið og Framanna- og fiskimannasam- band íslands ættu að fá eitt- hlvað af þessu fé ef þau vildu samiþykkja þetta frumvarp stjórnarinnar. Eggert G. Þorsteinsson gagn- rýndi þennan málflutning Lúð- víks og sagði að ósk sjómanna um sama hlut af útflutnings- gjaldi og L.Í.Ú. fengi væri göm- ul og samtök þeirra mundu ekki Mta kaupa sig til eins né neins. Ráðherra vék einnig að því er komið hafði fram í ræðu Lúð- VÍks um að síldarverð væri mun hærra í nágrannalöndunum og svaraði því til, að oft væru síld ahbátar að veiðum nær Noregs- ströndum en íslandi og væri því hagkvæmara að landa aflanum í Noregi en að sigla með hann heim. Það hefði^komið fram hjá Lúðvík er hann var sjávarút- vegsmálaráðherra, að mjög erfitt væri að reikna út sdldarverðið í Noregi vegna þess, að sumar greinar síldariðnaðarins nytu þar sérstakra fríðinda af opinberri hálfu. Væri málum nú eins hátt að, og því samanburður erfiður. Sverrir Júlíusson sagði, að megin atriði frumvarpsins væri það, að millifæra skyldi útflutn ingsgjald af vissum tegundum bolfisksafurðanna á síldarafurð- ir. Þá væri önnur meginbreyt- ing að útflutningsgjaldið skildi verða magngjald í stað verðmæt isgjalds áður. Yrði slíkt að telj- mjög sanngjarnt og hefðu sjónarmið er lutu að þessu verið uppi nokkuð lengi, sérstaklega hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, og öðrum þeim er ynnu nokkuð verðmætar pakkningar. Þingmaðurinn sagðist geta ver ið sammála um það er komið hefði fram, að verðhækkun sú er varð á bol- fisksafurðum núna í byrjun ársins væri of lítil. En það væri ekki í fyrsta skiptið, að þeir sem stað ið hefðu í samn ingum fyrir útvegsmenn, hefðu fengið þau svör ,að það væri ekki hægt að látá nema ákveð- inn hluta til verðbóta í hvaða formi sem það hefði verið. Geta mætti þess, að þegar Lúðvík Jó- sefsson var sjávarútvegsmála- ráðherra þá hefðu staðið yfir miklar viðræður og samningar við hann um þessi efni. Á þeim árum er hann var ráðherra, hefði verið fyrir hendi sérstakur sjóður, útflutningssjóður, er greiddi verðbæturnar. Sjóður þessi ihefði komist upp í á milli 12-13 hundruð millj. kr. tekjur. f ársbyrjun 1957 hefði verð til skipta hækkað með samningum milli samtaka útvegsmanna og sjómanna úr kr. 1,30 upp í kr. 1,38 og á árinu 1958 í kr. 1,48. Á þessu tímabili hefði því fisk- verðið til sjómanna því hækkað um 13,8%. Á þessum sama tíma hefði verð til útgerðarinnar hins vegar hækkað úr kr. 1,35 upp í kr. 1,71 eða um 26,7%. Um það leyti og núverandi rík isstjórn tók við völdum, var haf- izt handa um að ganga þannig frá hlutaskiptasamn/ingum við sjómenn, að þeir fengju sitt verð reiknað úr sama verði og útgerð in fær hverju sinni. Hefði það verið nauðsynlegur undanfari þess, að Verðlagsráð sjávarút- vegsins var sett á stofn, svo útvegsmenn og sjómenn gætu haft þar samstöðu sem seljend- ur. Hefði það samstarf gengið vel. Látið hefði verið liggja að því að frumvarp það er hér væri til umræðu mn breytingu á út- flutningsgjaldinu væri einstakt og slík tilfærsla ætti sér ekki neitt fordæmi. Segja mætti það, að íslendingar, jafnt úbvegsmenn sem aðrir gerðu sér það fyllilega ljóst, að fsland væxi fjármagns- lítið land og það yrði þess vegna að leita sérstakra úrræða til þess að byggja upp bæði lána- sjóði atvinnuveganna sem aðra starfsemi. Þess vegna hefði það alltaf hlotið verðugan stuðning útvegsmanna, að lagður væri á skattur til uppbyggingar fisk- veiðisjóðsins, en nauðsynlegt væri í þessu samtoandi, að vera minnugur þess að aðaltekjur fisk veiðasjóðs hefði frá upphafi ver- ið útflijtningsgjöldin. Það væri fyrst nú á síðustu árum, sem breyting hefði á orðið, og væri þar átt við lög um aðstoð við útveginn frá ársbyrjun 1964. Væri breytingin í þvi fólgin, að helmingur þess hluta sem átti að ganga af vissum afurðum, fyrst og fremst bolfiskafurðum til fiskveiðasjóðs, væri nú greitt úr ríkissjóði. Þessi upphæð hefði á árinu 1964 numið rösklega 21 millj. kr. Minna mætti einnig á það, að þetta væri ekki í ifyrsta skipti sem talað væri um að leggja sérstakan skatt á síldarúbveginn. Það hefði verið samiþykkt á Al- þingi 1950 að leggja á sérstakt framleiðslugjald, er nam 8%. Það hefðu að visu verið fleiri að- ilar en síldarútvegurinn, sem voru skattlagðir þá um leið, bæði togarar og aðrir. Breyting hefði verið gerð á þessu strax í desember sama ár. en megin atriðið í sambandi við síldarút- veginn þ.e. 8% skatturinn hefði verið í lögum allt til ársins 1960. Hinsvegar hefði ekki komið til framkvæmda þessa skatts, enda hefði aflinn þessi ár verið lítill. Á árunum 1960-1964 'hefði fisk- veiðasjóður veitt 130 bátum er fluttir voru til landsins ný lán. Meðalstærð þessara báta vœri yfirleitt yfir 150 lestir, en allir þeir, sem til Iþessara mála þekktu vissu, að það 'væru mjög fáir bátar undir 100 lestum sem hefðu fengið lán þessi sl. ár. Út frá þessu sjónarmiði séð, væri ékki óeðlilegt, eins og nú horfði, að heldur þyngri byrði væri lögð á þá, sem virtust geta borið stærri bagga. Við verðákvörðun þá sem átti sér stað í byrjun janúar hefðu fulltrúar Landssamtoands ísl. út- vegsmanna verið látnir fylgjast með gangi mála í gegnum full- trúa í yfirnefndinni og þeir hefðu taið að rétt væri að sam- þykkja að ganga inn á þessa til- færslu. Fulltrúi sjómanna hefði einnig verið hlynntur tilfærsl- unni fram undir eíðustu tíma af- greiðslunnar, en hefði hinsvegar látið bóka álit sitt sérstaklega. Önnur umræða Birgir Finnsson (A) mælti fyr- ir nefndaráliti meirilhluta sjávar úbvegsnefndar. Sagðist fram- sögumaður sérstaklega vilja geta tveggja erinda er borizt hefðu sjávarútvegsnefnd. Væru þau frá Sjómannasambapdinu og stjórn Farmanna- og fiskimanna sambands íslands. Væri í þessum erindum fjallað um þær óskir þeirra að fá í sinn hlut hlið- stæða fjárhæð og gert er ráð fyyir að L.Í.Ú. hljóti. Það kæmi einnig fram að þrátt fyrir að sjó- mannasamtökin næðu ekki að koma máli þessu fram, veittu þau frumvarpinu og þeim ráð- stöfunum er það gerir ráð fyrir fullan stuðning. í frumvarpinu fælist einnig megintoreyting frá núverandi ástandi, þannig að út- flutningsgjald yrði nú miðað við magn en ekki verðmæti. Nauð- synlegt væri fyrir íslendinga að leggja aukna áherzlu á að vinna hráefnið meira hérlendis en gert hefði verið og með þessari breyt ingu yrði sú þróun örfuð. Ljóst kæmi einni fram í 3. grein frum varpsins að allar tekjur af út- flutningsgjaldinu rynnu aftur til sjávarútvegsins og væri því tæp lega hægt að tala um það sem skattlagningu. Um það væri talað, að fiskverðshækkunin væri lítil og mætti löngum segja að útgerðin fengi ekki nóg í sinn hlut. Benda mætti hinsveg- ar á þeð að síðan verðlagsráð sjávarafurða tók til starfa, hefði ekki áður orðið jafnmikil hækk- un og nú milii ára. 1963 hefði hækkunin verið 9,5%, 1964 6%, 1965 7% en væri hinsvegar nú 17%. Lúðvík Jósefsson (K) mælti fyrir áliti 1. minnihluta sjávar- úbvegsnefndar og leggur til að frumvarpið verði fellt. Kom hann m.a. in á það í ræðu sinni Framhdld á bls. 21 Til sölu 2ja herb. 70 ferm. falleg íbúð í þríbýlishúsi á 2. hæð við Vallargerði. Harðviðarinn- réttingar, stórar svalir, bíl- skúrsréttur. 2ja herb. rúmgóð kýillaraíbúð við Kópavogsbraut. Útb. 200 þús. Laus fljótlega. 2ja herb. íbúð við Ásbraut. Heppileg fyrir hjón eða ein- staklinga. 2ja og 3ja herb. íbúðir ný- standsettar við Þórsgötu og Óðinsgötu. Verkstæðishúsnæði við Njáls- götu (um 90 ferm.). Laus 1. apríl. íbúðir i smiðum Einbýlishús við Hrauntungu selst fokhelt og múrhúðað að utan. Raðhús við Bræðratungu sem selst tilbúið undir tréverk og fullfrágengið að utan. 2ja og 4ra herb. íbúðir í Ár- bæjarhverfi. FASTEIGNASALA Sigurðar Pálssonar byggingarmeistara og Gunnars Jdnssonar lögmanns. Kambsvegi 32. Símar 34472 og 38414. Til sölu 2ja herb. íbúð við Ásveg. — Falleg íbúð, teppalögð. 3ja herb. íbúð við Hringbraut. Fjórða herbergi í risi. 3ja herb. íbúð ofarlega á Sel- tjarnarnesi. Bílskúr. 3ja herb. íbúð við Hjallaveg. Útborgun 300 þús. 4ra herb. íbúð við Lindargötu. Nýr bílskúr. Útb. 400 þús. 4ra herb. íbúðarhæð í Hlíð- unum, Allt sér. Bílskúr. 5 herb. íbúðarhæð í Hlíðun- um. 6 herb. íbúðir við Laugarnes- veg og Sólheima. INiýbyggingar 4ra herb. íbúðir (3 svefnherb.) við Hraunbæ. Afh. í haust. 5 herb. íbúðir á hæðum í Kópavogi. Allt sér. Bílskúr- ar. Raðhús 4 svefnherb. og íbúðar hæfur kjallari. Keðjuhús (raðhús) fokhelt. Einbýlishús (getur verið 2ja íbúða í Kópavogi. Neðri hæð múruð með miðstöð. FASTEIGNASALAN HÚS&EIGNIR BANKASTRÆTI £ Símar 16637 — 18828. Heimas. 22790 — 40863. Sérverzlun Til sölu er af sérstökum ástæð um verzlun í fullum gangi, sem selur ungbarnafatnað og fatnað fyrir unglings- stúlkur. — Verzlunin er í nýlegu smekklega innrétt- uðu húsnæði og hefur góðan vörulager. Heppilegt tæki- færi, t. d. fyrir tvær konur sem vildu skapa sér sjálf- stæðan atvinnurekstur. Lág útb. og hagkvæmir greiðslu- skilmálar. Uppl. ekki gefnar í síma. Fasteignasala Sígurðar Pálssonar by ggmgameistara, og Gunnars Jónssonar lögmanns. Kambsvegi 32. 2ja herbergja íbúð á 1. hæð við Bólstaðar- hlíð. kjallaraíbúð við Hrtsateig, laus strax. ódýr íbúð á 1. hæð við Hverfisgötu. stór kjallaraíbúð í Garða- hreppi. íbúð á 1. hæð við Samtún. 3/o herbergja stór kjallaraíbúð við Dreka- vog. íbúð á neðri hæð í tvíbýlis- húsi við Langholtsveg. tvær þriggja herbergja íbúð ir í sama húsi við Laug- arnesveg. íbúð við Skólavörðustíg, og 3 herbergi í kjallara fylgja. risíbúð í SV-borginni, laus strax. 4ra herbergja góð íbúð í fjölbýlishúsi við Kaplaskjólsveg. góð íbúð á 1. hæð við Lind- arbraut á S el tjarruarnesi, sérinngangur, bílskúrsrétt ur. góð íbúð á jarðhæð við Unnarbnaut á Seltjamar nesi, sérinngangur, sér- hiti. 5 herbergja vönduð íbúð á 2. hæð við Ásgarð, sérhitaveita og öll sameign fullfrágengin, bíl skúrsréttur. vönduð og falleg íbúð við Háaleiti, allt fullfrágengið íbúð við Kambsveg, tvöfalt gler og harðviðarinnrétt- ingar. íbúð á 1. hæð við Njörva- sund, bílskúrsréttur. 6 herbergja íbúð í raðhúsi við Álfhóls- veg. íbúð á jarðhæð við Kópa vogsbraut, ódýr. íbúð á hæð og í risi við Samtún. vönduð íbúð í háhýsi við Sólheima. Málflufnings og fasfeignasfofa Agnar Gústafsson, hrl. Björn Pctursson fasteignaviðskipti Austurstræti 14. , Símar 22870 — 21750. Utan skrifstofutíma:, 35455 — 33267. Ferðafélag Islands heldur kvöldvöku í Sigtúni fimmtudaginn 3. marz. Húsið opnað kl. 20. Fundarefni: 1. Einar G. E. Sæmundsen, skógarvörður talar um ís- lenzka hesta og dr. Sturla Friðriksson segir frá ferðalagi á hestum og sýnir litskugga- myndir. 2. Myndagetraun, verðlaun veitt. 3. Dans til kl. 24. Aðgöngumiðar seldir í bóka verzlunum Sigfúsar Eymunds- sonar og ísafoldar. Verð kr, 60,00. __________________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.