Morgunblaðið - 01.03.1966, Blaðsíða 14
MORGU NBLAÐID
Þriðjudagur 1. mar* 1966
V
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 5.00 eintakið.
ISLENZKI ÞORSK-
STOFNINN MINNKAR
| Tpplýsingar þær, sem fram
^ koma í skýrslu Jóns Jóns-
sonar, fiskifræðings, forstöðu
manns Hafrannsóknarstofn-
unarinnar, um ástand þorsk-
stofnsins á íslandsmiðum,
hafa vakið mikla athygli. í
skýrslu þessari kemur fram
að meira er tekið úr íslenzka
þorskstofninum en hann virð-
ist þola, og aðkallandi að
gerðar verði ráðstafanir til
þess að vernda hann og auka
afkastagetu hans.
Þorskveiðar hafa um lang-
an aldur verið ein aðalundir-
staða íslenzks sjávarútvegs,
og lengi framan af var þorsk-
urinn langmestur hluti heild-
araflamagns íslendinga. En á
árinu 1964 var svo komið, að
þorskaflinn nam aðeins 22%
af heildaraflanum, en síldin
rúmlega 56%. Á árunum 1954
til 1964 lækkaði heildarþorsk
aflinn um 22%, en sóknin í
hann jókst um 87%. Það kem-
ur einnig fram í skýrslu Jóns
Jónssonar, að 82% af þorsk-
veiði útlendinga hér við land,
er fiskur undir 70 cm eða ó-
þroska, en einungis 19% af
heildarafla íslendinga er und
ir þessari stærð.
Síðan segir Jón Jónsson í
skýrslu sinni:
„Samfara hinni auknu sókn
í þorskstofninn hefur dánar-
tala aukist jafnt og þétt. Ég
hef oft talað um að ekki væri
æskilegt, að hún færi yfir
65% á ári hjá hinum kyn-
þroska hluta stofnsins, rauða
strikið, sem ég hef svo kall-
að. Á árinu 1960 til 1964 var
meðaldánartala hinsvegar
komin upp í 7Ó%, en 65%
virðist hún hafa náð í kring-
um 1960, einmitt þegar þátta-
skil verða í viðbrögðum
stofnsins gagnvart veiði. Það
blasir því við okkur sú kalda
staðreynd, að meira er tekið
úr íslenzka þorskstofninum
en hann virðist þola. Við get-
um ekki gert ráð fyrir að
auka þorskveiðina að neinu
ráði frá því sem nú er. Það
geta að vísu komið inn nýir
sterkir árgangar eða sterkar
göngur frá Grænlandi, sem
geta aukið veiðina eitthvað
stutta stund. En sé litið á
þetta til langs tíma, virðist
útilokað, að stofninn geti
skilað af sér meira aflamagni.
Og verði* sóknin enn aukin
má búast við minnkandi afla-
magni á bát, og síðan minnk-
andi heildarafla“.
Jón Jónsson ræðir síðan
um nauðsynlegar aðgerðir til
verndar þorskstofninum og
til þess að auka afkastagetu
hans. Hann segir, að fyrsta
skrefið hljóti að vera að auka
möskvastærð í botnvörpum á
íslandsmiðum upp í 130 m/m
til samræmis við það, sem
gildir í Barentshafi, og segir
hann það ekki vafamál, að
íslendingar muni græða
þjóða mest á aukningu
möskvastærðar hér við land.
Þá bendir Jón Jónsson einnig
á að íslendingar taka ein-
ungis 18 af hverjum 100 ó-
þroska fiskum, sem landað er
af íslandsmiðum, en hitt
taki útlendingar, og þá aðal-
lega Bretar. Telur hann nauð
synlegt að komist verði að al-
þjóðasamkomulagi um frek-
ari friðun þessa hluta stofns-
ins, annaðhvort með tíma-
bundinni lokun ákveðinna
svæða, eða þá takmörkun á
hámarksafla.
Þessi skýrsla, sem unnin er
af alþjóðlegri nefnd fiski-
fræðinga, sem falið var það
verkefni að gera skýrslur um
ástand þorsks, ýsu, ufsa og
karfastofnanna við ísland,
Færeyjar og Austur-Græn-
land, hlýtur að vekja mikla
athygli og umhugsun meðal
allra íslendinga. Afkoma
þjóðarinnar byggist í svo rík-
um mæli á sjávaraflanum í
kringum landið, að ekki verð-
ur setið aðgerðarlaust hjá
meðan svo er gengið á fisk-
stofnana, sem raun virðist
vera um þorskstofninn. Síld-
araflinn hefur verið okkur
mikilsverður á síðustu árum,
og þess vegna hafa minnk-
andi þorskveiðar ekki komið
að sök að ráði. En síldin er
ekki óbrigðul, og þess vegna
verður að gera allar nauðsyn-
legar ráðstafanir til verndar
öðrum fiskstofnum á íslands-
miðum. Jón Jónsson hefur
þegar komið fram með á-
kveðnar tillögur í þessum
efnum.
FYRIRSPURN
TIL HELGA
BERGS
|»ær alvarlegu staðreyndir,
* sem fram koma í skýrslu
Jóns Jónssonar, fiskifræð-
ings, um fiskstofninn við ís-
landsstrendur, undirstrika
enn frekar nauðsyn þess að
auka fjölbreytni í íslenzku
atvinnulífi og virkja fossana,
aðra mestu auðlind íslend-
inga, í þágu stórfelldrar iðn-
væðingar í landinu.
Þegar þorskaflinn minnkar
ár frá ári, og skýrslur vís-
indamanna segja beinlínis, að
meira sé tekið úr þorskstofn-
inum en hann þoli, og síldar-
aflinn verður æ stærri hluti
af heildaraflamagni lands-
manna, hlýtur hver einasti á-
byrgur þjóðfélagsþegn að
spyrja sjálfan sig, hvort verj-
Tilmæli til hins
frjálsa heims
Sovézku rithöfundarnir
Andrei Sinjavsky (Abram
Tertz) og Juri Daniel (Nik-
olai Arzhak) sem nýlega voru
dæmdir til langvarandi fanga
vistar austur í Moskvu hafa
verið — og eru — aðilar að
hinum óháðu bókmenntasam-
lokum SMOG í Sovétríkjun-
um. —
Innan þeirra vébanda eru
fyrst og fremst ungir sovézk-
ir rithöfundar og mennta-
menn. Eftir að dómar féllu
í máli þeirra Sinjavskys og
Daneils sendu félagar þeirra
í SMOG opið bréf til ritstjórn
ar bókmenntatímarits, sem
nefnist „GRANI“ og er gefið
út á rússnesku í Frankfurt
am Main. Þetta opna bréf
kalla þeir „Tilmæli til hins
frjálsa heims“.
SMOG hefur að megin-
markmiði „endurfæðingu
i| ússneskrar menningar“. Af
opiniberri hálfu er félagsskap-
ur þessi litinn óhýru auga —
sem sézt bezt á ummælum,
sem höfð eru eftir Pavlov,
aðalritara æs kulýðssamtaka
sovézka kommúnistaflokksins
— Komsomol. — Hafði hann
lýst því yfir á fundi miðstjórn
ar Komsomol í júní sl. að
hann ætlaði að berja niður
að fullu „alla þessa Gyðinga
smogista og traditionalista“.
Sjálfir segja talsmenn SM-
OG, að tryggð þeirra við hefð
ir sovézkrar menningar komi
fram í trú þeirra á hinn vest-
ræna heim.
Bréfið , sem tímaritinu
„GRANI“ barst frá SMOG
hefur nú verið fjölritað og
gengur manna á milli í
Framh. á bls. 19.
andi sé að byggja afkomu-
möguleika þjóðarinnar enn
um langa framtíð á sveiflu-
kendum fiskveiðum.
En jafnvel þótt þessar
staðreyndir liggi fyrir, og
jafnvel þótt mönnum sé vel
kunnugt um þær sveiflur,
sem einkennt hafa síldveiðar
við íslandsstrendur á þessari
öld, halda Framsóknarmenn
og kommúnistar enn áfram
ofsafenginni andstöðu gegn
iðnvæðingu íslands í krafti
fossaaflsins. Þessi afstaða
þeirra, og þá sérstaklega
Framsóknarmanna, er að
vísu hrein tækifærismennska,
enda liggja fyrir ummæli
háttsettra Framsóknarmanna
um nauðsyn þess að koma
hér upp orkufrekum iðnaði
með erlendu áhættufjár-
magni. En þær raddir eru nú
þaggaðar niður innan Fram-
sóknarflokksins.
í grein, sem Helgi Bergs,
alþingismaður skrifaði í mál-
gagn Framsóknarmanna í
Suðurlandskjördæmi, og birt
var í Framsóknarblaðinu
hinn 3. febrúar sl. sagði hann
að alúmínbræðslan væri „ó-
tímabær“, „alúmínbræðsla
getur beðið síns tíma“. Nú
vill Morgunblaðið beina
þeirri ákveðnu fyrirspurn til
Helga Bergs í tilefni af þess-
um ummælum hans, hvenær
hann telji, að tímabært sé að
reisa hér á landi alúmín-
bræðslu. Er þess að vænta,
að ekki standi á svari.
SKIPT UM
SKOÐUN?
/~i ísli Guðmundsson, einn
^ þingmanna Framsóknar-
flokksins, sagði í grein er
hann ritaði í Dag, 20. sept.
1961:
„Kaldranalegt sýnist mér
þó að leggja það eitt til slíks
máls, að taka fyrirfram og án
rannsóknar afstöðu gegn sér-
hverju því, er nefna mætti
beina erlenda fjárfestingu, án
tillits til þess, hve mikil sú
fjárfesting er, eða hvernig
verður um hana samið...
Norðmenn hafa notfært sér
beina erlenda fjárfestingu
innan vissra marka, og ekki
beðið tjón af, svo kunnugt sé.
Munu þó ekki unna landi
sínu og sjálfstæði miður en
íslendingar sínu“.
Og annar þingmaður Fram
sóknarflokksins sagði 6. maí
1961:
„Leiðin, sem fara á til þess
að nýta þessar orkulindir og
leysa fjárhagsspursmálið er
sú, að laða hingað erlent
áhættufjármagn, leyfa útlend
ingum að festa hér fé í at-
vinnurekstri að uppfylltum
ýmsum skilyrðum, sem ís-
lenzk stjórnarvöld mundu á-
kveða.... Það er staðreynd,
að íslendingar fá aldrei veru-
lega ódýra orku úr fallvötn-
um, nema með því að virkja
stórt. En þegar stórvirkjun
hefur verið framkvæmd á
grundvelli orkukaupa stór-
iðju, má gera sér vonir um,
að hvers kyns annar iðnaður
geti notið góðs af þeirri fram-
kvæmd með kaupum á ódýrri
afgangsorku“.
Þetta eru orð tveggja þingr
manna Framsóknarflokksins,
sögð og rituð 1961. Hvað hef-
ur gerzt síðan, sem breytt
hefur skoðun þessara tveggja
þingmanna? Er það kannski
ekki annað en það, að þeir
eru ekki menn til þess að
hafa sjálfstæðar skoðanir
gagnvart yfirgangi Eysteins?