Morgunblaðið - 01.03.1966, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 1. mar? 1986
MORCUNBLAÐIÐ
17
Magnús Magnússon
Fyrrv. kaupmaður — Minningarorð
HINN 16. febrúar s.l. andaðist
í Landsspítalanum í Reykjavík
Magnús Magnússon f.v. kaupmað
ur á Isafirði, til heimilis að Eini
mel 11, þá nýlega orðinn S6 ára
gamall. Útför hans fer fram í
dag frá Dómkirkjunni kl. 2 e.h.
Hann var fæddur 23. janúar
1&80 í Stóru-Hildisey í Austur-
Landeyjum. Foreldrar hans voru
Magnús Jónsson og Guðrún Þor-
steinsdóttir í Stóru-Hildisey.
Magnús ólst upp hjá foreldr-
um sínum og vandist þar allri al
gengri sveitavinnu. Sjómennsku
mun hann hafa stundað í nokkr-
ar vertíðir í Vestmannaeyjum.
Sextán ára gamall naut hann
kennslu hjá hinum velmenntaða
kennara Helga Skúlasyni frá
Breiðabólstað.
Árið 1903 fluttist Magnús al-
farinn að heiman til Reykja-
víkur og stundaði þar sína eigin
verzlun, sem hann rak þar með
mikium myndarbrag í 25 ár.
Eftir það fluttist hann með fjöl-
skyldu sína til Reykjavíkur og
átti þar heima alla tíð síðan.
Þann 12. júlí 1907 giftist
Magnús Helgu Jónsdóttur. For-
eldrar hennar voru Jón Sigurðs-
son og Ólína ólafsdóttir, búandi
hjón á Rauðsstöðum í Arnarfirði.
Þeim Magnúsi og Helgu varð
jþriggja barna auðið, sem öll eru
hin mannvænlegustu; Kristín,
gift Tryggva Jónssyni forstjóra,
Lárus I. vérstjóri á varðskipinu
Þór og Ásgeir 1. vélstjóri á m/s
Gullfoss.
Hjónaband þeirra Magnúsar
og Helgu var alla tíð farsælt.
Hann elskaði og virti konu sína,
enda var hún annáluð gæða-
manneskja, virt og elskuð af öll-
um, sem hana þekktu. Ég átti
því láni að fagna að kynnast
henni allnáið. Hún var ein af
þeim manneskjum, sem aldrei
mátti aumt sjá, án þess að rétta
hjálparhönd. Tók alltaf málstað
Iþess, sem minnimáttar var.
Ég kynntist Magnúsi fyrir
rúmum 25 árum síðan. Kynni
ur í horn að taka, þegar á þurfti
að halda, átti hann góðar og göf-
ugar tilfinningar í ríkum mæli.
Komu þær, sem oftar, í ljós, þá
er kona hans lá sjúk marga mán
uði á Elliheimilinu Grund, en
þar andaðist hún á síðasta ári.
Magnús var þá fluttur úr íbúð
sinni Hellusundi 7 að Einimel 11
til dóttur sinnar Kristínar og
tengdasonar Tryggva Jónssonar.
Á hverjum degi, hvernig sem
viðraði, fór hann að sjúkrabeði
konu sinnar í Elliheimilinu, og
Ég kom að sjúkrabeði Magnús-
ar í Landsspítalanum tveim dög-
um fyrir andlát hans. Hann var
þá með fullri rænu, ræddi við
mig um dagleg mál. Einnig um
dauðann, sem hann sagðist vita
að væri á næsta leiti. Áður en
ég gekk út úr sjúkrastofunni, tók
hann í hönd mér og bað mér
blessunar. Hann kvaðst ekki
kvíða broitförinni héðan.
Traust bönd ástar og virðingar
voru á milli hans og Kristínar
dóttur hans. Veir ég að Kristín
verðskuldaði fullkomlega ást
hans og virðingu. Hún reyndist
föður sínum alla tíð góð og um-
hyggjusöm dóttir, elskaði hann
og virti. Svo var einnig um hann
í hennar garð. Hann vildi hvergi
búa nema í návist hennar, og
naut hann þess flest árin, sem
hann átti heima í Reykjavík.
Börnum, barnabörnum og öðr-
um venzlamönnum hins látna,
votta ég fyllstu samúð.
Blessuð sé minning þessa mæta
manns.
Inginvar Jónsson.
einnig eftir að veikindi hennar
voru komin á það stig, að hún
þekkti hvOrki hann né aðra, sem
til hennar komu. En þannig var
ástand hennar síðustu mánuðina
sem hún lifði.
Magnús Magnússon var höfð-
inglegur á velli, virðulegur í
framkomu og heilsteyptur
persónuleiki, með ódeigar skoð-
anir við hvern sem var. Tó'k þó
alltaf fyllsta tillit til skoðana
annarra. Hann var drengur góð-
ur í fylstu merikngu þess orðs.
mín af honum voru þannig, að Hann eignaðist því marga vini,
ég mat hann og virti alla tíð
síðan. Hann er greindur maður
og vandaður. Athugaði alltaf vel
allar aðstæður, áður en hann tók
ákvarðanir um hlutina. Lofaði
aldrei neinu, sem hann var ekki
viss um að geta staðið við. Enda
virtur af öllum, sem hann þekktu
eða höfðu samskipti við hann.
Hann var skapstór að eðlisfari,
lét ekki undan síga hefði hann
rétt mál að verja. Var mildur
og réttsýnn í dómum sínum,
þegar heiðarlega var á málun-
um haldið. Þótt hann væri harð-
sem einæglega munu sakna hans
nú, þegar hann er allur.
Heimili þeirra hjóna var alla
tíð til fyrirmyndar fyrir gest-
risni og myndarskap. Hans elsku-
lega eiginkona, sem öllu vildi
fórna öðrum til góðs og bless-
unar, var honum ómetanlegur
lífsförunautur. Það átti líka eftir
að koma í. ljós, hve mikils virði
hún hafði verið honum, því
strax eftir andlát hennar á síð-
asta ári, byrjaði heilsu hans
að hraka, unz yfirlauk 16. febr.
síðastl.
DÁINN er í Reykjavík, á Eini
mel 11, Magnús Magnússon fyrrv.
kaupmaður. Jarðarför hans verð
ur gjörð frá Dómkirkjunni kl. 2
í dag (þriðjudag 1. marz).
Magnús fæddist á Stóru-Hildis-
ey í Rangárvallasýslu 23. jan.
1880. Hann var því tæplega
86 ára, er hann lézt.
Foreldrar Magnúsar voru:
Magnús Jónsson bóndi í Stóru-
Hildisey og kona hans Guðrún
Þorsteinsdóttir. Uppeldi Magnús-
ar var lítið frábrugðið venjulegu
lífi sveitadrengja á þeim árum:
Þrotlaus vinna við landbúnaðar-
störf. Þó reri hann nokkrar ver-
tíðir í Vestmannaeyjum.
Nám í heimahúsum var hið
venjulega: Lært undir fermingu
undir eftirliti sóknarprestsins.
Þegar Magnús var 15 ára, réðu
þrjú heimili í Rangárvallasýslu
sér kennara. Hann skipti vetrin-
um milli þessara þriggja heimila.
Magnús fylgdi honum á öll þessi
námskeið. Kennari þessi var
ungur menntamaður, Helgi Skúla
son frá Breiðabólsstað. Magnús
taldi hann verið hafa afburða
kennara. Sagðist eiga honum mik
ið að þakka.
Árið 1903 fór Magnús alfarinn
að heiman. Lagði þá leið sína
til Reykjavíkur. Hann fékk fljót-
lega starf við verzlun Erlendar
Erlendssonar í Aðalstræti 9. En
á næsta ári réðist hann til starfa
í Edinborgarverzlun. Fyrst á
Akranesi, en síðan í Reykjavík.
En brátt réðist hann til verzlun-
ar Ó. L. Lárussonar & Co, er
sendi hann til ísafjarðar, til þess
að stofna þar útibú frá verzlun-
inni.
Magnús kom til ísafjarðar árið
1906, og stofnaði útibúið. En
árið eftir kcypti hann það, eða
vörubirgðirnar, og stofnaði sjálf-
ur verzlun, er hann rak í Hafnar
stæti 11 á Isafiði í 20 ár.
Magnús verzlaði aðallega með
búsáhöld og skófatnað og farnað-
ist vel. En þegar „vinstri" öflin
náðu hér völdum, lét fjárhags-
óreiðan ekki á sér standa. Gjald-
eyrisþrot, höft og bönn ’voru látin
bitna á andstæðingum þeirra
,vinstri“. Lokað var algerlega
fyrir innflutning Magnúsar
Magnússonar. Hann seldi því hús
sitt, Hafnarstræti 11 á ísafirði
og verzlunina* og flutti búferlum
til Reykjavíkur.
Hér í Reykjavík stofnaði hann
fyrirtækið Glæsi. En hið sama
endurtókst. Honum var synjað
um allan innflutning hreinsunar-
efna, og annað það, er gjaldeyris
krafðist. Hann tók því það ráð,
að selja fyrirtækið vini sínum,
sem taldist vera sósíalisti. — Og
nú stóð ekki á innflutningsleyf-
um. Magnús hélt þó tryggð við
þetta fyrirtæki til dauðadags. Og
vann þar mikið.
Magnús I • 5i mestu manndr#is
ár sín á Isafirði. Hann var fé-
lagslyndur, og gleðimaður með
allri hófsemd. Ekki var hann
hlutdeilinn um opinber mál né
annarra verkahring. En sat sinn
eigin garð með sæmd. Hann var
mjög vel starfhæfur maður, og
komst því ekki undan því að
vera kosinn í bæjarstjórn. En
hann hirti lítt um vegtyllur.
Fylgdi í verki þeirri lífsskoðun,
sem mótazt hafði hjá honum ung-
um í fásinninu:
Allt hefðarstand er mótuð mynt,
en maðurinn gullið,
þrátt fyrir allt.
Forellrar Magnúsar fluttust til
hans, skömmu eftir það að hann
flutti til ísafjarðar. Dvöldu hjá
honum við alúð og umhyggju til
dauðadags.
Verk Magnúsar voru aldrei
hálfverk.
Magnús var gifur Helgu Jóns-
dóttur Sigurðssonar bónda á
Rauðsstöðum í Arnarfirði. Hún
er nýlega dáin. Ágæt kona. Þau
eignuðust þrjú börn, tvo drengi
og eina stúlku, öll gift og búsett
hér í Reykjavík. Eldri sonurinn,
Lárus Lúðvík, er 1. vélstjóri á
varðskipinu Þór. Yngri sonurinn
Ásgeir, er 1. vélstjóri á Gull-
fossi. Dóttirin Kristín er gift
Tryggva Jónssyni verksmiðjueig
anda. Þau líkjast foreldrum sín-
um. Traustir menn í sínu rúmi.
Vinföst og vinavönd. Munu því
með sæmd halda uppi minningu
foreldranna.
Bautasteinar standa at
brautu
nær,
nama reisi niður að nið.
Sigurður Kristjánsson.
Guðmundur
Jónsson, fyrrv.
símnverkstjóri
Kveðja frá
barnaböriium
Að fótskör þinni föllum
við fram í bæn og trú
ó veittu áheyrn öllum
okkar sálum nú
Því barnahjörtun bljúu
bærast af trega og þrá
með sáran sviða í barmi
með sorgar tár á hvarmi
því afi er okkur farinn frá.
Með ástúð sinni afi
okkar vermdi hönd
sendi bros og birtu
um bernsku fögur lönd
strauk um koll og vanga
með kærleiksríkri mund
hve gott var þar að ganga
gleðina að fanga
er við komum á hans fund.
Þér allt við þökkum afi
sem okkur veittir þú
ljós og lífsins gjafir
þér launar þetta nú.
Hann, sem storma stillir
og stjórnar vindi og sæ
þig leiði í lífsins löndin
hans líknar milda höndin
þín minning vakir með oss *.
Sigurunn Konráðsdóttir.
Nýkomið:
Kvenskór
með góðúm hæl og breiðum
lest með innleggi.
Inniskór
Kven-, karlm.-, drengja og
barna.
Karlmanna-
vinnuskór
Verð frá kr. 225,00 og m. fl.
— I fáum orðum
Framhald af bis. 15.
„Nei, hún söng aðeins við
heimilisstörfin. Hún dó áður
en ég hlaut vinsældir. Ég er
alin upp hjá frænku minni,
þú getur séð allt um það
annars staðar“.
„Það var dálítið öðruvísi
umhorfs í skemmtanalífinu,
þegar þú byrjaðir en nú er“.
„Já, þá voru stórar hljóm-
sveitir alls ráðandi. Það hef-
ur margt breytzt. Þetta var
• fyrir stríð og í byrjun stríðs-
ins — nei það er ekki lengra
síðan, ég er ekki svo gömul.
En þú sagðir að ég hefði
ekki tekið þér vel — hvernig
átti ég að taka ykkur vel?
Fólk gengur inn til rnín fólk
sem ég hef aldrei séð, tekur
í höndina á mér. Hvaðan
ertu? Hvemig líkar þér þetta
eða hitt? Hvernig á maður að
vera hamingjusamur, meðan
á öllum þessum ósköpum
stendur? Það linnir ekki lát-
um — alls staðar sama tugg-
an. En eruð þið ekki orðnir
sæmilega ánægðir með Ellu?“
Við játtum því.
Það gladdi hana. Hún er
hlý þegar kemur inn fyrir
skelina.
„Ég ætlaði að verða dans-
mær, en endaði sem söng-
kona. Ég starfaði með hljóm-
sveitum alla æsku mína. Það
er því varla hægt að segja,
að ég hafi átt neina æsku.
Auðvitað hafði ég mína erfið-
leika við að glíma, hver kemst
hjá því? Ég er ekki af ríku
fólki, en borðaði samt það
sama og aðrir. Og eins og
aðrir — heldur minna í
kreppunni.
Sumt fólk heldur að
skemmtikraftar lifi á eitur-
lyfjum", hélt hún áfram eftir
stutta þögn. „Það er rangt.
Svo heldur almenningur einn-
ig að við vitum ekkert. Það
er einnig rangt. Þú hefðir átt
að heyra Duke Ellington tala
við saxófónleikarann í hljóm-
sveitinni. Það var opinberun.
Þeir minntust ekkert á músík.
En við höfum öll okkar veik-
leika. Ég get ekki hjálpað
þér að losna við þinn veik-
leika, og þú ekki mér. Þetta
minnir á konu sem ætlar að
fara í megrunarkúr. Það get-
ur enginn haldið í við hana
— nema hún sjálf“.
IV.
Þar sem Ella Fitzgerald
hafði rætt svo mikið um
menntun, þótti mér á þessu
stigi samtalsins rétt að skjóta
inn nokkrum atriðum úr sögu
íslands. Ég sagði henni frá
því að íslendingar hefðu
eignazt heimsbókmenntir á
12. og 13. öld 'og þeir væru
komnir af norrænum víking-
um, sem flestir hefðu siglt
hingað frá Noregi.
„Frá Noregi?"', endurtók
hún. Og breitt bros lék um
andlit hennar.
„Já“, sagði ég, „er nokkuð
athugavert við það?“
„Nei“, sagði hún og leit í
gaupnir sér. „Það er ágætt“.
Svo kom feimnissvipur á
andlitið, og hún sagði lágt og
dömulega:
„Það munaði einu sinni
litlu að ég yrði Norðmaður".
„Ha, Norðmaður?“
„Já“, svaraði hún og leit
fast á mig. Nú varð hún
stríðnisleg í augunum; þegar
hún reiddist kom móða á
þau, nú voru þau með björt-
um glampa. Ég fór hjá mér,
án þess að vita hvers vegna.
„Þannig er mál með vexti,
að litlu munaði að ég giftist
Norðmanni. Það var fyrir tíu
árum“.
„Það var leiðinlegt að þú
skyldir ekki gera það“, stam-
aði ég.
Hún svaraði engu.
„Hvers vegna giftistu hon-
um ekki“, bætti ég varlega
við.
„Vegna þess að þetta varð
að hneykslismáli. Það var
endalaust talað um það, þjark
að um það. Blöðin birtu
myndir og frásagnir, og þá
kom allt í einu fram í dags-
ljósið einhver kona sem sagði,
að hann hefði 'haft af sér pen-
inga. Og hann var settur í
fangelsi".
„Trúðirðu því?“
„Trúði — ja nei, það var
ekki ástæðan til þess að við
giftumst ekki. En — fólkið
mitt heima í Bandaríkjunum
og vinir mínir sögðu að ég
gæti ekki gifzt honum. „Orð-
stír þinn er góður, Ella“, sagði
það. „Og skjöldur þinn er
hreinn. Á honum má enginn
blettur vera“. Þetta sögðu
mínir svörtu vinir — og vildu
ráða mér heilt. „Gifstu ekki
Norðmanninum", bættu þeir
við.
Ég var auðvitað á báðum
áttum. Mig langaði að giftast
honum .... ég ætlaði svo
sannarlega að giftast honum
.... en svo sögðu þeir, að það
væri hættulegt fyrir mig að
lenda í hneykslismáli. Ég var
þá heima í Bandaríkjunum,
og þar við sat. Nú eru svert-
ingjarnir orðnir víðsýnni en
þeir voru“.
„Þetta hefur þá verið ást“.
„Já, það var ást“.
„Og þú elskar Noreg enn“.
Hún hló.
„Ég elska Noreg — og Dan-
mörk. Einu sinni átti ég
heima þrjú ár í Kaupmanna-
höfn, það var dýrlegur tími
— Strandvejen og hvað þær
nú heita göturnar þar. En ást
— já ég elskaði hann... .“
Og það dró fyrir sól í aug-
um hennar.
M.