Morgunblaðið - 17.03.1966, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.03.1966, Blaðsíða 7
EA200461 Halldór Húsi Sigurðssoa’ S^2Wí*5Hvftsfcrkur hinn meiri 'XZwwy-t "wnTtt yy.o 8 ■. ...- g»M!M Fimmtuclagur 17. marz 1966 MORGUNBLAÐIO llÍMg Okkur var sendur þessl 1000 króna seðill á dögunum. Þetta var allra myndarlegasti bleðill, enda ffefinn út af bleðlabanka Vínlands, og sjálfsagt útgefinn til að hressa upp á fjárhag manna almennt. Myndin er af Halldóri Sigurðssyni, fyrrum bónda á Efri-Þverá, Vestur-Hópi, Vestur-Húnavatnssýslu. Við þökkum þessa ágaetu sendingu og vonumst eftir fleirum. í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 11,15. Aðgöngumiðar á kr. 100,00 seldir í Aust- urbæjarbíói frá kl. 4 í dag. Skrifstofa skemmtikrafta Pétur Pétursson. Gög og Gokke Þarna er að verki Alli Rúts og hjálparkokkur hans, í hlutverkum Gög og Gokke. Þessir 50 íslenzku skemmtikraftar aetla að reynast furðu lífseig- ir. Þeir halda hverja skemmtunina á fætur annarri og alltaf fyrir fullu húsi. Einhvernveginn er það nú svo, að þetta gæti sem bezt átt heima í íslenzka sjónvarpinu, og vafalaust koma einhverjir þeirra fram þar. í kvöld halda þeir skemmtun kl. 11:15 í Austur bæjarbíói, og það kostar 100 krónur miðinn. Stork- urinn sagði að sólin hefði skinið glatt á Sól- eyjargötunni í gærmorgun um jþað leyti, sem hann flaug niður í miðborg. Eitthvað er þetta nú skemmtilegra veðurfar en hríð- arhraglandinn í fyrradag. Mér sýndist ekki betur en ísinn á Tjörninni væri á undanhaldi, og það var komin vök handa fugl- unum frá landi við Lækjarupp- tak og út í Sverrishólma, en vök var allt í kringum hann, tær og fín. í krikanum, þar sem gamla Báruhúsið stóð, þar sem Erlend- ur Pétursson í K.R. lék sjálfan Skugga Svein mörg kvöldin hér áður var lítiil drenghnokki í vaðstígvélum, varla meir en 5 ára gamall og hugðist hjálpa vorinu og veðurblíðunni með því að brjóta ísinn næst landi, allt þangað til fór að fæða inn í lítil svört stígvél þessa vormanns Þannig eru ýmsir, sem leggjast á sveif með vorinu og veitir ekki af. •Rétt við hornið á Iðnó hitti ég mann, sem var þar að virða fyr- ir sér fuglaskarann í sama mund ©g grágæsir flugu í oddaflugi yfir í tveimur hópum og með miklum gauragangi og látum. Storkurinn: Eitthvað kætir þinn hug, maður minn? Maðurinn hjá Iðnó: Já, það má nú segja. Enga sýningu veit ég betri hér í höfuðborginni en fuglasýninguna á Tjörninni. Sjáðu t.d. hvernig þessar stokk- endur lenda á isnum, renna sér fótskriðu langar leiðir. Það myndi hafa verið kallað „saM- buna“ hérna áður og fyrr meir. Og nú kem ég að því atriði, sem mér finnst vanta hér við tjörnina og það eru bekkir, svo að fólk geti tyllt sér niður og skoðað fuglaldfið í ró og næði. >að þarf að koma fyrir bekkjum allt í kringum tjörnina, og því fyrr því betra. Ég er þér algerlega sammála maður minn, sagði storkurinn, og með það flaug hann upp á Oddfellowhúsið og var að hugsa um að ganga í eina stúkuna til að tryggja sér þar stúkusæti framtíðinni til þess að horfa á blessaða fuglana á tjörninni, og söng við raust hið gamalkunna lag: „Hvar eru fuglar . . VÍSUKORIN) 77. vísukorn GÓULOK 1966 Þó að skaðar skelli á sköflum hlaði grimmra fanna, góa kvaðir ærnar á, oft í raðir hlýviðranna. Yísnakarl. FRÉTTIR Hjáipræðisherinn. Fimmtudag kl. 20:30. Almenn samkoma. For ingjar og hermenn syngja og vitna. Verið velkomin! Húsmæðrafélag Reykjavíkur. Fræðslufundur verður í Lidó mánudaginn 22. marz kl. 8.30 Fundarefni: Talað verður um allskonar krydd og um innkaup á ýmisskonar kjöti. Aðgöngumið ar aðeins afhentir föstudag kl. 3—6 að njálsgötu 3. Sjálfstæðiskvennafélagið Vor- boði Hafnarfirði heldur basar í Sjálfstæðishúsinu í kvöld fimmtu daginn 17. marz kl. 8.30. Eins og venjulega verður margt góðra muna á boðstólum. Styrktarfélag lamaðra og fatl- sfðra efnir til undirbúningsstofn- fundar að kvennadeild innan fé- lagsins og óskar eftir að þær konur er hafa áhuga á starfssemi félagsins mæti í Tjarnarbúð Vonarstræti 10, mánudaginn 21. marz kl. 9. Æskulýðsfélag Laugarnessókn j ar: Fundur í kvöld í kirkjukjall- aranum kl. 8.30. Fjölbreytt fund arefni. Séra Garðar Svavarsson. Mæðrafélagið heldur hátíðlegt j 30 ára afmæli sitt að Hótel Sögu j sunnudaginn 20. marz kl. 6:30. Skemmtiatriði: Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson og fleira. Aðgöngumiðar sé vitjað fyrir I föstudag hjá Ólafíu Sigurþórs- j dóttur, Laugaveg 24 B. sími 15573 og Stefaniu Sigurðardótt- | ur, sími 10972. Mæðrafélagið heldur hátíðlegt j 30 ára afmæli sitt að Hótel Sögu j sunnudaginn 20. marz kl. 6.30. Skemmtiatriði: Bessi Bjarnarson | og Gunnar Eyjólfsson og fleira. Aðgöngumiða sé vitjað fyrir I föstudag hjá Ólafiu Sigurðadótt j ir, Laugaveg 20B sími 16573, og Stefaníu Sigurðardóttir, sími 10972. Kvennadeild Borgfirðingafé- lagsins heldur fund í Hagaskól- anum mánudaginn 21. marz kl. 8.30. Sýnikennsla á smurðu brauði. Mætum vel og tökum með okkur nýja félaga og gesti. Stjórnin. Grensásprestakall, Breiða- gerðisskóli Æskulýðskvöld- vaka fimmtudaginn 17. marz kl. 8. Séra Felix Ólafsson. Kvenfélag Laugarnessóknar býður öldruðu fólki í sókninni til skemmturiar í Laugarnesskóla sunnudaginn 20. marz kl. 3 síð- degis. Kvenfélagið óskar að sem flest aldrað fólk sjái sér fært að mæta. Nefndin. Bolvíkingafélagið í Reykjavík heldur árshátíð og 20 ára af- mæli í Sigtúni 19. marz. Skemmti atriði: Jóna Ámundadóttir set- ur skemmtunina, Guðmundur Jakobsson heldur ræðu. Söngur: Valgerður Bára, Ómar Ragnars- son skemmtir, jazzballett: Jón- ína og Aðalheiður, þjóðlagasöng- ur: Birna Aðalsteinsdóttir og dans. Miðar afhentir í Pandóru Kirkjustræti til kl. 3 á laugardag og við innganginn. Stjómin. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Anna Kristinsdóttir Vesturgötu 10, Hafnarfirði og Gestur Stefánsson, Kirkjubæ Hróarstungu N-Múl. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Margrét Krist- insdóttir frá Akureyri og Erik Hákansson, bankastarfsm. Nýlega hafa opinlberað trúlof- un sína, ungfrú Sigurða Páls- dóttir, Bolungarvíik og Sigurður Friðrik Jónsson, Þingeyri. Laugardaginn 4. desember s.l. voru gefin saman í hjónaband í London, ungfrú Elisabet Ann Greenfield, (dóttir Svövu Zoega og Eric Greenfield) og Sebastian Frau. Heimili þeirra er Pálma- De-Mallorca, Spain. Brúðarmeyj ar eru Anita Greenfield og Svava Barker. Klæðum og gerum við bólstruð húsgögn. 1. flokks vinna. Sækjum og sendum. Valhúsgögn, Skólavörðu- stíg 23. Sími 23375. Bösendorfer-flygill tii sölu. Hentugur fyrir samkomuhús úti á landi. Upplýsingar í síma 22789 kl. 8—9 í kvöld og annað kvöld. | Bílabónun Hafnfirðingar — R.víkingar. Bónum og /þrífum bila. Sækjum', sendum, ef óskað er. Einnig bónað um helg- ar og á kvöldin. Sími 50127 Trillubátavél Óska eftir sog- og útblést- ursgrein á vatnskælda Universal trillubátavél 16 -25 ha., eða ógangfærri vél. Síriú 2307—2232, Keflavík. [ Keflvíkingar Reglusaman sjómann vant ar forstofuherbergi. Fýrir- framgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar í síma 1826. Til sölu Mercedes-Benz 190 (bnzín) árg. 1963, ekinn 90 þús. km. Uppl. í síma 7118. — Hörður Ólafsson, Borgar- nesL Til sölu Reo-StudebakeT (herbíll) með dieselvél í fullu standi. Tilboð merkt 8424, sendist Morgunblaðinu. Keflavík — Suðurnes Kommóður með spegli. — Snyrtiborð, skrifborð 4 teg. Garðarshólmi, Hafnargötu 88. Simi 2450. Keflavík — Suðurnes Stakir stólar, skrifstofu- stólar, sófaborð, útvarps- borð, margar gerðir. Garðarshólmi, Hafnargötu 88. Sími 2450. Keflavík — Suðurnes Vegghillur, — veggskápar, veggskrifborð. Garðarshólmi, Hafnargötu 88. Sími 2450. Keflavík — Suðurnes Línustýrðar flugvélar tilb. til að fljúga. Plastmódel, mikið úrval. Filt, margir litir. Garðarshólmi, Hafnar götu 18. Sími 2009. Iðnaðarhúsnæði Óska eftir 60—100 ferm. iðnaðarhúsnæði. Upplýsing ar í sírna 12159. íbúð óskast Ung hjón með tvö böm, óska eftir einu herb. og eldhúsi í 1—2 mánuði. — Tilboð sendist afgr. MbL fyrir 20. marz, merki: „April—maí — 9525“. Skoda ,52 til sölu, til niðurrifs. Selst ódýrt. Uppl. í síma 50501, eftir kl. 8 í kvöld. Tilboð óskast í FORD VICTORIA ’52 skemmdan eftir árekstur. — Bifreiðin verður til sýnis í Vöku- portinu, Síðumúla 20. — Tilboðum sé skilað á afgr. Vöku fyrir 19. þ. m. IMiðursuða — INIiðurlagning Ungur niðursuðufræðingur óskar eftir vinnu. _ Gæti byrjað nk. haust. — Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir mánaðamót nk., merkt: „Niður- suða — 8421“. GLAUMBÆR Dumbó og Steini GL AU IVI B Æ R simi 11777 50 íslenzkir skemmtikraftar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.