Morgunblaðið - 31.03.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.03.1966, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADIÐ Fimmtudagur 31. marz 1966 Löndun erlendra fiski- skipa í íslenzkum höfnum Þingsályktun og frumvarp urn rýmkun gildandi lagaákvæða ÞINGMENN úr öllum stjórn- málaflokkum lögðu í gær fram á Alþingi þingsályktun- artillögu um endurskoðun lagaákvæða um löndun er- lendra fiskiskipa í íslenzkum höfnum. Flutningsmenn til- lögunnar eru þeir Sigurður Bjarnason, Jón Þorsteinsson, Ólafur Jóhannesson, Björn Jónsson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Fjórir hinir síð- astnefndu þingmenn munu einnig flytja frumvarp í Efri deild Alþingis um bráða- birgðabreytingu á lögunum um rétt til fiskveiða í land- helgi frá 1922. Er gert ráð fyrir að í þeirri breytingu fel- ist eins árs heimild til þess að erlend fiskiskip geti land- að afla sínum á einstökum stöðum, þar sem skortir hrá- efni til vinnslu. Þingsályktunartillagan er á þessa leið: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta fara fram athugun á því, hvort ekki sé tímabært að láta fram fara end- urskoðun á gildandi lagaákvæð- um löndun erlendra fiskiskipa á afla sínum í íslenzkum höfnum með það fyrir augum að bæta úr atvinnuerfiðleikum einstakra byggðarlaga, sem skortir hráefni tU vinnslu.“ Meginreglan í greinargerð tillögunnar seg- ir: Samkvæmt íslenzkum lögum er meginreglan sú, að erlendum fiskiskipum er óheimilt að landa afla sínum í íslenzkum höfnum. í lögum nr. 33 19. júní 1922 er atvinnumálaráðherra þó heimil- að að veita leyfi til þess, að eig- endur síldarverksmiðja megi nota erlend skip til þess að fiska fyrir verksmiðjur þessar til eig- in nota. Hefur sú heimild sjald- an verið notuð. Síldarverksmiðjur lítt hagnýttar Nokkur undanfarin ár hefur síldargöngum hér við land verið þannig háttað, að sumarsíld hef- ur aðallega veiðzt við Austfirði. Af því hefur leitt, að síldarverk- smiðjur á Norðurlandi og Vest- fjörðum hafa lítt eða ekki verið hagnýttar. Þær hafa_ ekki fengið 'hráefni til vinnslu. Úr þessu hef- ur þó lítillega verið bætt með flutningum á síld milli lands- hluta. Bætt úr erfiðleikum Sú spurning hefur því vaknað, hvort ekki væri hyggilegt að rýmka ákvæðin um löndunar- möguleika erlendra fiskiskipa og bæta með því úr tilfinnanlegum erfiðleikum í einstökum lands- hlutum. Má í því sambandi benda á, að íslenzk síldveiðiskip hafa fengið leyfi til þess að landa afla sínum erlendis, t.d. í Nor- egi og Danmörku. Með tillögu þessari er lagt til, að athugun verði látin fram fara á þessum málum . Fjórir af flm. þessarar tillögu leggja jafnframt fram frv. um breytingu á lögum nr. 33/1922, um rétt til fiskveiða í landhelgi. Er þar um að ræða bráðabirgða- breytingu, sem ætlað er að gilda í eitt ár, meðan athugun sú, sem tillaga þessi gerir ráð fyrir fer fram. Tvœr spurnir — Verðlagsmál TVÆR fyrirspurnir komu til um ræðu á fundi sameinaðs Alþingis í gær. Var sú fyrri fyrirspurn til viðskiptamálaráðherra um verðlagsmál og var fyrirspyrj- andi Björn Jónsson (K). Voru spurningar Björns m.a. um hvaða flokkar vöru og þjónustu hefðu frá 1. marz 1960, og þar til nú, leystir undan verðlagsákvæðum og á hvaða flokkum vöru og þjónustu hefðu ákvæði um álagn ingu í heildsölu og smásölu verið rýmkuð frá 1. marz 1960, og hverjar væru breytingar í hverj- um ílokki. Einnig kom fram í fyrirspurninni hvert væri áætl- v að heildarsöluverðmæti til neyt- enda, miðað við þá flokka er áður var spurt um, a) þeirrar vöru og þjónustu, sem leyst hefði verið undan verðlagsákvæðum? b) þeirrar vöru og þjónustu, sem verðlagsákvæði hefur verið rýmkuð á? og c) þeirrar vöru og þjónustu. sem verðlagsákvæði hefðu verið þrengd á? Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- málaráðherra, svaraði fyrirspurn inni og taldi upp þá flokka sem um var spurt. Varðandi síðasta lið fyrirspurnar innar sagði ráð- herra að við henni væri ekki hægt að gefa tæmandí svör, þar sem engar skýrslur um þau mál lægu fyrir og það væri nið urstaða embætt- ismanna er leitað hefði verið til, að frumgögn slíkrar áætlunar mundi skorta, og að undirbún- ingur og rannsókn þessa máls mundi taka langan tíma og vera kostnaðarsöm. fyrir- rœddar — íþróttasjóður Björn Jónsson talaði aftur og einnig tók Einar Olgeirsson (K) til máls og gerði einkum að um- ræðuefni hversu auði þjóðfélags- ins væri misskipt milli þegnanna. Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra, vék að ræðu Einars Olgeirssonar og sagði að þar * ^ kvæði við annan mánuði. Þá hefði 'l ,, .BEinar talað um að ísland væri sérstætt að því leyti hvað al- menningur hefði miklar tekjur og hve vel hefði tekizt til með tekju- og eignaskiptingu. Hann hefði þá lagt það til að við gerðum sérstakar ráðstafanir til að kynna þetta fyrir þróunar- löndunum. Forsætisráðh. sagði að það væri óumdeilanlegt að þó hér hefðu orðið samfelldar framfarir alla þessa öld, hefðu þær aldrei orðið meiri en á þeim árum, sem liðin væru af sjö- unda tug aldarinnar og þær fram farir væru einkum þær að al- menningur í landinu ætti við betri kjör að búa. Einar Olgeirsson talaði aftur og sagði að þær framfarir sem miðuðu að bættum lífskjörum almennings væri fyrst og frernst baráttu verkalýðsfélaganna að þakka. Bjarni Benediktsson sagðist ekki vilja gera lítið úr hlut verkalýðsfélaganna í þeirri fram þróun sem átt hefði sér stað. Það væri þó fyrst og fremst tækniþróun sem ráðið hefði úr- slitum og hin mikla tekjuaukn- ing er af henni hefði leitt. Rétt væri að okkur vantaði marg- víslegar hagfræðilegar upplýs- ingar, þó á því hefðu orðið miklar breytingar til batnaðar, sérstaklega með tilkomu Efna- hagsstofnunarinnar. Ólafur Björnsson vitnaði í skýrslu Efnahagsstofnunar Ev- rópu og sagði að þjóðartekjur Islendinga væru með þeim mestu í Evrópu. 1 skýrslu Efnahags- stofnunarinnar kæmi m.a. fram, að árið 1964 hefðu Svíar verið með mestu meðaltekjur eða 2.280 dollarar á mann, Svisslend- ingar hefðu verið með 2.190 doll ara meðaltekjur og íslendingar væru þriðju í röðinni með 2.110 dollara meðaltekjur á mann. Ólafur sagðist líka vilja minna á það að fyrir 10 árum hefði verið skipuð nefnd sem hefði átt að kanna verðlagsmálin, en hins vegar hefði ekkert sézt af störfum þeirrar nefndar, þrátt fyrir það að valda hefði vinstri stjórninni skort vilja til að kanna þessi mál. Iþróttasjóður. Daníel Ágústínusson (F) bar fram eftirfarandi fyrirspurnir til menntamálaráðherra um íþrótta sjóð: 1) Hvaða ráðstafanir hyggst ríkisstjórnin gera til að greiða úr fjárhagsvandræðum iþróttasjóðs. 2) Hvað líður störfum þeirrar nefndar, sem menntamálaráð- herra skipaði í febrúar 1963 til þess að endurskoða lagaákvæði um íþróttasjóð. Gylfi Þ. Gíslason, menntaméla ráðherra sagði að málefni íþrótta sjóðs hefðu verið í óefni allt frá þeim tíma að sjóðurinn var stofn aður. íþróttanefnd hefði sett sér þær starfsreglur að styrkja íþróttamannvirki allt upp í 40% af kostnaði, en þær fjárveitinagr sjóðsins hefðu aldrei verið í sam ræmi við fjárveitinga til hans á fjárlögum. Ákvæði gildandi laga heimiluðu aðeins sjóðsstjóminni að veita þennan styrk, en veitti engum rétt til hans. Ráðherra sagði, að hann hefði ekki treyst sér til að fara aðra leið, en fyrir- rennarar hans í embætti mennta málaráðherra, en hún væri að Framhald á bls. 21 Fusteignakjör auglýsir til sölu Heilt hús við Vitastíg, selst í einu lagi eða hver íbúð út af fyrir sig. í húsinu eru tvær 4ra herb. íbúðir og tvær búðir. 1 herb. og eld- hús í kjallara. 4ra herb. íbúðarhæð við Sogaveg. 4ra herb. risíbúð við Háa- gerðL 5 herb. nýleg íbúð við Skipa- sund. Höfum kaupendur að ýmsum stærðum íbúða í Reykjavik og nágrenni. GÍSLI G- ÍSLEIFSSON hæstaréttarlögmaður. JÓN L- BJARNASON fasteignaviðskipti Hverfisgata 18. Sími 14150 og 14160. Skrifstofuhús- næð/ óskast Höfum kaupanda að um 200—300 ferm. skrifstofu- húsnæði, helzt í nýlegu húsi. Mætti vera óinnréttað að nokkru. Vagn E. Jónsson Gunnar M. Guðmundsson hæstaréttarlögmenn Austurstræti 9 Simar 21410 og 14400. Ný kjörbúi Verzlunin Herjólfur OPNAR NÝJA KJÖRBÚÐ Á MORGUN FÖSTUDAG AÐ SKIPHOLTI 70. Nýlenduvörur — Mjólk Brauð og kökur. Verzlunin Herjólfur Skipholti 70 — Sími 31275. IMýkomið frá París: Permanentoliur í fjölbreyttu úrvali. Hárgreiðslustofan PERIVIA Garðsenda 21 — Sími 33968. Sandblásið gler Hamrað gler Glerslípun Speglagerð S. Helgason hf. Súðarvogi 20 — Sími 36177. HÁRÞURRKAN fallegri jc fljótari Tilvalin fermingargjöf! FONIX Sími 2-44-20 — Suðurgötu 10. Gott verð! Sumarbústaður eða Sumarbústaðarland á góðum stað við Þingvalla- vatn óskast til kaups. Tiliboð merkt: „Sumar 9009“ sendist afgr. Mbl. fyrir hád. 2. apríl. Styrmir Gunnarsson lögfræðingur Laugavegi 28 B. — Sími 18532.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.