Morgunblaðið - 31.03.1966, Blaðsíða 26
ZB
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 31. marz 1966
Sundmöt ÍR
Ari, Hörður, Guðm.
Ing. o.fl. keppa í kvöld
I. deild kvenna
VaSur og FH efst
og i'ófn að stigum
EITT fjölmennasta sundmót um
langan tíma fer fram í kvöld.
Það er sundmót 1R og fer fram
í Sundhöllinni og hefst kl. 8.30.
Vnglingar eru fjölmennastir en
til nýlundu ber að nokkrir úr
hópi „gamalla stjarna“ meðal
sundmanna koma nú aftur og
synda með félögum sínum í sið-
ustu grein kvöldsins 8x50 m boð
sundi. Auk hinna ungu og „hinna
gömlu“ eru svo allir sem sett
hafa svip á sundmótin að undan-
förnu.
■úr Keppni kvenna
Konur keppa í 100 m. bak-
sundi, 100 m flugsundi, 100 m
Guðmundur Ingólfs. og Helgi
Sig. keppa nú aftur.
bringusundi og 4x50 m fjórsundi.
í einstaklingsgreinunum þremur
verður aðalkeppnin nú sem fyrr
milli Hrafnlhildar Guðmundsdótt
ur og stallsystranna úr Á Hrafn-
'hildar Kristjánsdóttur og Matt-
hifldar Guðmundsdóttur. Hrafn-
hilur G. er sigurstranglegust en
hinar hafa veitt henni harða
keppni upp á síðkastið.
■úr Davíð og Guðmundur
Búast má við að keppnin í
200 m skriðsundi karla verði ein
tvísýnasta grein kvöldsins. Á
þeirri vegalengd má ætla að Guð
mundur og Davíð séu líkastir.
Davíð er betri í því lengra en
Guðmundur harðari á sprettin-
urn. Þarna er millivegalengdin
sem enginn getur spáð um.
Sömu sögu er reyndar að segja
um 100 m flugsund karia, þar
sem sömu menn berjast ásamt
Guðm. Harðarsyni.
-k Boðsundið
8x50 m sundið verður án efa
skemmtilegt. Fyrr á árum var
synt allt upp í 20x50 m boðsund
og allir sótraftar á flot dregnir.
Og vissulega er gaman að svo
fjölmennum boðsundum og hér
reyna ÍR-ingar að hefja slík „al-
menningssund" aftur til vegs.
Margir hinna gömlu koma fram
á ný m.a. Ari Guðmundsson,
Hörður Jóhannesson og Helgi
Sigurðsson í sveit Ægis, KR-ing-
ar tefla fram kjarna síns ágæta
sundknattleiksliðis. í sveit Ár-
manns verða auk hinna yngri
þeir Pétur Kristjánsson og Sig-
geir Siggeirsson og í svet ÍR m.a.
Ólafur Guðmundsson, Egill Hall-
dórsson, Guðmundur Ingólfsson
o.fl.
Án efa verður þetta boðsund
skemmtilegt.
Sfeinþórsiiáótið
í Hnmragili
ó sunnudag
STEINÞÓRSMÓTIÐ, 6 manna
sveitarkeppni í svigi, verður faald
ið í Hamragili við ÍR-skálann
á sunnudaginn kemur kl. 2.30.
Tilkynningar um þátttöku og
nafnafcall er kl. 12 í fR-skálan-
um. Búizt er við sveitum frá
Reykjavíkuriélögunum ÍR, Ár-
manni, KR og Yífcing. Mótstjórn
annast skíðadeild £R og mótstjóri
er förmaður skíðadeildar ÍR Sig-
urjón Þórðarson. Að mótinu
loknu er verðlaunaafhending í
ÍR-skálanum. Bílferð á mótsstað
er frá Umferðamiðstöðinni kl.
10 f.h. og til baka að móti lofcnu.
Mót þetta er minningarmót um
Steinþór heitinn Sigurðsson,
menntaskólakennara. Steinþór
var fyrsti formaður Skíðaráðs
Reykjavíkur og seinna formaður
Skíðasambands íslands. Reykvík
ingar fjölmennið í Hamragilið
um helgina.
Árshátíð Vals
Árshátíð Vals verður haldin í
Tjarnarbúð n.k. laugardagskvöld
og hefst með borðhaldi kl. 7.30.
Agnar Friðriksson skorar
Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLD léku
Reykjavíkurúrval og úrval varn
arliðsmanna á Keflavíkurflug-
velli 4. leik hinnar árlegu keppni
þessara aðila. Áður höfðu varn-
arliðsmenn unnið tvo leiki en
Reykjavíkurúrvalið einn, svo að
þessi leikur hafði allt að segja
fyrir Reykjavík, því fyrirkomu-
lag keppninnar er þannig að það
lið sem fyrr vinnur þrjá leiki
sigrar í keppninni. Þanng hefðu
Bandaríkjamennirnir með sigri í
leiknum unnið keppnina í fyrsta
sinn. Góður leikur Reykjavíkur-
úrvalsins batt enda á vonir
þeirra og urðu þeir að þola stórt
tap 75:50. Síðasti leikur keppn-
innar fer að likindum fram í
Reykjavík um miðjan apríl, þeg-
ar landsliðið er komið heim frá
Polar Cup í Kaupmannahöfn.
Leikurinn hófst með miklum
hraða og góðri vörn hjá báðum
liðum. Beittu varnariiðsmenn
svæðisvörn en Reykjavífcurúrval
ið maður á mann vörn. Um miðj-
an hálfleik síga Reykvíkingarnir
fram úr og tókst leikaðferð
þeirra gegn svæðisvörninni mjög
Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ
fóru fram þrír leikir í I. deild
kvenna.
Fram og Víkingur 8:8.
Þetta var spennandi leikur, en
ekki að sama skapi vel leikinn.
Fram hafði yfir mest allan tím-
ann, en undir lokin tókst Vík-
ingsstúlkunum að jafna. Af Vík-
ingsstúlkunum að jafna.
Af Víkingsstúlkunum var
Rannveig Laxdal bezt. Víkings-
liðið lék nú án aðalskyttunnar
Lillyar.
Hjá Fram voru þær Geirrún
og beztar.
★
F.H.-stúlkurnar unnu Ár-
mannsstúlkurnar með 9:8. Leik-
urinn var nokkuð jafn og spenn-
vel. Var staðan í hálfleifc 36:23,
og höfðu Agnar, Birgir og Kol-
beinn átt mjög góðan leik fyrir
Reykjavík.
í upphafi síðari háifleiks ná
varnarliðsmenn góðum kafla.
Þeir höfðu breytt um varnarað-
ferð, yfir í maður á mann, og
kom það Reykjavíkurliðinu úr
jafnvægium tíma. Var mjög lít-
ill munur á liðnunum þennan
lei'kkafla. Reykvíkingarnir ná þó
aftur tökum á leiknum og átt-
uðu sig á hinni breyttu vörn.
Náðu þeir mjög góðum fcafla og
sigruðu með yfirburðum eins og
áður getur 75:50. Var leikur ís-
lenzka liðsins í heild allgóður
og virðist liðið vera í góðri sam-
æfingu og er það gott til að vita
því aðeins er ein vika þar til ís-
land gengur tifl. Norðurlanda-
keppni, Polar Cup, í Kaupmanna
höfn.
Beztir hjá Reykjavíkurúrval-
inu voru Agnar og Birgir. Hjá
Bandaríkjamönnum bar mest á
Sterling og skoraði hann 22 stig
og hitti mjög vel. Stig Reykja-
Framhald á bls. 27
andi. F.H. hafði yfir í hálfleik
5:4. Ármannsstúlkurnar léku vel
í síðari hálfleik en það dugði
samt ekki til sigurs.
F.H.-liðið átti heldur slappan
dag, engin af þeim átti góðan
leik nema þá helst Jónína mark-
vörður.
Ármannsliðið lék allsæmilega
og eru yngri stúlkurnar í liðinu
að koma til. Bezt var Ása.
★
Þá að lokum léku Valsstúlk-
urnar við Breiðabliksstúlkurnar
og sigruðu Valsstúlkurnar með
16:9.
Breiðabliksstúlkurnar komu
mjög á óvart með getu sinni i
fyrri hálfleik. Þær skoruðu ekki
einungis fyrsta mark leiksins
heldur fyrstu mörk leiksins.
Eftir mjög góða byrjun af þeirra
hálfu var staðan orðin 5:1 fyrir
Breiðablik, er Valsstúlkurnar
loks komust í gang og náðu. að
laga markahlutfallið fyrir hlé
5:6. Eftir hvíldina tókst Vals-
stúlkunum heldur betur upp og
skoruðu 11:3. Leiknum lauk því
með sigri Vals 16:9.
Eins og áður er sagt komu
Breiðabliksstúlkurnar mjög á
óvart, þá ekki sízt þær Heiða
og Dísa, en þær tvær skoruðu
flest mörk Breiðabliks.
Liðið er mikið að lagast og á
eftir að sækja sig enn meir.
Valsliðið átti mjög slappa
byrjun, en eftir að þær komust
í gang var ekki vafi á hvort liðið
sigra mundi. Af Valsstúlkununa
var Sigrún Ingólfsdóttir lang-
bezt.
★
Valur og F.H. eru nú efst og
jöfn að stigatölu og eiga eftir
að leika úrslitaleikinn sem verð-
ur 23. apríl.
Engu skal um úrslit leiks þess
spá, en eflaust verður hann jafn
og spennandi.
Knattspyrna
í Englandi
í gærkvöldi fór fram knatt-
spyrnuleikur milli Wales og ír-
lands og unnu írar 4-1.
Þá léku Manch. Utd. og Prest-
on í 8 liða úrslitum i ensku bik-
arkeppninni og vann Manch.
Utd. með 3-1.
í 1. deildinni ensku vann
Sheff. Wed Stoke City með 4-1.
Víkingar halda
órshótíð
Knattspyrnufélagið Víkingur
heldur árshátíð sína næstkom-
andi laugardag 2. apríl í Sigtúni.
Fjölbreytt skemmtiatriði verða.
Vonast er eftir að eldri sem yngri
félagsmenn mæti þar með gesti
sína. Aðgöngumiða er að fá hjá
Óla Birni Kærnested, í Söeb-
echsverzlun Háaleitisbraut 58-60
sími 38844 og hjá Sigurði Gísla-
syni hjá A. Jóhannsson & Smith
Brautarholti 4, sími 24244.
Fram)
Aðalfundur Knatspyrnufélags
Fram verður haldinn miðviku-
daginn 16. apríl í Félagsheimil-
inu og hefst stundvíslega kL
20.30.
Clay vann, en tókst ekki að rota
CASSIUS Clay vann 23. sigur
sinn í róð í hnefaleikahring
er hann í fyrrinótt mætti
Kanadamanriinum Georg e
Chuvalo í Toronto. En ekki
tókst Clay að sla mótherja
sinn í gólfið og heldur Chuv-
alo, sem er 28 ára, enn því
fátiða afreki að hafa aldrei
verið sigraður á rothöggi.
Cassius Clay vann yfirburða-
sigur á stigum, hlaut 74 stig
gegn 62 hjá einum dómaran-
um, 74 gegn 63 hjá öðrum
og 73 gegn 65 hjá hringdóm-
aranum. Stig eru gefini þannig
að sigurvegari hverrar lotu
hlýtur 5 stig, en hinn 4 stig
eða minna.
Clay vann 13 lotur af 15.
Það var 2.1otan og sú 4. sem
Chuvalo var dæmdur sigur í,
en í þeim báðum kom hann
þungum skrokkhöggum á
Clay, svo hann fór örlitla
stund út úr jafnvægi. 12—14
þús. man.ns sem í salnum
voru, öskraði þegar bylmings
högg Chuvalos hittu Clay.
Chuvalo reyndi allan tám-
ann að koma skrokkhöggum
á Clay. Voru tiiraunir hans
í þá átt næsta djarfar, en
Clay var fimur að vippa sér
undan höggunum, en varð þó
að þola mörg.
Chuvalo fékk mörg högg
frá vinstri hendi Clays, flest
létt en önniur þyngri. Opnuð-
ust skurðir á augabrúnum
beggja augna hans í leiknum
og varð að blóðstraumur nokk
ur, sem stöðvaður var í hléi.
1 14. lotu þrengdi Clay mjög
að Chuvalo, en hann stóð alla
lotuna án þess að faila, en
var farinn að berja út í loft-
ið viðutan er bjallan hringdi.
í öðrum lotum var baráttan
jafnari, þó léttleiki Clays
færði honum alltaf sigurinn.
Kom Clay alltaf mjög léttur
fram eftir hvíld milli lota en
oft var mjög af honum dregið
undir lok lotunnar.
Chuvalo sagði eftir leikinn:
Ég hélt ég hefði unnið 8 lot-
ur. Hefði ég haft meiri tíma
til undirbúninigs leiksins (leik
urinn var ákveðinn með 17
daga fyrirvara er Terrell
hætti við að keppa við Clay)
hefði ég sigrað. Clay er snögg
ur, en ekki mikill hnefaleika
kappi.
Clay hljóp að köðlunum
eftir sigurinn ©g hrópaði: Ég
plataði alla einu sinni enn.
Þeir sögðu að ég þyldi ekki
skrokkhögg. Nú sjáið þið
hvort ég þoli þau ekki.
Fréttamenn segja að leikur-
inn hafi verið all ójafn, en
jafnframt sá bezti í þunga-
vigt um margra ára skeið.
Það er ekki vafi á að Clay
reyndi að slá Chuvalo niður
og var nálægt því í 11. og 14.
lotu. En Chuvalo þoldi öll
hans högg. Clay sló og sló,
unz hann var máttlaus í hand
leggjunum. Þanniig komst
Clay að því að hann hefur
ekki krafta til að slá niður
harðsvíraða mótherja sem
Chuvalo. En á öllum öðrum
sviðum hafði hann yfirburði.
Reykjavík vann
yfirburðasigur