Morgunblaðið - 31.03.1966, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 31. marz 1966
MORCU NBLAÐIÐ
19
Atrtði úr myndiimi „Fyrir köng o gföðurland".
SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM
Árni Jénsson — Riinning
í DAG kl. 3 verður jarðsettur
frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði
Árni Jónsson matsveinn, en hann
varð bráðkvaddur um borð í tog-
aranum Maí, er hann átti skammt
eftir til heima'hafnar föstudag-
inn 25. marz.
Árni var maður ungur að ár-
um, fæddur á ísafirði 25. janúar
1923, sonur Sigríðar Ó. Jónsdótt-
ur og Jóns Þórðarsonar skipa-
smiðs, sem bæði eru nú látin.
Auk Árna áttu þau hjón annan
son, Egil, sem starfar hjá Rann-
sóknarstofu Fiskifélágs íslands.
— Árið 1935 fluttist fjölskyldan
til Hafnarfjarðar og átti þar
heima síðan. Settist Árni í
Flensborgarskóla að barnaskóla-
námi loknu, en varð að hætta
námi sökum vanheilsu, og gekk
ekki heill til skógar eftir það.
Varð hann löngum að dveljast í
sjúkrahúsum, og fékk loks ein-
hverja bót meina sinna, en var
þó eftir það alltaf meira og
minna þjáður, allt til hins síð-
asta. Ekki gerði Árni mikið úr
veikindum sínum, þegar minnzt
var á þau, og lét sem ekkert
væri. Kom þá bezt í ljós hin
mikla rósemi og karlmennska,
sem hann var gæddur í svo rík-
um mæli. Allt er minnti á lin-
Bæjarbíó.
Fyrir kóng og föðurland.
Leikstjóri: Joseph Losey.
Ensk mynd.
Höf uðleikendur:
Dirk Bogarde.
Tom Courtenay
o.fl.
Þetta er mynd um tilgasigsleysi
styrjalda, um þá kvöl, andlega
og líkamlega, sem hermönnun-
nm er búin og hvenær sem er
getur náð því marki, að þeir
leggi frá sér vopnin og haldi
heim til sín.
Gera þeir það?
Ekki allir
Hverjir þeirra?
Hugleysingjarnir (?)
Hvað eru þeir nefndir?
Liðhlaupar.
Hvaða refsing er þeim hæfi-
leg?
Við sliku athæfi munu jafnan
Ihafa legið hinar þyngstu refs-
ingar. Hvort sem var hjá árásar-
þjóð eða þjóð, sem var að verja
hendur sínar. Hitler eyddi tals-
verðu af sinni síðustu, dýrmætu
orku í að drepa liðhlaupa, sem
byrðar stríðsins voru orðnar ó-
bærilegar. Ekki er vitað till að
samstarfsmenn hans haifi verið
ákærðir fyrir slíkt athæifi eftir
styrjöldina. Hversvegna ekki?.
— Þar voru þó menn vegnir fyr
ir það atlhaefi eitt að gefast upp
við að drepa meðtoræður sína.
Enginn hefur í alvöru afsakað
árásarstyrjöld nasista á síðari ár
um. Hún hefur verið talin glæp-
ur gegn mannkyninu. En fáir
hafa gert sér rellu út af þeim
þjóðverjum, sem buguðust undir
þunga stríðsins, lögðu frá sér
vopnin og héldu heim og voru
drepnir fyrir þá skuld eina
Ekki hefi ég heyrt, að þau dráp
hafi verið talin glæpur gegn
mannkyninu.
Tuttugu og þriggja ára brezk-
ur hermaður er staðsettur í skot
gröf á vesturvígstöðvunum
fyrri heimsstyrjöldinni. Bardag
ar eru harðir og lífið í skotgröf
unum auk þess seigdrepandi and
lega. Margir félagar hans eru
skotnir í tætlur fyrir augum
hans, en rotturnar hafa lífsfram-
færi af rotnandi líkum manna og
hesta. í þrjú ár hefur hann hald-
ið þetta út, enda bauðst hann
sjáltfviljugur til herþjónustunn-
ar. Var það raunar fyrir særing.
ar konu hans og tengdamóður,
sem töldu víst, að hann þyrði
ekki í stríðið. En þeim til mikill
ar undrunar tók hann „byssu og
poka sinn“, eins og Sveinn Dúfa
forðum og bauð sig fram til
stríðsþjónustu.
En svo er það dag einn, að
hann sligast undir byrðum sín-
um, reikar í hálfgjörðu ósjálf-
ræði frá vígstöðvunum og tekst
að komast langleiðina heim til
Englands, áður en hann er hand
tekinn. Meginefni myndarinnar
fjallar síðan um réttarhöldin yf-
ir þessum unga manni. Þau fara
að sjálfsögðu fram fyrir herrétti.
Verjandi hans, höfuðsmaður
nokkur í hernum, hefur í fyrstu
lítinn áhuga fyrir sínu hlutverki.
Hann telur, að málið liggi ljóst
fyrir og dómurinn geti ekki orðið
nema á einn veg. En þegar hann
tekur að ræða vlð skjólstæðing
sinn og kynnist viðhorfi hins
ótorytta hermanns til stríðsins,
gjörbreytist afstaða hans og á-
hugi vaknar.
Það er ljóst, að Hamp (leik-
inn af Tom Courtenay) hefur
ekki stefnt að neinu ákveðnu,
meðvituðu markmiði, er hann
hélt frá skotgröfunum. En sá'l
hans kallar á frið, í undirmeð-
vitund hans vakir í upphöfnu
veldi hið kyrrláta Mf heima í
Englandii og þrá eftir hinum
friðsömu æskudögum. En í yfir-
vitundinni er markmiðið svo ó-
ljóst, að hann gerir sér ekki einu
sinni grein fyrir því, hvort hann
muni snúa til vígstöðvanna aft-
ur, eftir fárra daga atfslöppun að
baki þeirra. Það hefði þó getað
verið honum málsvörn, ef fram
hefði komið, að hann hefði að-
eins haft í hyggju að stela sér
smáorlöfi. En „ég veit það ekki“
svarar hann spurningu um það,
það eitt vissi hann, að hann þráði
að komast sem lengst burt frá
hinum síglymjandi falltoyssugný.
Verjandi hans, Hargreaves
höfuðsmaður, (Dirk Borgarde)
Urslit í skákkeppni stofnana
EINS og frá var skýrt í Mbl. í
gær lauk skákkeppni stofnana og
fyrirtækja sl. mánudagskvöld og
sigraði A-sveit Búnaðarbankans,
hlaut 17 vinninga af 24 möguleg-
um.
Nánari úrslit:
A-FLOKKUE. vinn. st.
1. Búnaðarb., A-sv. 17 38
2. Landsbanki, A-sv. 16% 41
3. Stjórnarráð, A-sv. 14% 38%
4. Veðurstofan 14% 34
5. Útvegsbanki, A-sv. 14 42%
6. Lögreglan, A-sv. 13% 31
7. Borgarverkfr. A-sv. 13% 27
8. Hreyfill, A-sv.
9. Landsbanki, B-sv.
10. Raforkumálaskr.
11. ísl. aðalverkt.
12. Barnas. Rvk, A-sv.
13. Landsíminn, A-sv.
14. Laugarnesskóli
15. SVR
16. Rafmv. Rvíkur
17. Þjóðviljinn
18. Morgunblaðið
19. Flugfélag fslands
20. Gagnfrsk. Lindarg.
13
12
12
11
11
101
10
10
9
8
8
B-FLOKKUR: vinn.
1. Hreyfill, B-sveit 17
31 2. Búnaðarb., B-sv. 15% 36%
34% 3. Bílaleigan Falur 14% 38
31% 4. Eimskipafélagið 14% 33%
29% 5. Óli Bieltvedt 14 44
28% 6. Lögreglan, B-sv. 14 32%
27 7. Borgarbílastöðin 13% 32
25% 8. Barnas. Rvk, B-sv. 13 33%
31% 9. Borgarvfr., B-sv. 13 30
25% 10. Gagnfrsk. Kópav. 11% 29
22% 11. Steinstólpar 11 35
21% 12. Landsbanki, C-sv. 11 33
15% 13. Verðlagsskrifst. 11 30%
22 14. Vélsm. Héðinn 11 28
15. Prentsm. Edda 10% 31%
st. 16. Landssími, B-sv. 10 23
37% 17. Bæjarleiðir 10 17%
18. Stjórnarráð, B-sv. 9% 21
19. KRON 8% 14%
20. Útvegsbanki, B-sv. 7 21
Sigursveit Býnaðarbankans, talið frá vinstri: Arinbjörn Guð-
mundsson, Bragi Kristjánsson, Jó n Kristinsson og Guðjón Jó-
hannsson.
Stigin eru þannig hugsuð: Vinn
ingur á 1. borði 4 stig, 2. borði 3
st., 3. borði 2 st. og 4. borði 1 st.
Jafntefli á þessum borðum gefa
helmingi færri stig en vinningur.
Sjö neðstu sveitirnar í A-flokki
falla nú niður í B-flokk og upp
í A-flokk koma sjö sveitir úr B-
flokki, sem orðið hafa sigursæl-
astar þar.
í kvöld klukkan 8 e. h. fer
fram hraðskákskeppni sveitanna
í Hótel Sögu (Súlnasal) og verð-
launaafhending. í þessari keppni
kemur strax til framkvæmda, að
þær sveitir sem falla niður í B-
flokk, keppa þar og sjö efstu í
B-flokki, keppa nú í A-flokki.
leggur sig fram til að sýna fram
á, að það hafi ekki verið venju-
legt hugleysi, sem hafi valdið
brotfcför hans frá víglínunni, held
ur hafi hin langvarandi, þrúg-
andi skotgraifavist skyndilega
valdið honum taugaáifalli, og
gert hann raunar ósakhæfan á
þeim tíma er hann framdi „atf-
brotið". Ljóst sé, að hann hafi
lagt af stað að óyfirveguðu ráði
frá vígstöðvunum, enda gekk
hann í rólegheitum áleiðis til
Ermarsunds og gerði ekkert til
að fela sig fyrir mönnum.
Hamp trúir og treystir á verj-
anda sinn af barnslegu trúnaðar-
trausti, en sökum ein'lægni sinn-
ar og hreinskilni, gerir hann
honum vörnina þó á ýmsan hátt
erfiðari, en efni standa til. Þrá
manns til að lifa friðsömu lííi,
innri efasemdir hans um tilgang
baráttunnar, um þann tilgang
er helgar það, að félagar hans
eru lifandi tættir sundur fyrir
augum hans, slík viðhorf vega
ekki þungt fyrir herrétti.
Herlæknir, sem hafði rannsak
að Hamp rétt áður en hann yfir-
gaf vígvöllinn, taldi, að hann
hefði verið í fullkomlega eðli-
legu ástandi — aðeins venjulegt
hugleysi, sagði hann. Er hann
heldur óvinsamlegur í garð
Hamps, og verður framburður
hans honum sízt til hagsbóta.
Framburður sumra annarra vitna
er honum hagstæðari, og lengi
vel er ósýnt, hvernig málinu
muni lykta ...
Mynd þessi er mjög áhrifa-
mikil og einhver hvassasta og
listrænasta ádeila á styrjaldar-
bölið, sem ég minnist að hafa
séð í kvikmynd. Hún er ekki
langorð prédikun gegn þessu
mesta böli mannkyns, heldur
hnitmiðuð, myndræn tjáning
þeirra óspilltu eðlisþátta manns
ins, sem rísa, næstum ómeðvitað
á stundum, gegn bræðravígun-
um, vegna fánýtis þeirra, til
gangsleysis og grimmdar. f raun-
inni skiptir þar ekki öllu máli,
hvort maður er huglaus eður
eigi, ótti er manninum eðlislæg
ur og oft studdur meiri skyn-
semi og hlutlægara mati en hin
mjög svo rómaða hugprýði. Hins
vegar þjónar það betur vörn
málsins fyrir Hamp, að reynt sé
áð sýna fram á, að óttakennd
hans hafi verið af „abnormal“-
rótum runnin, og má ekki rugla
því saman. Venjulegt „granat-
ohok“ — mjög svo algengur
kvilli á vígvöllum — er ekki
hægt að nota sem afsökun fyrir
liðhlaupi, þó ekki væri nema af
þeirri nauðsyn að halda uppi aga
og góðum „móral" meðal hinna
hermannanna.
Leikstjóri þessarar myndar,
Joseph Losey, mun vel kunnur
flestum kvikmyndaunnendum.
Munu flestir í því sambandi
minnast kvikmyndarinnar
„Þjónninn", sem Kópavogsbíó
sýndi við miklar vinsældir á síð-
astliðnu 'hausti, en Losey var
bæði leikstjóri og framleiðandi
að þeirri mynd. Pétur heitinn
Ólafsson, kvikmyndagagnrýn-
andi, skrifaði eina af sínum skil
merkilegu og innsæisríku kvik-
myndaumsögnum um þá mynd
í Morgunblaðið. (28. sept. s.l.)
Leggur hann þar m.a. áherzlu
á hina miklu sviðstækni og dul-
ræðu, en snjöllu tákn Loseys í
þeirri mynd. — Því miður auðn-
aðist mér ekki að sjá „Þjóninn"
Framhald á bls. 18
kind og uppgjöf í hvaða mynd,
sem var, var honum ekki að
skapi, enda maðurinn harðdug-
legur og ósérhlífinn að hverju,
sem hann gekk.
Þegar á unga aldri hóf Árni
verzlunarstörf og var lengst af í
Stebbabúð. Nokkur ár var hann
'hjá útgerð Jóns Gíslasonar, og
var m.a. eftirlitsmaður við smíði
tveggja báta hans í Danmörku.
Var eiginlega sama að hvaða
verki hann gekk, áhugi og hæfi-
leikar fyrir' hendi í ríkum mæli.
Síðustu árin var Árni matsveinn
á togurum Bæjarútgerðar Hafn-
arfjarðar, og var þar eins og
annars staðar, vinsæll og leysti
störf sín af hendi með ágætum.
Veit ég að skipsfélagar hans
sakna nú góðs vinar og þakka
honum samveruna. (
Árni Jónsson var maður bók-
elskur, og skipuðu ljóðin þar
öndvegissess. Var hann jafnvíg-
ur á ljóð góðskáldanna og hinna,
er minna máttu sín, — dáðist að
snilli þeirra, ekki síður en hinu
spaugilega, sem hann fann í ljóð-
um alþýðuskáldanna.
Nú að leiðarlokum verður mér
hugsað til þess í fari Árna, sem
einkenndi hann svo mjög, en það
var glaðværðin og heiðríkjan,
sem ávallt fylgdi honum. Hann
vildi hvers manns vandræði
leysa og var ávallt boðinn og
búinh að rétta hjálparhönd og
gera mönnum greiða. Þá skal því
ekki gleymt, að barngóður var
Árni, en það lýsif kannske hvað
bezt skaplyndi og ljúfmenmsku
hans.
í dag er Árni kvaddur af hin-
um fjölmörgu vinum hans, sem
þakka honum samverustundirn-
ar. —
Guðm. Eyþórsson.
— Andarnir
Framhald af bls. 18
þess að leggja þannig út af þessu
versi í fyrra bréfi Péturs?"
Ennfremur segir: „Ekki Biblí-
an, ekki kenningar Drottins vor
Jesú Krists eins og þær finnast
skráðar í guðspjöllunum. Ekki
heldur bréf annarra postula né
Péturs sjálfs“, og loks segir Sæ-
mundur um erindi Jesú Krists
til andanna: „Það gat því alveg
verið dómsboðskapur eins og náð
arboðskapur. Orð dómprófasts-
ins eru ekkert annað en helber
ágizkun“.
Sæmundur, þig bið ég að gjöra
svo vel að grunda í rólegheitum
málsgreinina alla og lesa hana
siðan rækilega, er orðið „einnig“
hefur verið numið brott.
Ég játa það, að í mínum huga
breytir það öllu ,hvort þetta litla
orð er í málsgreininni eða ekki.
Til hvaða athafna bendir þetta
orð „einnig“ umfram ferðina í
andaheiminn, sem um er getiðþ
Mér þætti vænt um að fá skýr-
ingu þína á því.
Kristur dómfelldi ekki í lif-
anda lífi. Er það trúlegt, að eftir
upprisu sína hafi hann stigið
niður til helheima með „dóms-
boðskap" til að auka á ógæfu
hinna ógæfusömu?
Hrafnistu, 25. 3. 1966.
Grímur Jónsson
frá Súðavík.