Morgunblaðið - 31.03.1966, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 31. marz 1966
MORGU NBLAÐIÐ
11
Ein af myndum Kj artans á sýninguimi.
Sýning Kjnrtons
Guðjónssonnr
KJARTAN Guðjónsson er einn
&f hlédrægustu listamönnum okk
or. og verður ekki annað sagt en
að heldur lítið hafi farið fyrir
ihonum nú seinustu árin. Jafnvel
Ibeztu kunningjar Kjartans vissu
lítið, hvað hann var að sýsla, og
sumir jafnvel efuðust um, að
ihann væri vinnandi að listgrein
sinni. Það voru því nokkur tíð-
indi, er hann opnaði sýningu í
Listamannaskálanum um sein-
ustu helgi og kom þar fram með
um sextíu listaverk, unnin í
olíulitum, krítarlitum, temperu
og með penna. Þetta er önnur
sjálfstæð sýning, er Kjartan
heldur um ævina, en nú eru tólf
ár, síðan hann sýndi sína fyrstu
sjálfstæðu sýningu. En Kjartan
hefur á þessum árum tekið þátt
í möigum samsýningum, og hann
Andarnir í varöhaldi
1 MORGUNBLAÐINU, 17. marz
þ. á., las ég smágrein eftir Sæ-
mund G. Jóhannesson, AJtureyri.
Þennan mann þekki ég ekkert.
Af orðum hans virðist mér aug
Ijóst, að hann sé öruggur í vizku
sinni og sérstaklega fróður í öll-
um Biblíufræðum, og að hann sé
þess umkominn að segja við dóm
prófastinn í Reykjavík, með
vaidsmannsrödd þessi orð: „Hvað
gefur séra Jóni Auðuns, dóm-
prófasti, heimild til þess að
ieggja þannig út af þessu versi
í fyrra bréfi Péturs: „í andanum
fór hann einnig og prédikaði fyr-
ir öndunum í varðhaldi“,‘‘?
Ég vil taka það fram, að ég er
hvorki Bibliufræðingur né vizk-
unnar maður, aðeins venjulegur
leikmaður. Og sízt er það ætlun
mín, að bera blak af dómprófast-
inum Jóni Auðuns, þess er ekki
þörf. Umrædd hugvekja hans er
evo hugnæm að innihaldi og
framsetningu, að hún er stórkost-
leg.
Aðalkjarni málsins, sem um
ræðir í hugvekju Jóns Auðuns
er í mínum huga litla orðið
„einnig“, hér tekið úr sambandi
úr málsgreininni: „í andanum fór
hann einmg og prédikaði fyrir
öndunum í varðhaldi“.
Þetta orð, „einnig“, bendir til,
að starfandi kærleikskraftur
Krists hafi farið fleiri ferðir til
prédikunar og uppfræðslu, en til
endanna, sem óhlýðnuðust fyrr-
um á dögum Nóa. Mér virtist í
umræddri málsgrein í öðru Pét-
ursbréfi, það koma skýrt fram
— ef málgreinin er krufin nán-
ar — að Jesús Kristur, eftir
himnaförina, hafi haldið áfram
eínu kærleiks- og björgunarstarfi
íyrir mannlegar sálir, í andan-
um, enda hafði hann þá ekki
lengur mannlegan líkama. Að
hann hafi haldið því starfi á-
fram, tel ég alveg vafalaust.
Biblíufræðingar og guðfræðing-
ar ættu allra manna bezt að
þekkja það, að Jesús Kristur
var í líkamanum allra manna
einarðastur og hélt ætíð beina
braut að Guðs vilja.
Eg trúi því, að þar sem Jesús
Kristur var svo kærleiksfullur,
I sem kemur fram í kærleik hans
og samúð með vansælum sálum
eða öndum á dögum Nóa, þá hafi
I kærleikskraftur hans og björgun
arstarf haldið áfram. Allt líf og
starf Jesú Krists hér á jörðu,
ber þess vitni, að hann var
hvergi hálfur, heldur heill.
Nú hef ég, í nokkrum fátæk-
legum orðum, leitazt við að gera
grein fyrir skoðun minni á um-
ræddri málsgrein í öðru bréfi
Péturs postula.
Ég get búizt við, að Sæmundi
á Akureyri finnist rök mín
ekki vísindaleg, enda sagði ég,
að hér væri aðeins um venjuleg-
an leikmann að ræða.
í byrjun máls míns tók ég
fram, að Sæmund þekkti ég
ekkert, aðeins gert mér lauslega
hugmynd um hann út frá fram-
setningu og orðavali í grein
hans. Um Jón Auðuns, dómpró-
fast, veit ég, að hann er velvilj-
aður maður, prýðilega menntað-
ur guðfræðingur og góður og ein
arður kennimaður, frjáls í hugs-
un og tel ég það góðan kost og
lofsverðan.
Nú langar mig að geta þess -ð
nokkru, sem hvor þessara manna
hefur sagt um málefni það, sem
ég hef verið að skrifa um.
Jón Auðuns segir: „Kærleiki
Krists náer ekki aðeins til þeirra,
sem á jörðu eru, heldur einnig
til þeirra, sem vansælir eru í
rökkurheimum annarra ver-
alda“, ennfremur: „Pétursbréfið
lætur okkur sjá lengra inn í
heima myrkurs og dauða. Það
segir frá sálum í varðhaldi, sem
flúið hafa ljós Guðs og eru í
myrkrinu fyrir utan", og loks:
„Og þó er um þessar vansælu
sálir ekki vonlaust, því að niður
í skuggaheima þeirra stígur
Kristur til að vinna lausnarverk
sitt, einnig þar“.
Þá kem ég að greinarhöfundi
í Morgunblaðinu þann 17. marz,
hr. Sæmundi G. Jóhannessyni,
Akureyri. Viðbrögð hans við hug
vekju séra Jóns Auðuns eru
þessi: „Hvað gefur séra Jóni
Auðuns, dómprófasti, heimild til
Framhald á bls. 19
GENERAL
ELECTRIC
var einn af þeim frægu Sept-
embersýningarmönnum, er mest-
an skurk gerðu hér í myndlist
fyrir tæpum tuttugu árum. Þetta
ætti að sanna almenningi, að
Kjartan Guðjónsson er enginn
byrjandi í myndlist og hefur
langan og merkilegan feril að
baki sér, þótt einkasýningar hans
hafi enn sem komið er ekki orð-
ið nema tvær.
Það yar heldur ekki lengi að \
sannast, þegar þessi sýning Kjart
ans var skoðuð, að hann hafði s
ekki setið auðum höndum þessi j
tólf ár. Hann hefur tekið mikl- j
um breytingum sem 'má.ari og i
kemur nú fram sem fullmótaður j
listamaður með mikið starf að
baki. Hann segir sjálfur, að þessi
verk hafi orðið til á seinustu ár-
um, og skal það ekki rengt hér,
en eitt er víst, að það liggur
mikil og þrotlaus vinna að baki
þessara verka, sem svo gleðilega,
sýna getu Kjartans í myndlist og
hvernig hann gengur á hólm við
viðfangsefni. Ég nota þetta orð-
færi hér vegna þess, hve greini-
legt er á þessum verkum, að þau
eru þrælimnin og hvergi kastað
til hendi, heldur glímt þar til
yfir líkur. Ég hef alltaf vitað, að
Kjartan Guðjónsson er einn af
okkar beztu teiknurum, en ég
vissi ekki fyrr en nú, að hann
væri búinn að ná því valdi á
lit, sem þessi verk sanna.
Litameðferð Kjartans er mjög
sérstæð, og hann er gerólíkur öll-
um þeim málurum, er ég þekki
til hérlendis, hvað það snertir.
Hann hefur vissan tón, sem
stundum virðist nokkuð þurr og
hryssingslegur. Það er líka á'ber-
andi, hvað það virðist stundum
erfitt fyrir málarann að koma
litunum í réttar skorður, þannig
að hljómur þeirra verði tær og
hvellur. En ef betur er að gáð,
sér maður, hvernig Kjartani
tekst að skapa vissan hugarheim,
sem einmitt leiðir mann að
kjarna verksins í gegnum það
völundarhús, er hann afmarkar
á myndfletinum. Þá kemur í
ljós, að þessi huganheimur lista-
mannsins er sannur og upplifað-
ur af honum sjálfum mengaður
skáldskap í línum og litum. Samt
er Kjartan ekki rómantískur
málari.,.Hann er fyrst og fremst
raunsæismaður, sem hefur fund-
ið sjálfan sig í hinum dökku og
þimgu litum, sem hann síðan
eins og kryddar með lifandi línu-
teikningu, sem gerir verkið yð-
andi af lífi. Það er dálítið eftir-
tektarvert að sjá, hvernig Kjart-
an kann þann galdur að beita
hinni brotnu línu í verkum sín-
um. Vjð fyrstu sýn gæti það litið
út eins og krass, en áður en varir
sannfærist maður um það vald
er Kjartan hefur yfir að ráða í
hinni snöggu Og þróttmiklu línu.
Sérstaka athygli vöktu krítar-
og temperu myndir Kjartans hjá
mér. Þær eru gæddar einhverju
grafísku seiðmagni, sem virðlst
sérstaklega eiga við málarann.
Það er ekki gott að gera upp á
milli þessara verka. Ég held, að
óhætt sé að segja, að þær séu
dálitlar perlur í íslenzkri mynd-
list, og yfirleitt miklu betri lista-
verk í sjálfum sér, en olíumál-
verk Kjartans. Því verður nefni-
lega ekki neitað að olíumálverk
Kjartans eru ekki öll jafn góð.
Kjartan Guðjónsson haslar sér
að nýju völl meðal listamanna
okkar með þessari sýningu, og
hann víkkar nokkuð sjóndeildar-
hring íslenzkrar málaralistar.
Það er fyrst og fremst vegna
þess, hve ólíkur hann er öllu
því, sem hér er á ferð, og um
leið sjálfstæður. Kjartan Guð-
jónsson er ein sönnun þess, að
nýtt blómaskeið sé upprunnið í
myndlist á íslandi og það er
skemmtilegt að hann skuli ein-
mitt vera einn þeirra ungu
manna er að Septembersýning-
unni stóðu fyrir tæpum tuttugu
árum, ef þá hefði verið farið
eftir því sem sagt var og skrif-
að um þá menn er færðu þjóð
sinni nýjungar í myndlist og
kærðu sig kollótta um sölumögu-
leika og aðdáendur, þá er ég
'hræddur um að væri ekki eins
líflegt í Reykjavík og raim ber
vitni, og það gleður mig sannar-
lega, að sýningu Kjartans hefur
verið vel tekið.
Valtýr Pétursson.
Múrarar
Vantar múrara.
Hringið í síma 30008.
eru stœrstu og þekktustu
raftœkjaverksmiðjur heims
GENERALíH ELECTRIC
Fyrir fermingarveiziurnar
Handunnir dúkar með sérviettum frá
klausturskólanum í Orotava.
Ennfremur fermingar-vasaklútar.
KIRKJUMUNIR, Kirkjustræti 10.
KÆLISKÁPAR
Stærðir: 7,1 og 8,7 cub. fet.
Segullæsing — Fótopnun.
Hagstætt verð og greiðsluskilmálar.
ELECTMC HF.
Túngötu 6. — Sími 15355.
Bílastæði fyrir viðskiptavini.
Gæðin tryggir
;