Morgunblaðið - 19.04.1966, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 19. apríl 196®
MORCUNBLAÐIÐ
7
f**
>
19. marz voru gefin saman í
hjónaband í Oslo ungfrú Sidsel
Eriksen og Moritz Biering.
Þann 9. apríl opinberuðu trú-
lofun sína í Kaupmannahöfn
ungfrú Guðný Jónsdóttir, kenn-
ari, Melihaga 5 og Per Winkel
læknir, Kaupmannahöfn.
Nýlega voru gefin saman í
hjónafoand af séra Ólafi Skúla-
eyni, ungfrú Guðríður Jónsdótt-
ir og Hallgrímur Markússon véla
verkamaður. — Heimili þeirra er
eð Lindarási, Blesugróf. —
<Ljósmynd Studio Gests Laufás-
vegi 18. Sími 2-4028).
Föstudaginn 25. marz voru
gefin saman í hjónafoand af séra
Grími Grímssyni í Laugarnes-
kirkju, ungfrú Eyrún Gunnars-
dóttir og Sigurður Ó. Kjartans-
son. Heimili þeirra verður að
Kleifarveg 5. (Ljósm.: Sævar
Halldórsson).
Þann 19. marz voru gefin sam-
«n í hjónaband í Hraungerðis-
kirkju af séra Sigurði Pálssyni
TJngfrú Ásdís Ágústsdóttir Bifina
•töðum, Hraungerðishreppi og
Guðjón Axelsson, Stóru-Hildis-
ey Landeyjum. Heimili þeirra
er að Birkivöllum 4. Selfossi.
(Studio Guðmundar Garðastræti
8. Rvík. Sími 20900).
Nýlega opinberuðu trúlofun
sina ungfrú Kristín Gunnars-
dóttir, Sólfoeimum 25 og Nikulás
Magnússon, Skiþholti 9.
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína ungfúr Mattlhildur
Kristjánsdóttir, Birkimel 10B og
Bjarni Ágústsson, Kleifarvegi 9-
Á skírdag opinberuðu trúlofun
sína ungfrú Camilla Ragnars.
skrifstofumær og Leifur Örn
Dawson, málaranemi.
Nýlega opinberuðu trúlofun
sína ungfrú Inga Teitsdóttir,
hjúkrunarkona, Bræðrafoorgarstíg
8 og Óli Jóhann Ásmundsson,
stud. arc. Háaleitisforaut 149.
Laugardaginn 9. apríl opinfoer
uðu trúlofun sína ungfrú Matt-
hildur Ósk Mattfoíasdóttir, Berg-
þórugötu 31 og Davíð Már Ólafs-
son (M. D. Hemstocfo) flugvirki,
Njálsgötu 72.
an í Dómkirkjunni af séra Jóni
Auðuns, ungfrú Rán Elíasdóttir
og Bjarni Egilsson.
(Studio Guðmundar GarSastræti)
5. marz voru gefin saman í
hjónaband í Keflavíkurkirkju af
séra Birni Jónssyni ungfrú Sig-
ríður Jóna Egiisdóttir og Ingvi
Ingaþórs Ingason. Heimili þeirra
er að Asbraut 8 Keflavik.
(Studio Guðmundar Garðastræti)
Laugardaginn 26. marz voru
gefin saman í hjónaband aí séia
Jónj Thorarensen Guðrún Ása
Brandsdóttir og Afomed U. Awad.
(Loftur h.f. ljósmyndastofa Ing-
ólfsstræti 6. Reykjavík).
Þann 26. marz voru gefin sam-
an í hjónaband í Neskirkju af
séra Frank M. Halldórssyni ung-
frú Sólveig Árnadóttir og
Jón Auðunsson, Heimili þeirra
er að Selvogsgrunni 24, Rvik.
(Studio Guðmundar Garðastræti
8. Rvík. Simi 20900).
Á páskadag opinfoeruðu trúlof-
un sina ungfrú Sigrún Sjöfn
Helgadóttir, Ljósheimum 8. R.
og Helgi Guðmundsson, Hlíðar-
gerði 6. R.
Á páskadag opinfoeruðu trú-
lofun sína, ungfrú Indáana Svala
Ólafsdóttir, Bakkakoti við Suð-«
urlandsforaut, og Erlingur Jóns-
son, bifreiðastjóri hjá Skálanesi,
Gufudalssveit.
Sunnudaginn 10. þ.m. opin-
beruðu trúlofun sína ungfrú
Sigrún Ólafsdóttir, Melgerði 16,
Kópavogi, og Emil Ágústsson,
húsasmíðanemi, Álfhólsvegi 2ð,
Kópavogi.
14. apríl opinberuðu trúlofun
sína ungfrú Líney Björg Péturs-
dóttir Kópavogsbraut 78, Kópa-
vogi og Kristinn Sigmarsson
Mánagötu 1. Reykjavik.
9. apríl opinberuðu trúlofun
sína ungfrú Unnur Magnúsdóttir
Reynihvammi 23, Kópavogi og
Lárus Hjaltested, Brávallagötu
6, Reýkjavík. |
Nýlega voru gefin saman í
fojónaband í Vestmannaeyjum af
séra Þorsteini L. Jónssyni, Elín
Teitsdóttir og Emil Sigurðsson.
Heimili brúðfojónanna er að i
iheimagötu 33.
FRÉTTIR
Stúdentar frá Menntaskól-
anum í Reykjavík 1946. Fund
ur í Tjarnarbúð föstudags-
kvöldið 22. apríl kl. 8.30. A-
ríðandi að sem flestir mæti.
Hafnarfjarðarkirkja: Altaris-
ganga í kvöld kl. 8.30. Séra Garð-
ar Þorsteinsson.
Kvenstúdentafélag thlands.
Árshátíð félagsins verður hald-
in í Þjóðleikhúskjallaranum.
Þriðjudaginn 19. apríl og hefst
með borðhaldi kl. 19:30. Árgang-
ur MR 1941 sér um skemmti-
atriði. — Stjórnin.
Fíiadelfía, Reykjavík. Al-
menn samkoma kl. 8.30.
Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt
hefur skrifstofu opna í Sjálf-
stæðishúsinu uppi, tvisvar í
viku, mánudaga og fimmtudaga
frá kl. 3—7. Félagskonur og aðr-
ar Sjálfstæðiskonur, og ennfrem
ur konur utan af landi, sem
fylgja Sjálfstæðisflokknum að
málum, eru beðnar að koma til
viðtals. Þarna er tekið á móti
félagsgjöldum og nýir félagar
innritaðir.
Óháði söfnuðurinn. Kvöld-
vaka í Kirkjubæ, n.k. miðviku-
dagskvöld síðasta vetrardag kl.
8:30. Prestur safnaðarins sýnir
litmyndir frá Iandinu helga.
Kirkjukórinn syngur undir stjórn
Kjartans Sigurjónssonar. Sam-
eiginleg kaffidrykkja á eftir.
Kvenréttindafélag Islands held
ur félagsfund á Hverfisgötu 21
þriðjudaginn 19. aprí lkl. 8:30.
Jóhann Hannesson flytur erindi
um álag og hraða nútímans.
Skaftfellingafélagið: Sumar-
fagnaður í Sigtúni fyrsta laugar-
dag í sumri 23. apríl kl. 9 e.h.
Revían: Kleppur-Hraðferð —
Dans. — Skemmtinefndin.
Kvenfélag Garðahrepps. Fund-
ur þriðjudaginn 19. apríl kl. 8.45
Bingó. Fjölmennið. Stjórnin.
Bíll
Óska að kaupa nýlegan
foíl. Skemmdan eftir árekst
ur eða veltu. Upplýsingar
í síma 93-1513 í kvöld og
næstu kvöld.
Kona óskast
frá kl. 1—6 tvo til 3 daga
í viku, til léttra iðnaðar-
starfa. Sími 14673.
Ungur maður
óskar eftir velfoorg'aðri
akkorðsvinnu (ákvæðis-
vinnu) eða vaktavinnu, í
sumar, júní—sept. Upplýs-
ingar í síma 33912 eftir
kl. 3 í dag.
Nælonundirkjólar
undirpils og buxur. Sokkar
í tízkulitum. Hatta- og
skermabúöin.
2ja til 4ra heib. íbúð
óskast til leigu. Upplýsing-
ar í síma 14347.
ATHUGIÐ
Þegar miðað er við útbreiðslu.
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
Kranabíll — Staurabor
Lyftari
Stór lyftari á stórum hjólum með diesel mótor og
4 hjóladrifi. Einnig lítill kranabíll, stór staurabor
á bíl og fleiri trukkbílar til sölu. Símar 34333 og
34033.
Gangastúlku
vantar til starfa á Heilsuhæli N.L.F.Í.
Hveragerði nú þegar.
Upplýsingar á skrifstofu Heilsuhælisins
Hveragerði.
13. Landsþing
Sfysavarnafélags Íslands
verður sett í Slysavarnahúsinu Reykjavík fimmtu-
daginn 28. þ.m. og hefst með guðsþjónustu í Dóm-
kirkjunni kl. 2 e.h. Félagsdeildir sem ekki hafa
þegar sent kjörbréf fulltrúa sinna eru beðnar að
gera það sem fyrst.
FÉLAGSSTJÓRNIN.
*
Atthagafélag Sléttuhrepps
aflýsir árshátíð sinni, sem halda átti að Hlégarði
20. apríl vegna ónógrar þátttöku.
NEFNDIN.
Lausar stöður
Reglusamui maður óskast til að annast um lager-
bókhald, afgreiðslu tollskjala o. þ. h. Ennfremur
viljum vér ráða stúlkur til almennra skrifstofu-
starfa.
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS.
Sildveiðiskip —
Mýbygging
Getum útvegað stórt sfldveiðiskip til af-
greiðslu í janúar 1967, ef samið er strax.
I. Pálmason hf
Austurstræti 12, sími: 22235.