Morgunblaðið - 19.04.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.04.1966, Blaðsíða 21
£>riðjudagur 19. aprfl Í966 MORGU HBLADIÐ 21 Svanborg Eyjólfs- dóttir 75 ára Guðrún Eiríksdóttir Ijósmóðir - Minning í DAG er 7ö ára heiðurskonan Svaniborg Eyjólfsdóttir nú bú- sett í Hveragerði. Hún er fædd 19. apríl 1691 í Hraunshjáleigu í Ölfusi, dóttir hjónanna Guðrúnar Guðmunds- dóttur frá Ytri-Grímslæk og Eyjólfs Eyjólfssonar fró Efri- Grímslæk, bæði af hinni þekktu Grímslækj arætt. Foreldrar hennar bjuggu Jengst af í Bakkarholti 1 Ölfusi. Svanborg ólst upp í foreldrahús um ásamt 12 systkinum sínum, en nú eru á lífi 7 þeirra. Einn vetur stundaði Svanlborg nám í Reykjavík, í saumaskap, og nýtur þess æ síðan, hafa margir notið hennar handar- verka. Svanborg giftist 1918, Agli Jónssyni Hannessonar frá Bakk- arholti. Móðir hans var Guðrún Hannesdóttir frá Hvoli, voru feð ur þeirra bræður Hannessynir frá Hvoli, Hannessonar lögréttu- manns í Kaldaðarnesi Jónssonar. Móðir Jóns var Ingveldur Jóns- dóttir frá Bakkarholti og móðir Guðrúnar var Sigríður Gísladótt ir. Ungu hjónin hófu búskap í Smádalakoti Sandvíkurhreppi í Flóa. Árið 1929 fluttust þau að Reykjahjáleigu í Ölfusi. Þau höfðu bjartar framtíðarvonir og voru samhent hvað dugnað og ráðdeild snerti. Þau eignuðust sex mannvænleg börn, og lífið virtist brosa við þeim. Þau höfðu fest sér jörð í sveitinni og hugð- ust flytja að vorinu á væntan- lega eignarjörð sína. En nú brá sól sumri. Egill fellur snögglega frá árið 1930 úr lungnabólgu á bezta aldurs- skeiði. Nú stóð Svaniborg ein uppi með barnahópinn sinn, það MIG LANGAR til að vekja at- hygli á lítilli og snoturri bók, sem kom út rétt fyrir jólin. Ég hefi hvergi séð hennar minnzt á prenti og þykir líklegt að hún hafi „drukknað" í öllu bókaflóð- inu. En þessi bók er ljóðmæli eftir Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Melgerði. Guðrún er vistmaður á Elli- heimilinu Grund og hefir ábyggi lega séð margar hliðar lífsins um sína daga, en það sem einkennir hana og bókina er hennar barna lega trúnaðartraust á Drottni alls herjar, trúin á mátt hins góða í lífinu og allsstaðar sér hún björtu hliðarnar. Áður hafa kom ið út eftir Guðrúnu bækur og í blöðum hafa ótal ljóð birzt eftir hana, bæði minningarljóð og tækifæriskvæði. Andlegu ljóðin hennar hljóta að hrífa hvern huga. Allsstaðar reynir hún að glæða hið góða í mannssálinni. Það getur verið að á mælikvarða hinna miklu skálda sé þessi bók ekki mikil að risi, en hún er það sem meira er full af þeirri lífs- bjartsýni og sönnum manndómi sem við þurfum svo mjög á að halda. Ég hefi um mörg ár fylgzt með ljóðagerð Guðrúnar bæði í bók- um hennar og blöðum og tíma- ritum og undrast hversu létt henni er um að yrkja, hversu vel hún kemst oft að orði og svo ekki sízt sólskinið, sem er í kringum allt það sem hún lætur frá sér fara. Ég vil til dæmis taka úr nýj- ustu bókinni hennar nokkrar ljóðlínur til sýnis og eru þær af handahófi valdar. Til dæmis. Gleðilegt sumai Prjónastofan Hlín, Skólavörðustíg 18. yngsta var skírt við útför manns hennar. Nú hófst barátta hennar, fyrst og fremst fyrir því að geta hald ið barnahópnum saman, en á 'þessum tímum í sögu Mfsbaráttu íslenzkrar alþýðu var það al- gengast að heimili tvístruðust er heimilisfaðirinn féll frá. Fæstir trúðu að henni yrði einni kleift að ala þennan stóra barnahóp upp án aðstoðar. Vissulega voru margar hindranir á veginum en þær skulu ekki raktar hér Með eindæma dugnaði og útsjónar- semi tókst Svanborgu að sjá heimilinu farborða. Við í dag eigum ef til vill erfitt með að skilja þá miklu erfiðleika, sem á vegi hennar urðu. f þá daga voru engar almannatryggingar. Svanborg hélt áfram búrekstri hafði nokkrar kindur og eina eða tvær kýr. Allur fatnaður var unninn heima, allt var notað til hins ýtrasta, sjálf annaðist hún allar útréttingar fyrir heim- ilið, Bömum sínum kom hún til þroska og eru þau vel metnir þjóðfélagsborgarar. Þau eru: Hallgrímur, garðyrkjubóndi, Hveragerði, Jónína, húsmóðir í Rauðafelli, Bárðardal, Guðrún, húsmóðir í Reykjavík, Steinunn, húsmóðir í Reykjavík, Eyjólfur, starfsm. hjá ’neilsuhæli N.L.F.Í., búsettur í Hveragerði og Egill, vélstjóri í Reykjavík. Barna- börn hennar eru nú 15. Árið 1938 fluttist Svanborg í Hveragerði. Hún byggði sér þar snoturt hús sem nú er að Breiðu mörk 16. Hún hefur ræktað fall- egan garð kringum húsið sitt með trjám og blómum. Hann ber umhyggju hennar fagurt vitni. Svanborg er vinmörg og hjarta- Ennþá blessuð sumarsólin signir geislum landið mitt breiðir á minn bernskuhólinn blessað geislaskartið sitt. Sé ég allt í sólarljóma sem ég naut og hefi þráð heyri milda morgunhljóma ( Mikil er guðs líkn og náð. í kvæðinu „Huggun hrelldum" eru þessi erindi: Þú átt kanske tíðum við þjáningar að stríða þá er enginn nærri sem strýkur tár af kinn en finnst þér ekki styrkur að Ijóssins englar líða með léttum vængjatökum I kringum beðinn þinn. Vera kann þér finnist þinn hugur tæpast hálfur þú hafir litla getu að flytja bænarmál. Þá verður mesta gleðin að son Guðs, Jesús sjálfur með sínum mikla krafti vill auðga þína sál. í ljóði til Sigurbjörns Á Gísla- sonar á 90 ára afmæli hans eru þessar ljóðlínur: Þú strýkur um kollinn á öldruðu einstæðings barni sem örlögin fluttu til víða á mannlifsins hjarni Þú bendir á ljósið, þar björtustu geislarnir skína guðs blessandi mátturinn styrkt hefur kraftana þína. Þetta er aðeins lítið sýnishorn af ljóðagerð Guðrúnar frá Mel- gerði. Sólskinið og lífsgleðin er öllu ofar. Mörg ljóðin hennar hafa yljað hjarta mínu og haft þar varanleg áhrif. Svo mun um fleiri. Fyrir þau vil ég þakka henni. Ég vil svo með þessum fáu orðum benda mönnum á bókina. Það eru góð kaup og eftir lestur henneu- mun öllum líða betur. Árni Helgason. hlý og er gott að njóta þar gest- risni hennar.x í dag dvelst frú Svanborg k heimili dóttur sinnar Guðrúnar og tengdasonar Óskars Jónsson- ar að Skaftahlíð 49. Kæra Svanborg, í dag er vissu lega margs að minnast og margt ber að þakka. Getur þú með stolti horft yfir farinn veg, hve vel þú hefur staðið af þér hret- viðri lífsins. Saga þín er sann- kölluð hetjusaga. Við samferðamenn þínir og vinir þökkum þér liðnar situndir og óskum þér allrar blessunar á framtáðarbrautinni. Hróbjartur Bjarnason. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira; drottinn minn gef dánum ró en hinum líkn er lifa. Sólarljóð. Mér komu þessar fögru línur úr Sólarljóðum í hug þegar ég settist við að skrifa niður örfá, fátækleg minningarorð um Guð- finn Ara Sjólfsson, sem dag verð ur til moldar borinn. Guðfinnur Ari, eða Ari, eins og hann var ávallt nefndur af kunningjum sínum, fæddist að Gröf í Garði í Gullbringusýslu 12. júlí 1884, og voru foreldrar hans Snjólfur Sigurðsson og Guð rún Filippusdóttir, sem bæði voru ættuð úr Rangárþingi. Hann var yngstur fjögurra ystkina, en hin voru Filippía, dó ung, Filippus lengi starfsmaður hjá h.f. Kveld- úlfi í Reykjavík og Sigurður er lengi bjó í Ey í Vestur-Land- eyjum. Ari ólst upp með móður sinni að Syðstu-Mörk undir Eyjafjöll- um, og þar sem ríkidæmi mun ekki hafa verið mikið á verald- arvísu, varð hann fljótlega að fara að vinna fyrir sér, við öll venjuleg störf til lands og sjávar. Kom þar snemma fram að hann var traustur verkmaður og eftir- sóttur til starfa. Árið 1917 kvæntist hann Guð- björgu Guðjónsdóttur frá Ljótar- stöðum í A-Landeyjum og eign- uðust þau fjögur börn, sem öll HÚN var fædd 5. maí 1901, að Miklabolti í Hraunhreppi, Mýr- arsýslu, dóttir Eiríks Sigurðsson- ar bónda og konu hans Stein- varar Ármannsdóttur. Ársgöm- ul fluttist hún með foreldrum sínum að Ytri Görðum í Staðar- sveit og síðar eða árið 1925 er þau brugðu búi’ og fluttust að Gröf í Breiðavíkurhreppi, þar sem hún átti heima til síns loka- dægurs 30. sept. sl. Börn þeirra Eiríks og Stein- varar voru 5 og eru nú 3 á lífi, öll voru þau mjög mannvænleg, harðdugleg og félagslynd, svo til fyrirmyndar var og lengi mun minnst verða. Er það nokkuð til marks að árið sem fjölskylda þessi flytur að Gröf, er fyrst stofnað ungmennafélag í sveit- inni og tóku systkinin strax mjög virkan þátt í því, og það mun varla ofsagt, að með stofnun þessa félagsskapar og áhuga og eldmóði þeirra Grafarsystkina, ásamt ótöldu áhugasömu ungu fólki i sveitinni, hafi byrjað nýtt tímabil í sögu sveitarfélagsins. En sú saga verður ekki frekar rakin hér. Árin 1925—26 nam Guðrún komust til fullorðinsára og búa hér í Reykjavík og Kópavogi, þáu eru: Jón bifreiðastjóri, Ást- dís húsfreyja, Theódóra hús- freyja, Fjóla Guðrún húsfreyja. Þau ári og Guðbjörg skildu eftir fárra ára sambúð og var Ari eftir það í vinnumennsku ár- um saman, lengst af austur í Rangárþingi, og ávann sér traust og virðingu húsbænda sinna fyrir dugnað og trúmennsku í starfi. Ari var sannur dýravinur og hafði alla tíð mikið yndi af hest- um, enda mikill hestamaður. Hefur mér verið sagt að menn hafi dáðst af því hversu sýnt honum var að laða fram það bezta úr hinum ferfættu vinum sínum og hafði líka mikil skipti við þá álífsleiðinni. Fyrir 8 árum fékk Ari heitinn aðkenningu af slagi og lamaðist að nokkru, svo að eftir það varð hann að liggja rúmfastur og gat litla björg sér veitt. Fékk hann þá vist á Elli- og hjúkrunar- heimilinu þGrund í Reykjavík, þar sem hann lá síðan til dauða- dags. Öllum, sem þekktu Ara mun vera ljóst, af> það hefur verið þungt áfall fyrir jafn mikinn dugnaðar og atorkumann, eins og hann var, að hlýta slíkum ör- lagadómi. Má nærri geta að ein- hverntíma hefur dagurinn verið langur að líða og næturnar svartar í kyrrð sjúkrastofunnar. En frá vörum Ara heyrðist aldrei neitt æðruorð og örlög sín bar hann með svo einstakri hug- arró að hann ávann sér einlæga vináttu og virðingu hjúkrunar- fólksins, sem annaðist hann öll þessi þungbæru ár. Ég hef verið beðinn um að flyjta innlegt þakklæti frá börn- um hans til allra þeirra, er lið- sinntu honum og glöddu á þess- um löngu sjúkdómsárum. Síðustu árin var Ari heitinn mjög farinn að heilsu og mun hafa verið saddur lífdaga þegar hann lézt laugardaginn fyrir páska, 9. apríl s.l. á 82. aldursári. Kvaddi þar góður maður og gegn, sem ekki vildi vamm sitt vita. — Blessuð sé minning hans. Ólafur Þ. Ingvarsson. ljósmóðurfræði, og gerðist strax uð námi loknu ljósmóðir í iireppnum. Gegndi. hún því starfi ihér ætíð síðan og kom eigi ó- rjaldan fyrir að til hennar væri ieitað úr nágrannabyggðarlög- unum. Vann hún þessi störf af ikyldurækni og trúmennsku. iVar við orð haft hve hún var uetíð fljót að ferðbúast hvernig i;em á stóð og á hvaða tíma sem ivar. l Árið 1937 giftist Guðrún Har- aldi Jónssyni kennara og síðar hreppstjóra í Breiðavíkurhreppi, ættuðum úr Vestur-Skaptafells- sýslu. Eignuðust þau 5 börn sem öll eru á lífi. Var þeim hjónum það mikið metnaðarmál að mennta börnin og búa þau þann- ig sem bezt undir lífsbaráttuna, fyrst með heimanámi og síðan til framhaldsnáms eftir því hvort hugur þeirra stefndi og efni voru til. Vegna starfa eiginmannsins við barnakennslu langan tíma á ári hverju og fjarveru sem af því leiddi, komu hin daglegu störf og umsjá heimilisins að miklu leyti í hlut Guðrúnar þann tíma. Kom sér þá óefað vel það mikla þrek sem henni var gefið. Því skal þó ekki gleymt né fram hjá gengið, að góðrar aðstoðar nutu þau hjón og heimilið í heild, frá uppeldissystur og nöfnu Guðrúnar sem dvaldist í Gröf frá bernsku. Guðrúnu var í blóð borin rík þrá eftir starfi og athafnasemi, henni nægði ekki störfin sem heimilið útheimti og erilsamt ljósmóðurstarf. Hún gekkst snemma fyrir stofnun kvenfélags í sveitinni og var formaður þess Iengst af, eða þar til fyrir fáum árum, að þrekið fór að bila. Hún átti ríkan þátt í að koma á hvíld- arviku húsmæðra í sýslunni. Henni auðnaðist að sjá þá hug- sjón verða að veruleika, þó sjálf nyti hún þess aldrei að eiga þar hvíldarstund, en henni var það nóg að sjá árangur verk- anna, þó hún sjálf bæri ekki alltaf svo mikið úr býtum eftir arfiðan starfsdag. Guðrún var gjörvileg kona í sjón, hress og glöð í viðmóti, hreinskiptin og dró ekki fjöður yfir meiningu sína, trygglynd og vinaföst. Og nú er þessi kona öll. Það er mikill sjónarsviptir að slík- um einstaklingum, sem á jafn ótvíræðan hátt hafa komið við sögu í fámennu byggðarlagi, átti svo ríkan þátt í félagslegu upp- byggingarstarfi, og ef saga þess- arar byggðar verður einhvern tíma skráð, væri þáttur Guð- rúnar Eiríksdóttur ljósmóður í sögu þeirri fyrir marga hluti merkur. En á meðan svo er ekki geymum við sveitungarnir minn- ingarnar um þessa mikilhæfu konu, sem við áttum samleið með í lífsgöngu þessari. Þannig mun og einnig minningin um góða eiginkonu og móður verða syrgjandi fjölskyldu leiðarljós á ókomnum leiðum. Sveitungi, Ljóðmæli Guðrúnar Guðmundsdóttur Guðfinnur Ari Snjólfsson-Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.