Morgunblaðið - 19.04.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.04.1966, Blaðsíða 30
se MORGUNBLAÐIÐ í>riðjudagur 19. april 1966 FH tekur forystuna í 1. deild — sigraði Val 25:19 Reykjavikurliðið sem vann úrvalslið Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli á föstudaginn. — Fremstur er Kolbeinn Pálsson, fyrirliði, með sty ttuna sem liðið vann nú til eignar, en síðan koma Gunnar Gunnarsson, Ólafur Thorlacius, Hólmsteinn Sigurðsson, Einar Matthíasson, Agnar Frið- riksson, Birgir Ö. Birgis og Kristinn Gunnarsson. Á myndina vantar Einar Bollason. Reykjavíkurlióid vann stytt- una til eignar FH og Valur mættust sl. sunnu- dagskvöld í siðari umferð Is- Landsmótsins í handknattleik. Leikur þessi hafði enga þýðingu fyrir Val, þar sem félagið hefur þegar tryggt sér áframhaldandi setu í 1. deildinni, en hefur á hinn bóginn enega möguleika til sigurs í deildinni. Eeikurinn hafði ]>á þýðingu fyrir FH, að félagið gat niú náð tveggja stiga forskoti, og þar með aukið enn á sigurlíkurnar í deildinni. Það var þegar ljóst í upphafi leiksins hvor var sterkari aðilinn á vellinum. FH-ingarnir náðu fljótlega stöðunni 7—3 og hélzt sá markamunur að mestu óbreytt ur úr fyrri hálfleikinn, en í hálf- leik var staðan 14—11 fyrir FH. í síðari hálfleik höfðu FH- ingar töglin og halgdirnar, þeim tókst á tímabili að ná sjö rnarka forskoti, en Valsmönnum tókst undir lokin að minnka mun inn um eitt mark og lauk leikn- um með sigri FH 26—19. Voru það mjög sanngjörn úrslit. FH var allan tímann í þessum leik sterkari aðilinn, enda þótt þeir hafi oft leikið betur. Þó ber þess að gæta að í liðið vant- aði tvo af höfuðpaurunum, þá Geir og Ragnar Jónsson. Beztu menn liðsins í þessurn leik voru Birgir, sem ekki hefur leikið jafn vel um langan tíma, og skoraði sjö af mörkum liðsins, og Jón Gestur og Páll, en Páll skor- aði fimm mörk en Jón fjögur. f>að var liðinu mikill styrkur að Guðlaugur var nú aftur með eftir meiðslin, sem hann hlaut fyrir nokkru, enda þótt hann virtist ekki enn vera að fullu búinn að ná sér. Valsliðið var heldur slappt í þessum leik, það var eins og neistann vantaði, og liðið var vart nema svipur hjá sjón, miðað við það sem liðið hefur oft sýnt í vetur. Bezti maður liðsins var Finnbogi sem varði mjög vel í markinu í fyrri hálfleik, Sigurð- ur Dagsson og Bergur Guðnason áttu einnig góðan leik. Hins veg- ar fór fremur lítið fyrir Her- manni í þessum leik, enda þótt hann væri markahæsti máður liðsins með fimm mönk. Sigurð- ur Dagsson skoraði fjögur mörk, en Gunnsteinn og Ágúst þrjú. Dómari var Björn Kristjáns- son, og dæmdi allvel. Á FÖSTUDAGSKVÖLD lék Reykjavíkurúrval og úrval úr varnarliðinu á Keflavikurflug- velli til úrslita í hinni árlegu körfuknattleikskeppni þessara tveggja aðila. Leiknir eru alls fimm leikir hvert ár og hafði hvort lið um sig unnið tvo leiki að þessu sinni. Var leikurinn á föstudaginn því hreinn úrslita- leikur og einnig skar hann úr um það hvort Reykjavík fengi til eignar hina fögru styttu, sem um er keppt, en Reykjavík hef- ur unnið keppnina tvö undan- farin ár. Lauk leiknum með sigri Reykjavíkurúrvalsins 75-64 eftir harðan og spennandi leik. Leikur Reykjavíkurliðsins var fyrstu mínúturnar stórglæsileg- ur, það skorar hvað eftir annað úr fallegum leikfléttum og kemst í 8-2, en þá komast varnarliðsmenn í gang og spilið dettur niður hjá íslendingunum. Ná Bandaríkjamennirnir tökum á leiknum og komast yfir í hálf- leik 26-23. En byrjun seinni hálf leiks var alger einstefna að körfu Bandaríkjamannanna, og sneri Reykjavíkurúrvalið tafl- inu við og komst í yfirburða- stöðu 39-27, hélzt sá munur út leikinn og tókst varnarliðsmönn- um ekki að minnka bilið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lauk leiknum eins og áður getur með 76-64 og styttan varð eign Reykjavikur. Var leikur íslenzka liðsins mjög góður og beitti það leikfléttum oft stórglæsilega. Stigahæstir hjá Reykjavík voru Kollbeinn með 19, Birgir 12, Agnar 11, Gunnar 10 og Einar M. 9. Hjá varnarliðinu var Sterling með 17 stig. Dómarax voru Finnur Finnsson og Spenc- er frá varnarliðinu og áttu frem ur slæman dag. náðu einhverjum bezta leikkafla sem til liðsins hefur lengi sést. Þeir skoruðu þrjú næstu mörk, án þess að Haukum takist að jafna, og voru þá aðeins rúmar tvær mínútur til leiksloka. En á síðustu mínútum náðu bæði liðin að skora eitt mark, svo að loka- tölur leiksins urðu 28—25, Ár- manni í vil. Framhald á bls. 31. Skíðnmó! á sumardaginn fyrsta ÁRMiENNINGAR efna til vor- móts á skíðum við skála sinn í Jósetfsdal á sumardaginn fyrsta. Keppnin hefst kl. 3 síðdegis og verður keppt í stórsvigi í öllum flokkum karla og kvenna. Nafna kall verður við skálann kl. 11 f.h. öllum er heimil þátttaka í mótinu gegn 10 kr. greiðslu á mótsstað. \ Ármenningar hafa gert miklar breytingar á skíðaskála sínum og í dag (þriðjudag) verður skíða- •lyiftan í gangi fram eftir kvöldi. Vonast þeir til að sjá sem flesta skíðamenn í dag — og einnig á mótinu á fimmtudaginn. Armoao ó sæti í 1. deild ÞAÐ liggur nú nokkuð ljóst fyrir, að það verða KR-ingar sem munu leika í annarri deild mæsta ár, því að Ármenningar tryggðu sér áframhaldandi dvöl í 1. deildinni með sætum sigri yfir Haukum á Hálogalandi sl. sunnudagskvöld. ÍR Keppendur á skíðamótinu. Frá vinstri: Þorbergur, Arnór, Sigurður K., Haraldur, Leifur, Hinrik, Bogi, Gunnlaugur, Ásgeir, Sigurður E. og Einar. Sveit ÍR sigraði á Steinþórsmótinu STEINÞÓRSM ÓTIÐ (6 manna sveitakeppni í svigi) var haldið í Hamragili við IR-skálann sl. sunnudag og hófst keppni kl. 2 e.h. Mótsstjóri var Sigurjón Þórðarson, formaður skíðadeild- ar ÍR. Snjókoma var og hvasst og 3ja sti"a frost. Brautina lagði Eysteinn Pórðarson, og var hún 53 hlið og 500-550 metra löng. Keppendur voru frá ÍR, KR og Ármanni og fóru leikar þannig að sveit IR bar sigur úr býtum. Sveit ÍR var skipuð þessum mönnum: Eyþór Haraldsson, Guðni Sigfússon, Haraldur Pálsson, Sigurður Einarsson, Þórir Lárusson, / Þorbergur Eysteinsson, og fór sveitin á samanlögðum tima 721.5. Nr. 2 varð' sveit KR og fór sveitin á samanlögðum tíma 743.3. Nr. 3 varð sveit Ármanns, og fór sveitin á samanlögðum tíma 731.1. B-sveit Ármanns varð úr leik. í sveit ÍR kepptu feðgarnir Har- aldur Pálsson og sonur hans Ey- 'þór 15 ára gamall, og vildi svo skemmtilega, til að í fyrri um- ferð komu þeir í mark á sama tíma 60.1, en í seinni umferð fór Eyþór fram úr föður sínum. Mót þetta fór hið bezta fram þó veðrið væri ekki sem ákjósan- legast. Leikur Ármanns og Hauka var mjög spennandi og skemmtilegur frá fyrstu mínútu til leiiksloka. Ármenningum tókst fljótlega að komast í 4—1, en Haukar náðu að jafna 7—7, og síðar yfir- höndinni en í hálfleik var stað- an 15—12 Haukum í vil. Bjugg- ust þá flestir við, að þar með væri sigurinn úr höndum Ár- menninga. Svo var þó ekki, því að Ár- menningar mættu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, og á fjórðu mín. síðari hálfleiks höfðu þeir jafnað 17—17, þeir komust litlu síðar einu marki yfir. Ein Haukar voru ekki á því að láta sigurinn renna sér úr greipum, því að þeir léku mjög vei næstu tíu mínúturnar og komust í 22—20. En nú sóttu Ármenningar mjög fast, og þegar aðeins 6. mínútur vöru til leiksloka höfðu þeir náð 24—23. Spennan var í algleymingi. Haukum tókst að jafna, en Ár- mexmingar léku nú mjög vel,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.