Morgunblaðið - 19.04.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.04.1966, Blaðsíða 3
f>rI5jui5ngur 19. aprll 1960 MORCUNBLAÐIÐ 3 FÉLAGSHEIMILI HEIMDALLAR SMSTHNAR Þörf á aðhaldi? Alþýðublaðið segir í forustu- grein s.l. sunnudag: „Alþýðublaðið telur brýna nauðsyn, að Sjálfstæðisflokkur- inn fái aukið aðhald í borgar- stjórn. Það er engum flokki hollt að fara lengi einn með stjóm allra mála í jafnstórri borg og Reykjavík er nú orðin. Þá skapast ávallt hætta á að þeir sem með völdin fara verði makráðir og málefni sem miklu skipta verði látin mæta afgangi eða víkja fyrir öðru sem minna máli skiptir“. í tilefni af þessum ummælum Alþýðublaðsins er á- stæða tii þess að beina nokkrum fyrirspurnum til þess. Telur blaðið núverandi borgarstjórnar- meirihluta hafa verið „makráð- an“ á því kjörtímabili rsem nú er að líða? Bendir gatnagerð, hitaveituframkvæmdir og aðal- skipulag Reykjavíkur til þess að borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins hafi verið „makráður“ á yfirstandandi kjörtímabili? Nei, sannleikur- ' inn er sá, að Reykvíkingar hafa jafnan veitt Sjálfstæðisflokknum meirihlutafylgi í borgarstjórn vegna þess, að flokkurinn hefur alltaf endurnýjað sig með eðli- legum hætti í borgarstjórn. Með nýjum mönnum hafa komið nýj- ar og ferskar hugmyndir, aukn- ar og betur skipulagðar fram- kvæmdir, og aldrei hafa þessar framkvæmdir verið glæsilegri og meiri heldur en á yfirstandandi kjörtímabili. En menn skyldu gæta þess að þegar Alþýðuflokk- urinn talar um nauðsyn á „auknu aðhaldi“ í borgarstjórn, þá á hann fyrst og fremst við eitt, og það er það, að tveir borgarstjórar skuli vera i Reykjavík og annar þeirra skuli heita Óskar Hallgrímsson. Þetta eru hugmyndir Alþýðuflokksins um „aukið aðliald". Hann má ekki til þess hugsa, að einum flokki sé veitt meirihlutafylgi til þróttmikillar stjómar á Reykja- víkurborg. Hann telur nauðsyn- legt að þar, eins og annars stað- ar, sé gamla samkrullið. En AI- þýðuflokkurinn mun komast að raun um það í þeim borgarstjóm arkosningum sem fram fara í maí, að Reykvíkingar eru ann- arrar skoðunar. Þeir vilja ekki tvo borgarstjóra, þeir vilja ekki Óskar Hallgrímsson sem borgar- stjóra. Þeir munu nú sem áður styðja samhentan meirihluta gegn sundruðum minnihluta, þeir munu nú sýna Geir Hall- grímssyni, borgarstjóra verðugt traust fyrir frábær s/>rf á liðnu kjörtímabili. Að eiga bdgt Frú Drífa Viðar skrifar grein í Þjóðviljann síðastliðinn sunnudag 1 að því er virðist aigjörlega af iil- efnislausu. Orðbragðið á grein urinn talar um nauðsyn á þessari er slíkt að rétt þykir að gefa lesendum nokkra innsýn í hugarástand kommúnista um þessar mundir. Þar segir svo m. a.: „Því get ég ekki orða bundist, að ég hitti Heimdallaræskuna að kvöldi hins 9. maí síöastliðinn við Miðbæjarskólann. Ég var að koma úr Iangri gönguferð, en Heimdallaræskan var ilmandi af brennivínslykt og æpti og öskr- aði..... Almenningur kallar óspektar- fólkið Heimdallarskríl. Sumir halda að þarna séu ný-nazistar ^ að verki. Meira a ðsegja ný-naz- istar hafa borið af sér að hafa átt nokkurn þátt í þessum áeirð- um. Þeir telja það fyrir neðan virðingu nýnazistaflokksins..... Ekki er hvítt að velkja. Heim- dallur er kominn stigi neðar en nazistar, sem taldir hafa verið afsiðaðasti flokkur manna í ver- öldinni á þessari öld.“ Þetta voru nokkrar tilvitnanir í grein frú Drífu Viðar. Aum- ingja konan. Opið hús í kvöld Frú Kristín ©g Denys Petchell virða fyrir sé r útsýnið úr nýju slökkvistöðinni við Öskjuhl Með þeim eru Valgarð Thoroddsen, slökkviliðs stjóri, og Páll Líndal, borgarlögmaður. — Sv. — Gestirnir Framhald af bls. 1 vogsdal og nýja slökkviliðs- stöðin við Öskjuhlíð. Geir Hallgrímsson og kona hans, frú Erna Finnsdóttir, höfðu kaffiboð fyrir gestina að heimili sínu að Dyngju- vegi 6 kl. 4 síðdegis. Borgarstjórn Reykjavíkur hélt svo veizlu að Hótel Borg í gœrkvöldi gestuan sínum til heiðurs. Veizlunni stjórnaði Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, en frú Auður Auðuns flutti ræðu. í ræðu, sem Denys Petc- hell, borgarstjóri, flutti sagði hann m. a., að hann minntist sem allir íbúar Grimsby heimsóknar borgarstjórahjón- anna íslenzku og kvað hana hafa styrkt vináttu borganna tveggja. í veizlunni að Hótel Borg afhenti Denys Petchell Reykja víurborg að gjöf líkan af tog- ara, en Geir Hallgrímssyni myndabók til minningar um heimsóknina til Grimsby og þeim Geir og frú Auði skjöld með merki Grimsbyborgar. Hinir erlendu gestir heim- sækja í dag m.a. Hafnarbúðir, frystihús Bæjarútgerðar Reykjavíkur, Slysavarnarfé- lag íslands og hádegisverður verður snæddur í Nausti í boði BÚR. Síðdegis verður skoðuð síldar- og fiskimjöls- verksmiðjan að Kletti og kl. 3 síðdegis verður fundur með blaðamönnum. Einnig verður móttaka hjá Fiskifélagi ís- lands og um kvöldið verður gestunum boðið á einkaheim- ili. Á miðvikudag verður farið í flugferð með landhelgis- gæzluvélinni Sif, móttaka verður hjá brezka sendiherr- anum og um kvöldið veizla í Sigtúni í boði FÍB og SH. Á fimmtudag fara gestirnir að Reykjum, til Þingvalla og Hveragerðis og um kvöldið verður veizsla fyrir þá í Ráð- herrabústaðnum í boði Egg- erts G. Þorsteinssonar, sjávar- útvegsmálaráðherra. Kl. 9 á föstudagsmorgun halda gestirnir heimleiðis. Vill stuðla að auknum samskiptum borganna Morgunblaðið átti stutt við- tal við þau Denys Petchell og frú Kristínu að Hótel Sögu í gærkvöldi, skömmu áður en þau héldu í veizlu borgar- stjórnarinnar að Hótel Borg. Petchell borgarstjóri sagði, að þau hjónin og aðrir í sendi- nefnd Grimsbyborgar fögn- uðu mjög heimsókninni til Reykjavíkur. Þau hefðu mætt mikilli hlýju og gestrisni þann stutta tíma, ’sem þau hefðu dvalizt hér. Fyrsti dagur heimsóknarinnar hefði verið mjög ánægjulegur og ekki hefði sólskinið spillt fyrir, því hann kvað ekki hafa séð til sólar í Grimsby í langan tíma. Þar hefði verið leiðinda veður að undanförnu. Hann kvað Grimsbybúa minnast með mikilli ánægju Þau Kristín og Denys Petchell skömmu áöur en þau héldu í veizlu borgarstjórnar Reykjavíkur að Hótel Borg. Ljósm. Ól. K. heimsóknar sendinefndar Reykjavíkur í fyrra. Sambúð borganna væri mjög góð og hann kvaðst þess fullviss að svo yrði í framtíðinni, enda ættu Grimsby og Reykja vík margt sameiginlegt og því vildi hann stuðla að auknum samskiptum á milli þeirra. Petchell kvaðst hafa komið til íslands áður, síðast í 175 ára afmæli Reykjavíkur árið 1962. Borgarstjórinn kvaðst hafa komið til landsins nú með sömu flugvél og forseti ís- lands, herra Ásgeir Ásgeirs- son, og hefði hann sýnt þeim hjónum þann mikla heiður að bjóða þeim að sitja hjá sér á leiðinni. Hefðu þau haft mikla ánægju af því að ræða við hann. Hlakkar til Reykjavíkur? dvalarinnar. Frú Kristín, sem enn talar ágætlega íslenzku, kvaðst vera fædd á Akranesi. For- eldrar hennar hefðu verið Guðmundur Erlingsson og Guðný Valdimarsdóttir, en faðir hennar hefði drukknað er hún var eins árs að aldri og þá hefði hún flutzt til ömmu sinnar, Kristínar Magn úsdóttur í Bíldudal. 15 ára gömul kvaðst hún hafa flutzt til Grimsby og 18 ára gifzt Denys Petchell. Ættu þau eina dóttur, Diana, sem gift væri í Grimsby. Frú Kristín sagði, að um 25 íslenzkar fjölskyldur væru í Grímsby og hitti hún fslend- inga þar öðru hverju. Kvaðst hjn sérstaklega ánægð að fá tækifæri til að heimsækja sitt gamla föðurland einu ,sinni enn og hún kvaðst hlakka til þeirra daga ,sem þau hjónin ættu eftir að dvelja hér. Petchell kvaðst myndi færa Reykjavíkurborg táknræna gjöf frá Grímsby, en það væri líkan af togaranum Saxon Hawk, sem byggður hafi verið árið 1915 hjá Cochranes í Selby. Kvað hann eiganda líkans- ins hafa verið frú Hunt, dóttir Beeleys, eiganda í hinu fræga útgerðarfyrirtæki Beeley og Sleight, sem margir íslend- ingar þekktu. Hefði hún feng- ið líkanið af Saxon Hawk að gjöf, því hún hefði gefið tog- aranum nafn er honum var hleypt af stokkunum. Kvað hann frú Hunt alderi hafa sleppt hendi af líkaninu, en hún hefði orðið við ósk borg- arstjórnarinnar um það, þeg- ar hún vissi að það átti að fara til íslands. Hefði frúin beðið fyrir beztu kveðjur til íslands, en hún væri mikill vinur fslendinga og hefði allt- af verið. Að lokum kvaðst Petchell borgarstjóri vona, að heim- sókn hans og félaga yrði til að efla enn betur vináttutengsl Reykjavíkur og Grimsby. Gcir Hallgrímsson, borgarstjóri, tekur á móti Denys Petchell og fru Kristmu, konu hans, er þau komu til Reykjavíkur % sunnudagskvöld. Ljósm.: Sv. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.