Morgunblaðið - 04.05.1966, Page 16

Morgunblaðið - 04.05.1966, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. maí 1966 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 95.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið- ORSAKIR VERDBÓLGU T útvarpsumræðunum síðast- liðið mánudagskvöld, vakti forsætisráðherra, Bjarni Bene diktsson m.a. athygli á því, að á síðastliðnum tæpum tveimur árum, þ.e. frá því að stefnubreyting varð í kjara- málum í júní 1964, hefur kaup máttur tímakaups verka- manna í lægstu flokkum Dagsbrúnar vaxið um 15% til 25%. Hér er um athyglis- verðar upplýsingar að ræða, sem sýna glögglega þann árangur, sem náðst hefur á því 2ja ára tímabili, sem vinnufriður hefur ríkt og hóf- legir kjarasamningar verið gerðir. En þótt kjarasamningar síð- ustu tveggja ára hafi verið hóflegri en áður, urðu samn- ingarnir sumarið 1965 þó mun óhagstæðari en árið áð- ur og torvelduðu mjög að halda verðlagi í skefjum, eins og forsætisráðherra benti á í ræðu sinni í fyrrakvöld. Með kjarasamningum síðustu tveggja ára hefur óneitanlega verið stigið fyrsta skrefið í átt til samvinnu atvinnurek- venda, verkalýðsfélaga og rík- isvalds um takmörkun verð- bólgunnar, en það skref hefur þó ekki verið stigið nægilega langt, og þess vegna hefur ekki betur tekizt til, enn sem komið er, en raun er á. Forsætisráðherra ræddi verðbólguvandamálið í ræðu sinni í útvarpsumræðunum og sagði: „Sífellt kapphlaup stétt- anna hverrar um sig og allra í hópum að heimta sem mest til sín, gerir stöðvun verð- bólgunnar óviðráðanlega, á meðan svo fer fram. Við þessu verður lítt gert á með- an svo fullkominn glundroði ríkir innan stéttarfélaganna og þeirra í milli sem nú. Sá glundroði á einnig verulega sök á því, að Alþýðusamband- ið hefur enn ekki látið uppi álit sitt um fram komnar til- lögur um styttingu vinnu- tímans. Bændastéttinni er og lítill greiði gerður með því að láta svo sem erfiðleikar henn- ar um samkeppni á erlendum mörkuðum stafi eingöngu af verðbólgunni, en þegja um þau áhrif, sem veðurfar og landshættir hafa til að skapa bændum hér erfiðari aðstöðu en stéttarbræðrum þeirra í nágrannalöndum. Vitanlega eiga þessar aðstæður megin- þátt í hversu hátt verðlag þarf á íslenzkri búvöru." í ræðu sinni lýsti forsætis- ráðherra ennfremur yfir því, að ríkisstjórnin mundi gera sitt til þess að halda verð- bólgunni í skefjum með því að tryggja greiðsluhallalaus fjárlög og styðja að hóflegri útlánastarfsemi fjármála- stofnana. Og síðan sagði hann: „Svo mikil breyting er nú orðin til bóta, að hætt er við að sumum gleymist ástandið sem áður var, og ætla að það, sem áunnizt hefur, sé sjálfsagt og haldist án at- beina almennings. Vilji menn áfram efla heill og hag, frelsi og framtak þjóðar og ein- staklinga er hollast að fylgja sömu stefnu, og til góðs hef- ur leitt undanfarin ár. Hin leiðin er einnig til, leið ófarn- aðar, afturhalds og ofstjórn- ar.“ STÓRIÐJA í ÖLLUM LANDS- HLUTUM ¥ ræðu þeirri, sem Sigurður ■*■ Bjarnason, forseti Neðri deildar Alþingis, flutti í út- varpsumræðunum sl. mánu- dagskvöld, vék hann að marg þættum framtíðarverkefnum sem úrlausnar bíða og benti á, að landshlutaáætlanir þær, sem núverandi ríkisstjórn vinnur að, gegnir þýðingar- miklu hlutvðfki í þeim efn- um. Hann sagði að framtíðar- stefnan hlyti að vera sú, að stóriðjufyrirtæki risu í öllum landshlutum. Þannig yrði að teljast líklegt, að í framtíð- inni yrði önnur álverksmiðja byggð við Eyjafjörð, á Vest- fjörðum væru góð skilyrði til fullkominnar fiskiðnaðarverk smiðju, við Breiðafjörð væru talin góð skilyrði til bygg- ingar þangverksmiðju, og í Vestmannaeyjum og víðar um land ætti fiskiðnaður í ennþá stærri stíl örugga fram tíð, og rækjuverksmiðju þyrfti að byggja við nýfundin rækjumið í Húnaflóa. Fisk- rækt í fjörðum landsins væri nú orðin nauðsynjamál í sam- bandi við vernd landgrunns- ins, og bætt hafnarskilyrði aðkallandi verkefni. Verkefnin eru því mörg, sem framundan eru og greini- lega er nú komið fram, að stórvirkj unin við Búrfell og bygging álbræðslunnar í Straumsvík mun verða at- vinnu- og iðnþróun í landinu og öilum byggðum landsins til eflingar og styrktar I fram- tíðinni. Wfj UTAN ÚR HEIMI Froskmenn leita líks Ben Barka Hvarf hans enn hulin ráðgáta FRANSKA lögreglan fékk í sl. viku upplýsingar um að lík marokkanska stjórnarand- stöðuleiðtogans Ben Barka væri e.t.v. að finna í uppi- stöðulóni skammt frá La Ferte Allias, í nágrenni Par- isar. Engin örugg vitneskja er fyrir hendi, hvað orðið hef- ur um Ben Barka, frá því hann var brott numinn af götu í París um hábjartan dag fyrir sex mánuðum. Al- mennt er litið svo á, að hann hafi verið myrtur. Froskmenn úr frönsku lög- reglunni tóku þegar í sl. viku að kanna botn fyrrgreinds uppistöðulóns, en ekki hefur frétzt um árangurinn. Lón þetta er á landsvæði, sem er í einkaeign. Upplýsingarnar í upplýsingum þeim, sem 1 sagðar eru hafa borizt frönsku i lögreglunni, er frá því skýrt að franski stórglæpamaðurinn Georges Boucheseiche, hefði verið vanur að veiða í lónínu. Eftir að hafa verið á brott numinn, var Ben Barka flutt- ur til húss Boucheseiches, sem er nokkurn spöl frá umræddu lóni. Ben Barka Franska lögreglan segir, að hafizt hafi verið handa um að láta froskmenn kanna lón- ið, eftir að henni hefðu borizt upplýsingar „utan frá“. Á meðan leitað var í lóninu hélt fjöldi lögreglumanna forvitn- um manngrúa kippkorn frá því, á meðan froskmennirnir köfuðu frá litlum gúmmíbát- um. Allar tilraunir í þá átt, að FÖSTUDAGINN 29. apríl voru brautskráðir 13 nemendur með verzlunarprófi frá Verzlunar- skóla íslands. Hlutu 43 I. eink- unn, 52 II. einkunn og 10 III. einkunn. Efstur var Gunnar H. Guðmundsson, sem hlaut I., 7.38, (notaður er örsteds-einkunna- stigi), annar Guðmundur Hannes son með I., 7.32 og þriðji örn Aðalsteinsson með I., 7.21. Farandbikar skólans hlutu að ÞRJAR SKOLA- STOFNANIR |7yrir nokkru var athygli * vakin á því hér í Morgun- blaðinu, hve skólabyggingum í Reykjavík hefur fleygt fram undanfarin ár, en skóla- húsnæði Reykjavíkur hefur aukizt um 26,6% á síðustu 5 árum, á sama tíma og nem- endafjöldi hefur aukizt um 9,3%. En þótt vel hafi þannig verið unnið að í skólamálum almennt, er þó sérstök ástæða til að vekja athygli á þrem- ur skólastofnunum, sem starf rækt^ar eru á vegum Reykja- víkurborgar. Þar er um að ræða heimavistarskólann að Jaðri upp af Elliðavatni, en í þeim skóla eru nemendur, sem af einhverjum orsökum eiga ekki samleið með öðrum börnum í skóla og þurft hafa að komast í annað umhverfi. Höfðaskólinn er rekinn fyrir börn, sem eiga erfitt um nám í öðrum skólum skyldustigs- ins, og loks er skólinn að Hlaðgerðarkoti í Mosfells- sveit, en þar er skóli fyrir stúlkur í Reykjavík, sem eiga erfiðar heimilisaðstæður, eða eiga af öðrum sökum erf- itt með áð stunda skólanám í bænum. Þessir þrír skólar miða að því að veita menntun og fræðslu börnum og ungling- um eiga ekki samleið með börnum og unglingum í hin- um almennu skólum borgar- innar. Þessum skólum veitir forstöðu áhugasamt fólk, sem greinilega leggur sig mjög fram í starfi sínu, og hefur verið ánægjulegt að lesa við- töl þau, sem birzt hafa við forstöðumenn þessara skóla í Mbl. að undanförnu. Reykjavíkurborg vinnur í þessum efnum þarft og sjálf- sagt verk, og eiga borgaryfir- völd og forráðamenn þessara skóla skilið fyllsta stuðning almennings í störfum sínum. 520 stunduðu nám í i Verzlunarskóla íslands grennslast fyrir um örlög B«n Barka, eftir að hann var fluttur til húss stórglæpa- mannsins, hafa verið árang- urslausar. Mikil rannsókn var hafin, sem m.a. beindist að öllum flughöfnum Frakklands, en við rannsókn þessa kom ekk- ert það í ljós, sem benti til þess að Ben Barka hefði verið smyglað úr landi, eins og margir töldu vera. Sex fyrir rétti Brott^ám Ben Barka 29. október sl. var mesta stjórn- málalega hneykslismál Frakk lands frá því að heimsstyrjöld inni lauk, og varð málið til þess, að samband Frakklands og Marokkó komst á fremstu nöf. í sl. mánuði lauk nefnd lög- fræðinga 19 vikna rannsókn á málinu með 5000 blaðsíðna * skýrslu, sem send var ríkis- saksóknaranum, en snemma í sl. viku var tilkynnt, að frek- ari rannsókn myndi enn fara fram. Draga á sex manns fyrir rétt í París vegna meintrar hlutdeildar í ráni Ben Barka, og geta fimm þeirra búizt við lífstíðarfangelsL þessu sinni eftirtaldir nemend- ur: Erling Ólafsson hlaut Vil- hjálmsbikarinn, Guðmundur Han esson bókfærslubikarinn, Gunn- ar H. Guðmundsson malabik- arinn og Erna Hauksdóttir vél- ritunarbikarinn. Peningaverðlaunum voru þess ir nemendur sæmdir: Gunnar H. Guðmundsson hlaut kr. 1.000.— frá skólanum og kr. 250.— úr Walthersjóði. Þeir Guð mundur Hannesson og Örn Aðal steinsson hlutu kr. 500.— hvor frá skólanum. Erling Ólafsson hlaut kr. 1.200.— úr Minningar- sjóði Ragnars Blöndals fyrir góða frammistöðu í íslenzku. Verðlaun úr Minningarsjóði Jóns Sivertsen fyrir beztan árangur í stærðfræði á burtfararprófi hlaut Kristín Halldórsdóttir, kr. 1.50,— Verðlaun úr Minningarsjóði Steindórs Jóns Þórissonar fyrir ágætan árangur í stærðfræði á burtfararprófi hlaut Guðmundur Hannesson, kr. 950.—. Verzlunarmannafélag Reykja- víkur veitti kr. 2.000.— til verð- launa fyrir beztan árangur í vél- ritun á burtfaraprófi. Þau verð- laun hlaut Erna Hauksdóttir. Bókaverðlaun frá skólanum hlutu þessir nemendur: Gunnar H. Guðmundsson, Guð mundur Hannesson, Örn Aðal- steinsson, Arnar Hauksson, Elín Pálsdóttir, Guðrún Jónasdóttir og Matthías Steingrímsson. Höfðu allir þessir nemendur sýnt frá- bæran námsárangur. Á lokaprófi námskeiðs í hag- nýtum verzlunargreinum var efstur Björn Eysteinsson. Var hann sæmdur bókaverðlaunum, Nemendur, sem efstir voru á ársprófi í I. — III. bekk, voru sæmdir bókaverðlaunum: í I. bekk Þórlaug Haraldsdótt- ir, I., 7.29, í II. bekk Árni Árna- son I 7.13 og í III. bekk Guðrún Magnúisdóttir, I. 7.28. Gamall vélunnari skólans, Jón Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.