Morgunblaðið - 04.05.1966, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 04.05.1966, Qupperneq 30
30 MORCU NBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. maí 1966 Handboltalands- liðið til USA Leikur tvo landsleiki auk leiks v/ð New York og hraðkeppni LANDSLIÐ Islands í handknatt leik heldur til Bandarikjan.ia 13. maí n.k. Leikur liðið þar Ivo landsleiki við Bandaríkjamenn, leikur einnig við úrvalsiið New York og tekur þátt í hraðkeppni þar sem auk Bandaríkjamanna verður landslið Kanada, en Kanada hefur tryggt sér rétt til keppni í lokabaráttu um heims- meistaratitilinn sem háð verður milli 16 liða í Svíþjóð í janúar n.k. HSf var boðið að senda lands- lið íslands í þessa keppni þá er Bandaríkjamenn komu hingað 1963 og léku hér tvo landsleiki. fslendingar unnu þá báða með miklum yfirburðum. Landsleikir íslendinga ytra nú verða leiknir 14. maí í Athletic Club, New York og 17. maí í Union, New Jerséy. Hinn 19. maí leikur liðið við úrvalslið New York og 21. maí verður hraðkeppnin í Living- stone með þátttöku íslands, úr- valsliðs New Jersey og úrvals- liðs Kanada. Milli þessara leikja gefst isl. leikmönnunum kostur a að heim sækja aðalstöðvar S þ., 'Wall Street, Chase Manhattan bygg- inguna og Frelsisstyttuna, West Point, Hvíta húsið, Arling- ton grafreitinn, sjá baseball keppni o.fl. Förin stendur frá 13. maj til 22. maí. Landsliðið sem fer þessa ferð er: Hjalti Einarsson, Þorsteinn Björnsson, Auðunn Ólafsson, Birgir Björnsson, Gunnlaugur Hjálmarsson, Hermann Gunnars son, Ingólfur Óskarsson, Karl Jóhannsson, Páll Eiríksson, Sig- urður Einarsson, Stefán Jónsson, Stefán Sandholt og Viðar Sím- onarson. I ,Hjón" og „gamlingjar" skemmtilegri skídakeppni Cóð tilbreytni hjá skíðamönnum HJÓNAKEPPNI á skíðum fór fram við Skíðaskálann í Hvera- dölum sl. sunnudag 1. maí og hófst keppni kl. 2 e. h. Fimm hjón tóku þátt í keppninni og fóru leikar þannig: 1. Bjarni Einarsson 24.0 Sesselja Guðmundsdóttir 34.0 Samtals 58.0 2. Rúnar Steindórsson 31.5 Jakobína Jakobsdóttir 28.8 Samtals 60.3 3. Víðir Finnbogason 27.7 Karen Magnúsdóttir 45.8 Samtals 72.5 4. Einar Eyfells 29.7 Unnur Eyfells 109.0 Samtalsl38.7 Enska knattspyrnan URSLIT leikja í ensku deildar- keppninni, sem fram fóru sl. laugardag, urðu þessi: 1. deild Aston Villa — Arsenal 3-0 Blackburn — Sheffield W. 1-2 Blackpool — Northampton 3-0 Fulham — Stoke 1-1 Leeds — Newcastle 3-0 Leicester — N. Forest 2-1 Liverpool — Chelsea 2-1 Sheffield U. — W. B. A. 0-2 Sunderland — Everton 2-0 Tottenham — Burnley 0-1 West Ham — Manchester U. 3-2 2. deild Bristol City — Leyton O. 2-0 Bury — Plymouth 1-0 afl auglýsing i útbreiddasta blaðinu borgar sig bezt. Cardiff — Crystal Palace Carlisle — Huddersfield Coventry — Middlesbrough Derby — Preston Manchester C. — Birmingh. Norwich — Port^mouth Rotherham — Ipswich Southampton — Charlton Wolverhampton — Bolton 1-0 2-0 2-1 1-0 3-1 1-3 0-0 1-0 3-1 f Skotlandi urðu úrslit m. a. þessi: Dundee U. — Stirling A. 1-1 Dunfermline — Rangers 1-2 Morton — Celtic 0-2 Motherwell — Dundee 2-0 St. Mirren — Hearts 1-1 Staðan er þá þessi: 1. deild 1. Liverpool 60 st. 2. Burnley 53 — 3. Leeds 50 — 4. W. B. A. 47 — Liverpool hefur þegar tryggt sér sigur í 1. deild, en niður í II. deild færast Blackburn og Northampton. 2. deild 1. Manchester C. 53 st. 2. Huddersfield 51 — 3. Southampton 51 — 4. Coventry 51 — 5. Wolvenhampton 50 — Huddersfield, Coventry og Wolverhampton hafa leikið 41 leik hvert af 42. ManChester City 38 leiki og Southampton 39 leiki. 5. Stefán Hallgrímsson 29.8 Edda Bjömsdóttir 140.0 Samtals 169.8 „Old boys“ karlar 35—50 ára: 1. Víðir Finnbogason 52.9 2. Þorsteinn Þorvaldsson 56.1 3. Stefán Hallgrímsson 57.6 4. Einar Eyfells 58.7 5. Rúnar Steindórsson 63.5 6. Jóakim Snæbjörnsson 71.2 7. Leifur Múller 75.3 8. Einar L. Guðmundss. 77.2 „Old girls“ Konur 30 ára og eldri: 1. Karen Magnúsdóttir 96,8 2. Sigrún Sigurðard. 120.2 3. Unnur Eyfells 163.0 Mótstjóri var gestgjafi Skíða- skálans í Hveradölum Óli J. óla- son, brautarstjóri Haraldur Páls- son, Í.R. sem einnig annaðist frystingu brautarinnar. Mjög margir áhorfendur komu í Skíðaskálann þennan dag og börn keppendanna voru undan- farar á mótinu. Geysilegur spenn ingur var í áhorfendum á með- an keppnin stóð yfir og eru allir sammála um að slíka keppni skuli endurtaka næsta vetur. Að móti loknu var kaffisamsæti og verðiaunaafhending í Skíðaskál- anum og við það tækifæri hélt Stefán G. Björnsson ræðu og þakkaði m. a. öllum sem lagt höfðu hönd á plóginn við fram- kvæmd þessa móts. Óli J. Ólason þakkaði keppendum fyrir kom- una og bætti við, að á næsta ári yrði einnig reynt að koma við „fjölskyldukeppni" sem án efa yrði mjög vinsæit. Fyrir hönd keppenda talaði Sigurjón Þórð- arson, sem á þessu móti var keppandi fyrir Í.R. Sigurjón varð því miður úr leik, en bað gest- gjafa Skíðaskálans og aðra fram- kvæmdarmenn móts þessa f.h. þeirra er þátt tóku í hjónakeppn- inni að taka við beztu þökkum fyrir skemmtilegan dag í Hvera- dölum. Hann var þess fullviss að nú myndu allir „old boys og ÞETTA er lið Víkings, sem vann sér rétt til setu í 1. deild | handknattleiksmanna á sið- I asta íslandsmóti, eftir að hafa unnið bæði ÍR og sítfar Þrótt 1 með yfirburðum í auka- | keppni þessara þriggja liða i um lausa sætið. Það var rang- lega hermt hér á síðunni á dögunum, að Víkingar hefðu I lengi verið í 2. deild. Liðið i hafði aðeins ársdvöl þar og er nú aftur eftir verðskuldað- ^ an sigur í 2. deild meðal 6 I liða í 1. deild. Ljósm. Sv. Þorm. /i old girls“ fara heim með hugann fullan af fyrirheitum um að hefja æfingar strax á næsta hausti. Fyrsta glímukeppni á Akureyri um árabil Clímt var um drykkjarhorn KEA Akureyri, 2. maí: — FYRSTA kappglíma, sem háð hefur verið hér á Akureyri um áraraðir fór fram í íþróttahúsinu á laugardaginn. Fyrir henni geng ust íþróttabandalag Akureyrar og Ungmennasamband Eyjafjarð ar. Sömu aðiljar gengust fyrir glímunámskeiði hér í bæ síðla vetrar og sóttu það 54 ungir menn. Kennari var Haraldur M. Sigurðsson. Hefur það framtak mælzt mjög vel fyrir, að reynt skuli hafa verið að endurvekja glímuáhuga hér í bæ. En virðu- legasti verðlaunagripur, sem glímt er um á íslandi nú, Grettis beltið, er frá Akureyri runninn. Yfirdómari í kappglímunni var Þorsteinn Kristjánsson frá Glímu sambandi fslands, en glímustjóri var Haraldur M. Sigurðsson. — Keppendur voru 9 í tveimur ald ursflokkum. Glímt var um stórt silfurbúið drykkjarhorn, sem Kaupfélag Eyfirðinga gaf í því skyni. Sigurvegari í eldri flokki og nú verandi handhafi hornsins var Þóroddur Jóhannsson. Annar Val geir Stefánsson. Þriðji Sigurður Sigurðsson. í yngri flokki var fyrstur Haraldur Guðmundsson, annar Halldór Jónsson og þriðji Áskell G. Jónsson. — svp. FH og Fram í íþróttahöllinni ÁKVEÐID hefur verið að efna til kappleiks milli íslandsmeist- ara FH og Fram í handknattleik í íþróttahöllinni í Laugardal nk. föstudagskvöld. Mun marga fýsa að sjá hvernig þessí lið eru á stórum velli, en þau hafa nú i vetur unnið hvort annað til skiptis í litla salnum að Háloga- landi. Þetta eru einu ísl. karla- liðin er þátt hafa tekið í Evrópu- keppni í handknattleik. Komst þá FH í 2. umiferð en Fram varð úr keppni í 1. umferð. Að vísu hefur þessi leikur enga þýðingu fyrir hvorugt liðið til titla eða meistarastigs. En víst munu þeim báðum þykja sigur- inn sætur — og þá ekki sízt Fram. Leikurinn er haldinn til ágóða íyrir HiSÍ sem nú sendir ísl. landslið til Bandaríkjanna og greiðir ferðakostnað (flugferðir) allar, en fyrir tveim árum komu Bandaríkjamenn á sömu skil- málum hingað til lands. Á undan þessum „aðalleik" í fþróttahöllinni þetta kvöld leika Víkingur — nýliðarnir í 1. deild — og KR-ingar, sem er íalliðið í 1. deild. Gefst þar gostur á að sjá hver er styrkleikamunur milli efsta liðs í 2. deild og þess er lakastan hlut bar frá borði í 1. deild. Miðar kosta kr. 100 sæti, stæði 76 kr. og 10 kr. fyrir börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.