Morgunblaðið - 08.05.1966, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 8. maí 1966
BÍLALEIGAN
FERÐ
SÍMI 34406
SENDUM
LITLA
bíloleigon
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Sími 14970
mmiBiR
Volkswagen 1965 og ’66.
MAGIMÚSAR
SKIPHOITI 21 SÍMAR 21190
eftir lokun $imi 40381
BIFREIÐALEICAM
VECFERD
Grettisgötu 10.
Sími 14113.
Sveinn H. Valdimarsson
hæstaréttarlögmaður
Sólfhólsgötu 4 (Sanmbandshús)
Símar 23338 og 12343
Bjarni beinteinsson
lögfræðingur
AUSTU RSTRÆTI 17 (SILLl & VALDIf
SfMI 13536
Rauða myllan
Smurt brauð, heilar og náJfar
sneiðar.
Opið frá kl. 8—23,30.
Sími 13628
% BOSCH
Flautur
6 volt, 12 volt, 24 volt.
Brœðurnir Ormsson
Lágmúla 9. — Sími 38820.
Krossinn
á Garðakirkju
Guðmundur Guðgeirsson
rakarameistari, skrifar:
„Garðakirkja á Alftanesi er
nú aftur orðin sóknarkirkja,
en hún var endurvígð sunnu-
daginn 20. marz sl. að við-
stöddu miklu fjölmenni. Vígslu
dagur hennar var valinn í til-
efni þriggja alda minningar
um meistara Jón Vídalín, hinn
alkunna ræðusnilling og mik-
ilhæfa kennimann, og mun
nafn hans lengi lifa með þjóð
vorri. Séra Jón var fæddur í
Görðum og tók að sér þjón-
ustu við Garðakirkju fyrstu
prestsskapar ár sín, og var það
eina kirkjan, sem hann þjón-
aði fyrir utan Skálholt.
Upphaflega var Garðakirkja
byggð árið 1879, og mun séra
Þórarinn Böðvarsson, síðar
prófastur í Görðum hafa verið
aðalhvatamaður að byggingu
hennar. Garðakirkja, sem einn-
ig var þá sóknarkirkja Hafn-
firðinga, var á þeim tíma tal-
in með veglegustu kirkjum
landsins. Upp úr aldamótum
var Hafnarfjörður í örum
vexti, og hugðust menn þá taka
í sínar hendur forsjá ýmssa
mála, meðal annars að byggja
sóknarkirkju í bænum.
Jþetta mál mun hafa verið
lengi á döfinni hjá framá-
mönnum bæjarins. í það blönd
uðust prestskosningar og voru
menn þá ekki á eitt sáttir um
staðarval fyrir væntanlega
kirkju o.fl., sem varð til þess,
að þessi hópur áhugamanna
klofnaði. Vorið 1913 stofnaði
annar hlutinn Fríkirkjusöfnuð,
sem hóf þegar byggingu kirkju
sem vígð var fyrir jól sama ár.
Við þetta gat hinn hlutinn
ekki unað og hóf bygginga
„Þjóðkirkjunnar* árið eftir,
eða 1914. Var hún vígð síðla
sama ár. Þessar kirkjur eru
hin veglegustu Guðshús.
Vegna byggingar þeirra var
Garðakirkja lögð niður. Mun
þjónusta þar hafa farið fram
um 36 ára skeið, en næstu
fimmtíu árin staðið ónotuð og
í niðurníðslu. En þrátt fyrir að
veggir Garðakirkju hafi verið
að hruni komnir, var hlut-
verki hennar með engu lokið.
Konur hafa löngum séð Ijós
frá kyndli kristninnar við
rústir vígðra staða. Af þeim
sökum bundu Kvenfélagskon-
ur Garðahrepps það fastmæl-
um árið 1953, að endurreisa
Garðakirkju á hinum forn-
helga stað. Einning var sú
breyting á, að árið 1960 var ný
sókn mynduð og sóknarnefnd
kosin. Gekk hún í lið með hin-
um fórnfúsu konum um end-
urbyggingu kirkjunnar í
Görðum. Hafin var undirbún-
ingur, kirkjan ' teiknuð og
stækkuð en þó leitazt við að
byggja hana sem næst hinum
upphaflegum stíl.
Ekki verður betur séð en að
endurbyggingin hafi tekizt í
flestum atriðum vel og yfir-
smiðurinn lagt alúð við verk-
ið og sameinað hug og hönd
einfaldleikanum. Kirkjan er
afar latlaus og margt einkar
vel gert. Gólf hennar er hellu-
lagt úr ísienzkum brenndum
fjallahellum, sennilega úr
Drápuhlíðarfjalli vestra. Sú
tegund íslenzks byggingarefn-
is er nú mjög mikið ráðandi
til skrauts í byggingum og er
hálfgerð tízka, víða ofaukið.
Þó segi ég ekki, að tízkan
hafi ráðið í þessu tilfelli, held-
ur er leitazt við að hafa gólf-
gerð fyrri alda. Það er mín
persónulega skoðun, að slíkt
hellulagt gólf sé algerlega of-
aukið í kirkjuskipinu sjálfu,
og kemur þar margt til: Of
þungt á svona stórum fleti,
afar hljóðbært vegna hreyf-
inga á helgri stundu þar sem
bekkir eru lausir og einnig
erfitt til ræstingar.
Slíkar fjallahellur verða
alltaf misjafnar þó að þær séu
prýðilega lagaðar. Ég hefði
talið nóg að hafa þær á and-
dyri kirkjunnar, sem er mjög
rúmgott. Njóta þær sín þar vel.
Bezt hefði farið á að hafa gólf-
ið í kirkjunni sjálfri úr timbri.
Kirkjubekkirnir falla vel inn
stílgerð þessa helga húss. Þó
er það einkennandi við þá
bekki, sem aðra í hinum nýrri
kirkjum, að arkitektar virðast
aldrei ætla að átta sig á, að
þeir láta bak bekkja hallast of
lítið. Þetta virðist vera leifar
af gömlum tíma, sem arkitekt-
um gengur treglega að losa sig
við.
Predikunarstóllinn { Garða-
kirkju er mjög til fyrirmynd-
ar og vel gerður, enda er hann
prýddur útskurði eftir hinn
þjóðkunna og mikilhæfa lista-
mann Ríkharð Jónsson, sem á
sér engin takmörk í list sinni.
Stóllinn var upphaílega teikn-
aður með hlöðnum steinhellum
kring um fótstall hans. Síðar
horfið frá því og sýnir það
bezt, að mönnum mun hafa
þótt nóg komið af slíkum hell-
um. Styður það nokkuð mína
skoðun.
Þá er komið að krossinum,
sem er tilefni þessarar greinar.
Það furðulegasta hefur gerzt
við endurreisn Garðakirkju,
að tákn hennar, krossinn, er
notað sem reikrör á turnþaki
kirkjunnar. Er þetta hugdetta
yfirsmiðs og annarra. Má telja
þetta einsdæmi og á það ekki
nokkra hliðstæðu í kirkjusögu
landsins, — ekki sem mér er
kunnugt um, og hefi ég komið
í margar kirkjur: Aldrei séð eða
heyrt um slíkt getið fyrr en nú.
Slíkt virðingarleysi fyrir tákni
kirkjunnar er vart hægt að
finna nema vera skyldi hjá van-
þróðum þjóðum. Mér er kunn-
ugt um það vegna viðræðna við
fólk { Garðasókn, sem ann
kirkju sinni, að því er það mikil
raun að sjá reymekki úr end-
um krossins á turni hinnar
virðulegu kirkju. Það eru því
vinsamleg tilmæli fyrir hönd
vina minna í Garðasókn, og
okkar hinna sem lútum krossi
Krists í lotningu, að háttvirt
viðkomandi sóknarnefnd lag-
færi þessa sérstæðu yfirsjón
sem fyrst. Öllum á oss að vera
kunnugt, að krossinn er tákn
um píslarsögu frelsarans, stað-
festing á þeim atburði, sem
gerðist á Golgatahæð, fyrir
tæpum tvö þúsund árum, þar
sem hinn sanni meistari lauk
lífi sínu vegna skilningsleysis
myrkvaðra samtíðarmanna
sinna. Megi því krossinn á
kirkjunni { Görðum ávallt lýsa
hreinn og skær um langa
framtíð.
Guðm. Guðgeirsson".
★ Flug
Hér er bréf um innan-
landsflugið:
„Dásamlegt er þetta flug ‘,
varð gamalli húsfreyju að orði,
þegar við stigum á land á Ak-
ureyri eftir 50 mínútna flug-
ferð frá Rvík. „Blessaðir Fax-
arnir“, bætti hún við um leið
og hún leit til flugvélarinnar.
Já, það var hverju orði sann-
ara. Dásamlegt að geta liðið í
lofti yfir allar torfærur eins og
núna er ástatt, þegar snjórinn
lokar öllum öðrum leiðum á
landi og þurfa ekki nema tvo
auða bletti til þess, annan
sunnan og hinn norðan jökl-
anna!
En þetta hefir meðalmanns-
ævi upplifað. Niðri er allt á
kafi í snjó, enginn kemst leið-
ar sinnar nema á skíðum milli
bæja, eins og í gamla daga.
Allir flutningar milli héraða
stöðvaðir nema á sjó, þó aldrei
brýnni þörf en nú, að ná til
sín og koma frá sér vörum.
Snjóbíllinn eina tækið sem
eitthvað kemst um jörðina.
En svo líðum við hér um lofts-
ins vegu fyrirhafnarlaust. Séu
aðeins flugvellir til og opnir
eru héruð landshlutar ekki
lengur einangruð. Þarna hefir
flugvélin leyst mikinn vanda,
og á sjálfsagt eftir að gera enn
rækilegar. En ekki er sama
hvernig það gerist. Og á þeim
leiðum hefir heppnin verið
með okkur.
Það er mörgu hallmælt hér,
eins og gengur, og vissulega
ekki alltaf að ósekju. En stund
um of mjög sparað að viður-
kenna það sem vel er gert. Og
{ því efni erum við oft býsna
samtaka. En það ætla ég að
við megum játa og kannast við
af fullri einurð, að Flugfélag
fslands hafi reynst okkur vel.
Um árabil hefir það verið hin
mesta hjálparhella, flutt fólk
og vörur um landið þvert og
endilangt, og að sjálfsögðu
fyrst lengi vel við hin örðug-
ustu skilyrði, meðan allt ör-
yggi var á frumstæðu stigi.
Það hefir þá líka orðið fyrri
þungbærum áföllum, og þó lík
lega miklu færri en búast
hefði mátt við hér, eins og
ástatt var, en ekki gefist upp,
heldur stefnt að því jafnt og
þétt að bæta aðstöðuna og
skapa fluginu meira og meira
öryggi. Og þökk sé því fyrir
það.
En það hefir ekki safnað
auði með þessu starfi sínu,
hefði þó vafalaust getað kom-
izt nokkuð áleiðis í þeim efn-
um ef það hefði verið stefnu-
miðið. En hitt hefir meiru ráð-
ið, að þjónustuhlutverkinu við
fólkið yrði sem bezt sinnt. Og
það eru m.a. hinir miklu verð-
leikar F.í. Því hefir jafnan ver
ið mest í mun að greiða göt-
una og gera hana sem örugg-
asta fyrir alla. Og þá hefir
ekki sízt hin dreifða byggð
verið í huga. Það höfum við
margoft fundið.
Þetta ber að þakka.
S‘.
Hlustandi skrifar:
„Kæri velvakandi!
Ég er Húnvetningur, hús-
móðir búsett í Reykjavík. Fae
oft símtöl og sendibréf frá
mörgu fólki, sem biður mig að
þakka útvarpinu fyrir marga
góða þætti, þjóðleg sannindi,
messur, ræður lækna, miðalda-
sögur og leikrit. Einnig fræð-
andi skemmtiþætti. Það er hið
talaða orð sem allir þrá og
þarfnast. Vilja síður legga sitt
þol við öskrandi grammófón
alla daga, þótt sú plága sé
nefnd „sígild tónlist" með öll-
um þeim tilbrigðum tóna og
dúra, sem örfáir skilja og
vilja. Enda víða ósjálfráður
óvani að láta tækið garga svo
hátt sem það kemst — í sam-
kvæmum verður svo allur hóp
urinn að tala mun hærra til að
heyra hver til annars, eyða afli
sínu og vera dálítið „kammó“.
Oft eru prýðileg kvæði flutt
í útvarpinu, en þau skilja of
fáir og enn færri flytja þau til
fullra áhrifa. En það eru leik-
ararnir sem kunna lagið.
Þessvegna biðjum við umfram
allt um góð framhaldsleikrit
eða framhaldssögu, sem fólkið
myndi hlakka til alla vikuna,
og þakka svo innilega fyrir.
Hlustandi".
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í byggingu fyrsta áfanga
Dvalarheimilis fyrir aldraða við Sólvang
í Hafnarfirði.
Byggingunni skal skilað í fokheldu ástandi
samkvæmt útboðsgögnum sem vitja má á
skrifstofu minni þriðjudaginn 10. maí
gegn 2000.00 króna skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu minni mið-
vikudaginn 1. júní n.k. kl. 14:00.
Bæjarverkfræðirigurinn
í Hafnarfirði.