Morgunblaðið - 08.05.1966, Side 28

Morgunblaðið - 08.05.1966, Side 28
28 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 8. maí 1966 Mary Raymond: STÚLKA MEÐ CBÍMU Ég glápti á hana. — Frú Ger- ard? Hver var frú Gerard? Að minnsta kosti ekki ég — það var ég alveg viss um. — Ég er ekki gi .... sagði ég. Ég ætlaði að segja, að ég væri ekki gift, en þá mundi ég eftir giftingarhringn um, sem ég var með á hendinni. — Hvað heitið þér þá, ef ekki frú Gerard? endurtók stúlkan, til þess að láta undan mér. — Það veit ég ekki, sagði ég og um leið greip mig ósegjan- leg hræðsla. — Er ég orðin brjáluð? sagði ég. Hún gekk aftur að rúminu. — Svona, svona, væna mín, þér megið ekki æsa yður upp. Vit- anlega eruð þér ekki brjáluð. Þér hafið fengið slæmt höfuð- högg. Og það hlýtur alltaf að hafa sínar afleiðingar. — Já, en hvað hefur komið fyrir mig? spurði ég. — Þér keyrðuð bílinn í klessu. Hún laut fram og lagaði koddann minn. — Munið þér ekki eftir því? — Ég man ekkert, sagði ég dræmt. — Alls ekkert. — Þér hljótið að hafa ekið mjög hratt. Og svo var rigning. Rigningin. Jú, ég mundi eftir henni. Það var skýfall og ég gat séð veginn framundan mér, svartan og hlykkjóttan eins og höggorm. Og ég fann óttann setjast að hjartanu í mér og kreista það. — Þér ókuð á tré, hélt Daly hjúkrunarkona áfram. — Þér er uð heppin að vera lifandi og I einu lagi. En nú skuluð þér ekki gera yður neina frekari rellu út af því. Þér hafið orðið fyrir miklu áfalli og meiðslum. Og sennilega hafið þér misst minn- ið um leið. En þér fáið það aft- ur, smám saman — en kannski væri eins gott, að þér fengjuð það ekki. Þessar martraðir eru ekki svo skemmtilegar. Ég kem eftir andartak; ég ætla bara að hringja í Martin lækni. Ég lá kyrr og róleg í rúminu. Minnið hafði ekki einasta horf- ið viðvíkijandi slysinu, heldur gagnvart öllu öðru. Það var eins og ég væri skilin við líkamann og væri ekki annað en andi. Ég gat alls ekki munað slysið, sem hafði komið mér í rúmið í þessu hvítveggjaða herbergi og með sáraíbindi um höfuðið. Ég gat □---------------*---------□ 3 □-------------------------n ekki munað bílinn, raé heldur, hvert ég hafði verið að fara í honum. Ég gat ekki munað, hver ég var. Frú Gérard. Ég var gift, en ég gat alls ekki komið útliti mansins míns fyrir mig. Að vísu voru einhver andiit á sveimi í minni mínu. Þau orkuðu á mig eins og myndadregill á vegg — nafnlaus andlit, eins og gestir í kokteilsamkvæmi. Þarna var ljóshærð stúlka og svo önn- ur með ljósbrún augu, og svo roskin kona með ský af gráu hári um höfuðið og rjóðar kinn- ar og blá augu. Ég gat séð hana standa í dyrunum á löngu, hvítu húsi. Og þar var maður, sem hallaði sér fram á hliðgrind. Kannski var þetta húsið, sem ég var nú í — ég skyldi aðgæta það betur þegar ég kæmi á fætur. Kannski mundi ég líka kannast við manninn minn, þegar ég sæi hann. Og þó........og þó kom þetta alls ekki heim og saman. Stella! Þetta nafn datt snögg- lega í mig. Það var einhver stúlka með því nafni. Kannski hét ég sjálf Stella? Stella Ger- ard......nei, einhvern veginn kom það nú ekki heim. Ég reyndi að hugsa um þetta nafn og eirabeita mér til að átta mig á því, og eins og lífga þá persónu við. En ég hafði ekkert upp úr því nema nafnið — og því fylgdi hvorki andlit né líkami, sem gæti sannfært mig um, að Stella væri raunveruleg persóna. Ég var ringluð. Ég gat ekki hugs að um neitt sérstakt lengi í einu. Smá atvik svifu fyrir augum mínum, óskír og þokukennd eins og myndaplötur. Þarna var pilt- ur, sem stóð við benzíndælu, og imgur maður með rauðan hár- brúsk út í loftið, sem stóð fyrir framan málaragrind og smurði einhverjum litum á striga með hnífi. Þarna var líka fólk á sundi í dimmbláum sjó og sterkt sól- skinið kastaði dimmum skugg- um, svo að minnti mest á hita- beltið. Hafði ég nokkum tíma verið í hitabeltinu? Ég var milli svefns og vöku, svo að ég vissi ekki, hvað var endurminning og hvað draumur. Ég var einhvers- staðar á hlaupum, eftir blaut- um vegi og einhver var að elta mig. Ég fann fótatakið færast nær og nær mér, en fæturnir á mér voru blýþungir, og hjart- að alveg að springa. Ég reyndi að æpa upp , en ekkert hljóð kom upp úr mér. Ég vaknaði raú almennilega og fann, að ég var í einu svitabaði. Ég leit hrædd á roskinn mann, sem stóð við rúmið. — Mér þykir leitt að vera yð- ur aftur, sagði hann, vingjarn- lega. Hann greip hönd mína og klappaði henni. Stúlkan gekk nú til mín og þerraði á mér andlitið með hand klæði. — Martin læknir er kom inn að vitja um yður, frú Ger- ard. — Systirin segir mér, að þér munið ekkert eftir slysinu, sagði læknirinn og hélt enn um únliðinn á mér og tók á slag- æðinm. Hann leit á úrið sitt. — Ég man ekki neitt eftir neinu. Ég brýndi ofurlitið rödd- ina. — Ég man ekki einu sinni, hver ég er eða hvar ég er. Hvað hef ég verið hérna lengi? — Rúma viku. Þér hafið mik- ið að vera þakklát fyrir, unga kona. Systir Daly hérna hefur átt mikinn^ þátt í að halda í yð- ur lífinu. Ég er hræddur um, að við höfum gefið upp alla von, þegar þér fundust, en þér voruð bara lífseigari en okkur datt í hug. Ég leit til stúlkunnar og reyndi að brosa. — Þakka yður fyrir, sagði ég. — Jæja, læknir, er ekki skemmtilegt að sjá sjúklinginn brosa? En verið þér ekki að þakka mér, frú Gerard. Þakkið þér heldur Martin lækni. — Mig langar mest til að þakka öllum, sagði ég. Nú greip óróin mig aftur. — En mér líð- ur svo illa, læknir, rétt eins og ég sé ekki ég sjálf, rétt eins og ég komi úr öðrum heimi, rélt eins og ég sé endurfædd. — Þér hafið verið í dauðans greipum, frú Gerard, sagði lækn irinn rólega, — svo að yður finnst rétt eins og yður hafi ver ið gefið lífið aftur. Þér hafið meiðzt illilega á höfði. Þér köst- uðust út úr bílnum og skáruð yður illa og mörðust á höfði og herðum. Kannski er náttúr- an að gera yður greiða með því að láta yður missa minnið og þurrka út endurminninguna um slysið. — En maðurinn minn? Hvar er hann? Mér finnst nú ekki ég eiga neinn mann. Og ég get ekki einu sinni munað, hvernig hann lítur út. — Maðurinn yðar er enn í Suður-Frakklandi, sagði læknir inn, — en honum hefur verið gert aðvart og ég býst við, að hann komi fljótiega til að vitja um yður. En það verðið þér að spyrja hann mág yðar um. Það var eins og hann færi undan í flæmingi. í Suður-Frakklandi? Kannskí var þessi sundpollur og sundfólk, sem var að vefjast fyrir mér, ekki í hitabeltinu, eftir allt sarn an heldur í Frakklandi? Læknirinn fór nú og hjúkrun- arkonan með honum. Ég heyrði óljóst samtal þeirra fyrir utan dyrnar. Ég fann alveg, að læknirinn hafði ekki sagt mér allan sann- leikann. Það var farið með mig eins og krakka. Eða eins og manneskja með einhvern hræði- legan sjúkdóm, sem sjúklingn- um er ekki sagt frá. Fólkið mitt mundi fá að vita um hann, en ekki ég sjálf. Mér var ætlað að liggja hérna í einhverjum hjúp upplogins öryggis, og það mundi verða hellt j mig meðul- um til þess að róa mig. Þegar raddirnar fjarlægðust, settist ég upp við dogg. Sárs- aukinn fór um mig alla, eins og hárbeittir hnífar, en ég beit á jaxlinn og steig fótunum nið- ur á gólfábreiðuna, hélt mér svo í rúmið og reyndi að ganga um gólfið. Ég var ótrúlega máttlaus og reikandi í spori, rétt eins og ég hefði verið veik í heilan mánuð, en ég komst nú samt að snyrti- borðinu og leit á sjálfa mig i speglinum. Ég fann afskaplega mikinn létti, þegar ég sá mynd- ina mína. Andlitið, sem horfði á mig, kom mér blessanlega kunn- uglega fyrir sjónir. Þá þekkti ég að minnsta kosti sjálfa mig. En í stað afmarkáðra andlitsdrátta, sem ég kannaðist við frá fyrri tíð, var þarna hálfgerð skrípa- mynd af sjál'fri mér. Ég varð hrædd um, að ef ég tæki af mér bindin, mundi það sýna sig, að höfuðið á mér væri snoðrakað, Það lítið sást af öðrum vangan- um var með illa klippta hártoppa. En hafi andlitið ekki verið neitt glæsilegt á að líta, tók fyrst í hnúkana, þegar ég sá bakið og axlirnar. Ég hafði sannarlega meiðzt illilega og hörundið var nú með öllum regnbogans lit- um. Ég snerti það með fingrL Það var mjög aumt. Ég sneri mér frá speglinum, er ég heyrði úti fyrir hljóð, sem ég kannaðist mæta vel við. Það var jódynur, sem var einhvers staðar í nánd við húsið. Ég færði mig að glugganum. Þetta var gamall gluggi með hlerum sem engu inn á við og mjóum bekk fyrir irman. Ég horfði út, hálfhulin af glugga- tjöldunum. Fyrir neðan gluggann voru grasfletir og malarstígar gegn um þá, en rósarunnar og tré voru þar víðsvegar, sem virtust vera gömúl, eftir stærð og vaxt- arlagi að dæma. Handan við grasfletina var girðing úr stólp- um og slám og handan við hana hestagirðing, sem braut lá gegn um. Lengra burtu voru svo skóg ar og akrar. í hestagirðingunni voru einir tóM arabiskir hest- ar á beit. Þama voru líka hryss- ur og nokkur fölöld. Þetta var fögur sjón og mér algjörlega framandi, fannst mér. En nokkru nær kom maður ríðandi upp eftir einum stígnum, á jörpum stóðhesti, sem bar sig vel og gekk fallega. En á þeyt- ingi kring um hestinn var gul- ur Labradorhundur, næstum með gullslit. Maðurinn á hestinum var ó- vandlega klæddur, í stuttbuxum og blárri skyrtu. Hann var ber- höfðaður og ég gat séð framan í hann greinilega. Eftir klæða- burði að dæma, hefði hann getað verið hestasveinn en samt var eitt hvað við ásetu hans, sem var svo einbeitt og stolt sem gaf til kynna, að þetta mundi vera hús- bóndinn í húsinu. ATHUGIB Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrana aö auglýsa í MorgunblaÖinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.