Morgunblaðið - 08.05.1966, Síða 31

Morgunblaðið - 08.05.1966, Síða 31
gftmnudagur 8. maí 1966 MORGUNBLADIÐ 31 Ingibjörg Magnúsdóttir Kristbjörg Pétursdóttir Ingibjörg Halldórsdóttir U^Udóra Gunnarsdóttir Kristín Pétursdóttir Sjálfstæðiskonur á Akureyri efna til fundar um bæjarmálefni kvenna mALíEFNI kvenþjóðarinnar verða tekin til sérstakrar með- ferðar á fundi með kvenkjós- endum á Akureyri í Sjálfstæðis- húsinu niðri n.k. þirðjudag kl. 8,30. Ingibjörg Magnúsdóttir for- stöðukona, gerir þar grein fyrir þeim málum, er hún mun sér- staklega beita sér fyrir i bæjar stjórn, ef hún nær kosningu, en hún skipar nú baráttusæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Kristbjörg Pétursdóttir kenn- ari, mun fjalla um skóla- og fræðslumál og hvað framundan sé í því efni. Ingibjörg Halldórsdóttir hús- freyja, ræðir skyldur bæjarfé- lagsins við elztu borgarana og gerir grein fyrir elliheimilsmál unum. Halldóra Gunnarsdóttir, kenn- ari, fjallar um hlutverk kven- þjóðarinnar í bæjarmálum. Kristín Pétursdóttir verður fundarstjóri, en fundarritarar Guðlaug Hermannsdóttir og Ás- gerður Snorradóttir. Ingimar Eydal mun leika létta tónlist meðan setið er yfir kaffi. Er ekki að efa að konur, jafnt eldri sem yngri, muni sækja þennan fund vel og eru þær hvattar til að mæta stundvís- lega. — Uppgjöf Framhald af bls 1 „Grana“ segir, að Júgóslavia taki sömu afstöðu til styrjaldar- innar í Vietnam og bandarískir heimsvaldasinnar, því að stjórn Júgóslavíu styðji tillögur um friðarumleitanir, án þess að gért sé að kröfu, að bandarískt her- lið verði fyrst dregið til baka frá S-Vietnam, og stöðvaðar verði loftárásir þeirra á N-Viet- nam. Forsætisráðherra Júgóslaviu, Peter Stambolics, hefur nýlega verið í heimsókn í Austurlönd- um til þess að afla fylgis við friðarumleitanir í Vietnam. — Handritin Framhald af bls. 1 „Berlingske Tidende“ segir, næst á eftir fyrirsögn: „Bráða- birgðadómurinn“. Svo heldur áfram, og segir, að forsendur dómsins verði að teljast óvæntar. Með því að slá því föstu, að Árna safn sé sjálfseignarstofnun þótt lögin (um hafhendinguna) séu í raun og veru þvingunarafhend- ing, séu fengnar forsendur fyrir dómsuppkvaðningu, sem sé fræðslumálaráðuneytinu í óhag. Síðan komi sá hluti forsendanna, sem renni stoðum undir þá skoð- un, að rétt sé að sýkna (fræðslu- málaráðuneytið). Hér sé iögð áherzla á, að ráðstöfunarréttur Árnasafns yfir handritunum sé takmarkaður, og geti stofnunin náð tilgangi sínum, þótt skipting safnsins eigi sér stað. Það sé ein- kennilegt, og sennilega nýtt í danskri réttarsögu, að ákvörðun, sem sé í raun og veru þvingun- arafhending, skuli falla utan við 73. grein stjórnarskrárinnar. „Berlingske Tidende“ telur það einnig einkennilegt, að landsrétt- urnn skuli leggja á það áherzlu, að Árni Magnússon hafi verið umboðsmaður konungs, er hann safnaði handritunum. Rétturinn leitist við að byggja á forsögu stofnunar Árnasafns, og tilgangi skipulagsskrárinnar, sem enginn vilji nú brjóta gegn, en það verði að teljast undarlegt. Að lokum segir blaðið, að forsendur dóms- ins séu þannig, að meiri eftir- vænting ríki nú um dóm hæsta- réttar. Vinstriblaðið „Fyns Tidende“ segir: „Þingið hefur ekki brotið í bága við stjórnarskrána, og leggur landsrétturinn á það áherzlu í forsendum sínum. Þessi niðurstaða hlýtur að vekja ánægju, bæði í Kristjánsborg og utan veggja þingsins. Þingið hef- ur hagað ákvörðun sinni í sam- ræmi við góða sambúð íslands og Danmerkur . Þetta sjónarmið hefur verið viðurkennt“. Blaðið „Börsen“ segir: „Við vonumst til þess, að hæstiréttur stöðvi afhendinguna. Telja verð- ur að gengið sé á rétt vorn, er þjóðþingið krefst þess, að einka- stofnun afhendi eignir sínar, sem fram til þessa hefur verið farið með í samræmi við skipulagsskrá hennar. Þá verður það að teljast furðulegt, ef ekki á að taka neitt tillit til álits þeirra sérfræðinga, sem látið hafa til sín heyra. og sjónarmið stjórnmáialegs eðlis eiga að ráða í þessu máli“. fhaldsblaðið „Aalborg Sitistid- enda“ segir: „Lögin hafa, um stundarsakir hlotið staðfestingu, og það verður að viðurkenna, að það er alvarlegt, ef dómstólarnir ónýta ákvörðun þingsins. Þó er það í valdi dómsvaldsins að gera það, ef rétt þykir. Það er eðli- legt, að slík ákvörðun sé tekin af hætarétti“. Akranes Sjálfstæðisfélag Akranes held ur almennan fund í félagsheini- ili templara n.k. mánudagskvöld 9. maí, kl. 8.30. Fundarefni: Möguleikar á hitaveitu fyrir Akranes: Sveinn S. Einarsson, verkfræðingur. Öllum heimill aðgangur. — Grensás Framhald af bls. 2 leysa brýna þörf á því sviði. Á vegum sóknarnefndarinnar hafa tvær nefndir starfað að und irbúningi fyrirhugaðra fram- kvæmda. Undir forystu Atla Ágústsson- ar, verkstjóra, hefur starfað þriggja manna framkvæmda- nefnd. Hefur hún nú veríð aukin og verður hún jafnframt bygg- ingarnefnd. Formaður nefndar- innar er Guðmundur Árnaon, forstjóri og Atli Ágústsson er varaformaður. Fjáröflunarnefnd er einnig starfandi á vegum sóknarnefnd- arinnar. Formaður henar er Jó- hann Finnsson, tannlæknir. Bygging safnaðarheimilisins er fjárfrek framkvæmd og verður því ekki komizt hjá að leita til margra aðila um fjárhagslegan stuðning. Áður en langt um líður mun því verða efnt til almennrar fjársöfnunar í sókninni og er mikilvægt að sem allra flestir veiti þessari þýðingarmiklu fram kvæmd styrk svo aS takast megi að reisa safnaðarheimilið á þessu sumri. Kvenfélag Grensássóknar var stofnað í janúar 1964, og hefur það starfað af miklum þrótti og þegar orðið safnaðarstarfi Grens ássóknar til mikils stuðnings, m.a. í sambandi við fermingar- guðsþjónustur og kirkjudaga. Formaður kvenfélagsins er frú Ragna Jónsdóttir kennari. Tvívegis (í maí 1964 og 1965) hefur verið efnt til kirkjudaiga til kynningar á starfsemi safnað- arins m.a. til kynningar á fyrir- huguðum byggingarframkvæmd- um og fjáröflunar. Kirkjukór Grensáísóknar hef- ur einnig veitt mikilvæga aðstoð á kirkjudögum safnaðarins. Organisti fyrstu tvö árin undir stjórn Gustafs Jóhannessonar, nú Guðmundar Gilssonar, en formað ur kórsins er Valdimar Hannes- son, málarameistari. Kirkj'ukórinn og kvenfélagið hafa í samvinnu við sóknarnefnd ina gengist fyrir stofnun orgel- sjóðs til kaupa á hljóðfæri í vænt anlegt safnaðarheimili. í sjóðnum eru nú nær 50 þús. kx. New York, 7. maí. — NTB Flugvélasamsteypan S A S skýrði frá því í gær, að senn yrðu hafnar á hennar vegum reglubundnar flugferðir milli New York og Moskvu. Notað- ar verða þotur af gerðirmi DC-8 á leið þessari. Millilent verður í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Frá upphafi hafa ýmsir vel-unn arar þessa unga safnaðar fært honum höfðingleagr gjafir eins og áður hefur verið getið í frétt- um, svo sem fagran hökul, rykki- lín, barnasöngbækur, sálmabæk- ur og biblíu og ennfremur pen- ingagjafir. Þannig afhenti gömul kona nú nýlega kvenfélagi Grensássóknar 10 þús. kr. gjöf, sem hún óskar eftir að verði notaður til kaupa á ljósakrossi. sem settur yrði upp inni í kirkjunni eða utan á kirkj- unni eftir því sem bezt þykir henta. Gefandinn er frú Ragn- heiður Sölvadóttir. Hún gefur þessa gjöf í minningu um fyrri mann sinn Jón Árnason og dótt- ur Idu Nikulásdóttur. Ennfremur hafa söfnuðinum borizt tveir vandaðir gólfvasar gerðir af Guðmundi ÍEinarssyni frá Miðdal, gefnir af hjón-unum Jóhanni Hjörleifssyni og konu hans frú Aðalheiði Halldórsdótt- ur. Margir ónefndir gefendur hafa fært söfnuðinum peningagjafir og áheit. Sóknarnefndin er þannig skip- uð: Magnús Gíslason námsstjóri, foi’maður; Gunnlaugur Snædal, dr. med. læknir. varaformaður; frú Ingibjörg Þorvaldsdóttir, rit- ari;, Guðmundur H. Halldórsso'n, húsgagnabólstrari, gjaldkeri; Jó- hann Hjörleifsson, umsjónarmað ur, meðstjórnandi. Varamaður: Ásgeir Hallsson, framkv^tj. — Einar Th. Magnússon, fulltrúi er safnaðarfulltrúi. Faðir okkar GIÐMUNDUR KR. ERLENDSSON vélstjóri, Strandgötu 21, Hafnarfirði, andaðist 6. þessa mánaðar. Kristín Guðmundsdóttir, Erlendur Guðmundsson. Faðir minn og fósturfaðir BJÖRN HALLDÓRSSON andaðist að Hrafnistu 6. þessa mánaðar. Halldór Björnsson, Baldvina H. Hafliðadóttir. Kosningaskrifstofur Sjálfstæðisflokksins SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur kosningaskrifstofuv utan Reykjavíkur á eftirtöldum stöðum: AKRANESI Vesturgötu 47, sími: 2240 opin kl. 10—12 og 14—22. ÍSAFIRÐI Sjálfstæðishúsinu II. hæð, sími 537 og 232 opin kl. 10—19. SAUÐÁRKRÓKI Aðalgötu 5, sími 23 — opin kl. 10—18. SIGLUFIRÐI Sjálfstæðishúsinu, sími 71154 opin kl. 13—19. AKUREYRI Hafnarstræti 101, sími 11578 opin kl. 10—12, 14—18 og 20—22. VESTMANNAEYJUM Samkomuhúsinu, Vestmannabraut 19, simi 223S opin kl. 10—22. SELFOSSI Hafnartúni, sími 291 opin kl. 9—17 og 19,30—21. KEFLAVIK Sjálfstæðishúsinu, sími 2021 opin kl. 10—19. HAFNARFIRÐI Sjálfstæðishúsinu, sími 50228 opin kl. 9—22. GARÐAHREPPI Lyngási 8, sími: 51690 — 52340 — 52341 opin kl. 15—18 og 20—22, laugardaga og sunnudaga kl. 14—18. KÓPAVOGI Sjálfstæðishúsinu, sími: 40708 opin kl. 9—22. SELTJARNARNESI Melabraut 56, sími 24378 opin kl. 18—22.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.