Morgunblaðið - 10.05.1966, Blaðsíða 17
í»r!ðjudagur 18. itiaf 1966
MORGUNBLADID
17
Reykjavíkurmyndir
Þessar tvær myndir, sem teknar
eru með nær þrettán ára miHi-
bili, sýna glögglega þá miklu upp
byggingu, sem orðið hefur í
Reykjavík á stuttum tíma. Efri |
myndin er tekin úr lofti 1953 og '
sýnir það svæði sem Háaleitis-
hverfið stendur nú á. — Þá var
það svo til óbyggt. Fyrir nokkru
tók Ólafur K. Magnússon, Ijós-
myndari Mbl. neðri myndina,
sem sýnir að á þessu sama svæði
hefur risið nýtízkulegt og glæsi-
legt ibúðahverfi með myndarleg-
um fjölbýlishúsum og fallegum
einbýlis- og tvíbýlishúsum. Háa-
leitishverfið hefur byggt upp á
stuttum tima og er nú eitt af
fallegustu hverfum Reykjavikur.
Hvjti krossinn á báðum myndun
um sýnir lítið hús, sem stendur
enn á horni Háaleitisbrautar og
Miklubrautar. 1953 stendur það
eitt sér á svo til óbyggðu svæði.
1966 er það umkringt glæsilegum
stórbyggingum.