Morgunblaðið - 10.05.1966, Blaðsíða 21
Þriðjuðagur 1U. maí 1966
MORGU HBLAÐIÐ
21
Svanhildur Ólafs-
(
dóttir Hjartar
í DAG verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Reykjavík frú
Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar.
Hún lézt að Landakotsspítala 4.
þ. m. Svanhildur fæddist á Þing-
eyri í Dýrafirði 20. nóvember
1914.
Á íslenzkan mælikvarða er
Þingeyri gamalt kauptún. Það
stendur í einum svipmesta firði
vestan lands með myndríkan
fjallahring og litríkan gróður,
andstæðufullan í speglun sumar-
iádeyðunnar og náttúruhamför-
um vetrarstormanna. Kauptúnið
ber einkenni gamallar og gróinn-
ar menningar. Þó hús séu þar
ekki ýkja háreist og engar hallir
gnæfi þar við himin, hvílir þokki
fágaðrar umgengni og snyrti-
mennsku yfir mörgum hinna
gömlu húsa, sem eiga langa sögu
og bergmála mannlíf liðinna ára-
ituga. Upp úr siðustu aldamótum
var gróskumikið líf á Þingeyri.
Þar voru umsvif mikil í athöfn-
ium, útgerð og verzlun. Félagslíf
stóð þar með blóma og sótt var
fram til batnandi mannlífs. And-
folær þeirra tíma svífur þar enn
yfir byggð, þótt margt hafi
ibreytzt og færzt til nútímahorfs.
Eitt áf þeim heimilum, sem
sett hafa svip sinn á byggð Þing-
eyrar, er heimili Ólafs Hjartar
■járnsmíðameistara og konu hans
Sigríðar Egilsdóttur, foreldra
Svanhildar Hjartar. Á Þingeyri
ihafa þau búið alla sína búskap-
artíð, verið þátttakendur í starfi
og önn til heilla fyrir kauptúnið.
Þangað hefur verið gott að koma,
hispursleysi og hreinleiki, glað-
værð og gamansemi, einlægni og
híbýlaprýði hafa mætt þar komu
mönnum. Og þó húsráðendur séu
mú orðnir aldraðir og slitnir af
löngu og ómildu striti, ber heim-
ilið sama blæ og er sjálfu sér
samkvæmt.
Þarna ólst Svanhildur upp,
elzt af þrem systkinum, og mót-
aðist af heimili og umhverfi. Ég
minnist hennar frá unglingsárum
hennar, gáfaðrar og glæsilegrar
stúlku og tiginnar í framkomu,
með bros í auga, en þá þegar
haldin ugg óvissrar framtíðar.
Skömmu eftir fermingu kenndi
Svanhildur þess sjúkdóms, sem
átti eftir að perða æviraun henn-
ar. Þegar stallsystur hennar og
jafnaldrar fóru burt til náms,
varð hún að sitja eftir eða gista
ajúkrahús. Líf hennar varð vörn
og barátta við veikindi. Stundum
bráði af, jafnvel svo framan af,
að vonir voru um, að sjúkdómur-
inn væri yfirunninn. Hún fagn-
aði hverri uppstyttu, gladdist
með glöðum og reyndi að njóta
alls þess bezta, sem gafst til vaxt
ar og þroska.
Árið 1939 giftist hún eftirlif-
andi manni sínum, Grími Krist-
geirssyni, rakarameistara á ísa-
firði, greindum og góðviljuðum
drengskaparmanni. Hann var á
þeim árum mikið viðriðinn fé-
lags- og bæjarmál á ísafirði, sat
í bæjarstjórn og stjórnum
margra félaga. Þau eignuðust
einn son, Ólaf Ragnar, efnis-
mann, sem nú þegar ungur að
árum, hefur lokið B.A.-prófi í
hagfræði.
Sambúð þeirra hjóna hafði
ekki varað lengi, þegar yfir
þyrmdi á ný. Svanhildur varð að
yfirgefa heimili sitt og dveljast
á sjúkrahúsum og heilsuhælum,
ganga undir hættulegar læknis-
aðgerðir og standa í návígi við
sjálfan dauðann. Hún varð að
•já af syni sínum bernskum
mörg ár, en sú var huggun, að
hún vissi að yfir honum var vak-
að af ástríkum foreldrum henn-
*r, sem ólu hann upp æskuárin.
Svanhildur stillti hug sinn til
varnar og viðnáms, sýndi löngum
einstakt þrek og viðnámsþrótt í
baráttu sinni. Stormaskil urðu
og hún fór heim á ný.
Árið 1953 fluttust þau hjón til
Reykjavikur og áttu þar heima
síðan. Svanhildur var farin að
þreki og kröftum, en hún gekk
enn til móts við þær sólskins-
stundir, sem buðust, og fagnaði
þeim.
Hún annaðist heimili sitt af
einlægni og áhuga, gerði það að
hlýjum og fáguðum reit, þar sem
ekkert gróm festist. Hún var
fundvís á allt, sem fagurt var.
Blóm í glugga, mynd á vegg, bar
vitni um smekkvísi hennar og
fegurðarleit.
Eiginmaður hennar var henni
einstakur förunautur, sem skildi
baráttu hennar og raun og gerði
allt, sem mannlegum mætti var
unnt til þess að létta henni veik-
indastríðið og koma til móts við
óskir hennar og vonir. Á síðustu
árum barnaskóla- og gagnfræða-
og menntaskólaárum dvaldist
sonur þeirra hjóna á heimili
þeirra. Það var gleði Svanhildar
og sigurlaun að fá að hafa hann
heima og fylgjast með námssigr-
um hans.
Við hjónin og börn okkar átt-
um margar góðar stundir á heim
ili þeirra Svanhildar og Gríms.
Gestrisni þeirra, samhugur og
einlægni verður okkur öllum
minnisstæð. Við þökkum sam-
fylgd og vináttu og vottum öllum
ástvinum hennar einlæga samúð.
Öllu mannlegu þreki eru tak-
mörk sett. Svanhildur barðist af
fremsta megni, en viðnámsþrótt-
ur hennar þvarr, og nú er hún
horfin okkur út í vorið.
Hún elskaði blóm.
Þórhallur Bjarnason.
H úsbyggjendur
Smíðum eldhúsinnréttingar, fataskápa, sólbekki.
Sími 51345.
Breyttur stofutími
Frá 10. maí verður viðtalstími minn daglega kl. 1,30
til 2,30 nema fimmtudaga kl. 5—6.
Símviðtöl í síma 31174 kl. 12—1. Vitjanabeiðnir í
sama síma kl. 10—12. Stofan er áfram að Hverfis-
götu 50, sími þar 12811.
HENRIK LINNET, læknir.
Ungur, reglusamur piltur óskast til
afgreiðslustarfa
Þarf að geta annast verzlunarstjórn. —
Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir föstudags-
kvöld, merkt: „Góð laun — 9289“.
Maður í félagsbúskap eða
ráðsmaður
óskast. Einnig vantar fjósamann. —
Húsnæði getur komið til greina fyrir fjöl-
skyldu. — Upplýsingar í síma 16337 eftir
hádegi þriðjudag.
Aðalfundur
félags SNÆFELLINGA- og HNAPPDÆLA, verður
haldinn miðvikudaginn 18. maí 1966 í samkomusal
Kassagerðar Reykjavíkur við Kleppsveg og hefst kl.
8,30. — Venjuleg aðalfundarstörf.
Nánar auglýst í bréfi.
Stjórnin.
Veiðimenn
Áhugamenn um stangaveiði og lax- og silungsrækt
un geta komist að í félagsskap með aðstöðu til
frambúðar. — Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt:
„Til frambúðar — 9277“.
M. A. N. dieselvélin með M-brunahólfi er
þýðgeng, sparneytin, sterkbyggð, vönduð.
M. A. N. drifið með niðurfærslu út í hjól-
unum, er viðurkennt vegna styrkleika auk
þess eykur það hæð bílsins frá vegi.
M. A. N. vörubifreiðin er byggð samkvæmt
ströngustu styrktar- og tæknikröfum.
Kynnið yður gæði M. A. N. vörubifreiðanna.
Stuttur afgreiðslufrestur.
Allar upplýsingar gefa:
Einkaumboðsmenn M.A.N. á íslandi
Ólafur Gíslason & Co hf
Ingólfsstræti 1A. — Sími 1-83-70.