Morgunblaðið - 10.05.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.05.1966, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. maí 1966 Útgefandi: Framk væmdas t j óri: Ritstjórar: Ritstj órnarf ulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 95.00 1 lausasöiu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. TRAUST STJÓRN BORGARMÁLA yssj UTAN ÚR HEIMI Pdlverjar fjölmenna til hátíðamessu — í Czestochowa vegna 1000 ára afmælis kristnitöku í landinu, en páfi komst hvergi UM hálf milljón manna var viðstödd hátíðahöld þau sem fram fóru í hinni helgu borg Czestochowa f Pótlandi s.l. þriðjudag, til þess að mir.nast 1000 ára afmælis kristnitöku þar í landi. Sögðu munkarnir í klaustrinu Jesna Gora, þar sem hátíðamessan var flutt, að ekki hefði annar eins f jöldi sótt útimessu í Póllandi síðani 1956, er hafinn var undirbún- ingur að hátíðahöldunum í ár, sem náðu hámarki með mess- unni j Czestochowa 3. maí. Páli páfa VI. hafði verið boðið til hátíðahaldanna svo sem kunnugt er af fréttum, en ekki fengið til þess leyfi pólskra stjórnarvalda að þiggja boðið. Mynd páfa trjón aði í Jasna Gora í hvítu há- sæti, skreytt hvítum og rauð- um blómum — fánalitum Póllands og minnti viðstadda bæði á hann sjálfan og fjölda annarra velunnara pósku kirkj'unnar, sem boðið hafði verið til hátíðahaldanna en ekki komizt. Stefán kardínáli Wyszynski minntist páfa j ræðu sinni er hann flutti af klaustrurströpp unum og sagði páfa hafa lang að til að koma og vera við- staddur þessi hátíðahöld pólsku kirkjunnar. „En það var ekki Guðs vilji að af því yrði . . . . “ sagði kardínálinn . . . „við verðum að vera þolinmóð“. Wyszynski kardínáli var ekki langorður og minntist hvergi á deilur ríkis og kirkju í Póllandi vegna hátíðahald- anna er saman ber nú þegar hvors tveggja er minnst j senn, þúsund ára afmælis pólska ríkisins og þúsund ára afmælis kristni í landinu. Pólsk yfirvöld hafa látið í veðri vaka, að ekki stæðu all ir pólskir klerkar að baki Wyszynski kardínála eða styddu afstöðu hans til stjórn arvalda í landinu, en við hátíðahöldin nú hefur það ber lega komið í Ijós að biskupar í Póllandi standa með yfir- manni sínum allir sem einn. Antoni Baraniak, erkibiskup í Poznan, kvaðst mæla fyrir munn allra biskupa landsins og allrar þjóðarinnar ljka, er hann segði að því meira að- kasti sem kardínállinn yrði fyr ir, „þeim mun meira elskum vér yður“. Munkarnir í Jasna Gora sögðu að ekkert hefði verið gert til þess að greiða götu ferðalanga til Czestochowa þennan dag og margir horfið frá því að koma þangað vegna ráðstafana yfirvaldanna, sem takmörlcuðu mjög ferðir út- lendinga til hátfðahaldanna, og lögregla var á vegum úti að skoða vegabréf manna og onnur skilríki. Engu að síður var mikið fjölmenni viö há- tíðamessuna sem áður sagði. Margir pílagrímanna komu degi fyrr og létu fyrirberast um nóttina í klaustursgöngun um. Kapella Vorrar Frúar í Czestochowa stóð opin alla nóttina og gengu pílagrímar þar fram hjá hinni sögufrægu „Svörtu Frú“ býzanskri helgi- mynd fornri af Maríu mey, sem þar er og á hvílir mikil helgi. En meðan Wyszynski kardí náli söng messu í Jasna Gora, mætti Póllandsforseti og aðrir leiðtogar flokks og stjórnar til minningarathafnar í Kato- vice, 40 mílum fjarri, um bylt- ingu Pólverja gegn Þjóðverj- um í Slesju, og suður í Róm söng Páll páfi messu í St. Péturskirkjunni frammi fyrir altari sem helgað var Mariu mey, „Drottningu Póllands“, og hlýddu messunni pólskir prélátar í Róm. Stefan kardínáli Wyszynski kemur fram á tröppur Jasna Gora klaustursins í Czestochowa við hátiðahöldin 3. maf s.I. ¥ framkvæmda- og fjáröflun- aráætlun Reykjavíkur- borgar 1966 til ’69 er gerð grein fyrir þeim stórfelldu framkvæmdum, sem áætlað- ar eru á þessu tímabili, en jafnframt er þar að finna yfirlit yfir þróun borgarmál- efna síðustu árin, og eru þar ýmsar athyglisverðar tölur, sem borgarar Reykjavíkur taka eftir. Frá árinu 1960 til ársins 1965 jókst hlutur verklegra framkvæmda í heildarútgjöld um borgarsjóðs úr 32% í 42%, og hlutur rekstrarútgjalda minnkaði úr 68% í 60%. Þetta er vissulega ánægju- leg þróun, þótt hún geti naum ast haldið áfram, þar sem mörg rekstrargjöld borgar- innar eru bundin og ekki hægt að draga úr þeim, og takmörk eru líka fyrir því, hve mikið er unnt að auka verklegar framkvæmdir. — Raunar þurfa Reykvíkingar ekki á tölum sem þessum að halda til að gera sér grein fyrir þróuninni í þessum efn- um. Þeir hafa séð hinar gíf- urlegu framkvæmdir borgar- innar, þar sem heil hverfi hafa breytzt á nokkrum dög- nm, þar sem malbiksvélar hafa farið yfir og tæki til gangstéttargerðar, svo dæmi séu nefnd. Menn gera sér líka grein fyxir því að traustum hönd- um er haldið um fjármál borgarinnar, og þess vegna furðar menn ekki á því að rekstrarútgjöld skuli lækka hlufallslega. En hins vegar væri ekki úr vegi, að hver og einn borgari Reykjavíkur hugleiddi með sjálfum sér, hvernig fara mundi í þessum efnum, ef ekki nyti við sstm- stillst meirihluta og sundr- ungarliðið ætti að hugsa um fjárhag og framkvæmdir borgarinnar. Hver og einn getur gert sér grein fyrir því hvernig sú mynd mundi líta út. í framkvæmdaáætluninni er einnig skýrt frá því að framkvæmdir borgarsjóðs hafi að magni til aukizt frá árinu 1965 um hvorki meira né minna en 116%, og fram- kvæmdir hjá borgarfyrir- tækjum um 73%. Þarna er fyrst og fremst um að ræða árangurinn af hinum miklu áætlunum, sem gerðar voru fyrir fjórum til fimm árum um gatnagerð og hitaveitu- framkvæmdir. Þá var sagt að þessar áætlanir væru ein- íungis kosningabeita og lógjörlegt mundi vera að fram <kvæma þær. . Nú er hins vegar svo kom- áð, að gatnagerðaráætlunin jhefur fremur farið fram úr áætlun, og mun þó fara enn ;meira fram úr áætlun næstu ár, þannig að tíu ára áætlun- :inni verður lokið tveimur ár- :um áður en ráð var fyrir fgert. Og hitaveituáætlunin hefur einnig staðizt. Þriðja stórverkefnið, sem heitið var að leysa, var heild- arskipulag Reykjavíkur, og nú hefur endanlega verið frá íþví gengið eins og borgarbú- :ar vita. Þannig hefur allt það 'verið framkvæmt, sem heitið var — og raunar meira, og er því ekki að furða þótt fminnihlutaflokkarnir séu nið urlútir, þegar þeir eru að reyna að sannfæra sjálfa sig ’og aðra um, að illa sé haldið á málefnum Reykjavíkur. En sú árátta að vera stöð- ugt að tala um hvað lítið sé framkvæmt og hve illa sé búið að borgurum Reykja- víkur, sýnir raunar, að þeir :menn, sem slíkan málflutning stunda, mundu æskja þess að :orð þeirra væru sannleikur en ekki áróður. Þeir eru þannig ekki áhugasamir um miklar framkvæmdir og góða stjórn borgarinnar, heldur beinlínis andstæðingar þess hvors tveggja. FRAMBJÓÐANDI EYSTEINS Fhns og kunnugt er klofnaði ^ Framsóknarflokkurinn bæði um álsamninginn og kís- ilgúrmálið. Fimm þingmenn flokksins brutu sig undan flokksaga Eysteins Jónssonar og neituðu að standa að aft- urhaldsafstöðu hans, og í ál- málinu taldi þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi sér nauð- synlegt að snúaSt ekki gegn þeirri stórframkvæmd í hans kjördæmi. En í Reykjavík bjóða Fram sóknarmenn í fyrsta sæti upp á þingmann, sem í gegn- um þykkt og þunnt studdi Eystein og afturhald hans, og í öðru sætinu er fram- kvæmdastjóri Tímans, sem líkar með ágætum afstaða þess blaðs, ekki sízt í þessum stórmálum. Það fer því ekki á milli mála, að það eru frambjóð- endur Eysteins Jónssonar, sem Reykvíkingum er ætlað að kjósa í borgarstjórn. Það eru menn úr þeim armi flokksins, sem ætíð hlýða flokksforustunni, og hafa engan skilning á nauðsyn stórframkvæmda og fram- fara. FRUMHLAUP ALÞÝÐU- BLAÐSINS 'yrir nokkrum dögum birti Aiþýðublaðið meira en lítið ósmekklega frásögn af högum fjölskyldu nokkurrar í Reykjavík, en segja verðut blaðinu það til hróss, að það er nú orðið feimið við þetta mál. Þannig segir í ritstjórnar- grein sl. sunnudag, að frá- sögnin hafi verið birt að ósk fólksins sjálfs. Morgunblaðið efast raunar um, að þar sé rétt farið með, enda fóru blaðamenn Alþýðublaðsins á vettvang. Væri fróðlegt að fá að vita hver fjölskyldumeð- limanna hafi snúið sér til blaðsins með ósk um að þessi frásögn yrði birt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.