Morgunblaðið - 25.05.1966, Page 10
10
MORGUNBLADIÐ
Miðvikudagur 25. mai 1966
Ábyrgðarmerking á húsgögnum
Húsgagnameistarafélag Reykja
vikur er að hefja ábyrgðar
merkingu á framleiðslu félags-
manna í samráði við Neytenda-
samtökin. Fylgir ábyrgðarskír-
teini öllum hinum merktu vör-
um, sem sýnir að sérstök ábyrgð
er á hlutnum í eitt áir, frá þvi
að hann er keyptur í verzlun-
inni. Þá segir einnig í skírtein-
inu, hvert kaupandi skuli snúa
sér, ef hann telur að galli komi
fram á vörunni innan 12 mán-
aða. Veit kaupandin að þessi
merkta vara er undir eftirliti
fagmanna, og getur því treyst
því að hér er um góða fram-
leiðslu að ræða. Getur hann gert
kaupin upp á eigin spýtur, ef
honum líka hlutirnir að gerð
og útliti, án þess að fá fagmann
með sér til þess að skoða þá.
Af þessum sökum má búast við
að þetta verði almenningi til
mikils hægðarauka við húsgagna
val.
Þetta kom m.a. fram á blaða-
mannafundi sem Húsgagna-
meistarafélagið og Neytendasam-
tökin héldu í gær. Hafði Karl
Maack, formaður Húsgagnameist
arafélagsins, aðallega orð fyrir
húsgagnameisturum, en Sveinn
Ásgeirsson fyrir Neytendasam-
tökunum.
Karl sagði m.a., að mál þetta
væri mjög umfangsmikið og
hefði verið lengi í undir-
búningi hjá þessum aðilum, eða
í hálft annað ár, enda myndi
þetta vera í fyrsta skipti sem
félag tæki upp gæðamat á fram
leiðsluvöru félaga sinna. Kvað
hann félagið hafa fengið mjög
góða fyrirgreiðslu hjá Iðnaðar-
mannasambandi íslands um
fyrirkomulag við slíkar ábyrgð-
ar merkingar, sem er, eins og
áður segir ,óþekkt hér á landi,
og væri það sniðið eftir danskri
fyrirmynd. Hann gat þess að
það eitt að vera félagi í Hús-
gagnameistarafélaginu nægði
ekki til þess að merkja fram-
leiðslu sína með þessu merki
heldur þyrfti sérhver meistari
að sækja um leyfi til sérstakr-
ar matsnefndar. Væri hún skip-
uð tveimur félögum úr Húsgagna
meistarafélaginu og tveimur fé-
lögum úr Neytendasamtökun-
um.
Sveinn Ásgeirsson lýsti ánægju
sinni yfir því að nú skyldi hafa
verið stofnuð matsnefnd varð-
andi smíði húsgagna, og kvað.
vandlega hafa verið unnið að
því máli. Kvaðst hann einnig
vilja lýsa því yfir, sem von
þeirra í Neytendasamtökunum,
að með stofnun hennar hefði
verið lagður grundvöllur að
fleiri matsnefndum á hinum
ýmsu sviðum viðskipta, og gat
þess jafnframt í því sambandi
að ýmislegt væri í deiglunni, og
búast mætti við að fleiri mats-
nefndir yrðu stofnaðar, t.d. væri
það nú í undirbúningi hjá ból-
strurum.
Sveinn sagði, að félag hús-
gagnameistara hefði sýnt víð-
sýni í undirbúningi þessa máls,
og það mæ‘ti verða fordæmi
og að aðrir sigldu í kjölfarið.
Þær skuldbindingar, sem því
fylgdu að láta ábyrgðarskírteini
félagsins og merki verða áfast
framleiðsluvörum, væru mjög
strangar, en slíkar kröfur skyldu
menn gera til alls, er þeir byðu
öðrum til kaups, því að þá
mundu báðum aðilum viðskipta
vegna betur.
Hann sagði að lokum, að með
ábyrgðarskírteini því, sem hér
um ræddi, væri einungis átt við
12 rpánuði, og svo sem lög kvæðu
á um, en aftur á móti væri það
meginatriði málsins, að í henni
fælist fljótt afgreiðsla ágrein-
ingsmála, og jafnframt væri
skapað aðhald til vöndunar, ekki
aðeins vörunnar, heldur og allr-
ar þjónustu í sambandi við við-
skiptin.
SLÍPPFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK
5TOFNAÐ 21. OKTÓBER 1902
EÍ.ZTA STARFANDl H LUTAFÉLAC fíf.R A LANDl
Sigiutfur Júnsion, vcrkfrmtingur.
Tilgangurinn mcð stofnun félagsíns .var aíf byggja og
•tarfrækja s'kipavid'gerðastöíf og var fyrsta dráttarbraut-
’in, og jafnframt sú fyrsta á íslaudi, sem því nafni mætti
nefnast, byggð árið 1902.
Fyrstu stjórn íélagsins skipuðu; Tryggvi Gunnarssont
bankastjóri, Ásgeir Sigurðsson, konsúll, og Jes Zimsen,
lónsúU. Fyrsti frarakvæmdastjóri félagsiua var 0. EU-
ingsen.
Árið 1904 var byggð önnur dráttarbraut fyrir allt að
200 smál. skip, og var hún í nolkun til drsins 1932, er
félagið byggði 2 dráttarbrautir, aðra fyrir 400 smál.
skip og hina fyrir 800 smál. skip, og var þá í fyrsta skipti
bægt að taka togarn á land á íslandi. Slippfclagið starf
rækir nú 3 drátlarbrautir:
1) fyrir-1500 smál. skip með blíðarfærslum fyrir þrjú
1000 smállcsta skip, byggð 1948,
2) fyrir 2500 smál. skip, byggð 1954, ,
3J fyrir 500 smál. skip, með hliðarfærslu fyrir báta,
byggð 1956.
Húsakostur félagsins er nú ca. 7000 fermetra gólfflöturv
25,000 teningsmeLrar.'Vélakostur 1500 ha.
Frá árinu 1932 licfur félagið tckið á land ca. 6000 ski(»
(3,5 millj. hr.t.) og hafa engin óhöpp komið fyrir '*
þcssu tímabilL
Auk upptöku skipa og skipaviðgerða, starfrekið félagiff
skipa- og timburverzlanir, málningarírainleiðslu og u«>
smíðaverkstæði.
Núverandi stjórn skipa: Forhiaður, Kristján Siggeir#*
son, kaupmaður, meðstjómcndur: Tryggvi ófeigsson*
útgcrðarmaður, Bencdikt Gcöndal, forstjóri, og Valgeir
Bjömsson, hafnarstjóri. Franikvæmdnstjóri er Sigurður
Jónsson, verkfrœðiugur.
Myndin hér að ofan er tekin úr bókinni „ísland í dag“, og er
af grein, sem birtist þar áriff 1961. Með henni eru staðfestar
þær staðreyndir, sem fram koma í meðfylgjandi leiðrettingu.
Rúðstefno ungrn mnnnn
um snmstöðn NATO-ríkjnnnn
Slippurinn í Reykjavík er
stærsta dráttarbraut landsins
DAGANA 17. til 23. apríl sl. var
haldin í Haag ráðstefna ungra
manna í aðildárríkjum Atlants-
hafsbandalagsríkj anna“ (The
Cohesion of the Alliance). Tveir
fslendingar, þeir Jón Abraham
Ólafsson, fulltrúi yfirsakadóm-
ara, og Hilmar Jónsson, bóka-
vörður, sóttu ráðstefnuna á veg-
um VARÐBERGS — félags
ungra áhugamanna um vest-
ræna samvinnu. Alls voru þátt-
takendur yfir 30 frá öllum
fimmtán ríkjum bandalagsins.
í upphafi ráðstefnunnar voru
fluttir 3 fyrirlestrar: Dr. C.L.
Patijn, prófessor, og Anthony
E. M. Duijnstee, báðir þing-
menn, ræddu um samstöðuna á
sviði stjórnmála og hermála, en
Dr. K. Hahn fjallaði um þýðingu
NATO í samskiptum austurs og
afstöðu stjórnar de Gaulle.
í umræðunum á ráðstefnunni
var m. a. rætt ýtarlega um við-
horfin til hinnar nýju stefnu
Frakka — og hvernig bregðast
bæri við henni. Kom fram
mikill áhugi á að efla og treysta
bandalagið, svo að því verði
kleift að tryggja áfram öryggi
aðildarríkjanna og treysta frið-
inn í heiminum.
Þátttakendur fóru í tvær
kynnisferðir meðan ráðstefnan
stóð yfir, þ.á.m. með tundur-
duflaslæðurum, sem voru að
æfingum á Norðursjó.
Loks hélt borgarstjórinn í
•Haag boð-fyrir þátttakendurna.
(Frá Samtökum um
vestræna samvinnu).
VEGNA greinar í heiðruðu blaði
yðar þ. 28. apríl sl. með fyrir-
sögninni: Samið um smíði drátt-
arbrautar á Akureyri — verður
langstærsta dráttarbraut á land-
inu. Ennfremur segir m.a. í
nefndri grein, að dráttarbrautin
eigi að vera fyrir 2000 lesta skip
með einni hliðarfærslu fyrir 800
lesta skip og að áætlað sé að
brautin verði tilbúin í árslok
1967 eða snemma árs 1068.
Þar sem hér er talið að þetta
verði langstærsta braut á land-
inu, vil ég leyfa mér að gera
eftirfarandi athugasemd:
Slippfélagið í Reykjavík h.f.
starfrækir nú 3 dráttarhrautir:
1. Fyrir 1500 lesta skip með
hliðarfærslum fyrir 3 skip 1000
lesta hvert (brautin tekin í
notkun árið 1947).
2. Fyrir 2500 lesta skip (braut
in tekin í notkun árið 1954).
3. Fyrir 500 lesta skip með
hliðarfærslu fyrir báta (brautin
tekin í notkun árið 1956).
4. Ofangreindar dráttarbraut-
ir eru byggðar með 5 til 6 földu
burðaröryggi, þannig að mikið
þyngri skip er hægt að taka upp
án áhættu.
Byggingarkostnað þessara
dráttarbrauta ásamt undirstöð-
um mætti áætla með núverandi
verðlagi yfir 300 millj. krónur.
Sigurður Jónsson,
forstjóri
Slippfélagsins í Reykjavík h.f.
Sjötugur:
Þorsteinn Jónsson
vesturs.
Tveir umræðuhópar þátttak-
enda sjálfra tóku síðan ýmsa
þætti ofangreindra mála til með
ferðar.
Aðra fyrirlestra á ráðstefn-
unni fluttu þeir van der Stoel
frá hollenzka utanríkisráðuneyt-
inu, sem ræddi um þátttöku
smærri ríkjanna í starfsemi
Atlantshafsbandalagsins, van
Campen frá NATO um stjórn-
málastarfið innan bandalagsins,
og Frakkinn Pierre Mahias,
framkvæmdastjóri „Atlantic
Treaty Association (ATA)“, um
Leiðrétting
í VIÐTALI, er birtist í blaðinu
í gær við Ófeig Guðnason átt-
ræðan var sagt, að hann hefði
farið landveg vestur á Bíldudal.
Þetta er misskilningur, því að
Ófeigur fór aðeins landveg á
milli Patreksfjarðar og Bíldu-
dals.
Þá var sagt, að Ófeigur hefði
hrakizt 2500 mílur á Biscaya-
flóa á styrjaldarárunum fyrri.
Þar átti að standa 250 sjómílur.
Eru hlutaðeigendur beðnir vel-
virðingar á þessu.
ATHUGIB
Þegar miðað er við útbreiðslu.
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
biöðum.
Hryssan með þrífætta folaldið sitt. Ljósm. O. E.
folald I
■
■
HVOLSVELLI, 23. maí — Annan framfótinn ásamt ;
Fyrir nokkrum dögum kast-bóg vantaði alveg.
aði 10 vetra hryssa frá Mar- Þeir sem vit hafa á, telja ;
mundi Kristjánssyni á Svana- þetta mjög fágætt fyrirbrigði «
vatni í Austur-Landeyjum. og sjaldgæft að svona folald ;
Þegar að var komið, blasti lifi lengi, en þetta er ákaflega •
við fágæt sjón, því folaldið hraustlegt, bregður meira að ;
var aðeins með þrjá fætur. segja á leik, prjónar og eys.
hreppstjóri Jörfa
VIÐ hlíðarætur sunnan Hauka-
dalsár í Dalasýslu við fótskör
hins háa og rismikla Jörfahnúks
er höfuðbólið fornfræga, Jörfi í,
Haukadal. Þar hafa löngum búið
höfðingsmenn og kjarnakonur,
sem gert hafa garðinn frægan.
Þangað varð mörgum gengið á
gleðifnd fyrr á öldum. Þaðan
hefur oft stafað ylgeislum glettni,
söngva og gamanmála út yfir
grundir og engi hins sumarfagra
fjalladals.
Að Jörfa hefur nú búið um
aldarfjórðungsskeið Þorsteinn
Jónasson, hreppstjóri, ásamt
konu sinni, Margréti Oddsdóttur.
Foreldrar Þorsteins voru Jónas
Klemensson á Krossi í Haukadal
og Guðrún Guðmundsdóttir. Á
æskuárum stundaði Þorsteinn
nám í alþýðuskólanum að Hvít-
árbakka í Borgarfirði. Reyndist
hann góðum og traustum náms-
gáfum gæddur og lét hvergi sinn
hlut eftir liggja, ef honum þótti
nokkurs við þurfa. Síðar lagði
hann stund á barnafræðslu um
skeið. Að Oddsstöðum í Miðdöl-
um bjó hann á árunum 1934—
1941. — Og 9. maí sl. varð hús-
bóndinn á Jörfa sjötugur, en 26.
apríl sl. varð Margrét húsfreyja
sextug. — Börn þeirra eru Hún-
bogi, kennari við Samvinnuskól-
ann að Bifröst, Álfheiður, hús-
freyja að Bæ í Miðdölum, gift
Baldri Friðfinnssyni, og Marta,
húsfreyja í Búðardal, gift Guð-
brandi Þórðarsyni. Öll eru börn-
in mannvænleg og vel gefin.
Barnabarnahópur þeirra Jörfa-
hjóna er þegar orðinn stór og
álitlegur í bezta lagi.
Þorsteini á Jörfa hafa verið
falin fjöldamörg trúnaðarstörf I
þágu sveitar og sýslu, m. a. hefur
hann lengi verið sýslunefndar-
maður og hreppstjóri Haukdæla.
Hann er sérstæður hæfileika- og
mannkostamaður, sem stendur
djúpum rótum í íslenzkri mold,
óhvikull sem drangur í fjalls-
hlíð. Hann býr yfir margvísleg-
um fróðleik frá fyrri tíð, sem
vert væri að skrá og geyma.
Hann tekur ógjarnan til máls á
opinberum fundum. Segist geta
orðiÖ full tannhvass, ef svo ber
undir. En jafnan er hlustað,
þegar hann kveður sér hljóðs —
og það svíkur engan. Þá streyma
orðin fram, kjarnmikil og mark-
sækin, stundum glettin, en ávallt
gjörhugsuð.
Um. Þorstein mætti margt
skrifa og einnig hina ágætu eig-
inkonu hans, en hér verður stað-
ar numið. Margar minnisstæðar
stundir á heimili þeirra hjóna
ber að þakka, svo og aðra sam-
fundi. Eg óska þeim innilega til
hamingju í þessum áfanga og
vona, að þau og niðjar þeirra
njóti allra heilla á komandi ár-
uro F. Þ.